Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. MÁTTURINN & DÝRÐIN kostar birtingu auglýsingarinnar ÓTTI VIÐ MANSAL Starfsmenn hjálparstofnana hafa komist á afskekkta staði í Aceh- héraði í Indónesíu og segja að ástandið þar sé enn verra en búist var við eftir náttúruhamfarirnar 26. desember. Þeir telja að tala látinna í Aceh-héraði hækki um tugi þús- unda, en yfirvöld í Indónesíu hafa sagt að minnst 94.000 manns hafi farist þar. Stjórn landsins hefur bannað að börn verði flutt frá Aceh vegna frétta um að glæpasamtök, sem stunda mansal, hafi sent þangað menn til að ræna munaðarlausum börnum. Stórt snjóflóð í Hnífsdal Gríðarstórt snjóflóð úr Hraunsgili í Hnífsdal olli milljónatjóni í gær- morgun þegar það féll á spennistöð Orkubús Vestfjarða og eyðilagði stöðvarhúsið. Almannavarnanefndir á Patreksfirði og Tálknafirði afléttu í gær hættuástandi og fengu þá nærri 100 manns að fara til síns heima. Sigurjón kaupir 66°Norður Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi festi í gær kaup á ráð- andi hlut í 66°Norður í samstarfi við Sjóvá-Almennar. Að sögn Sigurjóns er fyrirtækið afar áhugavert fyrir hann, það hafi starfað lengi, sé þekkt að gæðum og hafi ávallt náð að að- lagast nýjum og breyttum tímum. Yfirlit Í dag Sigmund 8 Umræðan 23/25 Viðskipti 12/13 Minningar 28/37 Erlent 14/15 Staksteinar 51 Höfuðborgin 17 Bréf 29 Akureyri 18 Kirkjustarf 41 Suðurnes 19 Dagbók 40/43 Landið 18 Fólk 45/49 Listir 20 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 28 Veður 51 * * * Morgunblaðinu fylgir auglýsinga- blaðið Heilsa. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MT71MT101MT110MT103MT105MT75MT97MT117MT112 FASTEIGNAMAT hækkar verulega milli ára samkvæmt útreikningi yfir- fasteignamatsnefndar. Mest er hækkunin á sérbýli á Seltjarnarnesi og á íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð eða um 30%, en mat á sérbýli annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi hækkar einnig verulega eða um 20% og einnig íbúðarhúsnæði í þéttbýli á Fljótsdalshéraði. Hækkun matsins kemur til af hækkunum á verði fasteigna á liðnu ári og kemur til viðbótar 12,5% hækk- un fasteignamats íbúðarhúsnæðis að meðaltali fyrir ári, en þá var hækk- unin á bilinu 10?20% á mörgum helstu þéttbýlisstöðum. Fasteignaskattar, sem eru einn tekjustofna sveitarfélaganna, taka mið af fasteignamatinu og því er um sambærilega hækkun að ræða á þeim, auk þess sem ýmis gjöld sem lögð eru á fasteignir taka einnig mið af fasteignamati, eins og vatnsskatt- ur, sorphirðugjald, holræsagjald og lóðarleiga. Fasteignaskattar af sér- býli á Seltjarnarnesi hækka þannig um 30% í ár að öðru óbreyttu og um 20% í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Álfta- nesi. 13% hækkun í fjölbýli Hækkun á mati íbúða í fjölbýlis- húsum á höfuðborgarsvæðinu er einnig talsverð eða 13% og mat á íbúðarhúsnæði í þéttbýli víða á Suð- urlandi og í Vestmannaeyjum hækk- ar um 17% og það gildir einnig um Sauðárkrók, Varmahlíð, Vopnafjörð og Fáskrúðsfjörð. Þá hækkar matsverð sumarhúsa og sumarhúsalóða um 13% sam- kvæmt ákvörðun yfirfasteignamats- nefndar og hækkunin á atvinnuhús- næði er 6% og sama gildir um bújarðir. Hins vegar er mat á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Siglufirði, Höfn í Hornafirði og á Vestfjörðum óbreytt og því það sama og á síðasta ári ef undan eru skilin Ísafjörður og Bol- ungarvík. Álagning fasteignaskatta á íbúðar- húsnæði er frá því að vera 0,290% af fasteignamati lægst í það að vera 0,625% hæst. Í stóru sveitarfélögun- um á suðvesturhorninu og á Akureyri er álagningin á bilinu 0,310% í Garða- bæ upp í 0,360% af fasteignamati í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Sel- tjarnarnesi, samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Algeng álagning á atvinnuhúsnæði er 1,650% af fasteignamati. Hún er lægst 1,120% af fasteignamati á Sel- tjarnarnesi og í Garðabæ þegar stóru sveitarfélögin á suðvesturhorninu og á Akureyri eru skoðuð, en hæst í Hafnarfirði 1,680%. Veruleg hækkun fasteignamats um áramótin Sérbýli hækkar um 20% á höfuðborgarsvæðinu HLUTAFÉLAGIÐ Hugi hf., sem áður hét Fróði, hefur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur verið úr- skurðað gjaldþrota. Að sögn Helga Birgissonar skiptastjóra nema skuldir félagsins um 500 milljónum króna, en eignir þess hins vegar um 37 milljónum. Fróði hefur til margra ára ver- ið stærsti tímaritaútgefandi hér á landi. Torg ehf., dótturfélag prentsmiðjunnar Odda, keypti öll hlutabréf Fróða í ágúst á síðasta ári. Í desember var stofnað nýtt félag, Tímaritaútgáfan Fróði ehf., sem keypti allar eignir Fróða og yfirtók þann rekstur sem félagið hafði haft með hönd- um. Haft var eftir stjórnarfor- manni félagsins í Morgunblaðinu að með þessari ráðstöfun væri skilið á milli fortíðarvanda og framtíðarmöguleika félagsins. Í tengslum við þessar breytingar var nafni gamla hlutafélagsins breytt úr Fróða í Huga. Eignir 37 milljónir króna Helgi Birgisson sagði að einu eignir Huga væru 37 milljónir á bankareikningi. Kröfur næmu hins vegar um 500 milljónum og stærsti kröfuhafinn væri prent- smiðjan Oddi. Einnig ættu bank- ar og lífeyrissjóðir kröfur á hendur félaginu. Hlutafélagið Hugi gjaldþrota Kröfur í þrotabúið um 500 milljónir LANDSVIRKJUN hefur lokið við að gera nýja heildsölusamninga við raf- veitur sem selja rafmagn í smásölu. Samningarnir eru bæði til skemmri og lengri tíma, eða frá einu ári til allt að tólf ára. Einn nýr viðskiptavinur gerði samning við Landsvirkjun um áramót, en það er Rafveita Reyðar- fjarðar sem áður keypti rafmagn frá RARIK. Um áramót urðu viðamiklar kerf- isbreytingar í raforkumálum. Edvard G. Guðnason, markaðsstjóri Lands- virkjunar, segir að breytingarnar þýði m.a. að Landsvirkjun sé núna eingöngu í því að framleiða og selja raforku. Landsnet, sem er nýtt fyr- irtæki sem tók til starfa um áramót, sjái nú alfarið um að flytja orkuna og innheimta gjöld fyrir þann flutning. Þessi gjaldskrá Landsnets og nýir orkusölusamningar við smásöluveit- urnar komi í staðinn fyrir eldri heild- sölugjaldskrá Landsvirkjunar. ?Þessir samningar eiga ekki að leiða til verðhækkana umfram verð- lagsbreytingar. Staðan er aðeins mis- munandi milli aðila, en fyrirtækjun- um býðst að kaupa ákveðið sett af samningum til mislangs tíma. Raf- orkuverðið fer eftir því til hve langs tíma fyrirtækin vilja binda viðskiptin og greiða þau lægra verð ef þau vilja binda sig til lengri tíma. Þau geta einnig sett saman samninga sem taka til lengri og skemmri tíma og þá munu þau kaupa rafmagnið á svipuðu verði og þau hafa verið að kaupa á til þessa,? sagði Edvard. Landsvirkjun semur við rafveiturnar Gera nýja orku- samninga til 12 ára AFTAKAVEÐUR gekk yfir Suður- land í gær og í Vík í Mýrdal var hópur björgunarsveitarmanna á þönum um bæinn til að bjarga verð- mætum. Rúður brotnuðu bæði í húsum og bifreiðum þegar grjót fauk á þær auk þess sem þakplötur losnuðu. Einnig þurftu björg- unarsveitarmenn að binda niður grindverk til að koma í veg fyrir að það fyki á nærliggjandi hús. Að sögn Jónasar Erlendssonar, fréttaritara Morgunblaðsins á Suð- urlandi, var snjórinn víða svartur af völdum sands sem fokið hafði úr fjörunni. Um tíma duttu sjónvarps- sendingar í bænum út sökum bil- unar á Háfelli og rafmagnslaust var um tíma í Vík. Þegar leið á kvöldið voru þrumur og eldingar farnar að geisa m.a. með þeim afleiðingum að sími Jónasar brann þegar eldingu sló niður í NT-box með tilheyrandi blossum og eldglæringum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tjón í ofsaveðri í Vík í Mýrdal STEFÁN Kristjánsson (2.444) sigr- aði ísraelska alþjóðlega meistarann Shi Porat (2.421) í 8. og næstsíðustu umferð alþjóðlega skákmótsins í Drammen í Noregi í gær. Stefán hef- ur nú 6,5 vinninga og er í 3. sæti. Geri Stefán jafntefli í lokaumferð- inni gegn efsta manni mótsins, ísr- aelska stórmeistaranum Victor Mikhalevski (2.566), nær hann sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Nálægt áfanga að stórmeist- aratitli ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.