Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 4
BJÖRN Lúðvíksson, bílstjóri í Tálknafirði, þurfti ásamt eiginkonu sinni, Hildi Lobrigo, og tveimur börnum, níu mánaða og sex ára, að yfirgefa heimili sitt á mánudags- kvöld vegna snjóflóðahættu. Þau búa við endann á Strandgötu, en alls yfirgáfu sautján Tálknfirðingar heimili sín vegna snjóflóðahættu í fyrrakvöld. Tveir íbú- ar neituðu að yfirgefa svæðið. „Fulltrúi björgunarsveitarinnar hringdi rétt fyrir klukkan níu um kvöldið og sagði að það þyrfti að rýma svæðið,“ útskýrir Björn, en áður hafði snjóflóð fallið rétt fyrir ofan húsin. „Við urðum að fara út strax,“ segir hann. „Ég tók dýnur, sængur og eitthvað fleira í skyndingu.“ Fjölskyldunni var boðið að halda til í fé- lagsheimilinu, en ákvað fremur að gista í húsnæði syst- ur Björns, annars staðar í þorpinu. Hann segist aldrei áður hafa þurft að rýma heimili sitt vegna snjóflóða- hættu. Hann segir óvenjumikinn snjó á Tálknafirði þessa dagana og muni hann ekki eftir öðru eins, síðustu fimm til sex árin. Það hafi þó gengið ágætlega að komast á milli staða í fyrrakvöld, enda nýbúið að ryðja götuna. Aðspurður segir hann að sex ára syninum hafi ekki brugðið þótt þau hafi skyndilega þurft að yfirgefa heim- ilið. „Honum fannst þetta bara vera hálfgert ævintýri.“ Ljósmynd/Már Erlingsson Yfirgáfu heimilið í skyndingu 4 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ er eins og hlíðin hafi runnið eins og hún legg- ur sig,“ segir Einar Már Gunnarsson, björg- unarsveitarmaður á Ísafirði, er hann lýsir snjóflóði sem fallið hefur úr Hraunsgili í Hnífsdal. Talið er að flóðið hafi fallið um níuleytið í gærmorgun. Flóðið hreif með sér gamla bæinn í Hrauni í Hnífsdal og spennistöð við Árvelli. Við það fór raf- magn af svæðinu í kring. Einnig fór flóðið meðfram raðhúsum og blokkum við Árvelli og alveg niður á sléttlendi. Búið var að rýma húsin, skv. ákvörðun almannavarnanefndar, á þessu svæði, áður en snjó- flóðið féll, svo engan sakaði. Jakob Ólafsson, starfsmaður Orkubús Vest- fjarða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið væri að því að leggja bráðabirgðalínu frá annarri spennustöð til að koma rafmagninu á aftur. Óvíst væri þó hvenær það tækist. Sennilega ekki fyrr en í dag. Einar Már telur að flóðið hafi verið meira en fimm hundruð metra breitt. Það hafi tekið með sér gamla bæinn í Hrauni, eins og áður sagði, og skilið efri hlutann eftir við nýja bæinn, um sextíu metrum neðar. „Það er eins og búið sé að leggja gamla hús- inu eins og hverjum öðrum bíl í stæðið [við nýja bæ- inn],“ segir hann. Gamli bærinn var reistur fyrir meira en hundrað árum, en ekki var lengur búið í honum. Hins vegar er búið í nýja bænum, sem slapp lítið skemmdur. Snjór komst þó inn um glugga og eldhúsið fylltist af snjó. Gilið nánast autt Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði segir að snjó- flóðið hafi greinilega byrjað í efstu toppunum í Hraunsgili. „Það er nánast autt þetta gil núna,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði einnig að snjór hefði greinilega farið inn í rað- húsin við Árvelli; gluggar hefðu m.a. brotnað og veggur á neðri hæð Árvalla númer tvö væri greini- lega genginn langt inn í húsið. Flóðið hafi m.ö.o. sprengt vegg sem sneri upp að fjallinu. Sagði hann flóðið hafa verið tæplega sex hundruð metra breitt. Tæplega sex hundruð metra breitt flóð féll úr Hraunsgili í Hnífsdal Hreif með sér gamlan bæ og skildi eftir um sextíu metrum neðar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Snjóflóðið fór að raðhúsum og blokkum við Árvelli í Hnífsdal.Flóðið braut niður vegg og fyllti íbúðina við Árvelli í Hnífsdal af snjó. „ÉG ER sú eina heppna þarna. Flóðið fór ekk- ert inn til mín. Það fór inn í flest hin húsin. Þetta er svakalegt,“ segir Margrét Anný Guð- mundsdóttir, íbúi að Árvöllum 14 í Hnífsdal. Tæplega sex hundruð metra breitt snjóflóð féll úr Hraunsgili í Hnífsdal í gærmorgun og rann m.a. að raðhúsunum og blokkunum á Árvöllum og þaðan niður á sléttlendi. Alls 25 manns búa í húsunum á Árvöllum, skv. upplýsingum lögreglunnar, en engan þeirra sakaði, þar sem þeim hafði verið gert að rýma heimili sín í fyrrakvöld vegna snjóflóðahættu. Almannavarnayfirvöld í Ísafjarðarbæ heim- iluðu íbúum að huga að eignum sínum síðdegis í gær. Margrét Anný býr á jarðhæð og annarri hæð og segir svo mikinn snjó fyrir framan húsið að hún sjái ekki út um stofugluggann. Hún seg- ir rúður víða brotnar í öðrum húsum og snjó inni í stofum og herbergjum. Aðspurð segir hún að íbúarnir hafi þó haldið ró sinni í gær, þegar þeir sáu skemmdirnar. „Allir héldu stillingu sinni og náðu í þá hluti sem þeir þurftu á að halda.“ Hún segir auðvitað mikla mildi að eng- inn mannskaði hafi orðið í flóðinu. Margrét Anný yfirgaf heimili sitt, eins og aðrir íbúar svæðisins, í fyrrakvöld, en hún á þrjú börn á aldrinum fjögurra til átján ára. Hef- ur hún fengið að gista hjá vinum og vandamönn- um í bænum. Óvíst er á þess- ari stundu hvenær íbúarnir geta snúið aftur til síns heima. Ósáttur við leiguverð Kristján Geir Þorláksson, íbúi á Árvöllum 12, segir Ísa- fjarðarbæ leigja út íbúðirnar við Árvelli. Hann segir að þegar hann hafi byrjað að leigja íbúð þarna fyrir tveim- ur árum hafi honum verið tjáð að hún væri ekki á snjóflóðahættusvæði. Hann segir ennfremur að íbúðirnar séu leigðar á fullu verði þrátt fyrir að vera á hættusvæði. „Leigan er 44 þúsund krónur á mánuði sem er venjuleg leiga.“ Kveðst hann ósáttur við það. „Þetta er svakalegt“ Margrét Anný Guðmundsdóttir TALSÍMASAMBAND og GSM-símasamband lá niðri í Súðavík fram eftir degi í gær vegna snjóflóða sem féllu á rafmagnsstaura á Arnarnesi við Ísafjörð í fyrrinótt. Vegna þess lágu einnig niðri útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 í Súðavík og á Ísa- firði. NMT-stöðvar á Bæ, Nauteyri og Vigur voru einn- ig óvirkar. Að sögn Evu Magnúsdótt- ur, upplýsingafulltrúa Sím- ans, tókst þó að koma þessu í lag rétt fyrir klukkan sex í gær. SNJÓFLÓÐ féll við bæinn Kárdalstungu, innst í Vatns- dal, í gær, skv. upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi. Hreif snjóflóðið með sér heimatilbúna rafstöð bóndans á bænum, að sögn lögreglunn- ar. Ekki er vitað til þess að annað tjón hafi hlotist af flóð- inu. Hreif með sér heima- rafstöð Símasam- bandslaust vegna snjóflóða EKKI var unnt að telja atkvæði sjó- manna um kjarasamning Samtaka sjómanna og LÍÚ í gær eins og til stóð vegna ófærðar og veðurs. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands, er unnið að því að safna saman kjörgögnum en vegna ófærðar hafa þau ekki öll skilað sér. Fer talningin fram eins fljótt og mögulegt er að sögn hans. Skrifað var undir samninginn 30. október sl. Atkvæðagreiðsla um samninginn stóð yfir til 31. desem- ber í 26 aðildarfélögum sambands- ins en ákveðið var að talning allra atkvæða færi fram á einum stað. Ekki liggur fyrir hversu margir greiddu atkvæði um samninginn. Talning tefst vegna ófærðar ENN er óljóst hvort áverkar sem tveir piltar hlutu við fikt með flugelda milli jóla og nýárs verða varanlegir. Þeir liggja enn á Landspítalanum og segir María Soffía Gottfreðsdóttir augnlæknir að ekki verði ljóst fyrr en eftir um mánuð hvort þeir hafi orðið fyrir varanlegum skaða. Alls urðu átta strákar fyrir slysum á augum vegna flugeldafikts, þar af þurfti að leggja þrjá inn á spítalann. Tveir enn á sjúkrahúsi vegna flugeldafikts BROTIST var inn í Verzlunarskóla Íslands um tvöleytið í nótt og þaðan stolið tveimur skjávörpum, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Þjófarnir spenntu upp tvo glugga á skólabyggingunni og fóru inn í kennslustofur. Sá sem til- kynnti málið til lögreglu sá tvo menn á hlaupum frá skólanum. Lög- regla rakti spor þeirra í snjónum en þau hurfu við Efstaleiti, þar sem er snjóbræðslukerfi í gangstétt. Skjávörpum stolið úr Verzl- unarskólanum SÆMUNDUR Pálsson, vinur Bobbys Fischers, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að staða Fischers væri óbreytt. Enn væri beðið svars frá japanska dóms- málaráðneytinu um hvort honum yrði hleypt úr landi. Þangað hefði fulltrúi stuðningsmanna farið í gær en ráðu- neytismenn ekkert viljað segja. Staða Fischers óbreytt BORGARSTJÓRN Reykjavíkur ákvað í gær, að tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra, að veita tíu milljónum króna til neyðarhjálpar við fórn- arlömb hamfaranna sem urðu við Indlandshaf á annan dag jóla. Til- lagan var samþykkt einróma við upphaf borgarstjórnarfundar. Rauða krossi Íslands verður falið að ráðstafa peningunum. Í greinargerð með tillögunni segir, að Alþjóða Rauði krossinn hafi sent út hjálparbeiðni sem sé sú stærsta um áratugaskeið. Talin sé þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs samtak- anna á hamfarasvæðunum við Ind- landshaf. Rauði kross Íslands taki virkan þátt í neyðaraðstoð á ham- farasvæðinu, en framlagi Reykja- víkurborgar til hjálparstarfsins yrði varið í samræmi við áætlanir þær sem fylgdu hjálparbeiðni Al- þjóða Rauða krossins. Reykjavík gefur 10 milljónir til neyðarhjálpar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.