Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR KÆRURNAR sem fulltrúar rétthafa hafa lagt fram á hendur tíu einstak- lingum fyrir að hafa fjölfaldað höf- undarréttarvarið efni og gert fólki kleift að sækja efnið á Netinu, voru lagðar fram hjá ríkislögreglustjóra um miðjan desember. Engin nöfn fylgdu kærunum heldur einungis IP- tölur á tölvum þeirra notenda tengi- punkta sem voru kærðir. Auk þess var einn kærður fyrir hlutdeild í brot- unum. Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka myndrétt- hafa á Íslandi (SMÁÍS), segir að komið hafi til greina að kæra fjöl- marga einstaklinga til viðbótar vegna meintra brota á höfundalögum en ákveðið hafi verið að kæra tvo af hverjum tengipunkti. Í einu tilfelli hafi sést að notandi var piltur á ferm- ingaraldri og segir Hallgrímur að því hafi verið ákveðið að kæra hann ekki heldur látið nægja að hafa samband við hann. Allir sem voru kærðir nota skráaskiptiforritið dc++. Segir starfsemina löglega Deilir rekur fjóra af þeim fimm tengipunktum sem getið er um í kæru SMÁÍS. Hreinn Beck, talsmað- ur Deilis, segir starfsemina full- komna löglega en hann geti ekki fylgst með eða borið ábyrgð á hegðun einstakra notenda. Hann telur und- arlegt að SMÁÍS hafi gripið til þess- ara aðgerða nú þar sem enn sé óljóst hvernig rannsókn ríkislögreglustjóra ljúki. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra er með kærurnar til meðferðar en Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, sagðist ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið. Dóms- úrskurð þarf til að fá upplýsingar um hverjir eru skráðir fyrir IP-tölum. Í lok september gerði ríkislög- reglustjóri húsleitir hjá tólf einstak- lingum vegna gruns um að þeir dreifðu höfundaréttarvörðu efni til annarra, s.s. kvikmyndum, sjón- varpsþáttum og tölvuleikjum. Nokkr- ir voru handteknir vegna málsins sem er enn til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra. Þetta var í fyrsta skipti sem gripið var til slíkra aðgerða á Norðurlöndunum, samkvæmt upplýsingum frá embætt- inu. Eftir aðgerðir ríkislögreglustjóra hrundi notkun á Netinu innanlands um meira en helming og var á tímabili aðeins um fjórðungur af því sem hún hafði verið tveimur sólarhringum fyrr. Síðan hefur bandvíddarnotkun aukist jafnt og þétt aftur og er nú jafnvel enn meiri en hún var áður en ríkislögreglustjóri lét til skarar skríða. Þetta má sjá á mælingum Int- ernets á Íslandi á bandvíddarnotkun milli netkerfa, svokölluðum Rix- skiptum. Meðvitund aukist Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, var spurður að því hverju rétthafar vildu koma til leiðar með því að leggja kærurnar fram. „Fyrir aðgerðirnar á síðasta ári höfðum við áhyggjur af því að það væri að koma upp heil kynslóð af ungu fólki sem fannst sjálfsagt að sækja allt sjónvarpsefni, tónlist, kvik- myndir og hugbúnað frítt á Netið. Og taldi að það væri bara allt í lagi. Þetta er sú þróun sem við viljum koma í veg fyrir. Með því að vekja athygli á mál- inu með þessum hætti, því það voru fáir sem vildu hluta á okkur áður, þá hefur meðvitund fólks um þetta sem betur fer aukist mjög mikið,“ sagði hann. Ekki megi heldur gleyma því að hér sé klárlega um lögbrot að ræða, þeir sem yrðu fyrir lögbrotum hlytu að kæra til lögreglu. Þá væri ómögulegt að skapa viðskiptagrund- völl fyrir löglega dreifingu efnis á Netinu ef allir gætu nálgast það ókeypis með ólögmætum hætti ann- ars staðar. Spurður um áhrif á sölu sagði Hall- grímur að rannsóknir bentu til þess að á milli 20 og 80% þeirra sem sækja sér kvikmyndir á Netinu hefðu þau áhrif að það drægi úr kaupum þeirra á kvikmyndum og á ferðir þeirra í kvikmyndahús og á myndbandaleig- ur. Hlutfallið væri mismunandi eftir því við hvaða rannsókn væri miðað. „Það eitt segir okkur að þetta hefur vissulega áhrif,“ sagði hann. Rétthafar kærðu meint brot á höfundarlögum um miðjan desember „Þróun sem við viljum koma í veg fyrir“ SAMTÖK rétthafa telja að rétt- hafar verði af hundruðum milljóna króna vegna ólöglegrar dreifingar. Ekki er þó hægt að sjá á tölum Hag- stofu Íslands að hún hafi augljós áhrif á sölu hér á landi. Sala á er- lendum geisladiskum er minni en hún var fyrir fimm árum en hefur verið á uppleið. Sala á DVD- mynddiskum og á innlendum geisladiskum hefur á hinn bóginn stóraukist. Söluaðilar DVD sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu að sala hefði verið með besta móti á liðnu ári og afskaplega góð fyrir jólin. Halldór Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndformi, sagði árið 2004 metár í sölu á DVD og Frið- bert Gunnarsson, sölu- og markaðs- stjóri Sambíóanna, sagði að um 80% söluaukning hefði orðið á DVD- diskum á árinu. Þá var salan á DVD-mynddiskum í nóvember og desember 2004 rúmlega 97% meiri en sama tímabil árið 2003 hjá Sam- bíóunum en þess ber þó að geta að tvær mjög vinsælar myndir (Shrek 2 og Harry Potter) komu út í nóv- ember 2004. Á hinn bóginn hefur dregið úr sölu á myndböndum en aukning á sölu á DVD er þó mun meiri en sem því nemur. Ekki fengust upplýsingar í gær um sölu á erlendum geisladiskum á síðasta ári. Miklu fleiri kaupa DVD-diska FJÖLSKYLDA Guðlaugs Berg- mann framkvæmdastjóra sem lést 27. desember sl. hefur stofnað um hann Minningarsjóð. Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni í umhverfis- og sam- félagsmálum, en þau áttu hug og hjarta Guðlaugs síðustu árin. Guðlaugur hafði sem verkefn- isstjóri unnið ötullega að því að búa sveitarfélögin á Snæfells- nesi undir vottun Green Globe 21, en öðrum áfanga í því ferli var náð í nóvember sl. þegar sveitafélögin fengu formlega viðurkenningu á því að hafa mætt viðmiðum Green Globe 21. Guðlaugur hafði talað um það við fjölskyldu sína að hann óskaði þess helst að sín yrði minnst fyrir starf sitt að um- hverfsmálum, því hann taldi þau vera eitt mikilvægasta verkefni sem núverandi kynslóð gæti tekist á við. Sjóðurinn var í upphafi kynntur undir kennitölu dán- arbúsins, en hefur nú fengið eigin kennitölu. „Þeim sem vilja minnast frumkvöðulsins Gulla Bergmann, sem alltaf lagði alla sína krafta í þau verkefni sem áttu hug hans hverju sinni, er bent á minningarsjóðinn. Reikn- ingsnúmer sjóðsins er: 1143 18 640230 kt. 430105-2130.“ Minningarsjóður um Guðlaug Bergmann NÚ BÝÐST veiðimönnum í fyrsta sinn að stunda urriðaveiði á svæð- um Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal utan laxveiðitímabilsins næsta sum- ar. Orri Vigfússon, formaður Lax- árfélagsins, segir að byrjað verði á þessu strax í vor en það ráðist af því hvernig vori hversu snemma verði hægt að byrja. Áin sé hins vegar fljót að hlýna með hækkandi sól í maí og lífríkið fari allt af stað og sil- ungurinn líka. Víða í ánni séu mikl- ar og góðar urriðaslóðir sem fáeinir félagsmenn hafi nýtt sér í mörg ár, sérstaklega þegar vorað hafi snemma en nú þurfi menn ekki að vera meðlimir í Laxárfélaginu til að geta fengið veiðileyfi. „Við reiknum með að þetta verði svona 8–10 stangir og við ætlum að stilla verðinu í hóf, ég á von á að þetta verði kannski svona átta til níu þúsund krónur dagurinn en ein- göngu verður leyfð veiði með flugu.“ Orri segir að silungsveiðin í Laxá í Aðaldalnum sé ekki síðri en urr- iðaveiðin í ánni uppi í Laxárdalnum og Mývatnssveitinni sem sé marg- rómuð og færri komist að en vilji. Það sé hins vegar nánast vonlaust að komast þar að enda sé Laxáin ein mesta veiðiperla veraldar. Orri segir að boðið verði upp á veiði fyrir hópa jafnt sem einstak- linga og hægt verði að fá staka daga og mögulegt sé fyrir hópana að fá inni í veiðiheimilinu í Vökuholti. Aðspurður segir Orri að veiði verði leyfð á flestum svæðum Lax- árfélagsins en þar sem nokkuð geti verið um niðurgöngulax á vorin verði tekið fyrir veiði á þeim stöðum þar sem hann sé helst að finna. „Við hlökkum sérstaklega til að stunda veiðar á efri svæðum Mýr- arvatns en þar er venjulega mikið af vænum urriða og bleikju á vorin. Þetta svæði hefur verið mjög van- veitt þar sem sjaldgæft er að finna lax þar. Þar er nauðsynlegt að fara varlega til að styggja ekki við- kvæmt æðarvarp sem er í hólm- unum á vatninu. Bátar Laxárfélags- ins verða því til staðar til að auðvelda mönnum að komast að veiðistöðum.“ Orri segir að í janúar og febrúar verði umsóknum safnað saman og fyrirhugað að úthlutun fari fram í byrjun mars. Bendir hann þeim sem hafa áhuga á nánari upplýsingum um veiðina í Laxá í Aðaldal að senda tölvupóst á orri@icy.is. Urriðaveiði í Laxá í Aðaldal næsta vor Ljósmynd/Sigurður Bjarnason FÉLAG tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna gerðu á gamlársdag kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 30. sept- ember 2006, sem er sami samnings- tími og í samningi leikskólakenn- ara, en gengið var frá honum skömmu fyrir árslok. Samning- urinn gildir frá 30. september sl., en þá rann eldri samningur úr gildi. Kjarasamningur tónlistarskóla- kennara felur í sér ákveðnar launa- breytingar og bókanir um sameig- inlegar athuganir samningsaðila á hugmyndum um kerfisbreytingar sem nýttar verða við endurskoðun á kjarasamningnum. Samningurinn verður nú borinn undir atkvæði beggja samningsaðila. Tónlistar- kennarar semja ENGAR breytingar hafa orðið á fjárhagsstöðu SÁÁ sem gefa tilefni til þess að endurskoða sparnaðar- áform samtakanna sem kynnt voru í nóvember sl., segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Þá var greint frá því að fækk- að yrði um sjö stöðugildi, hætt að innrita sjúklinga yngri en 16 ára, dregið yrði úr þjónustu við efnafíkla sem einnig eru geðsjúkir og hætt að taka við nýjum sjúklingum í við- haldsmeðferð vegna ópíumfíknar. Þórarinn segir að sér sýnist af viðbrögðum heilbrigðisráðherra að hann setji það sem skilyrði fyrir því að fjármagna nýja verkþætti, s.s. viðhaldsmeðferðina, að núverandi þjónustusamningi verði sagt upp og nýr samningur gerður. SÁÁ hafi á hinn bóginn engan áhuga á því. Hafi ráðherrann ekki áhuga á því að rík- ið taki þátt í nýjum verkefnum SÁÁ sé það hans ákvörðun. Sparnaðaráform SÁÁ óbreytt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.