Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 12
Heildarvelta aldrei meiri í Kauphöllinni HEILDARVELTA hlutabréfavið- skipta í Kauphöll Íslands hefur aldr- ei verið meiri en á síðasta ári. Sam- kvæmt hálffimmfréttum KB banka nam velta með hlutabréf alls um 722,5 milljörðum króna en til sam- anburðar var veltan 525,8 milljarðar árið 2003 og 318,6 milljarðar árið þar áður. Samkvæmt hálffimmfréttum er ?liðið ár eitt það viðburðamesta í sögu Kauphallarinnar þar sem tíðar afskráningar, yfirtökur, sameining- ar og hlutafjáraukningar hafa helst verið einkennandi samhliða útrás nokkurra félaga og erlendri upp- byggingu?. Velta með hlutabréf bankanna fjögurra sem skráðir eru nam alls 51,6% af heildarveltu Kauphallarinn- ar á síðasta ári eða samanlagt 373 milljörðum króna. Þar af var velta mest með bréf Íslandsbanka eða tæpur 141 milljarður en næstmest var velta með bréf KB banka eða rúmlega 122 milljarðar. 12 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR áætlar að ný útlán sjóðsins verði alls 63,8 milljarðar króna á þessu ári. Af því er gert ráð fyrir að um 54 milljarðar verði í hinu almenna lánakerfi og um 10 milljarðar til leiguíbúða og annarra lánaflokka. Í áætlun sjóðsins kemur fram að gert er ráð fyrir fækkun í fjölda umsókna til Íbúðalánasjóðs á árinu 2005 en á móti er áætlað að meðalfjárhæðir nýrra út- lána verði talsvert hærri en verið hef- ur. Greiningardeildir Landsbanka Ís- lands og Íslandsbanka segja á vefrit- um sínum í gær, að samkvæmt áætlun Íbúðalánasjóðs sé útlit fyrir að fram- boð íbúðabréfa verði með minnsta móti á þessu ári. Það styðji við frekari lækkun á ávöxtunarkröfu lengri bréfa. Samkvæmt áætlunum Íbúðalána- sjóðs er gert ráð fyrir að sjóðurinn gefi út íbúðabréf að andvirði 54,6 milljarðar króna á árinu. Til saman- burðar nam útgáfa sjóðsins á árinu 2004 samtals um 62 milljörðum, þ.e. útgáfa á húsbréfum, húsnæðisbréfum og íbúðabréfum. Þar að auki mun Íbúðalánasjóður halda áfram skiptiút- boðum með það að markmiði að stytta líftíma skulda sjóðsins og byggja þannig upp íbúðabréfaflokkinn sem nefnist HFF-14. Í dag nemur mark- aðsvirði þessa flokks um 20 milljörð- um en sjóðurinn stefnir að því að flokkurinn verði um 50?70 milljarðar á árinu 2005. Segir í Vegvísi greining- ardeildar Landsbankans að til að ná þeirri stærð megi ætla að Íbúðalána- sjóður muni gefa hlutfallslega meira út af styttri íbúðabréfum en af lengri bréfum. Nettóútgáfa neikvæð um 44 milljarða Íbúðalánasjóður áætlar að greiða alls 41,7 milljarða króna í venjubundn- ar afborganir, vexti og verðbætur á árinu 2005. Að auki áætlar sjóðurinn að greiða upp eldri skuldbindingar sínar með aukaafborgunum og með uppgreiðslum, alls um 62,2 milljarða. Þar af er áætlað að aukaafborganir húsbréfa nemi 57 milljörðum á árinu og uppgreiðslur á eldri lánum sem renna beint til ríkisins 8,2 milljörðum. Nettóútgáfa sjóðsins á skráðum skuldabréfum verður því neikvæð um 44 milljarða króna á árinu 2005, þegar litið er fram hjá 8,2 milljarða króna uppgreiðslu á eldri lánum sjóðsins, sem rennur beint til ríkisins, enda ekki um skráð skuldabréf að ræða. Þess má geta til samanburðar, að nettó útgáfa Íbúðalánasjóðs á skráð- um skuldabréfum var jákvæð um 16,8 milljarða á síðasta ári. Færri en hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á árinu Áætlun sjóðsins fyrir árið 2005 styður við frekari lækkun langtímavaxta að mati greiningardeilda bankanna Morgunblaðið/ÞÖK MT65MT84MT72MT46MT32MT61MT32MT65MT116MT104MT117MT103MT117MT110MT97MT114MT108MT105MT115MT116MT105 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ? HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu tæplega 15,5 milljörðum króna. Þar af voru við- skipti með íbúðabréf fyrir um 6,8 milljarða króna og með hlutabréf fyrir um 6,2 milljarða króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,47 stig og er hún nú 3.344 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf KB banka, eða samtals fyr- ir um 4,5 milljarða króna, og hækk- aði gengi þeirra um 0,3%. Mest hækkun varð á bréfum Og Vodafone (0,9%) en mest lækkun varð á bréf- um SÍF (-2,3%). Mest viðskipti með KB banka ? GENGI dollars hefur styrkst lítillega í upphafi árs en við lokun gjaldeyr- ismarkaða í gær var gengi dollars gagnvart evru 1,33 en við lokun mark- aða á gamlársdag var gengið 1,36. Dollar hefur einnig styrkst gagnvart pundi og jeni en við lokun markaða í gær kostaði eitt pund 1,88 dollara en við lokun markaða á gamlársdag kostaði pundið 1,93 dollara. Doll- arinn kostaði í gær 104,35 jen en kostaði á gamlársdag 102,45 jen. Dollarinn hefur einnig styrkst gagn- vart krónunni en einn dollar kostaði við lokun í gær 62,56 krónur en við lokun á gamlársdag kostaði dollarinn 61,28 krónur. Gengisvísitala krón- unnar hækkaði lítillega í gær og veikt- ist gengið þar með lítillega. Hækkandi dollar VERÐBÓLGAN hér á landi mun hjaðna nokkuð hratt á næstu mánuð- um þegar áhrifa af hækkun gengis krónunnar undanfarið fer að gæta. Þetta er mat Greiningar Íslands- banka. Í Morgunkorni deildarinnar segir að verðbólgan sé mikil um þess- ar mundir. Hún mælist nú 3,9% sem sé meira en almennt sé talið að sam- rýmist stöðugleika í verðlagsmálum. ?Verðbólgan á sér ekki síst rætur í miklum vexti innlendrar eftirspurn- ar,? segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. ?Hækkun á húsnæðis- verði skýrir þannig stóran hluta verð- bólgunnar sem og almennar innlend- ar kostnaðarverðshækkanir.? Deildin spáir því að verðbólgan verði komin niður fyrir verðbólgu- markmið Seðlabankans, sem er 2,5%, um mitt þetta ár og að yfir árið verði verðbólgan 2,1%. Er það næstum helmingi minni verðbólga en árið 2004. ?Gangi þetta eftir er um markverð- an árangur í hagstjórn að ræða. Hon- um er hins vegar náð með aðhalds- samri peningastjórnun fremur en aðhaldi í opinberum fjármálum. Ár- angurinn er ekki án fórna. Háir stýri- vextir og væntingar um frekari hækkun þeirra er grunnur sterkrar krónu um þessar mundir. Verðbólgu- markmiðinu er þannig náð með því að lækka verð innfluttrar vöru og veikja stöðu þeirra innlendu fyrirtækja sem helst keppa við erlend. Hliðarverkan- irnar eru því aukinn viðskiptahalli og ruðningsáhrif.? Segir Greining Íslandsbanka að þegar áhrifa af hækkun krónunnar fjari út og gæta taki aukinna áhrifa mikillar innlendrar eftirspurnar megi reikna með því að verðbólgan taki við sér á ný. Hraðri hjöðnun verðbólgu spáð VÍSITALA neysluverðs lækkar um 0,2% í janúar sem þýðir að 12 mánaða verðbólga mun lækka úr 3,9% niður í 3,7%. Þetta er mat greiningardeildar KB banka. Í hálf fimm fréttum deild- arinnar segir að tveir þættir togist á til hækkunar og lækkunar vísitölunn- ar. Annars vegar sé um að ræða lækk- anir vegna árlegra útsalna og hins vegar árlegar hækkanir á ýmissi þjónustu, einkum hjá hinu opinbera. Að mati greiningardeildar KB banka munu lækkanir á fatnaði og skóm vegna útsalna vera svipaðar og á seinasta ári og hafa 0,65% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Einnig hafi eldsneyti lækkað töluvert auk þess sem gengi krónunnar hafi styrkst verulega á milli mánaða sem komi fram í lægra innkaupsverði. Þetta hafi 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Hins vegar segir greiningardeildin að fasteignaliður vísitölu neysluverðs muni hækka verulega, en einnig legg- ist til töluverðar hækkanir á gjald- skrá Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem ýmis önnur þjónusta og kostn- aður vegna húsnæðis hafi hækkað um áramót. Samtals muni húsnæðisliður vísitölu neysluverðs valda um 0,45% hækkun á vísitölu neysluverðs. Þá hækki opinber þjónusta alla jafna á þessum árstíma, svo sem leikskóla- gjöld, komugjöld á heilsugæslustöðv- ar og afnotagjöld ríkisútvarpsins. Á síðastliðnum 5 árum hafi opinber þjónusta hækkað um 6% að meðaltali á ári, eða að meðaltali hálft prósentu- stig umfram verðbólgu. KB banki spáir verð- hjöðnun ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur hleypt af stokkunum nýjum flokki lána til leiguíbúða með föstum vöxtum. Vext- irnir verða þeir sömu og á almenn- umlána sjóðsins, nú 4,15%. Í tilkynn- ingu frá Íbúðalánasjóði segir að unnt verði að greiða lánin upp hvenær sem er án sérstakrar þóknunar. Íbúða- lánasjóður er einnig að undirbúa nýj- an lánaflokk vegna leiguíbúða þar sem boðið verður upp á fasta vexti með lægra vaxtaálagi gegn því að lán- takendur afsali sér rétti til að greiða upp lán fyrir gjalddaga og að greiða aukaafborganir af láni. Sé slíkt lán greitt upp fyrir lok lánstímans eða greiddar af því aukaafborganir skal greiða sérstaka þóknun. Þá hefur stjórn stjórn Íbúðalána- sjóðs ákvarðað vexti almennra leigu- íbúðalána sjóðsins með breytilegum vöxtum vegna ársins 2005 og verða þeir 4,5% frá áramótum, en vextir þessara lána voru 4,9%. Segir í til- kynningunni að vaxtalækkunin nái bæði til almennra leiguíbúðalána sem tekin hafi verið og nýrra leiguíbúð- alána með breytilegum vöxtum. Unnt er að greiða þessi lán upp án sérstakr- ar þóknunar. ?Vextir almennra leiguíbúðalána með breytilegum vöxtum eru því orðnir þeir sömu og vextir af lánum vegna sérstaks átaks til að efla al- mennan leigumarkað samkvæmt samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra árið 2001, Vextir félagslegra leiguíbúðalána haldast óbreyttir 3,5%,? segir í til- kynningu Íbúðalánasjóðs. Vextir leiguíbúða- lána lækka ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.