Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÚR VERINU FYRSTA loðnan á vetrarvertíð- inni veiddist á mánudags- morgun. Þá fékk Vilhelm Þor- steinsson EA 250 tonna hal í flottrollið, en varð síðan að hætta veiðum vegna brælu. Önnur skip höfðu ekki fengið afla síðdegis í gær, en þá voru Vilhelm, Baldvin Þorsteinsson EA og Þorsteinn ÞH á miðunum og fleiri skip að koma þangað að austan. „Heyrðu, það er lítið að sjá. Bara smátterí sem ekki er hægt vinna neitt á. Þó það sé nánast logn, er mjög mikil kvika eftir bræluna og því erfitt að athafna sig,“ sagði Birkir Hreinsson, skipstjóri á Vilhelm, síðdegis í gær. Hann sagði að þeir væru á svipuðum slóðum og þeir hefðu fengið loðnuna á mánudag, 35 mílur norðaustur af Kolbeinsey. „Þetta var stór og falleg loðna, 50 stykki í kílói, sem fór í frystingu. Við fórum í var við Grímsey í gær vorum að frysta þar. Við erum svo að vonast til að fá smá vinnufrið fram eftir miðvikudeginum, en þá er gert ráð fyrir brælu um kvöldið. Loðnuveiðarnar gengu mjög illa í sumar og haust. Sæmileg veiði var um tíma síðastliðið sumar, en segja má að haust- veiðin hafi alveg brugðizt. Ekki tókst heldur að mæla loðnu- stofninn í haust þrátt fyrir að nokkur fiskiskip aðstoðuðu rannsóknarskipin við loðnuleit- ina. Loðnan hefur hagað sér óvenjulega síðustu þrjú árin og er breytt hegðan hennar rakin til vaxandi sjávarhita. End- anlegur loðnukvóti hefur enn ekki verið gefinn út, en svo verður væntanlega að loknum leiðangri, sem er fyrirhugaður nú í janúar. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Fiskveiðar Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni leysa landfestar áð- ur en haldið er til loðnuveiðanna frá heimahöfn á Akureyri. Fyrsta loðnan veidd NORÐMENN hyggjast nú senda mikinn fjölda fiskibáta til Asíu. Verður það hluti af framlagi þeirra til hjálpar þeim sem misstu fiskibáta sína í flóðbylgjunni miklu. Um er að ræða báta sem hafa verið úreltir og bíða þess að verða fargað. Hugmyndin er komin frá útgerð- armönnum og nýtur hún stuðnings Sveins Ludvigsens sjávarútvegráðherra Noregs. Hann segir að Norðmenn séu nokkuð tengdir hinum hrjáðu löndum, einkum Sri Lanka, en þar starfi þeir að friðargæzlu. Það sé sjálfsagt að aðstoða sjómennina, en það sé langtíma aðstoð. Nú sé brýnt að veita þeim neyðaraðstoð líka. Mikið er um úreldingar fiskibáta, einkum þeirra smærri, en hið opinbera veitir sjó- mönnum mikla styrki vegna úrelding- arinnar. Norski úreldingarsjóðurinn er nú með um 80 báta sem bíða þess að verða brotnir eða sökkt og á næstu árum munu tugir báta bætast við. Norðmenn hafa áður selt úrelta báta og skip úr landi, meðal ann- ars voru nokkrir nótabátar seldir til Suður- Ameríku fyrir um 20 árum. Senda úrelta báta til Asíu Á TÍMABILINU janúar - nóvember 2004 var fluttur út óunninn afli á erlenda fisk- markaði að verðmæti 7.563 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var verðmæti þessa út- flutnings 5.322 milljónir króna. Verðmætið jókst um 42% milli ára. Að magni óx útflutningur óunnins afla úr 32.172 tonnum 2003 í 45.673 tonn 2004 (slægður botnfiskur annar en karfi) sem er aukning um 42%. Meðalverð á útflutt kíló var því álíka og á síðasta ári. Í verðmætum vegur ýsan mest en útfluttur ýsuafli jan. – nóv. 2004 var 15.091 tonn að verðmæti 2.205 milljónir króna. Á sama tíma 2003 var magn útfluttrar ýsu 7.776 tonn að verðmæti 1.110 milljónir króna. Meira utan H rin gb ro t SÍMATÚN ehf., sem er hlutafélag í jafnri eigu Fjárfestingarfélags spari- sjóðanna hf., Vátryggingarfélags Ís- lands hf. og Fræs ehf., hefur keypt yf- ir 66,67% hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. (HÞ). Seljendur eru Fræ ehf. og Þórshafnarhreppur, sem er eigandi Fræs, og Svalbarðshrepp- ur. Fræ og Þórhafnarhreppur selja allan eignarhlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar, samanlagt 39,79%, og Svalbarðshreppur selur meginhluta sinn, 26,9%, í félaginu. Kaupgengið í viðskiptunum er 3,68 sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir hlut í félaginu á síðustu sex mánuðum. Kaupverðið á þeim hlut sem Símatún hefur keypt er um 1.200 milljónir króna. Á næstunni mun Símatún gera öll- um eigendum hlutafjár í HÞ tilboð um að kaupa hluti þeirra á genginu 3,68 en samkvæmt fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands stefna nýir eig- endur að því að afskrá félagið úr Kauphöllinni. Var félagið fært á at- hugunarlista í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Kjartan Broddi Bragason, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags sparisjóðanna, að ekki stæði til að selja hlut Símatúns í HÞ, heldur væri það ætlun Símatúns að reka félagið áfram í þeirri mynd sem það er nú. Að hans sögn er hér um að ræða gott fyr- irtæki sem hægt er að efla enn frekar. Tryggir forræði í heimabyggð Síðastliðið sumar keyptu Fræ ehf. og Svalbarðshreppur allan 49,7% hlut Samherja í HÞ og af því tilefni sagði Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, að með þessu væri verið að styrkja atvinnuöryggi í byggðarlaginu. Í stuttu samtali við Morgunblaðið vegna viðskiptanna núna sagði hann þetta vera enn eitt skref í þá átt að tryggja forræði á fé- laginu í heimabyggð. Símatún kaupir 67% í Hraðfrysti- stöð Þórshafnar Að Símatúni standa Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna, VÍS og Þórshafnarhreppur Morgunblaðið/Líney GENGIÐ hefur verið frá sölu á Kaupthing bank A/S í Danmörku, dótturfélagi KB banka, til Spari- sjóðs Færeyja (Føroya Sparikassi P/ F). Um er að ræða 75% hlut KB banka í Kaupthing Bank A/S en Sparisjóðurinn átti fyrir 25% hlut. Viljayfirlýsing vegna þessara við- skipta var undirrituð í nóvember síð- astliðnum. Áætlaður söluhagnaður vegna þessara viðskipta er um 400 millj- ónir íslenskra króna fyrir skatt. Sal- an miðast við 31. desember 2004. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins í Danmörku (Finanstilsynet) og nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar á Kaupthing Bank A/S. Í tilkynningu frá KB banka segir að til hafi staðið að FIH Erhvervsbank A/S í Dan- mörku, sem KB banki keypti fyrr á árinu, myndi samhliða þessum við- skiptum yfirtaka fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og miðlun Kaupthing Bank A/S. Niðurstaðan varð hins vegar sú að FIH mun ein- ungis yfirtaka fyrirtækjaráðgjöf Kaupthing Bank A/S í Danmörku. Samhliða þessum viðskiptum hef- ur KB banki keypt 49% hlutafjár í Kaupthing Føroyar Virðisbræva- meklarafelag P/F af Sparisjóði Fær- eyja en þar með verður allt hlutafé Kaupthing Føroyar í eigu KB banka. Gengið frá sölu á dótturfélagi KB banka í Danmörku KB banki eignast Kaupthing Føroyar að fullu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.