Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 15 ERLENT KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði á mánudag Mark Malloch Brown, framkvæmdastjóra Þróunarhjálpar SÞ, sem nýjan skrifstofustjóra sinn. Útnefning Mallochs Browns er liður í víðtækari uppstokkun meðal æðstu embættismanna SÞ sem er ætlað að styrkja stöðu SÞ og framkvæmda- stjórans, síðasta ár þykir hafa verið mjög erfitt fyrir SÞ og Annan per- sónulega og raunar hefur Annan sjálfur lýst því sem „annus horribil- is“, þ.e. sem „skelfilegu ári“. Malloch Brown tekur til starfa sem nánasti samstarfsmaður Ann- ans 22. janúar nk. en hann kemur í stað Iqbals Riza, sem hætti störfum fyrir jól. Annan sagði jafnframt á mánudag að vænta mætti frekari breytinga en vildi ekki tjá sig frekar um hugsanlegar tilfærslur. Annan sagðist hafa þekkt Malloch Brown í aldarfjórðung en þeir störf- uðu saman hjá Flóttamannastofnun SÞ. „Mark er einstaklega hæfur leiðtogi og stjórnandi,“ sagði hann. „Í nýju starfi sínu mun hann aðstoða mig […] við að þróa og hrinda í framkvæmd meiriháttar tilraunum til að bæta árangur og stjórn Sam- einuðu þjóðanna.“ Malloch Brown sagði SÞ hafa í mörg horn að líta um þessar mund- ir. Samtökin takist nú á við það verkefni að samræma hjálpar- og uppbyggingarstarf á hamfarasvæð- unum í Asíu en á sama tíma vofi ým- is erfið vandamál yfir þeim. Var hann þar að vísa til þess að von er á úttekt um meinta spillingu hjá SÞ í tengslum við olíu-fyrir-mat- áætlunina sem rekin var í Írak á sín- um tíma. Þá er vitað að starfsandinn hefur ekki verið ýkja góður hjá SÞ undanfarin misseri, m.a. vegna ill- deilna um innrásina í Írak. Tilkynning Annans um breyt- ingar meðal æðstu embættismanna hjá SÞ kom sama dag og dagblaðið The New York Times hafði birt frétt þess efnis að Annan hefði ný- lega fundað með áhrifamiklum vel- unnurum SÞ í Bandaríkjunum sem tjáð hefðu honum að grípa þyrfti til ýmissa aðgerða ef tryggja ætti hlut- verk og mikilvægi SÞ í framtíðinni. Sagði blaðið það hafa verið upplegg þessara velunnara – en þar ræðir m.a. um Richard Holbrooke, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, og John G. Ruggie, aðstoð- arframkvæmdastjóra SÞ 1997–2001 sem nú er prófessor við Harvard – að „verja Kofi og bjarga SÞ“. Lögðu þeir fast að Annan að laga samskiptin við ráðamenn í Wash- ington og bæta eigið samband við starfsmenn SÞ sem ósáttir eru við hvernig stjórnendur samtakanna hafa tekið á ýmsum hneykslismálum sem upp hafa komið, m.a. ásökunum á hendur háttsettum embætt- ismönnum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þykir mörgum starfsmönnum SÞ sem Annan og ráðgjafar hans hafi haldið hlífiskildi yfir umræddum embættismönnum. Farsæll í starfi framan af Er rifjað upp í frétt The New York Times að Annan hefði verið einn farsælasti framkvæmdastjóri SÞ framan af, síðustu tvö ár hefðu hins vegar verið honum og samtök- unum afar erfið og í Bandaríkjunum hafa tekið að heyrast raddir um að Annan bæri að segja af sér. Er m.a. nefnt að mörgum þyki, að Annan hefði átt að nota tækifærið er seinna fimm ára kjörtímabil hans hófst til að fá nýtt blóð inn í hóp nán- ustu ráðgjafa sinna. Þykir ákvörðun Annans um að skipa nú Malloch Brown í stað Iqbals Riza, sem verið hefur hægri hönd Annans um langt skeið, til marks um að hann hyggist hlíta tilmælum velunnara. Kofi Annan stokkar upp í starfsliði sínu Reuters Kofi Annan hefur lýst 2003 sem „annus horribilis“, skelfilegu ári. Vill reyna að „bjarga Samein- uðu þjóðunum“ Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. Uppreisnarmenn í Írak myrtu í gær Ali al- Haidri, héraðs- stjóra í Bagdad, en hann er með- al hæst settu embættismanna í landinu sem þeim hefur tek- ist að ráða af dögum. Ofbeldisverk hafa færst í aukana í Írak undanfarna daga og óttast menn að ástandið versni enn eftir því sem nær dregur kosn- ingum í landinu sem eiga að fara fram 30. janúar nk. Samtök Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis hafa lýst ábyrgð á til- ræðinu í gær á hendur sér. Uppreisnarmenn veittu bílalest héraðsstjórans fyrirsát í Hurr- iyah-hverfinu í norðurhluta Bagd- ad-borgar og virtist það benda til að þeir hefðu fengið ábendingu um ferðir al-Haidris. Létu þeir byssu- kúlum rigna yfir bílalestina úr nokkrum áttum með þeim afleið- ingum að þrír biðu bana, auk hér- aðsstjórans. Vilja ekki fresta kosningum Annars staðar í Bagdad féllu a.m.k. tíu í sjálfsmorðsárás á höf- uðstöðvar sérsveita íraska innan- ríkisráðuneytisins. Þá biðu fimm bandarískir hermenn bana í nokkrum árásum víðs vegar um Írak. Hoshyar Zebari, utanríkisráð- herra írösku bráðabirgðastjórnar- innar, hélt hins vegar fast við það að kosningar yrðu haldnar 30. jan- úar eins og að hefði verið stefnt. Héraðsstjóri Bagdad ráðinn af dögum Bagdad. AFP. Ali al-Haidri ÍSRAELSKIR hermenn drápu í gær átta Palestínumenn, þar af ell- efu ára gamlan dreng og fimm ung- linga. Brást Mahmoud Abbas, sem líklega verður kjörinn forseti Palest- ínumanna 9. þessa mánaðar, mjög hart við og fordæmdi „síonistaóvin- inn“ harðlega. Mannfallið varð er Ísraelar skutu með skriðdrekum á bóndabýli í Beit Lahiya en þaðan hafa Palestínumenn oft skotið skeyt- um á Suður-Ísrael. Abbas brást mjög reiður við frétt- unum og kallaði Ísraela aldrei annað en „síonista“ er hann fordæmdi þá. Ný skoðanakönnun sýnir, að 59% Palestínumanna hyggjast greiða Abbas atkvæði sitt í kosningunum næsta sunnudag, en helsti keppi- nautur hans, Mustafa Barghuti, hef- ur fylgi 28%. 60% aðspurðra eru hins vegar andvíg þeirri skoðun Abbas, að hætta skuli uppreisninni gegn Ísraelum. Mahmoud Abbas fordæmir „síonista“ Beit Lahiya. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.