Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ væri tilbúin að flytjast með sér út í sveit fyrr en hann kynntist Ingu Sóleyju. Ólafur er 25 ára gamall, lærður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla og hefur unnið við tamn- ingar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og í Reykjavík. Hann hyggst leggja megináherslu á sölu hrossa, kyn- bótaþjálfun, tamningar og nám- skeiðahald en auk hrossanna er Austur-Húnavatnssýsla | „Ég ætla að láta reyna á þetta hér núna og ef mér líst ekki vel á það nú þegar ég er að byrja þá gerist það aldrei,“ segir Ólafur Magnússon, bóndi og tamningamaður, á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann er að taka við búskap af foreldrum sínum en sama ættin hefur búið á Sveins- stöðum í 300 ár. Ættin hefur búið á Sveinsstöðum að minnsta kosti frá því um 1700. Árið 1844 hóf Ólafur Jónsson bú- skap þar og síðan hefur ætíð sonur tekið við af föður. Foreldrar Ólafs, Magnús Ólafsson og Björg Þorgils- dóttir, fluttu á Blönduós í haust þar sem Magnús vinnur á lögfræðiskrif- stofu og sinnir ýmsum störfum. Fjósi breytt í hesthús Ólafur hefur verið viðloðandi bú- skapinn alla sína ævi og ætlar nú ásamt unnustu sinni, Ingu Sóleyju Jónsdóttur frá Akureyri að láta reyna á það nú að standa á eigin fót- um. „Það er gaman að geta haldið við þessari hefð. Ættin hefur verið hérna lengi og ekki oft sem það hef- ur gengið svona lengi,“ segir Ólafur og bætir því við að hann hafi ekki átt von á því að ná sér í konu sem sauðfjárbúskapur á Sveinsstöðum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á breytingar á húsakosti á Sveinsstöðum. Nýtt hesthús hefur verið innréttað í fjósinu sem hætt var að nota fyrir hálfu öðru ári. Er nú komin ágætisaðstaða til að temja þrjátíu hross og getur Ólafur bætt við sig. Í tilefni breytinganna verður opið hús á Sveinsstöðum næstkom- andi laugardag kl. 14 til 17. Hrossamarkaðurinn er að lifna við að mati Ólafs eftir töluverða lægð. Hann segist veita erlendum áhugamönnum um íslenska hestinn þjónustu við að kaupa hesta hér á landi. Þeir sendi sér gjarnan á tölvupósti upplýsingar um það hvernig hesta þeir vilji fá og hann safni nokkrum þannig hestum sam- an fyrir þá að velja úr. Það spari út- lendingunum heilmikinn tíma. Seg- ist Ólafur hafa ágætissambönd í Bandaríkjunum. Yngri bróðir hans, Þorgils, hafi verið þar hjá stórhuga fólki og síðan hafi byggst upp sam- bönd út frá því og víðar í Bandaríkj- unum. Segist Ólafur hafa reynt að sinna þessu fólki vel og raunar einn- ig selt hross til Evrópu. „Það virðist vera að lifna yfir þessu aftur og ég held að markaðurinn sé að komast í lag,“ segir Ólafur Magnússon. Ættliðaskipti á Sveinsstöðum þar sem sama ættin hefur búið í þrjú hundruð ár Unga fólkið Inga Sóley og Ólafur hafa tekið við stjórn búsins. Í hesthúsinu Fjósinu á Sveinsstöðum hefur verið breytt í hesthús. Látum reyna á þetta núna SJÚKRAFLUTNINGA- og lög- reglumenn frá Akureyri lentu í vandræðum við að sækja sjúkling í Hörgárdal í vitlausu veðri í fyrri- nótt og eftir að sjúkrabíllinn lenti utan vegar skammt frá Melum, var sjúklingurinn færður yfir í lög- reglubílinn og ekið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hermann Karlsson lögregluvarðstjóri sagði að sjúklingnum hefði ekki orðið meint af því að vera fluttur á milli bíla við þessar aðstæður og fyrir vikið komst hann á undan sjúkra- bílnum til Akureyrar. Ferðalagið eftir sjúklingnum tók á fjórða tíma en lögreglumennirnir komu til Ak- ureyrar um kl. 07 í gærmorgun. Hermann sagði að leitað hefði verið til vegagerðarmanna eftir að sjúkrabíllinn lenti utan vegar en að þeir hafi þurft frá að hverfa á miðri leið vegna veðurs. Það var svo bóndi í sveitinni sem aðstoðaði við að ná sjúkrabílnum upp á veginn. Mikil ófærð var á fjallvegum á Norðurlandi í fyrradag og fram eft- ir degi í gær. Fjögur snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg, á hefðbundnum slóðum norðan við Sauðanes, í fyrradag, Öxnadalsheiði var ófær, sem og Víkurskarð en um miðjan dag í gær var búið að opna fyrir umferð á þessum leiðum. Þá var komið ágætis veður í Ólafsfirði, á Dalvík og Akureyri um miðjan dag í gær og helstu leiðir innanbæjar færar. Þá féll snjóflóð úr Ós- brekkufjalli í Ólafsfirði og yfir Kleifarveginn en engar skemmdir urðu af þeim sökum. Morgunblaðið/Sigurbjörn Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili í Ólafsfjarðarmúla í fyrradag og var það stærsta rúmir 100 m á breidd. Sjúklingurinn á undan sjúkrabílnum í bæinn EFTIR nokkuð gott jólafrí sneru grunnskólabörn á Akureyri í skólann á ný í gærmorgun og ekki var annað að sjá en að þau væru hin ánægðustu með að vera komin aftur til starfa. Börnin í nokkrum sveitarfélögum í næsta nágrenni Akureyrar voru ekki eins heppin, því skólahald féll víða niður vegna veðurs og ófærðar. Eftir margra vikna kennaraverkfall sl. haust er ljóst að nýta þarf tímann fram á vor eins vel og frekast er unnt og því ekki seinna vænna að setja skóla- starfið á fulla ferð. Aftur í skólann Morgunblaðið/Kristján Skólinn Glaðbeitt börn í Giljaskóla nokkuð léttklædd í frímínútum. Jólaskákin | Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram 27. desember og voru 12 keppendur. Sig- urvegari varð Rúnar Sigurpálsson með 19,5 vinninga af 22 mögulegum. Í 2.-3. sæti urðu Halldór Brynjar Hall- dórsson og Gylfi Þórhallsson með 18,5 vinninga. Hverfakeppnin var haldin 30. desember. Tefldar voru hraðskákir og 15 mínútna skákir. Í hraðskákinni sigraði Suðurbrekkan með 24,5 vinninga af 36 mögulegum, í 2. sæti varð Glerárhverfi, í 3. sæti Norðurbrekkan og í 4. sæti varð Eyr- in-Innbær. Í 15 mín skákinni sigraði Suðurbrekkan einnig en sveitin fékk 14,5 vinninga af 18 mögulegum, í 2. sæti varð Norðurbrekkan og í 3.-4. sæti urðu Glerárhverfi og Eyrin- Innbær. Í sveit Suðurbrekkunnar voru Halldór Brynjar Halldórsson, Gylfi Þórhallsson, Haki Jóhannesson, Atli Benediktsson, Sveinbjörn Sig- urðsson og Siguróli M. Sigurðsson. Nýjársmótið var haldið 2. janúar og tefld hraðskák. Sigurvegari varð Stefán Bergsson með 8,5 vinninga af 12 mögulegum. Í 2. sæti varð Gylfi Þórhallsson með 8 vinninga og í þriðja sæti Smári Ólafsson með 6,5 vinninga. Næsta mót félagsins er 10 mínútna mót fyrir 45.ára og eldri föstudaginn 7. janúar kl. 20 og teflt er að venju í KEA salnum Sunnuhlíð.    Sveitarfélögin sameinist | Bæj- arráð Akureyrar leggur til að í kosn- ingum um sameiningu sveitarfélaga þann 23. apríl 2005 verði kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyja- firði í eitt. Sveitarfélögin eru: Siglu- fjarðarbær, Ólafsfjarðarbær, Dalvík- urbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Ak- ureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Sval- barðsstrandarhreppur og Grýtu- bakkahreppur. Ofangreinda tillögu gerir bæjarráð á grundvelli þess að tímanlega fyrir sameiningarkosning- arnar hafi neðangreindar þrjár for- sendur verið uppfylltar: Í fyrsta lagi, að fyrir liggi yfirlýsing stjórnvalda um að ekki komi til þeirrar skerð- ingar á tekjum úr jöfnunarsjóði sveit- arfélaga, sem hið sameinaða sveitar- félag mun að óbreyttu verða fyrir, samkvæmt núgildandi reglum sjóðs- ins. Í öðru lagi, að fyrir liggi staðfest- ing á upphafi framkvæmda við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar um Héðinsfjörð. Í þriðja lagi, að samkomulag hafi náðst milli rík- isins og Sambands íslenskra sveitar- félaga um verkefnatilfærslu og tekju- stofna svo sem boðað var við upphaf verkefnisins „Efling sveitarstjórn- arstigsins“. NÚ um áramót mun Fram- kvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar hætta að taka sorp frá stofn- unum, deildum og fyrirtækjum Akureyrarbæjar. Samið hefur verið við Gámaþjónustu Norður- lands um að taka þjónustuna að sér. Samningurinn byggist á útboði sem Ríkiskaup stóðu fyrir nú í haust og skrifað var undir í des- ember. Samningurinn er til eins árs þ.e. frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2005 með framlenging- arákvæðum. „Markmið þessa samstarfs- samnings er að stofnanir, fyr- irtæki og deildir Akureyrarbæjar njóti hagkvæmrar og góðrar sorpþjónustu þar sem megin- markmiðið er að stuðla að minnkun þess úrgangs sem fer til urðunar og auka hlutfall þess úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Til að ná þess- um markmiðum samstarfsins mun verktaki annast kennslu með stuttum námskeiðum eða fyrirlestrum eftir óskum Akur- eyrarbæjar, bænum að kostnað- arlausu,“ segir í frétt á vef Ak- ureyrarbæjar. Verktaki ber ábyrgð Verktaki ábyrgist að öll fram- kvæmd verksins og meðferð úr- gangsins verði í samræmi við starfsleyfi hans og jafnframt í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi. Þá skuldbindur verktaki sig til að kynna Ak- ureyrarbæ nýja tækni á sviði sorpmála eftir því sem hún er tekin í notkun. Gámaþjónustan tek- ur að sér sorplosun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.