Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • Standard tveggja manna kr. 9.400 á mann. • Superior tveggja manna kr. 9.900 á mann. • Deluxe tveggja manna kr. 10.400 á mann. • Tilboðið gildir frá 6. til 31. janúar fyrir tvo í herbergi. • Og líka frábært vetrartilboð í miðri viku á Hótel Rangá í vetur. • Þú bókar TVÖ herbergi en greiðir aðeins fyrir annað. • Gildir sunnudaga til fimmtudaga frá 9. janúar til 31. mars. Bókanir og upplýsingar í síma 487 5700 eða 444 4000 tölvupóstur hotelranga@icehotels.is www.icehotels.is Við óskum öllum gleðilegs árs 2005 og þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári! Hver vill ekki fá léttan mat eftir allan jólamatinn Lítið því á janúartilboð okkar Asíudagar Gisting með morgunverði, fordrykk og fjögurra rétta kvöldverði með austurlensku ívafi. HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrver- andi þingmaður Borgaraflokksins og eitt sinn formaður Skíðasambands Ís- lands, ritar grein í Morgunblaðið 3. janúar þar sem hann veltir fyrir sér kjöri Íþróttamanns ársins 2004. Í lokin óskar hann svars við spurningu sem kemur kjöri Íþróttamanns ársins ekkert við, eftir að hafa svarað sjálfum sér að hluta til í miðri grein um efni sem snerti kjörið. Sem félagi í Samtökum íþrótta- fréttamanna, (SÍ) og þar af leiðandi einn þeirra tuttugu manna sem tóku þátt í kjörinu að þessu sinni þá skulda ég hvorki fyrrverandi þing- manni Borgaraflokksins, né öðrum, svar vegna niðurstöðu kjörsins í ár eða síðustu ár. En sem þekktur þver- haus, á tíðum sem brjóstumkenn- anlegur tautari með dulda þrá til að hafa skoðun á öllum hlutum, þá stenst ég ekki þá freistingu að leggja orð í belg. Undanfarin ár hefur umræða vaknað í kjölfar kjörs Íþróttamanns ársins þar sem þeirri spurningu hefur verið velt upp af hverju þessi eða hinn íþróttamaðurinn er valinn umfram annan. Fyrir kurteisi sakir hafa samt nær allir verið sammála um að sá sem fyrir valinu varð í þetta og hitt skiptið hafi verið vel að því kominn. Eins er það nú sem m.a. má sjá í grein Hreggviðs. Það er gott að umræða sé um kjörið, slíkt sýnir áhuga á því og það hafi skapað sér sess á meðal þjóðarinnar á þeim 49 árum sem SÍ hafa stað- ið fyrir því. En þegar menn ryðjast fram á rit- völlinn, koma fram í út- varpi eða sjónvarpi og krefjast svara og rök- stuðnings vegna niðurstöðu leyni- legrar kosningar þá eru menn komnir fram úr sjálfum sér. Aldrei hef ég sem kjósandi í þingkosningum verið opinberlega beðinn um að rökstyðja að kosningum loknum hvernig ég varði atkvæði mínu og afhverju, hvort sem mér hefur hugnast niðurstaðan eða ekki. Vona ég að sá dagur renni ekki upp. Á þeim nærri tíu árum sem ég hefi tekið þátt í kjöri Íþrótta- manns ársins þá hefur sá íþróttamað- ur sem ég hef sett efstan á minn seðil ekki alltaf orðið efstur í kjörinu. Mér hefur ekki dottið í hug að ganga á fé- laga mína og krefja þá skýringa af hverju þeir settu ekki sama íþrótta- mann í efsta sæti og ég. Kosning Íþróttamanns ársins fer þannig fram í stórum dráttum að hver félagsmaður SÍ fyllir út sinn seðil með nöfnum tíu íþróttamanna. Gerir hann það eftir bestu sannfær- ingu. Síðan er seðli skilað í lokuðu umslagi til formanns eða annars stjórnarmanns sem sér um talningu atkvæða undir vökulum augum full- trúa Sýslumannsins í Reykjavík. Hreggviður telur að ef kosning hefði farið fram á meðal þjóðarinnar um það hver þeirra fjögurra íþrótt- manna sem nú voru í efsta sætum í kjörinu ætti að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður ársins þá hefði Kristín Rós Hákonardóttir hlotið 90% at- kvæða. Það kann vel að vera að þing- maðurinn fyrrverandi hafi rétt fyrir sér, enda þingmönnum öðrum mönn- um betur gefið að hlusta eftir hjart- slætti þjóðarinnar hverju sinni. Hreggviði skal hins vegar bent á að á dögunum fór fram kosning hjá vísi.is og Fréttablaðinu. Um 3.500 lesendur tóku þátt, væntanlegur almenningur, og varð niðurstaðan sú að enginn þeirra sex íþróttamanna sem valið stóð á milli fékk 90% atkvæða. Var Kristín Rós Hákonardóttir þó einn þeirra íþróttamanna sem hægt var að kjósa. Varðandi þá spurningu Hreggviðs hvaða rithöfundar séu hlutgengir til bókmenntaverðlauna Halldórs Lax- ness er rétt að benda honum á að snúa sér með þá fyrirspurn til þeirra sem með þau verðlaun véla. Ég bendi honum hins vegar á að fatlaðir íþróttamenn eru að sjálfsögðu hlut- gengir „frambjóðendur“ í kjöri íþróttamanns ársins hjá félögum SÍ eins og aðrir íslenskir íþróttamenn, slíkt sýnir niðurstaða kjörsins á dög- unum, þar sem þrír af þeim 27 íþróttamönnum sem hlutu stig komu úr röðum Íþróttasambands fatlaðra. Það er síðan sjálfstætt mat hvers fé- lagsmanns SÍ hvern hann telur vera fremstan á meðal jafningja hverju sinni, hvaða tíu íþróttamenn hann rit- ar á atkvæðaseðil sinn og í hvaða röð hann kýs að hafa þá. Hreggviður og kjörið Ívar Benediktsson svarar Hreggviði Jónssyni ’En þegar menn ryðj-ast fram á ritvöllinn … og krefjast svara og rökstuðnings vegna niðurstöðu leynilegrar kosningar þá eru menn komnir fram úr sjálfum sér.‘ Ívar Benediktsson Höfundur er blaðamaður og félagi í Samtökum íþróttafréttamanna. ÍSLAND er rómað um allan heim fyrir náttúru sína, markaða af ís og eldi. Feikn þessarar náttúru hræra við tilfinningum manns og skynjun. Jökulsá á Dal, eða Jökla, er eitt af fyr- irbærum í náttúru Ís- lands, stórfenglegt fljót, sem ryðst undan Brúar- jökli í norðurjaðri Vatnajökuls, stærsta jökuls Evrópu. Jökulsá flæmist fyrst um flatar eyrar, neðar hefur hún grafið sig niður í gegn- um forna sethjalla sem geyma sögu frá ísöld- um, um leið sögu árinn- ar. Síðan steypist hún fram um gríðardjúp gljúfrin og enn neðar standa á bökkum henn- ar myndarlegar bú- jarðir bænda, en grón- ar heiðar yfir. Jökla ber fram óhemjumagn af lausum jarðefnum, einkum er það hinn fíngerði leir, einnig möl og grjót, og síðan hinn svargrái sandur svo að undir straumkastinu sverfast hamraveggir gljúfr- anna og eftir standa furðumyndir og form. Nær sjónum hefur hún, ásamt nágrannafljóti sínu, Lagarfljóti, mynd- að með framburðinum frjósamt flat- lendi og ósaland, víða ágætt til land- búnaðar og einnig til yndis fugli, sel og ferðamönnum. Fleiri stórár falla til norðurs úr Vatnajökli sem hver um sig er einstök. Hverfi ein þá glatast einstök verð- mæti. Og sé hún leidd í farveg ann- arrar þá hefur sú einnig glatað sínum upprunasvip og um leið er stór skaði orðinn á undrum hinna náttúrulegu víðerna norðan Vatnajökuls. Það er dapurlegt að sjá hvernig verkefnið við Kárahnjúka rústar um- hverfinu og hver áhrif þetta allt hefur á orðspor Íslands meðal annarra þjóða. Ísland hefur sett sér það háleita markmið að verða til fyrirmyndar öðr- um þjóðum um sjálfbæra þróun. Eitt er að setja sér slíkt markmið, annað hversu til tekst. Íslendingar kynna sig sem þjóð er sýnir nærgætni undursamlegri nátt- úru landsins. Ferðamenn eru í ríkara mæli að leita eftir sérstakri upplifun í náttúrunni. Ef framhald verður á eyð- ingu náttúru Íslands þá er grafið und- an ferðaþjónustunni. Það er siðferðileg skylda Íslendinga gagnvart Evrópu og heiminum öllum, að umgangast af ábyrgð hin einstöku verðmæti í víðernum landsins. Með eyðileggingu fljóta og fossa og með gerð uppistöðulóna þá eru þessar skyldur að engu hafðar. Íslendingar þykja sjálfstæðir að hugarfari eins og vel er lýst í hinni miklu sögu Halldórs Laxness, Sjálf- stæðu fólki. Með því að gera sig háða álbræðslu-risum heims- ins þá tapa Íslendingar einhverju af sjálfstæði sínu. Áætlanir eru uppi um að þrefalda álfram- leiðslu landsins. Allt hrá- efni er flutt inn yfir hálf- an hnöttinn. Íslendingar verða háðir duttlungum á álmörkuðum heimsins. Þá hafa Íslendingar boð- ið raforkuna á lægra verði en gerist í „sam- keppnislöndum“ þriðja heimsins. Þetta kemur sér illa fyrir þróun- arríkin. Að öllum máls- efnum samanlögðum, þá passar þetta ekki við þau yfirlýstu áform Íslend- inga að stefnt skuli að sjálfbærri þróun og þetta er ekki í samræmi mark- mið Sameinuðu þjóðanna að draga úr fátækt í ríkj- um heimsins. Ekki verður aftur snú- ið með virkjun Kára- hnjúka. Stíflan er þegar að rísa. Eftir tvö ár mun mórautt vatn leggjast yf- ir landið fyrir ofan og tor- tíma þar náttúruperlum, þá hverfa hinir merkilegu sethjallar meðfram Jökulsá og náttúrufarssagan sem þeir geyma um leið; og rauðaberg meðfram ánni hverfur; og undurfagrir fossar Kringilsár. Ég hef verið svo heppinn að hafa skoðað þetta land bæði fótgangandi og úr lofti og ég hvet Íslendinga að koma og sjá, að verða vitni að því hvaða perl- um er verið að eyða. Rannsaka þarf þá sögu sem lesa má úr sethjöllum og jök- ulmyndunum til að ljúka upp nátt- úrufarslegri sögu svæðisins áður en hún tapast komandi kynslóðum. Það er tímabært að Íslendingar endurskoði hugmyndir sínar um efna- hagslega framtíð sína. Fyrir þjóð sem býr við góð lífskjör, hefur mikla tækni- þekkingu, státar af sjálfstæði í hug- arfari, þá eru aðrar leiðir til en stóriðja og vænlegri frá hnattrænu sjónarmiði. Þar má nefna útflutning á tækniþekk- ingu sem sérlega lýtur að beislun jarð- varma og vatnsafls, heilnæm matvæli lands og sjávar og vistvæn ferðaþjón- usta. Ofannefnd tækifæri yrðu grundvöll- ur efnahags landsins og gætu leitt til sjálfbærrar þróunar. (Valgarður Egilsson þýddi.) Drúpa dalir – orð- spor á undanhaldi Roger Crofts fjallar um virkjanir og náttúruvernd Roger Crofts ’Það er siðferði-leg skylda Ís- lendinga gagn- vart Evrópu og heiminum öllum, að umgangast af ábyrgð hin ein- stöku verðmæti í víðernum lands- ins.‘ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage og starfar nú sem ráðgjafi og fyrirlesari. UM ÁRAMÓTIN kom það fram hjá utan- ríkisráðherra að hann mæti aðstoð Íslendinga á flóðasvæðunum í As- íu þannig að hún skipti ekki sköpum. Reynsla í hjálparstarfi segir allt aðra sögu. Það munar um hvert framlag, að ekki sé sagt hverja krónu. Margt smátt gerir eitt stórt. Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað ein- hverjum. Íslendingar hafa sett metnað sinn í að vera teknir gildandi í alþjóðlegu samhengi og sýnir áhugi okkar á að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna það glöggt. Sjálfsmynd okkar styrkist við að sjá hve miklu máli það skiptir að taka þátt í slíku alþjóðastarfi. Það skiptir bæði okkur og aðra jarðarbúa máli. Frá skrifstofu Hjálp- arstarfsins er beint símasamband við þau tvö héruð syðst á aust- urströnd Indlands sem illa urðu úti í flóðunum. Þar hefur Hjálp- arstarfið stutt þróun- arstarf í mörg ár sem faðir Martin og sr. John Winston veita for- stöðu. Þegar á annan dag jóla var samband komið á og strax var hægt að senda fjármagn til að hefja aðstoð við fórnarlömb flóðanna. Starfsemi þessara aðila er stutt frá flóðasvæðunum og björgunarstarfið komst því fljótt af stað. Hjálpargögn eru keypt í þessum héruðum og því fljótlegt að koma þeim á staðinn. Skjót viðbrögð skipta miklu máli. Margir eiga fósturbörn í skólum á vegum Hjálparstarfsins. Sem betur fer eru skólarnir ekki við ströndina. Þau sem styðja börn í þessum hér- uðum styðja oft eitt barn til náms og það skiptir sköpum fyrir það barn. Þess vegna er hvert framlag mik- ilvægt. Þeir sem er veitt hjálp eiga oft líf sitt að þakka stuðningsaðila sínum. Það á einnig við í þessum hörmungum. Það munar um þitt framlag Ragnheiður Sverrisdóttir fjallar um mikilvægi fjár- framlaga til hjálparstarfs ’ Það munar um hvertframlag, að ekki sé sagt hverja krónu. ‘ Ragnheiður Sverrisdóttir Höfundur er verkefnisstjóri á biskupsstofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.