Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Alls fóru 38 sjúklingar ogaðstandendur þeirrameð flugvél LoftleiðaIcelandic frá Bangkok sem lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sem kunnugt er var flugið á veg- um íslenskra stjórnvalda sem buðu Svíum aðstoð sína. Með flugvélinni fór sérhæft teymi lækna og hjúkr- unarfræðinga frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi auk fleiri sér- þjálfaðra einstaklinga. Flugvélin fór frá Bangkok laust eftir hádegið að staðartíma og átti að lenda í Stokkhólmi eftir 16 klukkustunda flug, með millilendingu í Dubai. Nær allir höfðu misst ástvin Að sögn Pouls Webers, aðalræð- ismanns Íslands í Bangkok, voru 18 sjúklinganna sem fóru með flugvélinni á sjúkrabörum og 20 gátu setið í sætum. Af þessum kom 31 af sjúkrahúsum og með fylgdu 7 aðstandendur og aðstoðarmann- eskjur. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir 20 fleiri farþegum í ferðinni til Stokkhólms en þeir komu ekki í tæka tíð. Ástæðu þess vissi ræðismaðurinn ekki. Talið er að í einhverjum tilvikum hafi fólk viljað vera áfram í landinu til að leita að týndum ástvinum. Nær all- ir sem fóru með flugvélinni höfðu misst einhvern sér nákominn í náttúruhamförunum og orðið fyrir áfalli. Hrósaði Íslendingunum „Það var gott að þetta fólk gat notið aðstoðar sérfræðinga á heim- leiðinni,“ sagði Weber. „Sænski yf- irlæknirinn, Klaas Kaspersen, bað mig að skila því til Íslands að það hafi verið stórkostlegt að vinna með jafn fagmannlegu og hæfu teymi og kom frá Íslandi. Hann var ákaflega hrifinn og sagði: Ef ég yrði beðinn um að mæla með einhverjum til að annast brott- flutning sjúkra myndi ég tafar- laust mæla með Íslendingum. Þetta er það fagmannlegasta sem ég hef kynnst.“ Ferðaskjöl útbúin á staðnum Nokkrir farþeganna höfðu tapað öllum ferðaskilríkjum. Weber ræð- ismaður sagði að taílenska útlend- ingaeftirlitið hefði verið einkar hjálplegt. „Það komu allir til flug- vallarins í sjúkrabílum eða fólks- flutningabílum frá sjúkrahúsum. Skyldmenni og fylgdarmenn hinna sjúku komu einnig með bílunum þaðan. Það ferðuðust allir saman á flugvöllinn. Fólkið beið fyrir fram- an brottfarardeild flugstöðvarinn- ar meðan gengið var frá ferða- skjölum innandyra. Þeir sem höfðu vegabréf framvísuðu þeim. Fyrir hina sem tapað höfðu skilríkjum voru sérstök eyðublöð og fingraför farþeganna sett á þau. Starfsfólk úr sænska sendiráðinu vann papp- írsvinnuna og gekk frá öllum nauð- synlegum skjölum. Starfsmenn flugfélagsins Thai International fór síðan með þessi skjöl og brott- fararspjöld til útlendingaeftirlits- ins. Þá var sjúkrabílunum og smárútunum leyft að aka beint að flugvélinni, sem er mjög óvenju- legt. Öryggisgæsla er mjö á Bangkok-flugvelli því ha ir bæði hlutverki herflugv farþegaflugvallar.“ Poul Weber sagðist ha að áhöfn flugvélar Loftle landic, sem hefði staðið si vel, og einnig sérfræðinga Fluttu 38 sjú aðstandendur t Slösuðu Svíunum komið um borð í íslensku vélina áður en haldið Sænsku læknarnir Pia Olafsson og Klaas Kaspersen (í gulum ves ásamt íslenskum læknum og hjúkrunarfræðingum. Aftar í f Morgunblaðið/Sverrir Fremst í flugvélinni var útbúin gjörgæslustofa. Þóttu standa fagmannlega að undirbúningi flu FLUGELDAR OG SLYS Yfirleitt er eins og ekki séhægt að ganga of langt í aðvernda almenning fyrir bæði sjálfum sér og hvers kyns hættum umhverfisins, en síðan eru tilvik þar sem engar hömlur gilda. Slíkt ástand skapast í ís- lensku þjóðfélagi á hverju ári rétt fyrir áramót og stendur fram á þrettándann. Á baksíðu Morgun- blaðsins í gær sáust afleiðingarn- ar. Þar blasti við ljósmynd af bólgnu andliti 15 ára drengs, Sig- urgeirs Hannessonar, sem var ásamt félaga sínum að taka í sundur flugelda og endaði með því að púðrið sprakk framan í þá. Báðir voru drengirnir án hlífð- argleraugna. Sigurgeir slasaðist alvarlega. Hornhimnan skaddað- ist talsvert og flísar stungust inn í hægra augað. Hann var svæfður meðan gert var að augum hans og kemur fram í fréttinni að eftir að- gerðina hafi hann getað greint bókstafi með slasaða auganu. Vonandi grær hann sára sinna. Alls slösuðust átta drengir á augum vegna flugelda um áramót- in, ýmist við að skjóta þeim upp eða taka þá í sundur. Sá elsti var átján ára og yngsti níu ára. Margir hafa slasast vegna ógætilegrar meðferðar flugelda og ná sér jafnvel aldrei. Dæmi eru um að menn hafi skaðað sjón sína varanlega, misst fingur og skaddast alvarlega á höndum. Verstu slysin verða þegar fiktað er í flugeldum og þeir teknir í sundur, en við hefðbundna með- ferð flugelda er hættan mest þeg- ar bograð er yfir þeim. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að bera hlífðargleraugu þegar flugeldar og aðrar sprengjur eru sprengdar og leikur enginn vafi á því að þau hafa bjargað mörgum frá hræðilegum slysum. Í grein eftir Maríu Soffíu Gott- freðsdóttur, lækni og starfandi sérfræðing í augnlækningum við Landspítala – háskólasjúkrahús, sem birtist í Morgunblaðinu 30. desember kemur fram að sam- kvæmt tölum frá Íslandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum eru 80% þeirra, sem slasast við ógætilega meðferð flugelda og púðurkerl- inga, karlar á aldrinum tíu til tuttugu ára. Hún bendir á að slys- in eigi sér stað langt fram í jan- úar vegna þess að börn safni sér púðurleifum og búi til sprengjur og bætir við: „Augnabliks óvar- kárni og óvitaskapur getur breytt lífi fólks ævilangt. Það er erfið upplifun að horfa á barnið sitt missa sjón á auga.“ Það er vert að taka undir þessi varnaðarorð og hvetja til varkárni og eftirlits með börnum bæði á morgun, þrett- ándanum, og út mánuðinn. Það er falleg sjón þegar flugeldar lýsa upp næturhimin, en þeir eru hættuleg skemmtun og ekki þess virði að fórna fyrir sjón eða útlim- um. EKKERT LÆRT? Í Morgunblaðinu í gær birtistfrétt um lækkun bensínverðs. Þar sagði m.a.: „Verð á 95 oktana blýlausu bens- íni á heimsmarkaði var 362,97 Bandaríkjadalir fatið í desember en 432,4 Bandaríkjadalir í nóvem- ber. Þar með lækkaði meðalverð um tæpa 70 Bandaríkjadali eða 16,06% á milli mánaða … Í desem- ber hefur algengasta verð á bens- íni í sjálfsafgreiðslu á Íslandi lækkað úr 104,40 krónum í 98,70 krónur eða um 5,45%. Um ástæð- una fyrir þessum mun, þ.e. af hverju bensínverð hefur ekki lækkað meira, vildi enginn tals- maður olíufélaganna tjá sig í gær- kvöldi.“ Hvers vegna ekki? Telja tals- menn olíufélaganna að viðskipta- menn þeirra séu ekki þess virði, að þeir fái skýringar á því, hvers vegna bensín lækkar meira í út- löndum en á Íslandi? Hafa þeir ekkert lært af þjóðfélagsumræðu undanfarinna vikna og mánaða? Staðreyndin er sú, að viðskipta- vinir olíufélaganna eiga kröfu á því að þessari einföldu spurningu verði svarað. Það má vel vera, að olíufélögin hafi algerlega lögmætar ástæður fyrir því að lækka bens- ínverð á Íslandi ekki eins mikið milli mánaða og gerzt hefur í út- löndum. En þeim ber að svara. Og svari olíufélögin ekki eiga stjórnvöld að sjá til þess, að við- skiptavinir olíufélaganna fái þessi svör. Það hljóta að vera einhverjar skýringar á þessum mun. Verið getur um eðlilegar skýringar að ræða og engin ástæða til að ætla fyrir fram að svo sé ekki. Ef skýr- ingarnar eru hins vegar þær, að ol- íufélögin séu svifasein að lækka en fljót til að hækka verður málið al- varlegra. Sá tími er liðinn, að talsmenn ol- íufélaganna geti svarað á þann veg, sem þeir gerðu allir, þegar Morgunblaðið hafði samband við þá í fyrradag. Bensín er dýrt á Íslandi um þessar mundir, eins og raunar um heim allan. Olían er dýr. Bens- ínverð og olíuverð skiptir bæði ein- staklinga og fyrirtæki miklu máli. Samkeppni er takmörkuð á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Ef ómögulegt reynist að tryggja eðlilega samkeppni á þessu sviði verður að grípa til annarra ráð- stafana. Allt er þetta alvarlegt umhugs- unarefni fyrir olíufélögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.