Morgunblaðið - 05.01.2005, Page 30

Morgunblaðið - 05.01.2005, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Inga Rósa Hall-grímsdóttir fæddist á Dagverð- ará á Snæfellsnesi 9. október 1936. Hún andaðist að heimili sínu í Kópavogi mið- vikudaginn 29. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Halldórs- dóttir húsmóðir á Dagverðará, f. 18. júní 1903, d. 13. des- ember 1991 og Hall- grímur Ólafsson bóndi á Dagverðará, f. 26. október 1888, d. 21. febrúar 1981. Inga Rósa ólst upp á Dag- verðará í stórum systkinahópi, al- systkini hennar voru Gunnlaugur, f. 1930, d. 1989, Halldór, f. 1932, Stefán, f. 1934, Jónas Jökull, f. 1939, Elín Björk, f. 1942 og Að- alheiður, f. 1945. Hálfsystkini samfeðra eru Jónas, f. 1916, d. 1936, Ragnheiður, f. 1917, Lilja Aðalbjörg, f. 1919, d. 1995, og Guðrún Alexandra, f. 1925. Upp- eldissystir er Guðbjörg Eyvinds- dóttir, f. 1927. Inga Rósa giftist 31. desember 1964 Þorgilsi Þorsteinssyni, f. á Kolbeinslæk í Súðavík 11. maí 1932, d. 18. október 1983, sonur hjónanna Guðnýjar Sigríðar Þor- gilsdóttur og Þorsteins Þorleifs- sonar. Börn Ingu Rósu og Þorgils eru sex: 1) Guðný Sigríður, f. 1956. Börn hennar og Sigmundar Jónssonar eru Jóhanna Mjöll, f. 1979, í sambúð með Óskari Frey Arnars- syni, sonur þeirra er Bjarki Freyr og El- ínrós, f. 1989. 2) Inga Dóra, f. 1957, sonur hennar og Sturlu Meldal er Sævar Þór Meldal, f. 1980. 3) Þórdís Hrönn, f. 1958, gift Magnúsi Magnússyni, dóttir þeirra er Guðlaug, f. 1984. 4) Garðar Gunnar, f. 1960, kvæntur Ástu Höllu Ólafsdóttur, börn þeirra eru Hildur Ösp, f. 1985, Ólöf Sara, f. 1988 og Ívar Máni, f. 1996. 5) Víkingur, f. 1962, kvænt- ur Guðrúnu Árnadóttir, dætur þeirra eru Sigrún, f. 1986 og Rósa, f. 1993. 6) Ragnheiður, f. 1968, sonur hennar er Þorgils Freyr Gunnarsson, f. 1990. Rósa og Gilli hófu búskap á Dagverðará á Snæfellsnesi og bjuggu þar sín fyrstu búskaparár en árið 1961 fluttu þau í Kópavog og bjuggu lengst af á Hjalla- brekku 33. Rósa sinnti lengst af störfum heimavinnandi húsmóður en eftir fráfall manns síns sinnti hún jafnframt hinum ýmsu versl- unar-, þjónustu- og umönnunar- störfum, m.a. annars stundaði hún svæðanudd um árabil. Rósa var félagi í Sam – Frímúrarareglunni. Útför Ingu Rósu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Rósa mín, að setjast niður og rifja upp liðna tíð er mér bæði ljúft og skylt og kemur mér til að brosa aftur og aftur. Nú þegar þú ert farin og við lítum til baka virðist ótrúlegt að það skuli vera orðin rúm tuttugu ár frá því að ég bankaði á dyrnar í Hjallabrekkunni og þú bauðst mér inn og það endaði með því að ég bættist í hópinn þinn. Þeg- ar ég kom í fjölskylduna fannst mér ótrúlegt hvað margir gátu búið í sama húsi, þið Gilli ásamt Helgu ömmu, börn, tengdabörn og barna- börn og samt var alltaf nóg pláss fyrir alla og nægur tími til að sinna öllum. Hjallabrekkan var eiginlega svona stoppistöð fyrir alla ættina og alltaf voru allir mikið meira en vel- komnir að nóttu sem degi. Rósa var af þeirri kynslóð þar sem veraldlegur auður skipti ekki máli, svo framarlega sem hún gat gefið börnunum sínum og fjölskyldu að borða þá var hún sæl og glöð, enda ríkari en flestir aðrir af manngæsku og andlegum auð. Stóra ástin í lífinu hennar Rósu var hann Gilli, gullfal- legur Súðavíkurstrákur með þau ótrúlegustu bláu augu sem hún hafði um ævina litið, með honum eignaðist hún sína stóru fjölskyldu sem allt líf- ið snérist um. Þrátt fyrir að Rósa missti ástina sína fyrir tuttugu og einu ári var hún alltaf jafn ástfangin og kenndi okkur hinum að ástin á sér engin landamæri og er tímalaus. Nú þegar komið er að kveðjustund ert þú í bænum okkar og hjarta. Elsku Rósa mín, takk fyrir öll árin sem þú gafst okkur, ástina sem þú gafst okkur öllum, öll faðmlögin, strok um vangana, kossana og viss- una um að þegar öllu lyki hér yrði tekið á móti þér af þeim sem þú elsk- aðir mest. Þegar þú veiktist fyrir rúmum tveimur mánuðum og í ljós kom að stutt væri eftir af lífinu tókst þú því með sama æðruleysinu og öllu öðru, jafnvel þá hélst þú áfram að kenna okkur – kenndir okkur að þrátt fyrir allt þá heldur lífið áfram og að þú lifir í okkur öllum. Víst eig- um við eftir að sakna þín, elsku Rósa, en minningarnar um þig gera okkur sterkari og eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár ásamt öllum skemmtilegu sögunum þínum. Ásta Halla. Elsku Rósa. „Jæja hvernig líst þér svo á kær- ustuna hans Víkings?“ Svarið hans tengdapabba við þessari spurningu varð okkur oft aðhlátursefni. Það að við gátum hlegið svo dátt saman sagði meira en mörg orð um hversu vel við náðum saman. Ég fann enda aldrei hjá mér þörf til að spyrja þig hverju þú hefðir svarað þessari spurningu. Orð voru einhvernvegin óþörf. Okkur leið vel í návist hvor annarrar. Við gátum hlegið, lesið, sungið og spjallað um heima og geima en við gátum líka bara þagað og notið þagnarinnar. Nú þegar þú ert á förum er mér efst í huga þakk- læti. Þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina, sér- staklega fyrir ákveðnar stundir end- ur fyrir löngu sem gáfu mér það sem mér er kærast og ég hef aldrei feng- ið fullþakkað. Í bókinni Spámaður- inn eftir Kahlil Gibran er að finna eftirfarandi: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Ég reyni að hafa þessi orð efst í huga mér nú. Ég trúi því að nú sértu á förum í annan og betri heim. Þar sem tengdapabbi tekur á móti þér með opinn faðm, bros á vör og ást- arblik í augum. Skilaðu til hans kveðju minni, og hafið ástarþakkir fyrir allt, við hittumst aftur síðar. Kveðja Guðrún. Elsku amma mín. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar litið er tilbaka. Þú varst frábær, þegar mig vantaði ráðleggingar gat ég allt- af hringt í þig og fengið hjá þér góð ráð. Þó að ég hafi verið algjör frekja á yngri árum man ég aldrei eftir að þú hafir skammað mig, ég gat alltaf sagt þér ef ég gerði eitthvað af mér, þú varst ávallt svo góð og hlustaðir. Ef þú vildir hressa mann við sagðir þú alltaf Hver er besta barn? og maður hresstist allur við. Þegar ég var yngri man ég þegar enginn var heima í Ástúninu, þá gat ég alltaf leitað til þín amma, þú varst ávallt til staðar og það var alveg ómissandi. Það var mjög ljúft þegar við fórum í bíltúr í Hveragerði, sungum og hlustuðum á Pál Rósin- krans, fórum í Eden og alltaf bauðst þú upp á ís. Ég man þegar þú komst vestur með mömmu, þá töluðum við saman allt kvöldið, grínuðumst með hárkolluna, tókum margar skemmti- legar myndir og toppurinn var þeg- ar þú bakaðir þínar ómissandi pönnukökur. Þegar ég var að greiða þér fannst þér það svo rosalega gott að þú sofnaðir næstum, og þegar ég nuddaði þig fannst þér það hinsveg- ar gott-vont eins og þú kallaðir það. Nú ertu loksins komin til afa og það hafa án efa verið fagnaðarfundir. Elsku amma, við áttum margar góð- ar stundir saman og ég á eftir að sakna þín mikið. Þín Jóhanna Mjöll. Elsku amma mín, við áttum aldrei nógu mikinn tíma saman, en ég man eftir mörgum góðum stundum með yl í hjarta. Þú snertir hjörtu margra á lífsleið þinni, lífsleið sem ekki var alltaf auðveld. Þú þurftir að þola mikið. En nú ert þú komin á betri stað, þar sem þú bíður eftir að taka við okkur þegar okkar tími kemur. Amma mín, við söknum þín og við elskum þig öll. Guðlaug Magnúsdóttir. Elsku amma Rósa. Nú hefur þú kvatt okkur og sam- einast afa á ný. Ég veit að þú fylgist með okkur og gætir okkar um leið. Skyndileg veikindi þín komu öllum að óvörum en þú lést það ekki á þig fá og stóðst þig eins og hetja. Já þú stóðst þig svo sannarlega eins og hetja, amma, því verður ekki gleymt. Minning þín verður mér ávallt of- arlega í huga. Það var alltaf svo gaman að koma heim til ömmu í Hjallabrekkuna. Þar var alltaf margt um manninn, mikið um gesta- gang og sannar það hversu frábær manneskja þú varst. Þegar ég kom til þín þá var sko gaman. Mikið var sungið með litlu telpunni, það vant- aði sko ekki og sögurnar voru ófáar sagðar. Amma þú eltist við mig um allt hús í feluleikjum og eltingar- leikjum því þú vissir að þeir leikir voru í miklu uppáhaldi hjá mér Svo var það eitt, amma, sem var eigin- lega svona leyndarmálið okkar það var Cocopuffsið sem ég fékk alltaf hjá þér. Um leið og mamma var far- in þá var Cocopuffs pakkinn dregin fram, þú veist hvað ég meina, amma. Þegar þú fluttir í Engihjallann var ég kominn á unglingsárin, þá var óg- urlegt sport að fá að fara í bæinn yf- ir helgi með rútunni og gista hjá ömmu Rósu. Þrátt fyrir lítið pláss þá tókst þú manni alltaf með opnum örmum og stjanaðir við mann eins og þér einni er lagið. Mér þótti alltaf jafn gott og koma til þín þar sem við sátum oft tímunum saman og spjöll- uðum og þú drakkst kaffi, leystir krossgátur eða spilaðir við mig. Ég held að þessum tímum gleymi ég aldrei. Erfitt er að kveðja þig amma, svona yndislega persónu. En lífið heldur áfram hjá okkur báðum og ég veit að nú líður þér mikið betur og það kætir hjarta mitt mjög. Það að hafa átt þig sem ömmu er alveg frá- bært, þær geta ekki gerst betri. Það að fá að kveðja þig heima var líka ómetanlegt. Amma, þú munt ávallt lifa í minningunni. Þín Hildur Ösp. Elsku amma Rósa. Fimmtudaginn síðastliðinn hringdi síminn. Við fengum þær fréttir að nú væri tíminn kominn. Þegar við komum svo heim til þín þá varstu dáin. Ég sá þig brosandi til okkar allra. Það var hræðilegt að horfa upp á þig með krabbameinið. Þú varst bú- in að vera með það í yfir tvo mánuði en búin að vera rosalega dugleg. Fyrir rest áttum við fjölskyldan svo með þér yndisleg jól sem við gátum öll notið með þér. Þetta voru ógleymanleg jól því að ég hafði aldr- ei verið á jóladag hjá þér. Ég gleymi aldrei þegar ég fékk að koma í Engihjallann og gista hjá þér um helgar þegar ég fór í bæjarferð- ir. Maður var alltaf svo velkomin og þú dekraðir alltaf við mann. Alltaf voru kræsingar á borðum og ekki síst pönnukökurnar sem þú bakaðir. Og svo fékk maður að sjálfsögðu Cocopuffs í morgunmat sem maður fékk aldrei heima hjá mömmu. En nú kveð ég þig elsku amma mín og ég vona að þér líði vel á himninum hjá afa. Guð geymi þig. Þín Ólöf Sara. Elsku amma. Ég man þegar ég var lítil og þú varst að koma frá útlöndum, þá gafstu okkur barnabörnunum þínum eitthver föt eða eitthvað og við vor- um alltaf svo ánægð. Ég var alltaf ánægð með allt sem þú gafst mér. Hvort sem það var í jólagjöf afmæl- isgjöf eða hvað. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til þín og heilsa upp á þig. Ég man eftir því þegar ég var veik og mamma var í vandræðum því hún þurfti að fara að vinna, þá gátum við alltaf leitað til þín og það þótti mér mjög gott. Og hjá þér leið manni alltaf svo vel. Maður vildi helst ekk- ert fara. Svo man ég eftir því þegar þú hjálpaðir okkur Jóhönnu með að breyta texta á lagi sem við sungum svo á ættarmótinu árið 2001, okkur þótti mjög gott að geta alltaf leitað til þín til að fá hjálp við eitthvað. Þú varst alltaf svo góð við okkur og vild- ir aldrei skilja útundan. Líka þegar við fórum í Bónus og Fjarðarkaup um mánaðamótin, þá þótti mér mjög gaman að geta hjálpað þér. Ná í kerru fyrir þig og svoleiðis. Svo líka þegar við fórum stundum með Jó- hönnu eða mömmu til Hveragerðis þá gafstu okkur alltaf ís sem mér þótti mjög indælt af þér. Svo þegar þið Lilla buðuð mér að fara með ykk- ur á Dagverðará, það þótti mér gam- an og þótti vænt um alla umhyggju sem þið veittuð mér, þú og Lilla. Svo líka þegar ég var læst úti hvort sem það var í Álfatúni eða Engihjalla þá gat ég alltaf komið til þín og þú gafst mér alltaf eitthvað. Ég mun sakna þess. Svo man ég líka alltaf eftir allt- af þegar við vorum að fara vestur þá bauðst þú okkur alltaf upp á ís. Og það var mjög gaman að ferðast með þér þú fræddir mann um svo margt, það þótti mér mjög gaman. Þú varst alltaf svo hress þótt þú værir slæm af liðagigt. Þú hresstir mann alltaf við þegar manni leið illa og það þótti manni mjög gott. Þín Elínrós. Amma mín. Hún var alltaf svo góð og blíð. Ég man alltaf eftir því þegar við komum í kjötsúpu þá var hún alltaf svo glöð, því okkur fannst kjötsúpan hennar svo góð að við borðuðm alltaf á okkur gat. Amma var líka alltaf glöð þegar við komum, þá faðmaði hún okkur og kyssti. Við fluttum til Danmerkur, það var alveg ágætt og Amma kom og heimsótti okkur þangað í ágúst og þá skildum við veikindi hennar. Við héldum að hún væri með sykursýki en svo var það bara verra. Við komum aftur til Íslands um jólin til að halda jólin hér. Þá var amma bara heima og systkinin hans pabba þurftu að skiptast á að vera hjá ömmu að hjálpa henni og svona. Síðan bara á milli jóla og nýárs þá varð bara hún veikari og pabbi sagði að hún væri kannski að deyja. Við fórum til hennar og vorum hjá henni, síðan þurftum ég og systir mína að fara og þá kvöddum við hana. Rétt á eftir fengum við símtal frá mömmu og hún sagði að amma væri dáin. Við komum srax til ömmu og kysstum hana og knúsuðum, ég hélt í höndina á henni allan tímann. Hún hefur það örugglega betra núna, því núna er hún hjá afa. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Saknaðarkveðjur, Rósa Víkingsdóttir. Elsku amma Rósa. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttu saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Ég á eftir að sakna þín mikið eins og þegar þú faðmaðir mig og líka sakna ég pönnukaknanna þinna, þær voru svo góðar, amma. Það var svo erfitt að sjá þig veika, en þú lést það ekki á þig fá og hélst áfram að vera jafn lífsglöð og þú áttir að þér að vera. En nú ert þú loksins komin í friðinn til hans afa á himininn. Mér finnst gott að vita af þér hjá honum. Hann hefur verið himinlifandi að fá þig til sín. Guð geymi þig á himninum, amma mín, ég elska þig. Þinn Ívar Máni. Það var bókstaflega eins og þungu fargi væri varpað á brjóst mér þegar mamma svaraði í símann á miðviku- dagskvöldið og ég skildi að Rósa frænka var dáin. Þó að við höfum vitað í rúma tvo mánuði að hverju stefndi þá svíður alltaf jafn sárt und- an dauðanum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að koma og kveðja hana heima, það var svo mikill friður yfir henni. Meðan við bjuggum fyrir vestan var iðulega gist hjá Rósu þegar við fórum suður. Ein af mínu fyrstu minningum þar um er þegar ég fékk að labba alla Hjallabrekkuna út á enda til að kaupa mjólk fyrir Rósu í Brekkuvali. Það var mikið ábyrgð- arhlutverk og maður gekk stoltur alla leið, hálfhrædd var ég nú samt um að finna ekki húsið aftur. Rósa var gefin fyrir sterkt kaffi og pabbi kvartaði gjarnan yfir því að heim- sókn til Rósu yrði löng því að ekki væri óhætt að keyra af stað fyrr en nokkrum tímum eftir kaffidrykkj- una. Rósa unni heimahögunum á Dag- verðará. Það er leitt að hún sér Rósuhvamm ekki verða að fallegu húsi en hún naut hverrar stundar í Heiðukoti. Rósu verður saknað þar í sumar. Það var orðið árvisst að fá kalt hangikjöt og kartöflumús í boði Rósu þegar maður renndi í hlað á föstudagskvöldi ef mamma og Rósa höfðu mætt þangað fyrr og von var á fleira fólki en venjulega, það var Rósu innlegg. Rósa hafði gaman af lestri og eyddi hún miklum tíma fyr- ir vestan með nefið ofan í einhverri ástarsögu, það verður tómlegt á rúmstokknum næsta sumar. Ferð- irnar vestur verða líka daufari. Þeg- ar Rósa fékk far með okkur voru þær Unnur sammála um að stoppa í Borgarnesi og kaupa vélarís. Rósa hafði sterkar meiningar á því að ís- inn í Hyrnunni væri bestur en Unn- ur vildi heldur ísinn í Brúartorgi. Alltaf var stoppað í Hyrnunni, ég veit ekki hvort það var vegna virð- ingar Unnar fyrir frænku sinni eða hvort Rósa var bara þrjóskari, sennilega sitt lítið af hvoru. Ég og mitt fólk sendum börnum Rósu og þeirra fjölskyldum hlýjar kveðjur, hugur okkar er hjá þeim. „Drottinn minn gefi dánum ró, en hinum líkn, er lifa.“ Ólína Kristín Jónsdóttir. INGA RÓSA HALLGRÍMSDÓTTIR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.