Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gyða Karlsdóttirfæddist á Seyðis- firði 11. maí 1926. Hún lést á hjarta- deild 14-E, Landspít- alanum við Hring- braut mánudaginn 27. desember síðast- liðinn. Foreldrar Gyðu voru Karl Finn- bogason skólastjóri á Seyðisfirði, f. á Arn- arstapa í Ljósavatns- skarði í Suður-Þing- eyjarsýslu 29. des. 1875, d. 5. jan. 1952 og Vilhelmína Ingi- mundardóttir húsfreyja, f. á Sörlastöðum, Seyðisfirði, 20. jan. 1892, d. 1. apríl 1956. Systkini Gyðu eru: Guðrún, f. 29. maí 1917, látin, Helga, f. 8. júlí 1918, Þóra Hlín, f. 6. júlí 1921, Ásgerður, f. 17. desember. 1922, látin og Karl, f. 17. nóvember 1928. Gyða giftist 7.12. 1946 Þorvarði Árnasyni forstjóra frá Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð, f. 17. nóv- ember 1920, d. 1. júlí 1992. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 6. septem- ber 1947. Synir hennar eru Þorvarð- ur Goði Valdimars- son og Vilhjálmur Goði Friðriksson. 2) Helga, f. 16. júlí 1949, maki Magnús Þ. Þórðarson. Börn þeirra Ragnhildur, Illugi og Pétur. 3) Margrét, f. 14.5. 1953, maki Einar Sveinn Árnason. Börn þeirra eru Gyða og Guðný. 4) Vilhelmína, f. 15.5. 1955, maki Stefán D. Franklín. Börn þeirra eru Guðrún Gyða, Kolbrún, Ásgerður María og Stef- án Tómas. 5) Þorvarður Karl, f. 22.12. 1962. Gyða á fimm langömmubörn, þau eru Davíð Goði, Natalía Mist og Ólíver Ari Þorvarðarbörn, Finnbogi og Guðrún Gígja Vil- hjálmsbörn. Gyða verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Nú hefur Gyða tengdamóðir mín kvatt þennan heim. Toddi sonur hennar segir að hún sé nú loksins aftur búin að finna Þorvarð sinn. Þetta má vera satt og rétt. Gyða hafði á síðustu árum þjáðst af sjúk- dómum sem hömluðu henni að taka virkan þátt í lífinu á þann hátt sem hún óskaði. Megi hún nú njóta hvíld- ar frá þeim veikindum og njóta sam- vistar við eiginmann sinn Þorvarð. Undirritaður kynntist Gyðu fyrst í Austurkoti í Sandvíkurhreppi þar sem þau hjónin ásamt foreldrum mínum Árna heitnum og Lóló, Ey- vindi og Þóru, Lúðvík og Gógó höfðu sett á stofn hestabú. Gyða og Þor- varður tóku virkan þátt í allri vinnu á búinu. Gyða alltaf á fullu hvort sem var úti eða inni. Við Madda hitt- umst í heyskap í Austurkoti og gift- um okkur. Tveimur árum síðar vor- um við orðin nágrannar Gyðu og Þorvarðar. Bjuggum fyrst á heimili þeirra og síðan í tíu ár í næsta húsi. Við Gyða náðum strax vel saman enda var hún einstaklega hlý kona. Þær voru margar stundirnar sem við sátum við eldhúsgluggann á Kársnesbraut 9 og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Mest held ég samt að við höfum rætt skólamál en þau voru okkur mjög hugleikin. Eft- ir að dætur okkar Möddu fæddust áttu þær alltaf sitt annað heimili á Kársnesbrautinni í hlýjum faðmi þeirra heiðurshjóna. Er alveg ljóst að þessi nálægð við afa og ömmu var dætrum okkar afskaplega mikilvæg í uppvexti þeirra. Eiga þær í dag margar og hlýjar minningar frá þeim tíma, ekki síst þegar hún söng með stelpunum enda kunni hún ógrynni af lögum. Gyða átti gott líf í faðmi ástríks eiginmanns, fjögurra dætra og son- ar. Gyða mátti ekkert aumt sjá og stóð ætíð með þeim sem minna máttu sín. Hún hafði næmt fegurð- arskyn og var sífellt að fegra um- hverfið enda heimilið einstaklega smekklegt. Hún var sjálf mjög list- feng og skapandi. Hún naut einnig þeirra fjölda ferðalaga sem þau Þor- varður fóru í saman bæði innanlands og utan. Nú hefur hún farið sína síð- ustu ferð, ef til vill kom Þorvarður að sækja hana, hver veit? Megi hún hvíla í friði. Við sem eftir lifum þökkum þær ánægjulegu samveru- stundir sem við höfum átt með henni og varðveitum minningar um hlýja og góða konu í huga okkar. Einar Sveinn Árnason. Tengdamóðir mín Gyða Karls- dóttir er látin. Á undanförnum árum hefur hún átt við erfið veikindi að stríða sem gerðu það að verkum að hún gat ekki notið sín til fulls eða gert það fyrir aðra sem hún gjarnan hefði kosið. Gyða var hlý og glæsileg kona, annáluð fyrir snyrtimennsku og smekkvísi. Heimili hennar og Þor- varðar Árnasonar, að Kársnesbraut 9 í Kópavogi, bar þessum kostum hennar rækilegt vitni auk þess sem gestrisni og höfðingsskapur þeirra hjóna var annálaður. Á árinu 1977 kynntist ég Gyðu og Þorvarði, þá tilvonandi tengdafor- eldrum mínum, og voru þau kynni, strax frá fyrsta degi, ánægjuleg og gefandi. Ég minnist þess, er ég hafði verið boðinn í mat nokkrum sinnum á Kársnesbraut, að ávallt var veislu- matur á borðum þótt í miðri viku væri. Ég hafði á orði við konu mína Villu að mér fyndist nú óþarfi að mamma hennar hefði svona mikið fyrir mér í hvert skipti sem ég kæmi í heimsókn. Hún hló bara að mér og sagði að svona væri bara maturinn hjá Gyðu Karls. Það var ekki bara að maturinn væri eldaður af fagmennsku heldur var það líka alúðin sem lögð var í að hann væri fram borinn með viðeig- andi hætti. Framandi réttir frá hin- um ýmsu heimshornum, ítalskir réttir á laugardagskvöldum eins og spaghetti bolognese sem ég hafði ekki bragðað áður en þó séð í bíó- myndum, ferskt grænmeti með hverri máltíð og dýrindis eftirréttir. Allt var þetta hluti af matarmenn- ingunni hjá tengdó. Ég get ekki kall- að það annað en matarmenningu, því að þannig komu matarboðin hennar mér fyrir sjónir. Fjölskyldan öll við stóra borðstofuborðið, hús- bóndinn við borðsendann stýrði fjör- ugum umræðum og húsfreyjan á þönum við að hafa nú allt fullkomið og að engan skorti neitt. Allir urðu að vera fullkomlega ánægðir til þess að hún yrði ánægð. Þau hjónin voru samtaka um að gera heimili sitt bæði glæsilegt og smekklegt. Það var ávallt öllum op- ið, ættingjum, vinum og öðrum gest- um og var gestrisni þeirra ómæld. Það var erilsamt á þessu stóra heim- ili en ávallt gaf hún sér þó tíma ef einhver þurfti á aðstoð hennar að halda. Þar voru haldin stór fjöl- skylduboð og veislur og þar nutu hæfileikar Gyðu sín vel. Skemmti- legt fólk úr báðum fjölskyldum og góð umgjörð húsfreyjunnar að Kársnesbraut 9 gerði það að verkum að alltaf voru lifandi og skemmtileg- ar veislurnar þar á bæ. Gyða og Þorvarður ferðuðust mikið saman víða um heim og áttu gnægtabrunn frásagna og minninga úr þeim ferðum. Ítalía átti alltaf sterk ítök í þeim báðum, og mátti sjá það og finna í fari þeirra beggja og því umhverfi sem húsfreyjan skap- aði á heimili þeirra. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Gyðu Karlsdóttir og manni henn- ar Þorvarði Árnasyni. Við fjölskyld- an eigum þeim margt að þakka og án nærveru þeirra og samvista hefði lífið verið um margt fátæklegra. Áhugi þeirra á að kynna öðrum list- ir, fagra hönnun, tónlist og söng, ferðalög og útiveru, hestamennsku og golf, svo eitthvað sé nefnt, hefur auðgað líf okkar og gert það betra og gleðiríkara. Á árinu 1992 lést eiginmaður Gyðu og átti hún erfitt með að sætta sig við fráfall hans. Þau höfðu verið sem eitt svo lengi og óbilandi bjart- sýni hans og lífskraftur hafði gefið lífi hennar aukinn tilgang. En hún hélt þó ótrauð áfram lífsgöngu sinni með reisn eins og ávallt, og helgaði sig velferð barna sinna, barnabarna og barnabarnabarna. Ekki síst bar hún mikla umhyggju fyrir Þorvarði Karli syni sínum, sem á móti veitti henni ástúð og hlýju í veikindum hennar hin síðari ár. Hún kvaddi sátt þennan heim og skilur eftir sig ljúfar minningar. Hafðu þökk, Gyða Karlsdóttir, fyrir samferðina. Guð blessi minningu hennar. Stefán D. Franklín. Elsku amma Gyða er nú loksins komin til afa eftir erfið veikindi og langa bið. Það voru ófá skiptin sem við barnabörnin gistum hjá ömmu og afa á Kársnesbrautinni. Það var allt- af líf og fjör í kringum þau og amma naut þess að hafa gesti og dekra við þá. Hún gerði fjölskyldu sinni sér- staklega fallegt og glæsilegt heimili. Hún passaði upp á að allt væri fínt og flott og sjálf var hún svo falleg að bar af. Okkur fannst sérstaklega gaman að vera með afa og ömmu um jólin því að þau voru bæði mikil jóla- börn. Amma hafði gaman af að halda matarboð fyrir fjölskylduna og skemmtilegast var jólaboðið á annan í jólum og á gamlárskvöldi. Þá kom stórfjölskyldan saman og húsið var fullt af fólki og fjöri. Allt var fag- urlega skreytt og við munum sér- staklega eftir stóra jólatrénu, jóla- landinu og piparkökuhúsinu. Eftir að afi dó og amma flutt í Ofanleitið kom hún með kökuhúsið til okkar og við höfum nú tekið við hefðinni og getum ekki hugsað okkur jól án kökuhússins. Amma passaði sig á að fara ekki úr þessum heimi fyrr en eftir annan í jólum og hún búin að hitta fjölskylduna. Við viljum þakka ömmu Gyðu fyrir allar góðu minn- ingarnar sem við eigum um hana og við vitum að amma og afi passa upp á okkur og fylgjast með okkur. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Ástarkveðja, Guðrún Gyða, Kolbrún, Ásgerður María og Stefán Tómas. Kæra amma Gyða. Ég á eftir að sakna þín mikið, kæra vinkona. Ég á eftir að sakna þess hvernig þú geislaðir þegar ég kom að hitta þig og ég á eftir að sakna vináttu þinnar. Við náðum að kynnast mjög vel þegar ég bjó hjá þér 16 ára gömul. Eftir þá sambúð heyrði ég þig ekki kynna mig fyrir vinkonum þínum sem barnabarn þitt, þú sagðir alltaf. Þetta er Guðný, vinkona mín. Á þeim tíma vorum við duglegar að kíkja í búðir og kíkja á kaffihús. Ég fór líklega oftar með þér í Kringluna en vinkon- um mínum á þeim tíma. Við eyddum líka miklum tíma í eldhúsinu í Of- anleitinu yfir kaffibolla að þrasa um föt, kærasta, skólann og jafnvel djammið. Mér er mjög kært að fá að minnast þín sem svo góðrar og kærrar vinkonu, vinkonu sem ég gat rætt nánast allt við. Fyrir allan tím- an sem við áttum saman þakka ég þér kærlega. Þú hefur alltaf tekið vel á móti mér alveg frá því að ég trítlaði til ykkar afa í náttfötum og stígvélum, í leit að besta matnum, til dagsins sem þú kvaddir. Takk fyrir vináttu þína og ást. Kær kveðja, þín vinkona ávallt. Guðný. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Gyðu mágkonu minnar, sem lést hinn 27. desember sl. eftir erfið og langvarandi veikindi. Við höfðum þekkst hér um bil alla ævi. Fyrst man ég Gyðu 9 ára gamla, en þá kom hún að Háeyri, æskuheimili mínu á Eyrunum við Seyðisfjörð. Þá var ég sjö ára gömul. Mér er minnisstætt hvað hún var í fallegri kápu. Við fór- um strax út að leika okkur í „sút- ara“, sem svo var kallaður, en það var boltaleikur uppi við vegg. Hún kenndi mér nýjan boltaleik, sem var kallaður „danskur sútari“. Foreldr- um hennar, Karli Finnbogasyni skólastjóra og Vilhelmínu Ingi- mundardóttur, og foreldrum mín- um, Árna Vilhjálmssyni og Guðrúnu Þorvarðardóttur, var vel til vina. Þær voru margar ferðirnar sem ég fór inn í bæ utan af Eyrum og hitti ég Gyðu oft. Á unglingsárunum æfðum við og kepptum í handbolta með íþrótta- félaginu Hugin á Seyðisfirði. Þetta voru ljúf og yndisleg æskuár. Ég minnist þess að eitt sinn er ég kom í bæinn var búið að stilla upp úti í glugga hjá Eyjólfi Jónssyni ljós- myndara mynd af Gyðu. Ég varð upp með mér að þekkja þessa fal- legu stúlku sem var auðvitað heims- fræg á Seyðisfirði. Áfram liðu árin og þá er hún Gyða trúlofuð Þorvarði bróður mínum. Þar með ævilöng vinátta og tengsl með fjölskyldum okkar. Ég fór í Húsmæðraskólann á Ísafirði 1948– 49. Þá fór ég í jólafrí og var hjá Gyðu og Þorvarði, sem þá voru gift og bjuggu á Kárastíg 9A. Þegar ég kom suður um vorið voru þau flutt í aðra íbúð á Laugateigi 24. Sjálf leigði ég á Laugateigi 17 og var daglegur gestur hjá þeim. Gyða var músíkölsk og kenndi hún mér fyrstu gripin á gítar. Þau Gyða og Þorvarður áttu alltaf mjög fallegt og smekklegt heimili. Gyða var fyrirmyndarhúsmóðir og móðir og er þetta fólk allt mér afar kært. Gyða átti fimm systkini hvert öðru fallegra og betra. Þar á meðal var Kalli, vinur minn og fermingarbróð- ir. Hann giftist Hildi Hálfdanardótt- ur og er hún besta vinkona mín í meira en hálfa öld. Nú kveð ég elsku mágkonu mína, sem var mér alltaf svo góð. Votta ég Guðrúnu, Helgu, Möddu, Villu, Todda Kalla og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Hvíl þú í friði. Margrét Árnadóttir (Magga, mágkona). Sumarið 1945 er mér löngum eitt það minnisstæðasta sem ég hef lifað. Veðurblíðan dag eftir dag var með eindæmum og oft var minnst á Vest- ur-Íslendinginn sem sagði að hvergi í heimi væri veðrið eins fallegt og á Íslandi og hvergi á Íslandi væri veðrið eins fallegt og á Austfjörðum. Tengdafjölskylda mín var nýflutt ut- an af Eyrum og bjó á Bjólfsgötu 6 – í Stefánshúsinu sem kallað var. Þetta var síðasta sumarið sem systkinin bjuggu öll heima. Vil- hjálmur, þá tilvonandi bóndi minn, las undir embættispróf í lögum, Þor- varður vann í kaupfélaginu. Tómas var skemmra kominn í lögfræðinni og vann í bræðslunni og seldi salt- fisk, en Margrét vann á pósthúsinu og svo átti að heita að ég hjálpaði til í húsinu. Eitt var það þarfaþing sem erfitt var að vera án á Seyðisfirði á þessum árum, en það var reiðhjól. Aðeins eitt var á heimilinu og var rifist um að nota það. Æði oft var til- kynnt að nú lægi reiðhjólið á skóla- tröppunum, þar sem Þorvarður var að hitta kærustuna, Gyðu Karlsdótt- ur, yngstu dóttur Karls Finnboga- sonar og Vilhelmínu Ingimundar- dóttur, sem voru vinir Árna og Guðrúnar. Það leið þó nokkur tími að ég hitti ekki Gyðu, en á einum sólskins- morgni man ég eftir, er ég stóð á svölunum á Stefánshúsi, og horfði yfir að Læknisbústaðnum að ég sjá þar unga og litfríða stúlku með hrafnsvart hár hoppa yfir girðingu. Þetta er ein af þeim myndum sem ég á alltaf í huga mínum af Gyðu, þess- ari glæsilegu stúlku í grænkunni og sólskininu. Okkur Gyðu samdi yfirleitt vel, bæði þá og síðar og við fórum ferðir upp á hérað og inn í Hallormsstað- arskóg, þar sem mér var sýnd „Hríslan og lækurinn“. Gyða var víða kunnug á sínum heimaslóðum. Hún hafði verið í sveit í Stakkahlíð, á Dalatanga og víðar. Pabbi hennar átti alltaf hesta, sem hún var mjög elsk að. Þorvarður fór utan til náms í Sví- þjóð síðla sumars og mikið þótti okk- ur hann fara óralangt, því þetta var rétt eftir stríðslok. Gyða fór á hús- mæðraskóla í Reykjavík og vann þar meistarastykki, sem eru enn í fórum hennar eða barnanna. Árið 1946 giftu þau sig, Þorvarður og Gyða og settu fljótlega saman bú á Kársnes- braut 9 þar sem þau bjuggu alla tíð. Við Vilhjálmur giftum okkur sama árið og fullorðinsárin tóku við. Börn- in voru mörg í fjölskyldunum og mjög samaldra. Við skiptumst oft á að gæta barnanna, sérstaklega ef farið var í ferðalag á sumrin og mín- um börnum þótti vænt um Gyðu og minnast hennar með þakklæti. Sjálf urðu börnin tryggðavinir seinna á ævinni. Oft er fólk sæmt orðum og við- urkenningum fyrir unnin verk, en ég hef aldrei séð að húsmóðir fái verð- laun fyrir eldamennsku, og fimi í höndum eins og Gyðu var gefin. Þessi snilligáfa, sem kom fram í matargerð og handavinnu hennar, hefði gjarnan mátt fá viðurkenningu hjá einhverjum öðrum en okkur sem nutum þessa. Þessum fáu kveðju- orðum lýk ég með kærri þökk fyrir allt og allt í garð minn og minna. Sigríður Ingimarsdóttir. Ég kom inn í fjölskylduna 24 ára gömul. Andlit, orðræður og skoðanir hringsnérust fyrir augum og eyrum mér. Glæsilegt fólk, fagurt umhverfi og ákafi í hverju horni. Þetta var á heimili Gyðu. Hún stóð á miðju eld- hússgólfinu á Kárnesbrautinni, teygði fram hendurnar til mín og bauð mig velkomna með innilegum og djúpum hlátri. Mér fannst eins og hringekja nýrra aðstæðna hefði stöðvast og ég fundið samhljóm sem gerði mér kleift að takast á við hið óþekkta. Drottning er skynjun sem ég fæ ekki aðskilda þessari stundu. Fyrsta upplifun er sögð vera sú sterkasta og það á svo sannarlega við í þessu samhengi. Hvar og hve- nær sem fundir okkar lágu saman endurtók sagan sig. Innilegur djúp- ur hlátur Gyðu sem fól í sér sam- kennd án orða gaf meira en orð fá lýst. Gyða var kona Þorvarðar móður- bróður Valgeirs mannsins míns, sem var einnig sterk fyrirmynd hans. Ævintýraljóminn sem þeirri fyrir- mynd fylgdi dvínaði ekki við kynni mín af þeim hjónum og heimili þeirra. Ítalía, óperutónlist, fagurt umhverfi og dillandi djúpur hlátur er myndramminn sem magnar þrí- vídd minningarbrota minna. Kraftur og ljós er það sem eftir stendur. Af kærleika og með Guðs blessun kveðjum við Valgeir Gyðu. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Kæra vinkona, í örfáum orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér góðan vinskap sem varð til á milli okkar þegar við bjuggum á Kársnesbrautinni. Stundirnar sem við áttum saman yfir kaffibolla og með börnunum okkar renna mér seint úr minni. Elsku Guðrún, Helga, Madda, Villa Þóra og Toddi Kalli, ykkur og fjölskyldum ykkar votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi þig Gyða mín, þín vin- kona Guðrún (Bíbí). Kæra Gyða. Við systkinin viljum þakka þér notalegheitin í okkar garð í gegnum árin, það var alltaf gott að koma til ykkar. Elsku Guðrún, Helga, Madda, Villa Þóra og Toddi Kalli, ykkur og fjölskyldum ykkar sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðju. Vala, Ólína og Jónas. GYÐA KARLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Gyðu Karlsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Elsa S. Þorkelsdóttir; Elísabet Brekkan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.