Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK .  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Veltu fyrir þér langtímamarkmiðum tengdum framhaldsskólum, háskólum, læknisfræði og lögfræði. Þú getur lagt fyrir þig eitthvað á þessu sviði sem kem- ur að góðum notum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn til þess að leggja fyrir til mögru áranna. Farðu yfir reikninga og skuldir. Það er langbest að horfast í augu við raunveruleikann, sama hversu ógnvekjandi hann virðist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ræddu fjárhagsáætlanir og viðskipta- hugmyndir við félaga. Nú eru góðar að- stæður til þess að leggja út í hagnýtt samstarf sem skilar árangri til langs tíma litið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu langtímaáætlanir í vinnunni í dag. Veltu því fyrir þér hverju þarf að breyta og hvað þarfnast endurbóta og lagfær- ingar. Reyndu að leita hagkvæmustu leiðarinnar til úrbóta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónsmerkið tengist börnum, leikhúsi og listum. Þér gefst tækifæri í dag til þess að kenna eða gefa ráð á þessum sviðum. Leyfðu yngra fólki að njóta góðs af reynslu þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Settu niður fyrir þér hverju þú vilt fá áorkað á heimilinu, í þínu nánasta um- hverfi og innan fjölskyldunnar. Hvaða stefnu vilt þú að líf þitt taki á næstu fimm árum? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leitaðu leiða til þess að koma systkinum þínum og ættingjum til hjálpar. Ekki einblína á það hver hefur lagt mest af mörkum. Smásmygli dregur úr reisn þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag er ákjósanlegur til þess að gera langtímafjárhagsáætlanir. Veltu því fyrir þér af hverju þú ætlar að hafa tekjur. Nýttu eignir þínar til þess að létta þér lífið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hugsar mikið um sameiginlegar eigur og hvernig hægt er að deila með öðrum í dag. Innst inni þarft þú jafnvel að horf- ast í augu við gildismat sem er öðruvísi en þitt eigið. Ái. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú áttar þig á leiðum til þess að njóta góðs af stórum stofnunum eða hinu opin- bera. Kannski er hagsmunum þínum borgið í einhvers konar félagi? Hlunn- indin eru þarna einhvers staðar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eigðu samtal við eldri og reyndari manneskju. Þú þarft ekki einatt að finna upp hjólið. Nýttu þér reynslu þeirra sem gengið hafa á undan þér. Þú sérð ekki eftir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Alvarlegar samræður við yfirmenn eða valdhafa af einhverju tagi beinast að framtíðarhorfum þínum. Fólk grennsl- ast fyrir um hvað þú hefur upp á að bjóða. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega fastheldin manneskja og gefur aldrei eftir í því sem skiptir þig máli. Auk þess lærir þú ávallt af mistök- um og skilur að mótlæti eykur þroska og styrk. Búðu þig undir vinnuálag og upp- byggingu á nýju ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kasta rekunum, 4 vafstur, 7 guðirnir, 8 sjávardýr, 9 rödd, 11 sleit, 13 vaxi, 14 skeldýr, 15 sí- vala pípu, 17 feiti, 20 rösk, 22 segls, 23 umbuna, 24 ákveðin, 25 snerum. Lóðrétt | 1 rýr, 2 látnu, 3 kvennafn, 4 ójafna, 5 ávinnur sér, 6 fram- kvæmdi, 10 hljóðfærið, 12 löður, 13 megnaði, 15 á hesti, 16 læst, 18 geð- vonska, 19 gleðskap, 20 þekkt, 21 höku. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 barkakýli, 8 eldar, 9 notar, 10 nón, 11 dofna, 13 aflið, 15 matta, 18 storm, 21 fót, 22 svart, 23 eimur, 24 far- angurs. Lóðrétt | 2 andóf, 3 kirna, 4 kenna, 5 lítil, 6 feld, 7 gráð, 12 net, 14 fet, 15 masa, 16 trana, 17 aftra, 18 stegg, 19 ormur, 12 morð. Fínir drættir. Norður ♠G62 ♥Á75 ♦K954 ♣K83 Suður ♠Á87 ♥K82 ♦ÁG62 ♣Á95 Suður opnar á einu grandi og norður hækkar snarlega í þrjú. Útspil vesturs er hjartadrottning. Hvernig er best að spila? Það virðist vera fátt um fína drætti hér – tígullinn verður einfaldlega að gefa fjóra slagi, annars vinnst spilið aldrei. Rétt er það. En hvernig á að spila tíglinum? „Nú, eins og alltaf með svona lit: taka á kónginn og svína gosanum.“ Norður ♠G62 ♥Á75 ♦K954 ♣K83 Vestur Austur ♠K9 ♠D10543 ♥DG109 ♥643 ♦10873 ♦D ♣G102 ♣D764 Suður ♠Á87 ♥K82 ♦ÁG62 ♣Á95 Rangt! Þetta er í rauninni óvenju fínlegt spil. Rétta íferðin er að taka fyrsta slaginn á hjartaás í borði og spila svo litlum tígli úr blindum með því hugarfari að svína gosanum. En þegar drottningin kemur stök, má svína níunni og ná þannig í fjóra slagi á litinn. Það er ekki hægt að ráða við drottn- ingu staka í vestur með því að taka fyrst á kónginn, því austur mun alltaf fá slag á 1087. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 28. ágúst 2004 í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Kristrún Lilja Júlíusdóttir og Eyþór Einarsson. Skugginn/ Barbara Birgis Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar, María Silvía Garðarsdóttir og Helgi Guðmundsson, héldu tombólu og söfn- uðu kr. 2.695 til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Á myndina vantar Helgu Lenu Garðarsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fréttir á SMS Tónlist Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands með Vínartónleika kl. 19.30. Hljómsveit- arstjóri: Michael Dittrich. Einsöngvari: Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Ari Sig- valdason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004. Kjarval í Kjarvalssal. Leiklist Borgarleikhúsið | Híbýli vindanna er leik- gerð Bjarna Jónssonar á vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. 15 leikarar Borgarleikhúss- ins eru í þessari sýningu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Stólarnir eftir Ionesco. Guðrún Ásmundsdóttir og Þráinn Karlsson leika gamlingjana í stól- unum en Ilmur Kristjánsdóttur leikur Ausu, einhverfan ofvita með krabbamein, sem dreymir um að deyja eins og óp- erudíva. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Nám- skeið í barnadönsum, Freestyle, sam- kvæmisdönsum, Tjútti, Mambói og Salsa. Einnig verður boðið upp á einstaklings- námskeið fyrir fullorðna í s.-amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 553- 6645 eða með tölvupósti til dans@dans- skoli.is. Kennsla hefst 12. janúar. Norræna upplýsingaskrifstofan | Danskur lýðháskóli með áherslu á leiklist, dans og tónlist býður 6 íslenskum ungmennum 400 DKK afslátt á viku, á vorönn 2005. Heimasíða skólans er www.musikogteat- er.dk þar sem umsóknareyðublað og allar upplýsingar er að finna. Nánari upplýs- ingar í s. 460-1462. Fyrirlestrar ReykjavíkurAkademían | Sigurður Sigurð- arson, fyrrverandi yfirdýralæknir, fjallar um útbreiðslu miltisbrands á Íslandi og hvernig varast megi smit af völdum hans á aðalfundi Fornleifafræðingafélags Íslands í ReykjavíkurAkademíunni kl. 17. Fyrirlest- urinn er öllum opinn en aðalfundurinn hefst að honum loknum. Fundir ITC–Fífa | Fundur laugardaginn 8. janúar kl. 12 í Norræna húsinu Sturlugötu 5, Reykjavík. M.a. verða kynntar bækur. Uppl. www.simnet.is/itc gudrunsv@simnet.is og Guðrún s. 698-0144. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík kl. 17. Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson tromp- etleikari. Kaffi verður á könnunni. Námskeið Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ mið. 19. og fim. 20. jan. kl. 13–16.30. Farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í síma 564-4688 og 695-6706 eða skipulag@vortex.is. Staður og stund http://www.mbl.is/sos HISPÁNICA, menningar- félag spænskumælandi á Íslandi, og Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir gítartónleikum í suð- rænum anda í Seltjarnar- neskirkju í kvöld kl. 20. Þar mun Arnaldur Arn- arson gítarleikari leika tón- list frá Argentínu og Spáni. Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður verkum spænsku tónskáldanna Narváez, Sor og Albéniz en eftir hlé verða kynnt verk 20. aldar tónskáldanna Ayala og Guastavino sem báðir voru frá Argentínu. „Það má finna arabísk áhrif í spænskri tónlist og í argentínskri tónlist má einnig finna áhrif frá frum- byggjum í S-Ameríku og jafnvel einhver frá Afríku,“ segir Arnaldur. „Á þessum tónleikum eru verk sem eru í þjóðlegum anda og önnur sem eru það síður. Þetta eru lagræn verk og rómantísk, en prógrammið spannar um 500 ár. Þarna má finna tónlist frá endurreisnartím- anum og allt til 20. aldar.“ Arnaldur var beðinn um að flytja spænska og suður-ameríska dagskrá í tónleikaröð Radio-Orpheus í Moskvu, en hún sérhæfir sig í klassískri tónlist. Arnaldur mun fara til Moskvu nú í jan- úar til að flytja dagskrána. „Gítarinn er sterkur og áberandi hluti af tónlistar- hefð Spánar og Argentínu,“ segir Arn- aldur, en forverar gítarsins, lútur og þess háttar hljóðfæri voru mjög mikið notuð á endurreisnar- og barrokk tíma- bilinu. „Gítarinn kemur kannski meira úr þjóðlegri tónlist sjálfur, en samt skarast þetta. Þjóðlagatónlist og klassísk tón- list skarast meira í þessum menning- arheimi heldur en norðar í Evrópu, svo skil klassískrar tónlistar og þjóðlaga- tónlistar eru ekki eins skörp, eða fólk upplifir þau ekki eins skarpt á þessum menningarsvæðum.“ Tónleikarnir hefjast sem áður seg- ir í Seltjarnarneskirkju kl. 20. Að- gangseyrir er 1.500 krónur. Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir án aðgangseyris. Suðrænir gítartónar í Seltjarnar- neskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.