Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 43 DAGBÓK F ornleifafræðingafélag Íslands heldur aðalfund sinn í ReykjavíkurAkademí- unni í dag kl. 17. Á undan fundinum er boðið til sérstaks fyrirlesturs Sig- urðar Sigurðarsonar, fyrrv. yfirdýralæknis, um útbreiðslu miltisbrands á Íslandi og hvernig var- ast megi smit af völdum hans, en fornleifafræð- ingar eiga á hættu að smitast vegna þess hversu lengi miltisbrunasýking helst í jörð. ?Í rituðum heimildum frá fyrri tíð, jafnvel löngu fyrir 1865, eru lýsingar á tjóni, jafnvel farsóttum sem gætu átt við miltisbrand. Erfitt er að ráða í slíkt nú,? segir Sigurður. ?Sjúkdóm- urinn kom fyrst upp hér á landi, svo öruggt sé, árið 1865 á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar var innflutningshöfnin, Skarðsstöð. Innflutningur á ósútuðum, hertum stórgripahúðum frá Afríku hófst 1864 en lauk upp úr 1902. Þó var ljóst orð- ið löngu áður, að þær hefðu borið smitið. Húð- unum var dreift um allt land. Þær voru m.a. ætlaðar til skógerðar og til ýmissa búshluta úr leðri og einnig til að klæða trollpoka til hlífðar. Mest kvað að veikinni á tímabilinu 1885?1905. Veikin kom upp víða um land og olli talsverðum búsifjum á stöku bæjum, en einnig manntjóni, einkum á Suður- og Vesturlandi. Árið 1965 kom veikin upp á Þórustöðum í Ölfusi, síðan líða nær 40 ár. Í nóvember 2004 fannst veikin í heima- hrossum á Vatnsleysuströnd. Síðustu áratugina hefur miltisbruni oftast komið fram eftir jarð- rask af einhverjum toga, sem færði líkamsleifar ásamt miltisbrunasýklum upp á yfirborðið, en ekki hefur alltaf verið hægt að benda með ör- yggi á smitleið. Á Vatnsleysuströnd hafði sjór- inn raskað sjávarkambi og flætt yfir beitilandið. Kannske hefur skepna, sem fórst af miltisbrandi verið grafin þar löngu fyrr.? Er hætta á miltisbrandsfaraldri? ?Lítil hætta er á faraldri frá því smiti, sem leynist hér í jörð og líklega engin, ef unnt er að halda fólki vakandi varðandi vitneskjunni um hættuna, sem vissulega er í jörð og koma á rétt- um viðbrögðum við grun eins og ætíð ætti að vakna, ef beina- og líkamsleifar koma upp við jarðrask. Veikin berst ekki frá manni til manns, heldur við snertingu á miltisbrunasýktum dýra- leifum, sem komið hafa upp á yfirborðið við jarðrask. Ryk úr líkamsleifum menguðum milt- isbrunagróum sem þyrlast upp við gröft og handfjötlun getur leitt til sjúkdóms, ef menn anda því að sér. Skepnur, sjaldan fleiri en ein, geta sýkst af því að sleikja eða naga bein, sem koma upp. Aðrar skepnur og jafnvel fólk sýkist af þeirri sem drepist hefur ef grunur um milt- isbrand vaknar ekki strax. Besta vörnin gegn miltisbrandi er þekking, sem áréttuð er og endurnýjuð eftir þörfum.? Fyrirlesturinn er öllum opinn en aðalfund- urinn hefst að honum loknum. Sjúkdómavarnir | Fyrirlestur um miltisbrand, hættur hans og viðbrögð við honum Skæður og lífseigur sjúkdómur L50776 Sigurður Sigurð- arson er fæddur 1939 á Sigurðarstöðum í Bárð- ardal. Hann lauk dýra- læknisprófi frá Dýra- læknaskólanum í Osló 1967 auk M.Sc. í meina- fræði búfjár 1970. Sig- urður hefur m.a. starf- að við kennslu, rannsóknir og fræði- störf á Keldum, þar sem hann stýrði m.a. rannsóknadeild dýra- sjúkdóma og er sérfræðingur í sauðfjár- og nautgripasjúkdómum. Þá hefur hann tekið að sér fjölda rit- og trúnaðarstarfa. Sigurður var kvæntur Halldóru Einarsdóttur og eignuðust þau saman þrjú börn. Hún lést árið 2000. Sigurður býr nú með Ólöfu Erlu Halldórsdóttur. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Verslunarferð í Hagkaup í Skeifunni í dag kl. 10 f.h. Rúta frá Grandavegi og Aflagranda. Kaffi í boði Hagkaupa. Árskógar 4 | Bað kl. 8?14, handav. kl. 9?16.30, heilsugæsla kl. 9.30? 11.30, smíði/útskurður kl. 13?16.30, spil kl. 13.30 og keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fótaaðgerð, böðun, almenn handa- vinna, glerlist, bridge/vist. FEBÁ, Álftanesi | Þrettándagleði kl. 13? 15. Videósýning í um- sjón Guðbjarts Gunn- arssonar. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist verður spiluð í Gjá- bakka kl. 13. Skrif- stofan í Gullsmára er opin kl. 10?11.30 og við- talstími er í Gjábakka kl 15?16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslu- nefnd FEB verður með kynningu föstudaginn 7. janúar í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14?16. Það er leikur að læra. Kynning á námskeiðum o.fl. sem mörg eru beinlínis sniðin að þörfum eldri borgara á vorönn. Mið- vikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur kl. 13.30 í sameign iðnaðarmanna á 2. hæð í Skipholti 70. Innlegg um kjaramál. Tölvustarfið í Ármúlaskóla er kl. 16.20 í stofu V24. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kynningardagur í Gullsmára. Mið- vikudaginn 5. janúar verður kynning á starfseminni fram til maíloka. Skráning á námskeið á sama tíma. Fólk er hvatt til að koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá kl. 12.30 ? 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Opið frá 9?16.30, m.a. spilasalur eftir hádegi, brids, vist, skák. Leiðsögn í vinnu- stofum hefst samkvæmt dagskrá mánudaginn 10. jan. S. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun, glerskurður, myndlist, hár- greiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 bónus- ferð, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Myndlist kl. 10 og 13. Sigvaldi verður með línudans kl. 11. Hvassaleiti 56?58 | Opin vinnu- stofa kl. 9?15, umsjón hefur Sigrún. Jóga kl. 9?12. Böðun virka daga fyr- ir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Listasmiðja og Betri stofa opin kl. 9?16. Möguleiki er fyr- ir félaga- og hagsmunasamtök að fá aðstöðu í húsnæði Hæðargarðs samkvæmt nánara samkomulagi eftir kl. 16 virka daga og um helgar. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Sími 568 3132. Norðurbrún 1 | Bankaþjónusta fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 10.30. Félagsvist fellur niður í dag. Vesturgata 7 | Mið- vikudagur: Kl. 9?16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9.15?16 myndmennt. Kl. 10?12 sund (Hrafnistulaug). Kl. 10.15?11.45 spænska. Kl. 11.45? 12.45 hádegisverður. Kl 12.15?14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl 13?14 Spurt og spjallað. Kl. 13?16 tréskurður. Kl 14.30?15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, fé- lagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10 séra Sigurður Pálsson verður með okkur. Kóræf- ing kl 13, verslunarferð kl. 12.30. Skráning er hafin í öll námskeið. Uppl. í síma 561-0300. Félags- starfið er opið fyrir alla aldurshópa. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörð- ur Bragason. Allir velkomnir. Háteigskirkja | Þorvaldur Hall- dórsson og Skyrgámur verða með okkur síðasta dag jólanna. Húsið opnað kl. 14. Dansað, sungið og drukkið kaffi. Skyrgámur er með eitthvað í poka handa þeim yngstu. Sjáumst sem flest. Kristniboðssalurinn | Samkoma á Háaleitisbraut 58, kl. 20. ?Ljósið í þér? Lúk. 11,33?36. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Kaffiveitingar eft- ir samkomu. Allir velkomnir. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan | Söfnuður Rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar á Íslandi stendur fyrir jólaguðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið fimmtudaginn 6. janúar kl. 10 og kl. 23. Séra Igor Vyzhanov þjónar fyrir altari. Allir velkomnir. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Ásdís HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, stendur fyrir hádegistón- leikum í dag kl. 12, þar sem Hlöðver Sigurðsson tenór mun syngja við undirleik Antoníu Hevesi. Á efnisskrá eru nokkur ljóð eftir austurríska skáldið Möreike við ýmis lög, m.a. eftir Mozart. Þá verða á dagskránni aríur eftir Mozart. Hlöðver er fæddur á Siglufirði 1973 þar sem hann stundaði nám við tónlistarskól- ann í trompetleik. Árið 1995 hóf hann söngnám við Tónlistarskóla Siglufjarðar hjá Antoníu Hevesi og lauk þar 8. stigs prófi í söng árið 2000. Frá árinu 2002 hefur Hlöðver verið nemandi við Mozarteum í Salzburg í Austurríki, en að auki hefur hann tekið þátt í masterklass námskeiðum, m.a. und- ir leiðsögn Dario Vagliengo, Dóru Reykdal og Lorraine Nubar. ?Þetta leggst ágæt- lega í mig ef ég kemst suður,? segir Hlöð- ver, en hann býr á Siglufirði og veðrið undanfarna daga hefur sett strik í reikn- inginn. Ófært var í fyrradag en Hlöðver reiknar með að komast suður fyrir tón- leikana. ?Maður lætur það ekki á sig fá, það er mjög fínt að syngja í Hafnarborg og hljómurinn góður. Sérstaklega er gaman að syngja við undirleik Antoníu, en hún var kennari minn á Siglufirði.? Mozart og Möreike í Hafnarborg Hlöðver Sigurðsson INGIMAR Erlendur er í tölu af- kastamestu ljóðskálda. Ljóðlist hans er jafnframt persónulegri en annarra. Í henni mætast ólíkir straumar sem falla þó að lokum í einn farveg. Með skáldsögum sín- um ? æskuverkum ? kynnti hann sig sem skapmikinn og óvæginn uppreisnarmann. Það var þó að hálfu leyti á misskilningi byggt að ætla má. Hann var þá daglega á síðum blaðanna. Blöðin vilja hasar. Og Ingimar Erlendur gat talað svo eftir var tekið. Þegar hann söðlaði um misstu fjölmiðlarnir áhugann, litu svo til að hann hefði skipt um skoðun og væri því orðinn von- arpeningur hjá bókmennta- samfélaginu. En umskiptin frá skáldsögu til ljóðlistar tóku aðeins til formsins og verklagsins. Skáldið stefndi sem fyrr að sama markmið- inu, en með breyttri aðferð og ann- ars konar sjónarmið fyrir augum. Kristin trú var honum leiðarljós frá fyrstu tíð en varð nú skipað í öndvegi. Svo er enn í þessum síð- ustu bókum hans. En ljóð hans eru hvorki fljótlesin né auðlesin. Ingi- mar Erlendur er seintekinn ein- fari. Þar af leiðir að samanburður við ljóðlist annarra skálda nær skammt þegar kveðskapur hans er metinn og veginn. Með árunum hafa ljóð hans leitað meira inn á við. Vafalaust tengist það aldri og reynslu. Það er sitt hvað að hugsa til lífsleiðarinnar eins og ófarins vegar framundan eða horfa yfir liðna ævi sem farinn veg að baki. Ungur maður verður oftar en ekki að velja milli þess að segja það sem hann veit sannast og réttast, standa einn og taka afleiðingunum, eða kyrja undir með tíðarandanum og hljóta lof annarra. Þar sem Ingimar Erlendur valdi fyrri kost- inn verður ekki annað sagt en skáldið hafi fórnað allnokkru, lík- ast til hreint ekki smáu! Við það bætist að Ingimar Er- lendur er tregur til að koma til móts við lesandann. Lesandinn verður að koma til móts við skáld- ið. Með hliðsjón af ytra formi hef- ur hann sótt margt til eldri tíma kveðskapar. Rím og ljóðstafir liggja honum létt á tungu. Kveð- skapur hans telst þó ekki beinlínis vera ljóðrænn. Að hætti eldri skálda breytir hann orðaröð gjarn- an frá eðlilegu mæltu máli til að það falli að lögmálum bundins máls. Þess háttar skáldlegar til- færingar tíðkuðust hér alla tíð meðan ljóðlistin var nokkurs konar íþrótt. Um innra form eða orðaval Ingi- mars Erlends gegnir öðru máli. Það er fremur sniðið að hætti líð- andi stundar að svo miklu leyti ? með áherslu sagt ? sem það fellur að efni. Að laga tungutak nýlist- arinnar þannig að gróinni hefð get- ur virst snúið. Ingimar Erlendur klárar það ? að sínum hætti. Skeytastíl sumra modernista hefur hann aldrei tekið upp. Þvert á móti, hann hefur aldrei verið spar á orð. Við fyrstu kynni kann stíll hans því að koma einhvern veginn ókennilega fyrir sjónir. Við nánari athugun sættist maður á að svona standi þetta í bókinni og því verði ekki breytt! Fyrst og fremst verður lesand- inn þó að meðtaka þann marg- slungna symbólisma sem fram kemur í ljóðum skáldsins. Kristin trú hefur frá fyrstu tíð verið túlk- uð með líkingum og táknmáli sem hvort tveggja er kunnuglegt hverj- um þeim sem alinn er upp í trú- ariðkun. Sum orð, eins og »tár« og »elfur«, og reyndar líka »vatnið«, koma þarna fyrir margendurtekið, oft í óvæntum samböndum. Les- andinn getur, ef vill, látið þau merkja skammæja tilvist hér í táradal andspænis óstöðvandi straumi tímans og þar með vitund- inni um dauðann og upprisuna. Nærtækast er að benda á heiti bókanna: Hvítelfur. »Hvítt« er lit- ur sakleysisins, en einnig litur ljóssins og þar með hinnar hreinu ómenguðu trúar, en andstæða myrkurs og dauða. Hvítelfur er þá framvinda tímans í ljósi trúarinnar. Tekið skal fram að þetta er engin endanleg eða hárnákvæm útlegg- ing heldur nokkurs konar nálgun til að auðvelda sér lesturinn, stytta sér leið að kjarna málsins. Ljóð- listin er ekki og getur ekki verið gáta sem unnt sé að ráða! Og þá er það endurtekningin. Hana notar Ingimar Erlendur jöfnum höndum til að gefa í skyn hið ósagða, og einnig til að ná fram dýpri og margræðari áhrifum. Að öllu saman lögðu fela þessar bækur í sér endurmat viðtekinna gilda sem oftar en ekki enda með staðnaðri hugsun sem skáldið tek- ur sér þá fyrir hendur að viðra út. Athyglisvert er t.d. hvernig hann leggur út af Grettis sögu, og þar með líka kvæði Jónasar þar sem listaskáldið var reyndar að líkja eftir Heine. Yfirskriftin er: Drang- ey og dagur vonar: Tárið frá Tindastóli tregans er orðinn sjár. Morð sér í miðjum firði Mælifellshnjúkur blár. Þar rís Drangey úr djúpi. Dunar af fuglasöng brjóstið, og brimhvít eggin berast um hjartagöng. Einn gengur hrútur í hjarta. Hann sem sinn bróður sveik dag sinnar vonar deyðir djúpsins í feluleik. Skal þá ekki heldur látið hjá líða að benda á kvæði sem Ingimar Er- lendur yrkir til genginna kynslóða, svo sem: Klukknaslög, Hinsta hestaskál, Áð við Bægisá, Sörlat- unga, Hörgárdalur, Ástarstjörnu yfir, Í næsta dal og Hrafnagil, svo aðeins fáein séu nefnd. Þá þýðir hann kvæði eftir William Blake, Forsagnir sakleysis. Blake var uppi löngu fyrir daga formbyltinga og nútímahræringa. Hljótt var um verk hans þar til á seinni hluta lið- innar aldar þegar nafni hans tók æ oftar að skjóta upp í umræðunni um þróun ljóðlistarinnar. Þar með hlaut hann í safnritum það rúm sem stórskáldi hæfði. Vandalaust er að finna samhljóm með þýðing- unni og frumsömdum kvæðum þýðandans. Í beggja ljóðum birtist óreiðan sem nokkurs konar regla undir forsjón almættis; sú sem Grikkir nefndu kaos. Beggja kveð- skapur er kaldhamraður en eigi að síður sprottinn af trúarlegri íhug- un og heitri tilfinningu. Trúin og tilvistin BÆKUR Ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. 282 + 293 bls. Útg. Sigurjón Þorbergsson. Reykjavík. Hvítelfur I?II Erlendur Jónsson Morgunblaðið/Júlíus Ingimar Erlendur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.