Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 47
Nýr og betri Sýnd kl. 6. PoppTíví  kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks CARYELWES DANNYGLOVER MONICA POTTER Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Sýnd kl. 3.40,5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega b.i. 16 ára. BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐIÍSLANDSBANKI ÍSLANDSBANKI  ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !    "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I I "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... www.regnboginn.is Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL I I I I Í I I Yfir 17.000 gestir Yfir 17.000 gestir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 47 PLATAN Kvöld í borginni inniheldur þrettán lög Ingva Þórs Kormáks- sonar við ljóð nokkurra af okkar fremstu skáldum á borð við Tómas Guðmundsson, Þórarin Eldjárn og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Fjórar söngkonur flytja lögin, Ellen Krist- jánsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir (Hansa), Margrét Eir Hjart- ardóttir og Margrét Kristín Blöndal. Ingvi Þór hefur fengist við tónlist frá 14 ára aldri og í seinni tíð er hann þekktur fyrir veru sína í JJ Soul Band. Ingvi Þór er líka maður orðsins en hann er menntaður bókasafns- fræðingur og vinnur á Borg- arbókasafni Reykjavíkur. Byrjaði með Tómasi „Þetta er búið að taka nokkurn tíma og byrjaði með því að við tókum upp lögin sem Margrét Eir syngur fyrir um fjórum árum,“ segir Ingvi Þór en Margrét Eir syngur þrjú lög á plötunni, öll við ljóð Tómasar Guð- mundssonar. Tilefnið var Tóm- asarhátíð í Borgarbókasafni í tilefni af 100 ára afmæli skáldsins. „Þetta hljómaði ágætlega svo við drifum okkur í að taka þetta upp. Lögin voru svo geymd þangað til það kom upp að Magga Stína söng nokkur lög eftir mig við annað tilefni. Við ákváðum að taka þau upp líka. Þá vorum við kom- in með hálfa plötu og fórum að athuga framhaldið og fengum tvær söng- konur í viðbót til samstarfs,“ segir Ingvi Þór en lögin eru öll úr digrum lagabunka hans. „Sumir eru alltaf að semja vegna þess að þeir eru beðnir um að semja eitthvað. Ég sem lög þegar andinn kemur yfir mig og því safnast þetta saman.“ Þemað á plöt- unni er annars vegar að öll lögin eru sungin við ljóð en líka það að efni flestra ljóðanna tengist Reykjavík- urborg. Eitt lag var reyndar samið sérstaklega fyrir plötuna og er það lag við ljóðið „Vegsummerki“ eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Ekki má heldur gleyma að Gerður G. Bjarkl- ind, sem var að hætta sem þulur hjá Ríkisútvarpinu, les eitt ljóðið á diskn- um, „Tilkynning frá lögreglunni“ eft- ir Ísak Harðarson. Leiddur áfram af ljóðunum Þrátt fyrir þennan ljóðadisk segist Ingvi Þór lesa ekkert sérstaklega mikið af ljóðum. „Það kemur fljótlega í ljós með ljóðin hvort það kviknar eitthvað á perunni hjá manni við lest- urinn. Þetta gerist yfirleitt óvart.“ Sú spurning vaknar hvort það sé ekki öðruvísi að semja lög við ljóð heldur en aðra texta. „Ljóðin leiða mann áfram og oft í ógöngur,“ segir Ingvi Þór. „Það gengur ekki alltaf upp, sérstaklega þegar maður er að fást við texta, sem er ekki hefðbund- inn í forminu. Fyrst og fremst verður að vera hrynjandi í þeim. Svo finnur maður stundum form sem er ekki augljóst í fyrstu.“ Diskurinn er rólegur og þægilegur hlustunar. „Þetta er blanda. Það er svolítil brasilísk stemning á honum,“ segir Ingvi Þór, sem er mikill aðdá- andi brasilískrar tónlistar. „Reyndar engin brjáluð samba en meira af af- slappaðri bossanovastemningu. Það er líka djass og sving í diskinum og popp innan um og saman við. Þetta er ekki eins og hefðbundin popptónlist því ekki er verið að nota ýmis brögð til að grípa hlustandann. Þetta er því fremur hófsöm og ekki uppá- þrengjandi tónlist, eins og popp- tónlist getur raunar stundum verið.“ Bókasafnspopparar Söngkonan Magga Stína vinnur með Ingva Þór á Aðalsafni Borg- arbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. „Lögin voru gerð fyrir uppákomu í Bókasafninu. Ingvi Þór bað mig um að kíkja á nokkur lög og ég athugaði hvort ég kæmist í sam- band við eitthvað af þeim lögum sem hann bauð upp á,“ segir Magga Stína, sem valdi þrjú lög sem hún tengdist. Diskurinn er með Reykjavík- urþema og Magga Stína segist vera Reykjavíkurkona. „Það er ekki hægt að segja annað. Þó mér finnist ég allt- af vera sjómaður í eðli mínu þá fædd- ist ég í Reykjavík og hef verið þar lát- laust síðan.“ Henni finnst áhugavert að syngja ljóð. „Það er gaman að prófa það en þetta er hættulegt svæði að fara inn á. Mér finnst Ingvi Þór mjög hug- rakkur að þora að taka ljóð og gera lög við þau. Þetta er eitthvað sem maður sjálfur er hræddur við,“ segir Magga Stína, sem segist einu sinni hafa gert lag við ljóð. „Ljóð eru líka þess eðlis að annaðhvort tala þau til manns eða þau eru óttalegt rugl. Það er enginn millivegur. Maður reynir af öllum kröftum að koma ljóðinu ein- hvern veginn til skila. Lag er frábær leið til að opna ljóð fyrir fólki, það fjölgar leiðunum að ljóðinu.“ Morgunblaðið/Jim Smart Ingvi Þór Kormáksson og Margrét Kristín Blöndal eiga gott samstarf bæði í Borgarbókasafninu og í tónlistinni. Tónlist | Platan Kvöld í borginni inniheldur lög Ingva Þórs Kormákssonar við ljóð Reykjavíkurskálda Hófsöm ljóðatónlist ingarun@mbl.is BANDARÍSKA sjónvarps- stöðin NBC hyggst senda út sérstakan sjónvarps- þátt, sem verður stjörnum prýddur, í því skyni að safna fé til handa fórn- arlömbum jarðskjálfta og flóða sem skullu á í Suður- Asíu á annan dag jóla. Þátturinn fer fram 15. jan- úar. Hann verður klukku- stund að lengd og verða áhorfendur hvattir til þess að láta fé af hendi rakna. Fjölmörg tónlistaratriði verða í þættinum. Leikkonan Sandra Bullock hefur gefið bandaríska Rauða krossinum 1 milljón dala, eða um 62 milljónir ís- lenskra króna, vegna hamfaranna. Einnig hefur Leonardo DiCaprio gefið „ríflega“ upphæð til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, að því er segir í frétt BBC. Þá hafa 70 tónlist- armenn og kvikmynda- stjörnur í Hong Kong gert nýja útgáfu af laginu „We Are the World“ á mandarínsku og kant- ónsku til þess að safna fé. Lagið verður ekki gefið út heldur leikið reglulega meðan á símasöfnun stendur í Kína á föstudag til hjálpar fórnarlömbum flóðanna. Um 140.000 manns létust og fimm milljónir eru heimilislausar eða hafa ekki aðgang að mat og drykk eftir hamfarirnar. Fólk | Stjörnurnar styrkja fórnarlömb hamfara í Asíu Sandra Bullock gaf eina milljón dala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.