Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu ✯  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal / 5.30, 8 og 10.20 enskt tal Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.40. KRINGLAN kl. 5. Ísl.tal. kl. 5, 7.30 og 10. Enskt tal. ÁLFABAKKI kl. 3.30 og 5.30. Ísl.tal. kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!  H.L. Mbl.  Kvikmyndir.comi ir.  Kvikmyndir.comi ir.  H.L. Mbl. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ YFIR 20.000 ÁHORFENDUR YFIR 20.000 ÁHORFENDUR INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 20.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG I I I J I , I . I J I I Í Þ eir skiluðu því sem til var ætlast og rúmlega það á fantafínum tón- leikum sem þeir héldu í Laug- ardalshöllinni 7. júlí fyrr á þessu ári. Kom þá á daginn að Placebo á sér fjölmarga yfirmáta einlæga aðdáendur hér á landi, sem tóku undir með söngvaranum Brian Molko í hverju lagi, svo tilfinningin hreinlega lak niður vangann eins og svitinn sem hún var. Placebo tók safn sinna bestu laga á tónleik- unum. Voru að bæta okkur upp missinn, að hafa aldrei fyrr séð þá á sviði. Og nú er þetta safn komið út, bæði á hljóm- og mynddiski, saman eða í sitt hvoru lagi, eða jafnvel að viðbættu safni endurhljóðblandana, í veglegum umbúð- um, allt til þess gert að undirstrika mikilvægið, þýðingu þessara laga í huga hljómsveitarinnar og hvað síst hennar dyggu aðdáenda. Alls eru 19 lög á plötunni, 19 smellir sem spanna 8 ára feril sveitarinnar sem hófst með útgáfu Placebo árið 1996, ferlega góðs frumburðar sem gaf jafnvel í skyn að loksins væri fram á sjónarsviðið kominn Bowie nýrrar kynslóðar. Síðar kom á daginn að svo reyndist ekki vera, en hann vantaði samt ekki viljann og hefur fyrir vikið náð að skapa sér öfundsverða sérstöðu og öðlast traust fylgi tryggra aðdáenda. Haugur af aðdáendum Í samtali við blaðamann segist Steve Hewitt að þeim þremenningum í Placebo hafi komið rosa- lega á óvart hversu stóran hóp aðdáenda þeir eiga á Íslandi. „Þetta er eitt af því skemmtilegasta við að vera í hljómsveit og fátt virkar eins hvetjandi á mann og að uppgötva haug af aðdáendum sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Á tónleika- ferð okkar um heiminn í ár höfum við einmitt fundið heilmargar „nýja“ aðdáendur og leikið fyr- ir þúsundir manna á stöðum þar sem við héldum satt best að segja að við værum algjörlega óþekktar stærðir, eins og t.d. í Beirút í Líbanon. Þetta slær mann enn og hittir beint í hjartastað. Ég held að þetta hljóti að hafa eitthvað með Netið að gera, við eigum því heilmikið að þakka.“ Þá skilar sér margfalt, segir Hewitt, að vera duglegur að leika á tónleikum; líka á smærri stöð- um og framandi. „Fólk kann að meta það.“ Safn samkvæmt samningi Hewitt er fyrri til að viðurkenna að nýja safn- platan sé tilkomin fyrst og fremst vegna þess að ákvæði í útgáfusamningum sagði að safnplata skyldi koma út á milli fjórðu og fimmtu plötu. „Við settum gerðum þá einu kröfu að vel yrði vandað til verksins, eins miklu tjaldað til og mögulegt væri og að platan yrði safn smáskífa fremur en eitthvert gildishlaðið safn „bestu laga“ eða „bestu smella“.“ En Hewitt bætir þó við að það fari reyndar alveg ágætlega á því að gera upp fyrstu átta ár sveitarinnar á þessum tímapunkti. „Við erum að tala um 19 lög á einungis 8 árum sem nær öll hafa komist inn á topp 40 í Bret- landi, sem mér finnst nú bara býsna gott. Þetta var því spurning um að kýla á það núna og koma öllum smáskífunum fyrir á einum geisladiski eða fara með þetta í fleiri plötur seinna og þar af leiðandi í dýrari útgáfu.“ Sjálfir eru þeir Placebo-menn afar tor- tryggnir í garð safnplatna, að sögn Hewitts. „Við þolum ekki þegar verið er markvisst að fé- fletta aðdáendur með því sífellt að gefa út nýjar gerðir af safnplötum með sömu sveitinni.“ Eins og t.d. hinar óteljandi mörgu Sting- safnplötur. „Já, það er algjörlega óþolandi þegar verið er að yfirkeyra vinsælasta efnið á meðan annað efni er kannski látið sitja á hakanum. Við mynd- um ekki sætta okkur við það ef útgáfufyrirtæki okkar vildi allt í einu fara að leika þann leik. Gefa næst út „Greatest Hits“, svo „Best of“, svo „Bestu rokklögin“, þá „Bestu ballöðurnar“. Nei takk. Safnplatan er komin og nú getum við snú- ið okkur að næstu tuttugu árum. En þetta sýnir bara glöggt hversu mikið vald útgefendur hafa yfir tónlistinni sem listamenn gefa út á vegum þeirra.“ Það er einmitt titillinn á nýja laginu „Twenty Years“. Margir telja það eitthvert sterkasta lag sem þið hafið sent frá ykkur. „Já það er magnað lag sem Brian samdi með Paul Campion úr AC Acoustics. Það sýnir vel styrk okkar um þessar mundir, hvernig næsta plata mun verða.“ Eruð þið byrjaðir á henni? „Já, við erum langt komnir með að semja hana og sjáum fyrir okkur að taka hana upp á næsta ári. Ætli hún komi því ekki út síðla næsta árs eða snemma á því þarnæsta.“ Tónlist | Placebo hefur gefið út safnplötur fyrir hljóð og mynd Placebo er ein fjölmargra erlendra hljómsveita sem léku á Ís- landi á liðnu ári. Tók sveitin þá í Höllinni öll sín bestu lög sem nú eru saman komin á nýrri safnplötu. Steve Hewitt trommari sagði Skarphéðni Guðmundssyni frá tilefni og tilgangi útgáfunnar. Placebo-liðar á leið í bankann, glaðir yfir nýju safnplötunni sinni. Tuttugu ár til stefnu skarpi@mbl.is  Once More With Feeling: Singles 1996-2004 er kominn í verslanir á mynd- og hljómdiski. „Nancy Boy“ (PLACEBO) Ennþá kröftugasti og besti rokkari sveitarinnar. Gerði ófáa háða Placebo. „Pure Morning“ (WITHOUT YOU I’M NOTHING) Upphafslag annarrar plötunnar gaf til kynna sveit sem tekið hafði stórstígum þroskabreyt- ingum. „Without You I’m Nothing“ (WITHOUT YOU I’M NOTHING) Útgáfan með Bowie, sem fyrst var tekin á Brit- verðlaunahátíðinni, er enn það besta sem Placebo hefur gert, þökk sé töfraryki meistarans. „Taste in Men“ (BLACK MARKET MUSIC) Einn af fáum hápunktum sístu plötu sveit- arinnar. Rómantískasti pervertismi sem fangaður hefur verið í fjögurra mínútna lagi. „Special K“ (BLACK MARKET MUSIC) Hefur ekkert með morgunkornið að gera, enda er þetta næturlag, rólegt og rómantískt, á einhvern úrkynjaðan hátt. „The Bitter End“ (SLEPPING WITH GHOSTS) Eitt sterkasta lag síðustu plötu Placebo sem olli svolitlum vonbrigðum en bjó yfir nægilega mörg- um ljósum punktum til að fela í sér von um bjarta framtíð. „English Summer Rain“ (SLEPPING WITH GHOSTS) Eitt besta lagið á tónleikunum í Höllinni, þökk sé ótrúlega svölum bassaleik hjá Stefan Olsdal. „Twenty Years“ (ONCE MORE WITH FEELING) Gjarnan draga nýju lögin safnplötur niður en þetta er tvímælalaust eitt það allra sterkasta sem Molko hefur samið og boðar vissa stefnubreytingu. 8 Placebo-lög fyrir 8 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.