Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 4
3 MÁNUÐAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 3. júlí 1950, MÁNUDAGSBLAÐIÐI BLAD FYRIR ALLA I Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- '•! sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsr ðja Þjóðviljans h.f. Krabbbameins- hugarfarið Nýlega lét einn af for- sprökkum kommúnista hér í Reykjavík svo ummælt í blaðaviðtali, að hann óskaði þess heitt, að andstæðingar sínir í pólitík fengju krabba- mein. í fljótu bragði kynnu menn að ætla, að hér væri aðeins um að ræða sadistiska óra sálsjúks manns, sem ekki væru takandi alvarlega. En því miður fer því mjög fjarri að svo sé. Þessi hugsunar- háttur er ekkert nýtt fyrir- brigði í íslenzkri pólitík, og hann finnst ekki hjá komm- únistum einum, heldur í öll- um flokkum. Sjálfsagt ber þó mest á þessu hjá kommúnist- um, að sama skapi sem þeir ] eru að jafnaði æstari í stjórn- málum en aðrir. En annars er langt síðan, að þetta fór að tíðkast hjá íslendingum, að hata þá, sem aðra skoðun hafa í stjórnmálum persónu- léga og óska þeim alls ófarn- aðar í einkalífi þeirra. Það er ekki Aðalbjörn Pétursson einn, heldur hundruð íslend- inga í ýmsum flokkum, sem mundu gleðjast stórlega, ef stjórnmálaandstæðingur þeirra fengi í sig krabbamein eða annan kvalafullan og ban vænan sjúkdóm eða færist í * slysi. Slíkur hugsunarháttur held ég varla, að þekkist neins staðar í heiminum nema hér. Ekki veit ég, hvort þetta or- sakast af því, að íslendingar séu verr innrættir en aðrar þjóðir eða af einhverjum öðr- um orsökum. Margt bendir til þess, að mikil heiftrækni og grimmd leynist í eðli íslend- inga. Hin viðbjóðslegu hryðju verk hér á landi á Sturlunga- öld munu varla hafa átt sinn líka úti í Evrópu, þó að víða væri pottur brotinn. Sjálfsagt á fámennið hér sinn þátt í þessu. Þar sem hver þekkir annan, verður öll pólitík meira og minna per- sónulega lituð. — En sannarlega eru það ekki skemmtilegir karakterar, sem óska löndum sínum kvala- fulls og hræðilegs dauðdaga fyrir þær sakir einar, að þeir hafa aðfar skoðanir í lands- málum. Aðalbjöm Pétursson og sálufélagar hans hefðu á- reiðanlega orðið fyrirmynd- ar fangaverðir í Belsen og Buchenwald. Þeim hefði verið það sönn unun, að kvelja varnarlausa pólitíska fanga. Það var sannarlega óheppi- legt, að Hitler skyldi missa af svo hæfum starfsmönnum. Andstæðingar kommúnista látast vera mjög hneykslaðir af ummælum Aðalbjarnar. En þeim ferst svo sem ekki að lláta mikið. Þeir sömu menn, sem nú eru að rifna af hneyksl un, hafa sumir hverjir lagt stjórnmálaandstæðinga sína í einelti persónulegá, og ekki getað séð einkalíf þeirra í friði. Hvernig var t. d. ekki fram- koma Sjálfstæðismanna í garð Jónasar Jónssonar á ámnum 1927—1931? Þá héldu blöð þeirra því fram, að hann væri forfallinn kókainisti, af því að hann væri svo ,,ótútlegur í framan“, eins og þau kom- ust að orði. Eitt sinn sögðu þau, að Jónas drykki í pulcri og væri alltaf undir áhrifum áfengis. Þó kastaði alveg tólf- unum, þegar þau komu með geðveikisbombuna frægu, og höfðu það sem aðalmál sitt í kosningabaráttunni við lands kjörið 1930, að Jónas væri kolbrjálaður. Framsóknarmenn hafa ekki gefið Sjálfstæðismönnum eft- ir í þessu efni. Fáir hafa gert meira að því en þeir að breiða út alls konar slúður- sögur um einkalíf andstæð- inganna. Það eru ekki mörg ár síðan, að Tíminn gerði það að stórbombu, að maður einn hér í Reykjavík hefði haldið veizlu heima hjá sér og skreytt stofur sínar með þangi og skeljum. Líklega hefur Halldór á Kirkjubóli komið á gluggann og séð þetta. Uppnef ndi Tíminn mann þennan og nefndi hann Þangbrand. Það er annars hálf-hastarlegt, ef menn geta ekki haldið kunningjum sín- um veizlu í heimahúsum, án þess að fá á sig svívirðingar og uppnefni í blöðunum. Þessu líkar aðferðir hafa tíðkazt í íslenzkum stjórn- málum frá upphafi. Árið 1908 ritaði t. d. Matt- hías Jochumsson hógværa grein um stjórnmál. Andstæð ingarnir ruku þegar upp til handa og fóta með óbóta,- skömmum um hann. — Var hann kallaður leirskáld og andlegur aumingi. Svipuðu aðkasti varð Stephan G. Stephansson fyrir í Vestur- íslenzkum blöðum, því að þessi andi virðist fylgja ís- lendingum, þótt þeir flytjist úr landi. Og nákvæmlega hið sama er uppi á teningnum enn í dag. Allir muna hið óhugn- anlega haturshugarfar, sem ríkti hér í bænum eftir upp- þotið við Alþingishúsið í fyrra. Margir hættu að heilsa góðkunningjum sínum, ef þeir héldu, að þeir væru á önd- verðum meiði í þessu máli. Eg talaði um þetta leyti við tvær reykvískar frúr, sína úr hvorum flokki. Önnur kvaðst óska þess heitt og innilega, að Bjarni Benediktsson fær- ist í flugslysi á leiðinni til Ameríku. Hin hélt því fram í fullri alvöru, að rétt væri að * dæma séra Sigurbjöm Einars son til margra ára fangelsis- vistar. Kvenfólkið er ekki síður grimmt en karlmennirnir, ef því er að skipta. Eg held bara, að ég vildi heldur lenda í ldón- um á Aðalbirni Péturssyni en kvenmanni með sams konar hugarfari. Hugarfar það, sem lýsir sér í krabbameinsummælum Að- albjarnar, hefur náð hættu- •lega mikilli útbreiðslu hér á landi. Ef til vill brýzt hér fram einhver innri þörf á að hata. En hatrið mannskemm- ir hvern mann, og gerir meira illt þeim, sem hatar,1 en hin- um, sem fyrir hatrínu verð- ur. Hvernig væri, að við Is- lendingar reyndum að hætta þessu heimskulega hatri hver í annars garð, þó að við höf- um ólíkar stjórnmálaskoðan- ir. Ajax. WAAWVWWWWWWVVW r.x.; • • AuglýsÍð ,1.^0 í Mánudagsblaðinu mmmmmmsmmm*' Jafnfefli K. F. U. M. - Yalur Jafntefli. varð á milli þess- ara kristnu félaga síðastliðið miðvikudagskvöld. Logn og blíða var og því upplagt veð- ur til þess að leika góða knatt spyrnu, enda sást mikið um góðan leik. Valur lék sinn bezta leik, sem af er þessu sumri. Þetta danska lið er mjög heilsteypt, þó að það sé ekki tiltakanlega sterkt. — Engar ,,eyður“ eru í liðinu, en enginn einstaklingur skar- ar fram úr. Þeir leika yfir- leitt rólega og leggja áherzlu á að halda boltanum niðri og spila saman. Þeir beita mjög líkum aðferðum og okkar menn, leika mikið á útherjana og reyna að spila í gegnum vörnina með ,,skiptingum“ út á kantana. Bakverðir þeirra nota mikið hina svokölluðu „offside taktik“. Ekki er vel gott að dæma liðið ef tir þenn- an leik, þar sem þetta er þeirra fyrsti leikur á malar- velli og auk þess voru þeir ný- komnir úr 6—7 tíma flug- ferðalagi. í byrjun fyrri hálfleiks voru kappliðsmenn beggja lið anna frekar taugaóstyrkir og eins og þeir væru að þreifa fyrir sér um styrkleika hvors annars. Brátt náðu þó Dan- irnir yfirtökunum í leiknum og héldu þeim um nokkurn tíma, þó komust þeir aldrei í verulega gott færi. Valsmenn gerðu snögg upphlaup öðru hvoru og voru þeir miklu nær göngulari við mark K.F.U.M. Halldór átti hættulegt skot á markið, sem danski markmað urinn bjargaði naumlega. — Guðmundur misnotaði tvö mjög góð tækifæri. Markið, sem Danirnir skoruðu kom í seinni hluta hálfleiksins, og var það hægri innherjinn, Hil- borg, sem skallaði í mark, eftir að hægri útherji, Dyhr, hafði skotið föstu skoti í stöngina. í seinni hálfleik voru Vals- . / menn farnir að átta sig á and- stæðingunum og náðu góðum tökum á leiknum og voru oft- ast í sókn, þegar líða tók á leikinn. Framlína Vals sýndi nú í fyrsta sinn í sumar, mjög skemmtileg og vel uppbyggð áhlaup, og úr einu slíku upp- hlaupi skoraði Halldór með fallegum skalla, eftir að Ell- ert hafði skotið vel fyrir. Val- ur átti mörg góð tækifæri í þessum hálfleik. Sveinn átti tvö föst jarðarskot, sem mark maður fékk varið. Gunnar, út- herji, skaut tvisvar yfir, sem sagt í dauðafæri. Lið Dananna var eins og fyrr segir mjög heilsteypt og jafn gott. Þeir sýndu yfirleitt mjög góða knattmeðferð, sér- staklega vinstri framvörður, Dennung. Hann átti þó mjög erfitt með að gæta Halldórs. Markmaður þeirra er mjög góður og eins Blom, bakvörð- ur. Báðir útherjarnir voru mjög hreyfanlegir. Bezti maður Vals var Hall- dór Halldórsson og tvímæla- laust bezti maðurinn á vell- inum. Lék hann mjög kröft- uglega og missti knöttinn aldrei. Ellert var í essinu í þetta skipti. Sveinn átti mjög mikinn þátt í því að byggja upp sóknina. Það eina, sem vantaði í Valsliðið var það, að tengiliðurinn milli sóknar og varnar vildi rofna, og Dan- imir vildu vera of einráðir á miðbiki vallarins. Erni, mark- manni, hefur farið mikið fram í sumar og átti hann góðan leik. Dómari var Þráinn Sigurðs son, og dæmdi vel. Mói. Ég undirrit........óska eftir að gerast áskrifandi að $ Mánudagsblaðinu. Nafn................................................. Heimili...... ....................................... i Staður .............................................. Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavik

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.