Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 3. júlí 1950. £ MÁNUDAGSBLAÐIÐ Rómantískum stúlkum er ráðlagt að lesa eftirfarandi heilræði: 1. Karlmenn eru svo mikil börn. Þeir verða ráðalausir, ef þeira missa hnapp, eða þurfa að kaupa afmælisgjöf. Barna- legir? Rugl! Þeir fá ykkur stúlkurnar til að gera það. Og það er slægvizka fullorðinna manna. 2. Karlmenn eru sem kítti í höndum kvenna. En sú vjtleysa! Segðu mér, hvað hefur þú gert úr þeim hingað til? Það getur vel ver- ið, að þeir séu sem kítti í hönd um þér, en þú hefur þó ekki breytt fótum þeirra í leir. 3. Kvenfólk er stórum hættulegra en karlmenn. Því lofaðirðu þá að vera komin heim um kl. 10? 4. Karlmanns ást .... sér- stæður hlutur; það er konunn- ar aleiga. Maðurinn getur ekki lifað á ástinni, nema hann hafi fengið sér fyrst vel að borða. 5. Karlmenn hata gáfaðar konur. Karlmenn hata enga teg- und kvenna. Þeir kyssa stúlku með koppagljáa um kinnar og nef, og þótt hún hafi horn- spangargleraugu, ef hún get- ur sýnt honum, að engir aðrir en kandidatar geti kennt hon- um að kvænast. 6. Lofaðu karlmanninum alltaf að tala um sjálfan sig. Tala þú um hann, og þá kemst þú enn lengra. 7. Karlmenn skilja ekki kvcnfóllí. Karlmenn skilja ykkur, kvenfólkið, miklu betur en þið skiljið ykkur sjálfar. 8. Lofið karlmanninum að halda, að hann Iiafi rétt fyrir sér. Trúðu ekki annarri eins vit- leysu. Ef hann hefur ekki raunverulega rétt fyrir sér, þá mun hann komast að því, að hann hefur rangt fyrir sér, og álítur þig mesta beinasna. ráð, hvort hægt er að grenna fæturna. Eg hef svo svera fætur, og mér þykir það svo leiðinlegt, að ég er bókstaf- lega búin að fá fæturna á mér á heilann. Svar: Eg get ekki gefið þér betra ráða, Lúlla mín, en að fara til fótalæknis. En ég rakst ný- lega á góða grein eftir lækni, einmitt um hvemig á að fara með fætuma á sér. Hún kemur hér á eftir laus- lega þýdd. Vonandi kemst bæði heilinn og fætuniir á þér í samt lag aftur, ef þú ferð eftir þeim reglum, sem í greininni eru. Fagrir fótleggir. Eftir Kuth Goetz. Heilbrigðir fætur em fal- •legir. Sá, sem á erfitt með að ganga eða hlaupa verður aldr- ei ánægður. Til þess að hafa heilbrigða og fallega fætur verður að fara réttilega með þá. Það er nauðsynlegt að bursta kroppinn upp úr köldu vatni með mjúkum burstum; það eyðir mjög þreytu. Fætur yðar og fótleggir þurfa þessarar meðferðar við, Fæturna á heilann! Lúlla skrifar: Geturðu ekki gefið mér neitt Þetta er það nýjasta í bað- fötum í Bandaríkjunum. ■ Hægt er að hleypa niður skálmunum og gera eins kon- ar pils úr þeim og síðan verður að þurrka þá með mjúku handklæði og bera á þá gott duft. Verið getur, að hagræðið, sem leiðir af þessari meðferð, komi ekki fram strax, en það er þó vafalaust, og birtist brátt. Talkúmduft er borið a sköflunginn, og fóturinn síð- an nuddaður með báðum hönd um, eins og hér segir: Byrja skal að nudda um öklann og svo upp eftir leggn- um til hnésins. Nudda skal með báðum höndum jafnt, og lialda því áfram í fimm mín- útur. Auka má duftið, ef þurfa þykir. Þegar þessu er lokið, þá farið þér í sokkinn og byrjið að nudda hinn fótinn. Feita fótleggi og þrútna og ökla má lækna að fullu með hæfilegum vef jum. Konur, sem mikið þurfa að standa, eins og húsfreyjur og búðarstúlkur, ættu að gæta þess, að fótleggir þeirra kæm- ust ekki í þetta ástand. Áður en farið er í rúmið, ætti að vefja leggina með breiðu bindi. Bindið má hvorki vera of laust né of fast. Fyrst skal vefja legginn laust, og síðan öklann. Vefja skal upp eftir leggnum reglulega. Svo að umbúðirnar fari eftir lög- un leggjarins, ætti að vinda það nokkrum sinnum. Undir vissum kringumstæð- um ættu umbúðirnar að vera um fótlegginn yfir nóttina. En gætið þess vel, að það sé ekki of fast fyrir neðan hnéð. Oft hafa þessar umbúðir orðið til þess, að maður sefur betur. Þegar yður verkjar í fót- leggina, er það nærri því víst að kaldar umbúðir draga úr verkinum. Kálfinn er vafinn með x'öku handklæði, og þar utan yfir kemur olíuborimx dúkur, og þar utan yfir 'hlýr dúkur. Áhrifin verða því að- eins góð, að raka handklæðið sé þakið olíuklæðinu og hlýja dúknum. Árangurinn verður ágætur: grannir leggir halaa sér grannir; digrir fótleggir grennast eftir nokkrar vik- ur. i Þessi aðferð verður þó enn þá áhrifameiri, ef látin er mat skeið af sítrónusafa í hálfan rúrnlíter af vatni. Hrærið svo upplausnina, og berið hana á leggina alveg á sama hátt og óblandað vatn. Þetta sítrónusafa bindi ætti að nota tvisvar í viku, annars getur húðin orðið aum. Púðra verður vel leggina morguninn eftir. Þróttlitla fætur, sem fljótt kenna þreytu, má styrkja með því að hafa við þá saltbindi. Leysa skal upp matskeið af salti í hálfum rúmlítra af vatni og fara að öllu eins og að ofan greinir. Stráið dufti á leggina morguninn eftir. Reglubundnar göngur geta orðið að liði þeim, sem hafa þróttlitla leggi. Ef stúlkur eru þróttlitlar í öðrum leggnum, þá hættir þeim við að hvíla þungann á betri fætinum, og ganga þannig haltar. Með þessum hætti þá rýrna vöðv- arnir á veika fætinum og verða máttlausari vegna iðju leysis. Þegar svona stendur á, má sigrast á þessu með því að styrkja vöðvana með um- búðum. Varið ykkur á ilsigi. Fætin- um ætti ekki að leyfa að fletj- ast. Þegar ristin fer að síga, á að beita við hana réttum aðferðum. Sá hluti líkamans, sem ljós eðá loft og sólskin nær ekki til, verður óheilbrigður. Ent hver gerir sér grein fyrir þvg að fæturnir á okkur fá aldrei loft í sig og verða því óstyrk- ir? Vesalings fætuxnir em vanræktir, en hefna sin á. þann hátt,- að þeir afmyndast. Á hverjum morgni, er þér komið á fætur, og á hverju kvöldi, áður en þér farið að- hátta, ættuð þér að hafa fæt- urna bera og leyfa lofti að leika um þá. Takið af yður skóna og far- ið úr sokkunum og gangið tíu sinnum um herbergið berfætt. Þér ættuð að ganga berfætt úti, þegar hlýtt er. Hitinn ætti að vera að minnsta kosti 60 gráður á Fahrenheit. Þeg- ar sólskin er, þá skuluð þér hafa fæturna bera og láta þá. hlýna vel. Þér ættuð að þvo yður fæt- urna á hverjmn degi. Fyrstu vikuna ætti vatnið að vexa. um 100 gráður á Fahrenheit. Eftir gönguna á hverju kvöldi ættuð þér að hafa fæt- urna í hreinu vatni í fimm Framhald á 7. síðu. jessul Eiginmaðurinn: Þú ert sí- talandi, en hlustar aldrei. Eiginkonan: En sú vit- leysa! Eg hef heyrt hvert orð, sem ég sagði. Bæði heimsku fólki og greindu skjátlast. En alltaf má skynja, hverjir eru heimskir, því að þeir halda áfram að gei’a sömu vitleys- urnar. Helmingur alh'a manna í heiminum hafa eitthvað að segja, en koma ekki orðum að því. Hinum dettur ekkert í hug, en þeir halda áfram að tala. ,,Jæja,“ öskraði ritstjórinn, „fekkstu nokkuð?“ . „Já,“ sagði hinn mjög gramúr. „Tvö glóðai’augu.“ „Við getum ekki sýnt þau á prenti.“ „Hvað sagði hann við þig ? „Það getur þú ekki sagt á prenti heldur,“ sagði hinn ró- lega. „Þegar karlmaður hefur rangt fyrir sér og játar það ekki, þá verður hann alltaf vondur.“ „Gallar mikilmexma eru huggun heimskingjanna." , „Nú, nú, Hai'aldur,“ sagðí kennarinn. „Ef ellefu kindur væni í girðingu, og sex hlypu yfir, hvað yrðu þá margar eftir?“ „Engin,“ sagði Haraldur. „En eftir mundi eitthvaó verða,“ sagði kennarinn. „Nei, engin,“ sagði Harald- ur. „Þér kunnið að vita eitt- livað í reikningi, en ekkert um. kindur.“ Það er ekkert ljótt kven- fólk til. En það er til kven- fólk, sem ekki veit, hvernig það á að vera fallegt. Refsing lygarans er sú, að- harm að lokum trúir sjálfs sín lygum. Mestu vandræði nýgiftra kvenna nú á dögum, er sú, að passa að missa ekki sígarettu. ösku í matinn.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.