Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 8
Ef kvenfólk stjórnaði Hollywood Eftir Lon Hones Guð hjálpi karlmönnunum í Hollywood, ef svo skyldi fara, að kvenfólkið þar næði völdum í þessari frægu kvik- jnyndaborg. Fegurðardísir kvikmyndaheimsins eru alveg snarvitlausar í að fá að reyna að stjórna öllu því, sem þar á sér stað. Hvað myndi ske, ef kvenfólkið stjórnaði Holly- yrood? Ef Esther Williams hefði ■einhver völd, þá myndu allir t. d. hafa sundlaug í garðin- vun hjá sér, og ef Elizabeth *Xaylor, sem hefur lent í vand- ræðum við skólann sinn, réði einhverju, þá myndi hún gengju í skóla, áður en þær verða 18 ára. Fyrsta verk Lindu Darnell yrði að klippa yfirskeggið af öllum kvikmyndahetjunum. „Þeir meiða mann, þegar þeir kyssa,“ segir hún, auk þess Þetta eru aðeins fáar af þeim breytingum, sem Claud- ette Colbert segir að myndu skapa betri og bjartari Holly- wood. Claudette myndi t. d. láta filma miklu meira af ást- arkvikmyndum en nú er gert. Glæpamannamyndum yrði fækkað, en ástarsögur — sér- staklega sálfræðilegs efnis, yrðu kvikmyndaðar í stórum stíl, því kvenfólk er vitlaust í að láta rannsaka staifsemi tilfinninganna. Lizabetli Scott myndi láta reyna allar þær stúlkur, sem sem hún myndi banna allar koma til Hollywood til þess að kvikmyndir, þar sem leikkon- urnar þurfa að vera í þröng- um lífstykkjum. Hún hefur leikið í 16 „lífstykkja“-hlut- verkum, og segir, að það sé hræðileg pynding. Ava Gardner, sem er mikið út á lífinu, sagði mér milli þess, sem hún geispaði, að hún myndi banna, að kvikmynda leikkonur kæmu í vinnu fyrr banna, að kvikmyndastjörnur| en eftir hádegi. 1&r Vill formaður Fjárhagsráðs svara þessu! 1. Hve mikill var starfsmannaf jöldi, laun, húsa- leiga og annar kostnaður eftirtalinna nefnda h á árinu 1949? , Greinið hvern lið út af fyrir sig. ' Fjárhagsráð. Viðskiptanefnd. Verðlagsnefnd. Skömmtunarskrifstofan. 2. Hefur nokkur breyting orðið á tilkostnaði þess- ara nefnda á árinu 1950, og þá hver? 3. Er hægt að fá birta nákvæma skýrslu yfir út- gáfu gjaldeyris- og innflutningsleyfa á árinu 1950, þar sem greint er, hverjir fái leyfin og um hvers konar greiðslu sé að ræða? 4. Hafa bankarnir fengið ákveðin fyrirmæli um, eftir hvaða reglum þeir eigi að yfirfæra, sam- kvæmt nýju tilskipuninni? 5. Stendur til, að rikisstjórnin flytji inn marga lúxusbQa ennþá í forboði Magnúsar Jónsson- ar, formanns Fjárhagsráðs? leika, því að hún hefði ekki hjarta í sér til þess að neita þeim. Cyd Charisse, dansstjarna, myndi vilja kehna öllum leik- urum í Hollywood að dansa, svo að þeir yrðu betri herrar, þegar þeir bjóða dömunum út. Linda Darnell virtist hafa fleiri svör við þessari spurn- ingu en allar hinar stjömurn- ar, m. a. myndi hún láta veita te um eftirmiðdagana á vinnu stað, skreyta sviðin og her- bergin blómum og leika fal- lega og þýða músik milli atr- iða allan daginn og á kostnað félagsins. Þó flestar stjömumar séu á þeirri skoðun, að kvenfólk ætti að stjórna Hollywood, þá em nokkrar mótfallnar því, og fremstar þar í flokki em þær Joan Fontaine og Ida Lu- pino. Fred MacMurray túlkaði einna bezt álit karlleikaranna, þegar hann sagði, að líkast til yrðu stúlkurnar svo upptekn- ar við að raða og endurraða húsgögnum, að ekki ynnist tími til þess að kvikmynda. Heimsborgarinn og grín- leikkonan, Eve Arden, var sannast sagt mjög undrandi yfir spurningunni: „Stjóma þær ekki Hollywood núna?“ spurði hún háðslega. „Eg hélt, að Hollywood væri mest allra borga í heimi stjórnað af konum, þó að við stúlkurnar leyfum mannaumingjunum að halda, að þeir hafi æðstu völd.“ Blind ást Sig, Skagfield: Hljómleikar frú Aulikki Rautawaara Frú Rautawaara söng fyrir nokkrum árum sópran, og söng með bravour Mimi í Bo- héme og Butterfly. Nú er frú- in komin á neðri nóturnar, og syngur nú mezzo-sópran. — Hvort frúin er að hvíla hina háu tóna sópransins, eða hún hefur alveg skilið við þá, er eitt af leyndardómum hinnar kvenlegu sálar, sem enginn fær skilið. í hinni frægu silkifram- leiðsluborg Nagana í Japan, skeði undarlegur atburður ný lega. Blindur maður gaf blindri konu sinni gleymsku-dropa, til þess að hafa tíma til að selja eigur þeirra og stinga af með blindri frillu sinni, sem hann ætlaði að giftast. í síðustu viku játaði jap- anska lögreglan, að hún væri í mestu vandræðum, því hin rétta eiginkona gat ekki gef- ið neina lýsingu á manni sín- um. þriðja og síðasta hljómleik í Austurbæjarbíó s. 1. mánud., lítil og létt lög, sem ekki voru við hæfi þeirrar söngkonu, sem blöðin hér hafa talið „mestu söngkonu Evrópu“. Mezzo-rödd frúarinnar er í raun og veru engin „mezzo- soprano rödd“, heldur afdank- aður hár sópran, sem gerir sig gildandi í miðtónum radd- arinnar í vel æfðum og fögr- Frú Rautawaara söng Framhald á 2. síðu. Fáheyrð afglöp framin í Fjárhagsráði Framhald af 1. síðu. Leyfisveitingar nefndarinnar í bygginarmálum þjóð- arinnar eru eitt af gleggstu dæmum þess, hve meðiimir nefndarinnar eru svínbeygðir undir klíkur og áhrifa- menn héma í höfuðstaðnum. Við höfum í höndunum sannanir fyrir, að Fjárhagsráð hefur veitt allmörgum mönnum leyfi tíl þess að hyggja heil hús, þótt þeir þeg- ar hafi eignazt ágætar íbúðir. Þessir sömu menn hafa selt þessar íbúðir og byggt sér nýjar, á meðan aðrir, ekki eins áhrífamikUr, hafa staðið á götunni eða sama sem með böm sín og konur. Þetta má sanna fyrir dómstólum, hvenær sem er, og ef til vill verður ekki langt þangáð til að slík rangindi, sem Fjárhagsráð hefur framið í trúnaðarstöðu sinni, verði sönnuð. íslendingar em orðnir þreyttir á klíkustarfsemi Fjárhagsráðs og svikum þeim og ósvífni, sem þaðan er að vænta. Hér á landi er nóg af athafnasömum einstakUngum, sem vilja færa þjóðinni gjaldeyri og skapa möguleika til nýs útflutnings og nýrra viðskipta. Verzlunarmenn standa margir ráðþrota gagnvart þessu ráði, sem í skjóU einstakra klíkna fremja hvert glæpsamlega tilræðið af öðm gegn fjárhagslífi þjóðar- innar og bjargræðismöguleikum einstakUngsins. Dómsmálaráðuneytinu ber siðferðileg og lagaleg skylda til þess að láta rannsaka störf þessarar nefndar og komast fyrir um það, hvemig því er varið, að ís- lenzkir borgarar skuU vera svo til réttlausir gagnvart þessum einstaklingum, sem svo freklega hafa brotið af sér það umboð, sem hið opinbera veitti þeim. Og þegar við tölum um rannsókn, þá er ekki meint sama kákið og fyrir nokkra, þegar rannsakað var starf viðskipta- nefndarinnar, heldur rannsókn, þar sem öll skjöl og allar leyfaveitingar séu gerðar opinberar. Nei, þjóðin er orðin langþreytt á Magnúsi Jónssyni og samstarfsmönnum hans í Fjárhagsráði og skýring- um þeirra og afsökunum. Embættisglöp þeirra eru svo mörg og alvarleg, að þjóðin hefur beðið og er að bíða stórtjón af starfi þeirra. Öánægja almennings er svo mögnuð, að það er reyndar furða, að þessir menn hafa ekki fyrir löngu verið hraktir úr embætti og látnir gjalda glópsku sinnar, sem þeir hafa vísvitandi fram- ið í nafni embættis síns. Við skorum hér með^á formann Fjárhagsráðs að gefa skýrslu um þessi mál og bjóðumst jafnframt til að sýna og sanna, að Fjárhagsráð hefur þverbrotið allar þær reghir, sem því var ætlað að starfa eftir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.