Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 1
•*¦ -1 Blaifyrir alla 8. árgangur. Mánudagurinn 10. julí 1950. 27. tölublað FJÁRHAGSRÁÐSHNEY Húsmóðir spyr: Ganga þeir fyrir í úthlut- un íbúða í Bústaðavegshús unum, sem eru: nýfluttir í bæinn og eiga auk þess Lbúð, sem þeir bjuggu í í vetur? Þetta fólk hefur tvö börn í heimili. Eg er gjft Reykvíking* og á tvö börn, og við búum í lélegri kjallaraíbúð. Um- sókn okkar um íbúð í Bú- staðavegshúsunúm var synjað, og nú erum við sem sagt á götunni. Hvcrs eig- um við að gjalda, og hvers vegna erum við ekki látin ganga fyrir, þegar utan- bæjarfólk, sem býr hér við betri aðstæður, fær úr- lausn, en við fáum enga ? Skrítið er verðlagið á Islandi. Tímakaup verkamanna sam- kvæmt Dagsbrúnartaxta er kr. 9,20. Inni hald staupsins, sem myndin er af, kostar líka kr. 9.20 á veitingahúsum bæj- arins. Islenzkur verkamaður, ef hann hefur vinnu, fær það sem svarar einu staupi af Aqua Vitae, eftir klukku- stundar vinnu. Þetta er eina dæmið, þar sem gengislækkun ríkisstjórnarinnar og vinnur laun verkamannsins fylgjast að!!! .'. FÆRIST í AUKANA FormaSur ráSsins staðinn að Yisvitandi bSekkingum org Eim íleiri dæöii um getulevsi ráðsins S fllvöramál þjóðarinnar, „gamanmál" Magnúsar Jónssonar Á öðrum stað hér í blaðinu er birt grein eftir Magnús Jónsson, formann fjárhagsráðs, en grein þessi er svo furðuleg og full af rangfærslum og hreinum lygum, að rétt þykir, að þið lesendur, sjá- ið, að þessi maður, sem ræður yfir jafn veigamikilli nefhd og fjárhagsráð, reynir í opinberu blaði og það stærsta blaði landsins að gera eitt mesta al- vörumál þjóðarinnar að fíflskaparmálum. Grein sína byrjar formaður fjárhagsráðs með þeirri helberu lygi að segjast hafa sent Mánudags- blaðinu grein varðandi skrif þess 12. júní um út- varpsræðu guðfræðingsins. Þessum ósvífnu ósann- indum skal aðeins svarað með eftirfarandi: Mánu- dagsbl. hefur aldreiborizt grein frá Magnúsi Jóns- syni eða f járhagsráði í júní eða júlímánuði varð- andi nokkurt mál. Blaðið hefur aldrei neitað nokkrum manni um að leiðrétta eða mótmæla um- sögn um sig og enginn skyldi ætla, að það leyfi sér að taka ekki til greina ritsmíð frá manni í jafnveigamikilli stöðu og Magnús Jónsson er. Við krefjumst þess hérmeð, að Magnús Jónsson sverji þess eið, að hann hafi sent okkur þessa grein, og hann veit sjálfur manna bezt hverjar afleiðingar slíkur eiður hefur, ef hann er rangur. Varðandi skrif formannsins um viðskiptin við Pólland, þá getur blaðið upplýst, að seinagangur og skriffinnska f járhagsráðs er eingöngu orsök þess að þessi viðskipti náðu ekki fram að ganga. Okkur er kunnugt um, að greinargerð frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna liggiír á rit^íjórnar- skrifstofu þess blaðs, sem Magnús birti í hina mjög svo óprstlegu grein sína varðandi skrif Mánudagsblaðsins. Einkennilegt virðist það, að S.H. ætlar að láta undir höfuð leggjast að fá þessa grein birta hið fyrsta, því að vegna skrifa Magnúsar Jónssonar LIGGUR SÚ STOFNUN OG EINSTAKIE MEÐ- LIMIR HENNAR UNDIR HVERS MANNS Á- MÆLI, ÞAR TH, HIÐ SANNA KEMUR í LJÓS. Grein Magnúsar er svo ómerkileg rangfærsla á staðreyndum, að jafnvel dagsetningar hans eru rangar, samanber „laugardag 18. jan. 1950", en 18. ján. 1950 er á miðvikudegi. Hitt mega forstöðu- menn S.H. vita, að nú hafa íbúar fjölda smáþorpa um allt land lesið grein Magnúsar, og einmitt þessi þorp eiga alla sína afkomu undir því, að fiskurinn, sem nú liggur undir skemmdum í geymslum þeirra, sé seldur. Þessum mönnum mun ekki hlýtt hugsað til Sölú- miðstöðvarinnar eða þeirra einstaklinga, sem Magnús kennir um ábyrgðina á því, að þessi við- skipti föru út um þúfur. Við skorum hér með á S.H. að láta hið sanna koma í ljós í málinu. Fáryrði Magnúsar um blaðið og ritstjórann lýsa gjörsamlegum rökþrotum eins og þegar götu- strákur sendir tóninn, enda eru þau álíka svara- verð. Furðulegust þó er afstaða formanns fjárhags- ráðs til viðskiptamála þjóðarinnar. Hann segir í lok greinar sinnar í Mbl., að hann hafi sent okkur „meinlausa og gamansama grein" varðandi fyrir- spurnir blaðsins. Viðskiptamál þjóðarinnar kunna að vera frá bæjardyrum fjárhagsráðs „gamanmál". Afkoma 130 þúsunda er ef til vill „brandari", hvað Magnús snertir, og því meiri „brandari", sem minna fæst af .nauðsynjum og viðskiptalífið dregst saman. Ef til vill er það metnaðarmál hjá meðlim- um fjárhagsráðs, hversu mörgum þeir koma á kné á hverjum degi eða hve mjög þeim hefur sameig- inlega tekizt að herða vöruþörfina eða draga ur gjaldeyristekjunum? Þessi afstaða fjárhagsráðs er svo vítaverð, að hún gengur glæpi næst og myndi hvergi annars- staðar en hér þolast refsingarlaust. Ef dómsmála- ráðuneytið ekki vaknar nú til þess, sem er ?/f gerast í viðskiptalífi landsins, hvers má þá vænta á næstunni? En nú er bezt að snúa sér frá Magnúsi Mr^r^pl um stundarsakir ogxnefna nokkur af þe'-" ""', H dæma, sem blaðinu hafa borizt um starf—^* og; Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.