Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ C(Hí?-\.ÍS Ctó G13 'i: Mánudagudnn 10. júlí 1950. JjS'í c ii'iít'ÍW' Ný ljóöabók: Undir Dægranna Fargi Undir Dægranna Fargi heitir ný Ijóðabók, eftir Krist- ján Röðiils. í>að fyrsta, sem maður tekur eftir, þegar bók- in er opnuð, eru frumlegar teikningar Kjarvals og ávarp höfundar til málarans: Meistari lita og lína lagði mér hönd að verki, sá mun um aldur eiga orðstír þó höfin sortni. Og er þetta strax vel og skáld- lega mælt. I fyrstu ljóðabók sinni: Undir Norrænum Himni, virt- ist Kristján eiga erfitt með það, sem jafnvel lélegum hag yrðingum er leikur, að hafa sæmilega rökleiðslu í kvæð- inu. Hann byrjaði oft vel, en tapaði svo þræðinum og kom svo aftur annað veifið með undurfallegar hendingar. Að lokum voru það þó þessar hendingar, sem fengu mánn til að gruna margt, jafnvel það — að þrátt fyrir allt væri hann skáld, en gerði sér ekki tennþá ljósa grein fyrir ýms- ' um þýðingarmiklum atriðum Ijóðsins. I ljóðlistinni er lítill vandi lið láta sér takast illa, en mik- ill að láta sér takast vel. í þessari bók eru að minnsta kosti sextán kvæði, sem orka á mann eins og skáldskapurj að einhverju eða öllu leyti. —j Þetta er mikil framför frá fyrri bókinni og styrkir þáj trú manns, að höfundur geti yel orðið gott skáld, ef hann aðeins vill og vandar sig. —, Höfundi til leiðbeiningar vil ég segja, að ég fór ekki að hlusta á hann, fyrr en kom að kvæðunum StuðlafallJ Meinlætamaðurinn, Nætur-' hrafn, Strætisskarfur, I Dísa- skóg. Eftir það koma önnur, sem bera til manns eitthvað af ilmi og andblæ skáldskap- arins, svo sem Náttfall, Svart og Hvítt, Aftann og Árlog, Hafsýn, Útleið, Nornagaldur, Leiðsla. Kvæðið Leiðsla sýnir vel skáldeðli Kristjáns og þær fallegu hendingar, sem stund- um drjúpa úr penna hans: Loftdís mér kraup við liljubeð, letraði hún þar gulli með leyndardóminn um lífsins ást löngunar þess, sem oft mér brást. Daggúðinn hneig af grænni grein glitraði perlan tær og hrein. Festingu himins hlaut ég sjá, himneskum ljóma ofin blá. Kvæði eins og Meinlætamað-[ urinn sýnir vel styrkleika og einnig veikleika Kristjáns: Ég sé hann á sömu slóðum, sveimandi í regni og vind. Tötrarnir hanga í tætlum um titrandi beinagrind. Áþján í andardrætti, ofstækis hræði-mynd. Brennur í huga og blóði barátta um trú og synd. Með ægi-leiftrum í augum aldrei sá finnur værð, hokinn og herðaskakkur haltrar í allri færð. Svo nærri er höfundurinn markinu, en bætir þó ekki við þeim úrslitaorðum, sem full- gera myndina. I Svart og Hvítt lýsir hann tveim ólíkum konum, og er önnur þeirra kona tálsins: Það er kona, kona tálsins, kona, sem að bálið magnar. Gjöf til mín frá Satan sjálfum, sending beint úr neðsta díki. Og ég veit, að yndi hennar er að rífa og sundurslíta hjartans tryggð og hugann góða, heilög vé og bræðraskyldu. Ég veit ekki, hvað gagnrýn in okkar kann að segja um þessi kvæði Kristjáns, hún er venjulega glögg á veilurnar, en sjaldan framsýn, hún kall- ar spírur ungu skáldanna að- eins spírur, en hana skortir oft ímyndunarafl til að sjá að upp af þessum veiku spírum á skáldblóm höfundarins að vaxa. Baldur. Ohappadagsblaðið uppmálað Fyrir nokkrú, nánar tiltekið 12. júní, kom í svokölluðu Mónu- dagsblaði grein, þar sem farið var alrangt með ummæíi mín í út- varpi h. u. b. mánuði fyrr. Eg sendi blaðinu greinarkorn 16. s. m. með leiðréttingu á þessu. En þessi aumingja snepill, sem segist vera „blað fyrir alla“ hefur nú komið út í þriðja sinn, án þess að birta grein mína, og virðist því ekki vera blað fyrir mig — sem ég verð að telja mér mikinn sóma. En þar sem ég vil gjarnan, að leiðrétt sé mishermi, þótt ekki sé úr merkari stað tekið en þess- um bleðli, vil ég biðja Morgun- blaðið að gera svo vel að birta þetta úr grein minni: „Blaðið segir: „Sjálfur Formaður Fjárhags- ráðs var sendur á stúfana í út- varpinu fyrir skömmu, og taldi hann sjálfsagt, að menn hættu við að byggja hús, sem eru hálf- komin upp og létu þau grotna niður, því að í því væri fólgin hinn sanni þegnskapur gagnvart þjóðinni." Hér er svo gersamlega snúið við orðum mínum, að lengra verð ur ekki komizt. Ummæli mín voru þessi: „Það hefur verið föst regla fjárhagsráðs frá því er það hóf starf sitt á þessu sviði á miðju sumri 1947, að láta jafnan það ganga fyrir af húsum og mann- virkjum, sem byrjað var á, og þá einkum það, sem langt er kom ið áleiðis. Fyrir þessu eru augljósar og óhrekjanlegar ástæður. Það er augljóst, að ef takmarka þarf slíkar framkvæmdir, er það öðru jöfnu skynsamlegra að halda á- fram og ljúka einhverjum fram- kvæmdum en að byrja sí og æ á nýjum og komast þar af leið- MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Bókaverzlun Böðvars, Hafnarfirði. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranés: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthíesen. Selfossi: S. Ó. Clafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Isafirði. Jónas Tómasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Bókaverzlun Lárusar Blöndals, Siglufirði. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðiun. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- blaðsins 1949, eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 3975. andi ekki að lokamarki með nema lítið eitt.----— Út frá þessari reglu var nú í ársbyrjuh, eins fljótt og unnt var að koma því af, gengið í það að endurnýja leyfi fyrir þeim fram- kvæmdum, sem hafnar voru.“ Hér er því öllu snúið öfugt hjá blaðinu. Þá er sagt í sömu grein: „Einnig taldi hann sjálfsagt, að stór iðnfyrirtæki, eins og Rafha í Hafnarfirði, yrðu að hætta störf um og segja starfsfólki sínu upp, af því að ekki fást flutt inn smá- stykki í vélar, sem annars eru fullgerðar. Mér er sagt, að þessi stykki muni kosta um 2000 doll- ara i erlendum gjaldeyri, og ef þau fáist, muni verksmiðjan geta starfað ófram i sumar. En þetta leyfi má ekki veita, það brýtur í bág við þjóðarhag, segir for- maður fjárhagsráðs.“ Út af þessu er mikið lagt. Hvaðan í ósköpunum hefur greinarhöf. fengið þessa vitleysu. Hvergi í erindi mínu er vikið að þessu. Á hinn bóginn er þar frá því sagt, að athugun fari fram á því, hvernig unnt verði að skipta þeim gjaldeyri niður, sem von er á, á fyrri helmingi ársins. Þar eru nefnd: 1. matvæli, 2. rekstrarvörur framleiðslunnar. 3 nauðsynlegustu byggingarvörur. 4. „að forðað sé yfirvofandi rekstr arstöðvun í iðnaði”. 5. gjaldfalln- ar greiðslur. 6. „duldar greiðsl- ur”, sem með engu verður komizt hjá, svo sem skipagjöld. Um smáhlutina til Rafha er það hinsvegar að segja, að því líkar hliðstæður eru mýmargar fyrir fjárhagsráði í hvers konar iðnaði og er og verður bætt úr jafn harðan og möguleikar eru fyrir hendi, því að fjárhagsráð sér alveg eins vel og Mánudags- blaðið, að það er skynsamlegt, að láta reks^jr halda áfram um stund með slíkum úrlausnum.“ I stað greinar minnar birtir þessi blaðsnepill, sem virðist ganga með sífelldan kláða eftir því að geta sagt ósatt, níðgrein um fjárhagsráð. Að hætti slíkra kláðableðla er flestu haldið í óljósum vending- um. „Útvegsbóndi austan af landi kom hingað“. „Fyrirtæki hér í bæ“. „Annað fyrirtæki“. „Þetta eru ekki nema lítil dæmi“ o. s. frv., sbr. „ólyginn maður sagði mér“, sagði Gróa á Leiti. Sama er um dylgjurnar, að við í fjárhagsráði -„höfum auðgazt", að einhver „einkafyrirtæki" eða ,,klíkur“ standi að athöfnum okk- ar o. s. frv. Eg finn vel, að ég verð að biðja bæði sjálfan mig og aðra afsökunar á því, að ég skuli lúta að því, að taka sýnishorn úr þess ari saurþró. En eitt atriði er þó þess eðlis, að rétt virðist að leið- rétta það, þó að það hafi áður verið leiðrétt við rétta aðila. Það er um fisksöluna tll. Póllands, sem fjárhagsráð á að hafa eyði- lagt með seinlæti sinu og illvilja. Um það var á sínum tíma samin stutt greinargerð, út af óhróðri Þjóðviljans, sólufélaga og sam- sjúklingi Óhappadagsblaðsins. — Þessi greinargerð er svohljóðandi: „18. jan. 1950 barst fjárhagsráði bréf frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, um sölu fisks til Pól- lands. Þetta var á laugardags- morgun og var ekki haldinn fundur í fjárhagsráði fyrr en mánudaginn eftir, þann 20 jan. Þá var bréfið tekið fyrir og fylgir hér á eftir bókun frá þeim fundi um afgreiðslu málsins. „Lagt fram bréf Sölumiðstöðv- ahi hraðfrystihúsanna, þar sem sótt er um heimild til vöruskipta við Pólland, þ. e. sala á 700 tonn- um af hraðfrystum fiski gegn kaupum á kolum o. fl. Oddur Guðjónsson flutti tillögu um að fjárhagsráð, af sinni hálfu, fallist á að keyptar verði eftirtaldar vörur fyrir andvirði fisksins: tonn kr. 11.000 kol 1.405.000 300 smíðajárn 300.000 100 þakjárn 162.500 , 120 pípur 143.000 og var tillagan samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.“ Eins og sjá má af fundargerð- inni og dagsetningu bréfs frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, afgreiddi fjárhagsráð málið eins fljótt og auðið var. Var afgreiðsl- an tilkynnt Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna sama dag og jafn- framt að fjárhagsráð óskaði þess, að reynt væri að fá keyptar þess- ar nauðsynlegu vörur fyrir fisk- inn, en mundi annars reiðubúið að endurskoða vörulistann, ef breyta þyrfti honum til að greiða fyrir því að viðskiptin gætu far- ið fram. Var það og gert 26. jan., sbr. bréf til viðskiptadeildar ut- anríkisráðuneytisins. -— Var því engin fyrirstaða af þess_hálfu á viðskiptum þessum. En síðar kom í ljós, að sá grundvöllur, sem þau voru byggð á, var alls ekki í samræmi við það, sem haldið var fram í fyrstu. í skeyti frá sendi- ráðinu í Osló, sem barst nokkru síðar, kemur fram, að Pólverjar eru mjög tregir á að kaupa af okkur hraðfrystan fisk og leggja höfuðáherzlu á síldina, e nda urðu • niðurstöður af samninga- umleitunum þær, að einungis var seldur hluti þess magns af hrað- frystum fiski, sem upphaflega var gert. ráð fyrir, ekki vegna seinlætis fjárhagsráðs, heldur hinu, að Pólverjar voru ekki fá- anlegir til að kaupa.“ Það er svo ekki nema í fullu samræmi við pokahátt þessa um- rennings, að krefja mig svars um ýmislegt, m. a. hvað bankarnir hafa „fengið ákveðin fyrirmæli um“ og hvort ríkisstjórnin ætli að flytja inn „marga lúxusbíla“ o. fl., eftir að það hefur látið undir höf- uð leggjast að birta meinlausa og að nokkru leyti gamansama grein, sem ég sendi því til birt- ingar. Magnús Jónsson.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.