Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 4
ð MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 10. júlí 1950, MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsr ðja Þjóðviljans h.f. Leiðinlegt atvik RÆKTAR-CLÖP íþrcjttakeppninni í frjáls- íþröttum milli Dana og íslend inga er nú lokið. I stórum dráttum má segja, að 'hún hafi farið prýðilega fram og verið íþróttamönnum beggja þjóðanna til sóma. Það er auðséð, að íslenzkir íþrótta- menn hafa lært margt í al- mennri háttvísi á ferðum sín- um til útlanda á undanförn- um árum. Þó kom þarna fyrir leiðinlegt atvik, sem sýnir, að sumir þeirra hafa ekkert lært á þessu sviði. Þetta skeði í 1000 metra boðhlaupinu, þar hljóp Guðmundur Lárusson síðasta sprettinn. ' Voru Is- lendingar þá komnir langt á undan og öruggir um sigur. Þá kom skrælinginn upp í Guðmundi. Hann veifaði boð- hlaupskeflinu dólgslega fram an í áhorfendur með glað- klakkalegu frekjuglotti. — Svona atvik hefði ekki getað komið fyrir á íþróttamótum neins staðar í Evrópu nema kannske í Albaníu. Þetta eru auðvitað frekjuleg dónalæti, sem hvergi geta komið fyrir meðal siðaðra íþróttamanna. Meiri hluti ísl. áhorfend- anna má líka eiga það, að þeir létu sér fátt finnast um þenn- an skrílshátt, en auðvitað féll þetta í góðan jarðveg meðal ósiðaðasta strákaskrílsins á vellinum. Danirnir hafa auð- vitað brosað í kampinn að þessum skrílslátum, því að þetta er einmitt sú mynd, sem flestir þeirra munu hafa gert sér af menningu Islendinga. Eg skal taka það fram, að ég hef enga löngun til að hnýta í Guðmund Lárusson persónu lega. Allir kunnugir segja, að þetta sé bezti drengur. En hann virðist ekki kunna of mikið í almennum mannasið- um, fremur en svo margir aðrir íslenzkir æskumenn. Sökin á þessu atviki og öðr- um svipuðum, liggur sennilega fyrst og fremst hjá forystu- mönnum íslenzkra íþrótta- mála. Þeir hafa látið algerlega undir höfuð legg jast að kenna íþróttamönnum vorum lág- mark almennrar háttvísi. —| 9* Þetta er þó orðið mikilvægt atriði síðan íslenzkir íþrótta- menn fóru að taka þátt í íþróttamótum víða um Iönd. ; Framkoma þeirra þar er þátt- ur í almennri landkynningu og getur haft veruleg áhrif á það, hver-jum augum útlend ingar líta íslenzku þjóðina. — íþróttasamband íslands ætti ekki að einblína eingöngu á árangur. íslenzkra íþrótta- manna í einstökum greinum, heldur einnig að leggja nokkra áherzlu á að kenna þeim mannasiði, svo að þeir hagi sér eins og siðaðir menn á íþróttamótum. Hvernig væri, að sambandið efndi til námskeiðs fyrir íþróttamenn- ina í þessum tilgangi, .til þess að fyrirbyggja það, að slík atvik eða önnur verri endur- taki sig og verði þjóðinni til skammar. Þetta yrði sjálf- sagt auðvelt verk. Menn eins og Guðmundur Lárusson eru engar bullur í eðli sínu, en að- eins smitaðir af þeim skríl- brag, sem hvarvetna ríkir í íslenzku þjóðlífi. Annars kom þarna á vellin- um fyrir annað atvik, sem mér finnst ástæða til að líta alvarlegri augum en glappa- skot Guðmundar Lárussonar. Að keppninni lokinni var leik- inn þjóðsöngur Dana, svo sem sjálfsagt var. Allstór hópur stráka milli fermingar og tví- tugs tók þá upp á því að hvía, fussa og sveia, svo að heyra mátti víða um völlinn. Eg tel lítinn vafa á því, að dönsku íþróttamennirnir hafi orðið þessa varir. Hér er auðvitað um viðbjóðslegan skrílshátt og móðgun í garð hinna er- lendu gesta að ræða. Yfir- stjórn íþróttavallarins ætti að komast að því, hverjir þessir strákar séu og gera þá vallar- ræka. Þeílta ætti að vera hægðarleikur, því að það eru alltáf sömu óþverrastrákarn- ir, sem eru með skrílslæti og uppsteit á íþróttavellinum. — Framkoma íslenzku áhorfend anna á þessu móti var annars i yfirleitt góð, en það dugar | ekki að láta fámennan hóp af Töluð og skrifuð orð, þessu fé til lofs og dýrðar, áttu sér lítil takmörk. Árangurinn varð líka sá, að margir trúðu. — Enda væri það óhugsandi, að svo mætir menn færu með ósannindi í ræðu og riti, þeir voru búnir að rannsaka þetta. Og svo kepptust aura- ráðandi kindaeigendur um að panta lambhrúta, oft meira af þessu ensk-skozka fé, og gáfu nokkuð hátt margfald- að fallsverð, fyrir hvern ein- stakling. Héldu sínum betri ám undir þá, og tóku svo undir dýrðaróðinn, keimlíkt því sem þótti henta við leik þann, sem kallaður var „Að sjá Hornafjarðar-mánann“. Hann var í því fólgiíín að tveir menn, sýnendurnir, stóðu uppá kistum eða öðru, með botnlausan poka milli sín, og var gjörð í neðri enda hans, en hinum stjórnuðu sýnendurnir með greip sinni. Birta af ljósi, eða öðru mátti ekki vera þar, bæjardyr inn- an liurða voru taldar hent- ar, eða aðrir þeir staðir, sem höfðu dyr í tvær eða fleiri áttir. Þeir, er skoða vildu Hornaf jarðarmártann, fengoi nú að koma, einn og einn í einu, beygðu sig, stungu höfðinu upp í hinn gjarð- útþanda pokaenda, og horfðu upp í loftið, því þaðan var dýrðarinnar sjón að vænta. Og hún kom. Vatnsgusa í andlitið. Menn hrukku stundum illa við, en þurrk- uðu framan úr sér og lofuðu svo í háum tónum þá miklu fegurð, sem þarna væri að sjá — svo fleiri reyndust ginningarfífl en þeir sjálfir. iMenn töldu BORDER- LEISTER-féð hraust og harð gert, og ekki næmt fyrir kvillum. Lög voru sett um það strax og fénaður þessi kom til landsins, að ekki mætti setja á, — til undan- eldis, nokkurt kynblendings- lamb. Lágu sektir við, ef útaf var brugðið. Borgfirzkur hreppstjóri varð fyrstur manna, svo vit- að sé, til að brjóta þessi lög. Sektarákvæðum var ekki beitt, enda átti hann mál- flutningsaðstoð frá búnaðar- málastjórn, ráðunaut og bændaskóla héraðsins. Nú opnaðist ný gróðalind, út frá skozk-enska fénu. Kynbóta- kinda-pantanir jukust brátt, fyrir það að fé þetta var tal- ið ónæmt fyrir Deildartungu pestinni, og svo Þingeysku þurra-mæðinni. En stjórn- andi hnattlífsins lét sér þess- ar sagnir engu skipta. — siðlausum óaldarlýð setja smánarblett á alla íslenzku þjóðina. Ajax. Veðrátta breittist ekki, og vatnsföll runnu sem fyrr. Og svo hjaðnaði oftrú manna. Hinn 13. október síðast- liðinn, skipaði atvinnumála- ráðherra, þrjá menn í nefnd, til að endurskoða tveggja ára gömul lög (frá 9. maí, 1947) um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma, með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengin er um fjárskipti. Skyld'i nefhdin að- allega athuga, hvaða breyt- ingar séu nauðsynlegar til þess, að unnt verði, af fjár- hagsástæðum, að hraða fjár- skiptum á sýktum svæðum. Og nefndin sezt á rökstóla; les lög no. 44, frá 9. maí, 1947, og semur frumvarp að breyt- ingum á nefndum lögum, í 6 greinum, sem svo er lagt fyrir 69 löggjafarþing ís- lands, 1949. Greinargerð fylg- ir frumvarpinu, hafa allir nefndarmennirnir, (einn bóndi, tveir skrifstofumenn), skrifað undir það. En varla eru undirskriftir þeirra þorn- aðar, þegar boðað er til fund- ar, fyrir fulltrúa allra sauð- fjáreigenda á svæðinu frá Hvalfirði að pestargirðingu um Snæfellsnes að Hvamms- firði og Arnarvatnsheiði. Fundur sá var haldinn í Borgarnesi, 11. nóvember 1949. Þar var framkvæmdar- nefnd kosin. Frumvarp til fjárskiptalaga samið fyrir héraðið, — og fulltrúarnir fóru heim. Á eftir þeim kem- ur skipun um, að fram skuli fara atkvæðagreiðsla,- meðal allra atkvæðis hafandi fjár- eigenda, um frumvarpið. Hér 1 hrepp fór atkvæðis- greiðslan þannig fram: í fundarbyrjun bað einn við- staddur um leyfi til að sjá frumvarpið. Hann fékk það. Að lestri loknum spurði hann, hvort menn hefðu kynnt sér það. Enginn játaði því, var það þá afhent fund- arstjóra, er las það allt „hátt og hratt“, ekki' voru allir fundarmenn viðstaddir, það gerði ekkert til, þeir voru ekki ófærari* að greiða at- kvæði um það, sem þeir höfðu ekki séð en þeir, sem höfðu heyrt, en ekki skilið. Hvort atkvæðagreiðsla hefur farið fram á líkan hátt ann- arsstaðar, veit ég ekki, en get mér til, að svo hafi það verið á einn eða annan hátt. — Sé það rétt, má ætla að málefna-skilningsrækt skipi lítið rúm meðal sauðfjáreig- enda. En því allt þetta umstand, lagasetningar, lagabreyting- ar og endurskoðanir, fundar- höld, reglur og fyrirmæli, —* skjalfesta hugleiðingar um að fyrirskipa átthagafjötur, eða leggja svæðafjötur á sauðfjáreigendur. Væri slíkt framkvæmt, er stutt skref eftir, að leggja slíkt helsi á aðra þjóðfélagsþegna. Jú, því allt þetta, það er af því að með Karakúlfénu er talið að öndunar- og melt- ingarfæra sjúkdómar hafi borizt til landsins. Það er ekki talið, að þessir kvillar hafi verið til í íslenzkum fénaði áður. En öll jórturdýr geti tekið þá, (sauðir, geit, naut og hreinn). Meltingar- færasjúkdómurinn er talinn í ætt „Berkla“, og margt bendir til þess að lungna- sjúkdómurinn geti verið í skyldri ætternis-nálægð. Karakúlféð var ekki keypt til landsins sem ullar og kjöt gjafi,, heldur til verðmætrar skinnaframleiðslu. Skinn af ungu lambi átti að vera svo verðmætt, að það gæti gefið eins margar krónur og tveir dilkar, að haustlagi, eftir þá- verandi verðlagi. íslenzku ærnar voru taldar ágætar til slíkrar framleiðslu, með Karakúlhrútum, og eðlilega vildu margir eignast meiri auraráð. Ég undirrit........óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn................................................ Heimili..... ....................................... Staður ............................................. Utanáskrlft: Mánudagsblaðið Reykjavík w t

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.