Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 1
Slaéfyrir alla 3. árgangur. Mánudagurinn 17. júlí 1950. 28. íölublað. ALÞJOÐ FORWEMIR SKAÐRÆÐIS STORF FJARHAGSRADS Hvað dvelur opinbera rannsókn Fátt var meira rætt í síð- astliðinni viku en hrakfarir þær, sem formaður f járhags- ráðs beið í skrifum sínum gegn þeirri réttmætu gagn- rýni, sem ráðið hefur fengið bæði 'hér og í dagblöðunum. Morgunblaðið var, eins og vant er, þegar um svona mál er að ræða, í standandi vahd- ræðum. Ritstjórarnir tvístigu á skrifstofum sínum og gutu hornauga til greinargerðar Sölusambandsins um Póllands söluna. Svar þeirra sýndi ekki einungis, að formaður f jár- hagsráðs fór með rangt mál; heldur gaf í skyny að þetta væri alls ekki einsdæmi, held ur hefði ráðið komið í veg fyrir og stöðvað afurðasölu landsins. Prófessorinn reýhdi ekki að svara þeim fjölda dæma, sem hér voru birt, enda gæti slíkt aldrei qrðið annað en kák og undanfærsl- ur. En sú spurning hlýtur að vakna meðal almennings, hvort sjálf ríkisstjórnin sé svo gjörspillt, að hún geti ekki vikið þeim mönnum, sem skipa ráð þetta, frá störfum, og láta rannsókn síðan fara fram. Landsmenn eiga heimtingu á að vita hreint og beint, hvernig öllum þessum við- skiptum innanlands og utan er varið og við hverju hægt er að búast í framtíðinni. — Það skiptir nauðalitlu máli hvort meðlimir ráðsins eyða framtíðardögum sínum innan f jögurra veggja dýflissunnar eða utan, en hitt er krafa alþjóðar, að vita, ^hvort ein stakir valdamenn í ríkisþjón ustu geti leikið viðskiptah'f okkar og afkomu svo grátt sem nú er raun á orðin. Hvar sem drepið er niður á starf semi fjárhagsráðs, getur að finna ótal dæmi um sýkta starfsemi ráðsins. Óforsjálni og hreinn sori í viðskiptum einkenna allan starfsferil ráðs ins. Svaramaður fjárhags- ráðs hefur, sennilega að vilja annarra meðlima ráðsins, hætt skrifum sínum um stund. Þetta má ekki skilja á þann veg, að nú séu þeir þagnaðir og byrjaðir að skammast sín og ætli í fram- tíðinni að þræða veg sann- leikans og réttlætisins. Þetta er hættulegur misskilningur. Fyrir þeim vakir aðeins það eitt að þegja alla gagnrýni í hel og halda ósómanum á- fram. Nei, lesandi góður. Fjár- hagsráð er og verður okkur baggi, sem við værum bezt komnir án. Hvað verður af ráðinu í framtíðinni, ef það hætti störfum, er ekki gott ,'að.vita. Fáir munu skriða f yr ir þeim, þegar þeir hrökklast úr valdastöðunni. Líkindi má telja, að enginn vilji taka á móti þeim vegna óvinsælda, og ekki er ólíklegt, að fyrir því f ari eins og sálinni prests ins, sem Bólu-Hjálmar orti um: „Því sjálft helvíti væmdi við/vofu slíka að gleypa." Við gerum ráð fyrir, að Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, hafi að undan- förnu fylgzt með hinum mjög alvarlegu ákærum, sem f jár- hagsráð hefur orðið fyrir í blöðunuw. Dómsmálaráðherr ann hefur einatt rætt um hið glæsilega lýðræði vesturveld- anna og Bandaríkjanna, og ekki að ástæðulausu. Hins veg ar ætti dómsmálaráðherra að vera það kunnugt frá lestri blaða þeirrá erlendra, sem ráðuneytinu berast, að hvergi í lýðfrjálsu landi hefur hið opinbera þolað, að starfs menn í jafn veigamiklum stöðum og meðlimir f járhags ráðs eru, hafi farið svo skemmilega með völd sín og raun er á orðin. Dæmin hafa legið á skrifborði ráðherrans og hin viðurkennda lögfræði- kunnátta hans hlýtur að við- ur kenna, að hér er um stór- felld embættisglöp og hreina skemmdarstarfsemi að ræða gagnvart landsmönnum. Á- hrifalausum verkamanninum yrði ekki sýnd nein miskunn af hinu opinbera, ef hann bryti af sér, og okkur er spurn, hVort refsilögin séu til þess eins að ofsækja smá þjófa og knýja vægðarlaust á dyr lítilmagnans. Ef svo er litið á þessi mál frá bæjardyr um hins opinbera, þá höfum við á þessu íandi engu að sjá eftir, þótt hér skapist komm- únismi með öllum þeim ógn um, sem einmitt dómsmála ráðherrann hefur gleggst lýst fyrir okkur og varað okkur við. Verzlunarmenn og alþýða manna ættu að taka höndum saman og sameinast gegn höftunum, klíkuskapnum og öllu því opinbera hneyksli, sem nú stefnir fjármálum og atvinnufrelsi einstaklingsins i beinanvoða. Blaðið mun í framtíðinni birta enn fleiri dæmi um starf ráðsihs, sem borizt hafa, en ekki hefúr enn verið unnt að rannsaka til hlýtar. Æskan og íþróttavöllurinn Iþróttaandinn fer sífellt vaxandi hér á landi og er ekki nema gott eitt um það að segja. Menn eru nú farnir að fylkjast á frjálsíþróttamót- in, en aðsókn þangað var nokkuð treg. En þó fullorðnir geti veitt sér þann lúxus að „fara á völl inn", þá virðist enginn hugsa til yngstu kynslóðarinnar, barnanna yngri en 12 ára. • Alltaf þegar mót eru, sjást þessir unglingar, einmitt á þessum aldri, í hópum fyrir utan vallarhliðin, peningalaus ir, en fullir áhuga á því, sem inni er að gerast. Sumir þeirra sitja um hvert tæki- færi til þess að geta „smúl að" sér inn fyrir girðinguna eða einhvern veginn, en vall- arverðir eru jaf nan reiðubún- ir að henda þeim út. Það væri sannarlega þakk- arvert, ef hið opinbera hlut- aðist til um það, að ungling um þessum yrði veittur frjáls aðgangur að mótum þessum Þessi börn hafa heilbrigðan áhuga á íþróttagreinum þess vaa.j en geta ekki af einhverj- Er það satt að Ólafur Thors hafi tekið í lurginn á borgarstjóra fyrir framkomuna í Sogsmálinu? um ástæðum veitt sér þá á- nægju að sækja völlinn. Það yrði vissulega vel þegið hjá almenningi, ef forstöðumenn vallarins sýndu einu sinni raunverulegan áhuga á að ala íþróttaáhuga meðal lands- manna með því að byrja á yngstu kynslóðinni og sýha henni, hvað æfingar og heil- brigt líf geta skapað, í stað þess að reyna að plokka af þessum unglingum tú- og fimm kallana þeirra. Nefndarráðstöf- un gjaldeyris- nefndar? Nýlega birtist hér í blaðr inu grein um gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Greinin var ádeila á starf þeirra og birt í þeim tilgangi, að þess ir menn sæju um, að þjóð- in fylgdist með starfi þeirra eftir getu. Svar nefndarinnar við þessari grein var einstætt'. BLAÐBD FÉKK NEITUN UM PAPPlRSLEYFI. — Ekki kom ein einasta skýr- ing á þessum tiltektum nefndarinnar, heldur að- eins: „Béiðninni hefur ver ið synjað." Á þessu stigi málsins verður ekki mikið ritað um þetta einstaka og lúalega bragð opinberrar nefndar. Þeir hafa svo oft sýnt sig í misjöfnu ljósi, að óþarfi er að benda frek ar á lítilmennsku þeirra. Blaðið hefur nú þegar kært athæfi nefndarinnar til viðskiptamálaráðuneyt- isins og mun svar þaðan væntanlegt á næstunni. — Hér í bæ hafa mörg rit, vikublöð og önnur hafið göngu sína án nokkurs leyfis, en þessu blaði hef- ur hingað til verið leyft, eins og öðrum blöðum, að fá fluttan inn pappír eftir þörfum. Nú er eina svar viðskiptanefndar þetta lúalega óþakkabragð. •Við munum skýra n:in- ar frá þessu í næsta blaði eftir sumarleyfi, sem ]:cm- ur út næsta mánudag eftir frídag verzlunarmanna.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.