Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 2
Ij^UPAGSBLAÐg) Fé þessu var dreift í alla landsfjórðunga, en skýring- ar á því, hvernig menn ættu að geta orðið hins háa verðs aðnjótandi, varð lítill,---- Eitthvað svipað og kerling ein sagði, „Allir vita að hrút iþarf, svo að ærin fái lamb, og hníf þarf til þess að skera Jcind á háls“. Árangurinn af þessu varð sá, að fyrir hvert lambskinn fengust færri aur- ar en krónum hafði verið lofað. Þetta er lóðið, sem íslenzk [kvikfjárræktarmenning hefir .verið að hossa í nærfellt tutt- .Ugu ár. Gróðahugmynd, sem gleypt hefur hundruð millj- éna úr ríkssjóði, og ekki jminna frá sauðfjárunnend- jBm. Auk þess raskað hlutföll fim milli framleiðenda og jnsytenda, einnig milli þorpa ©g sveia, svo húsnæðisskort- jur er orðin plága á öðrum (Staðnum, en eyði jarðir og hús ■é hinum. Allt án þess að for- ráðnendur vilji læra af slíku, eða nota önnur ráð, en þau saldagömlu, að drepa. Ekki |>á, sem að innflutningnum Btóðu, heldur allt sauðfé á ístórum hluta landsins. Fé ísm var betur lagað fyrir ís- Senzka staðhætti en nokkur stofn í Norðurálfu, — að því jimdanskildu, sem eftir kann ®ð verða, að leikslokum í- tnyndaðrar ræktunar. — 11 Islenzka sauðféð er ekki træktað af vitsmunaelju kvik- jfjárræktarmanna, meðal þjóð arinnar. Heldur reynslu jhennar. Fa$ir hnattlífsins hefur Sgert þetta fé svo vel úr garði, Binnar vizku, að það gat þol- að öllu öðru fé hetur veður- Sar landsins, og einnig hag- nýtt sér gæði þess betur, allt itil að bjarga fólkinu frá jhungri og kulda, enda hefur það aldrei brugðizt, þrátt fyr- ír margar og stórar aðgerðir misvitra manna. En nú? Hver getur svarað. hvað að leikslokum verður, ef dindilmennska og ofmetn- áður er látin ráða. Þetta eru partar úr naut- pg sauðfjárræktarmálum jokkar, á öðrum fjórðungi ítuttugustu aldarinnar, þar hefur nokkuð verið gert, Sennilega af löngun, minnsta jkosti af kappi, — en miklu íóláni. 'Er það bó ekki af Imanneðlislegri vitsmæð, því lestrar og ferðagáfa er fyr- (ir hendi, en um verkefnis- iskilning er ekki hirt; því er allt ólánið en í fullum gangi. Svo er það þáttur „Minks- ins“. Hann átti að gefa okk- jur mikil verðmæti fyrir lítil erðmæti og gaf nokkuð. Sennilega fóðurs og hirð- ingarkostnað þeirra dýra sem ekki sluppu? Sluppu? Já, það var sagt, að Mörð- urinn gæti ekki lifað hér, án mannanna aðstoðar, en reynslan hefur sýnt annað. Og nú er hann talinn svo mikil plága, að ríkið kaupir útlendan mann, til að eyða honum ,auk allra annarra manna sem drepa hann, og fá kannski tvöfallt innflutnings verð fyrir hvert drepið dýr, ríkissjóður borgar, en ekki þeir, sem fluttu hann til lands ins, né slepptu honum í sjálf- ræði. Alþingismenn semja frumvörp, leggja þau fyrir Alþingi, ræða þau, breyta þeim, fella þau, og vekja þau svo upp aftur, ár eftir ár, allt til að banna eldi þessara dýra, sem alltaf eru að sleppa og tjóni valda. Enda er hann sagður meiri skaða- valdur öllu fuglalífi lands- ins, en allir „refir“ og „rán- fuglar“ til samans, auk þess er hann stór skaðavaldur í veiðivötnum og ám. Ekki reyndist þessi auðgunartil- raun hinum betri. Hverjar ætli séu upphafs- ástæður að öllum þessum inn flutningi? er leyfileg ágizk- un: Að þrá til pyngju-þunga hafí átt þar stóran þátt. Varla trúi ég því. Og heldur ekki að þjóðarhagur, hafi ver ið þar hæst talandi, því þá hefði ekki verið farið svo geyst úr hlaði, sem raun hefir á orðið, Og ólánið því orðið minna og löngu búið að loka því .En það er nú öðru nær. Af hverju? Líkur benda til, að útlend- ir menn hafi átt sinn þátt í hverju einstöku innflutn- ingsflani, með því að lofa gæði hins útlenda 1 eyru ný- ungaþystra, en fákænna ís- lendinga. Útléndingurinn hafði það í huga með lofi sínu, meðal annars, að afla álits landi sínu og þjóð. Svo gat hagfelldur markaður komið á eftir. En Islendingur inn fékk áhrifamenn í lið með sér, að lofa hið útlenda og óþekkta, oft birtar myndir og töflur, málefnunum til stuðnings, en óvirða hið ís- lenzka um leið. Það er vitað að útlendir menn hafa verið fengnir hing að heim til að gefa leiðbein- ingar um eitt eða annað. Það er ágætt út af fyrir sig, ef íslenzkir menn eru ekki til, eins færir um slíkt. Til dæmis er skrifað og skrafað mikið um Hvanneyr- arveikina, sem kölluð var, á árunum 1926—1928, hingað var fenginn þýzkur doktor, dvaldi hann á Hvanneyri um skeið, virðist hann ekki hafa skilið neitt í ástæðum sjúk- dómsins, en gaf út álitsgerð, sem ekki er talin verðmæt. En hann taldi áhrifamönn- um trú um að arðvænlegt væri, ef Karakúl-hrútar væru notaðir handa íslenzku ánum. Skinnin af nýfæddum lömbum slíkrar ættar yrðu geysiverðmæt, þessu var trúað. En álit íslenzkra manna á þessu sviði, mátti ekki vitnast, svo innflutning- urinn gæti átt sér stað. Slík- ur var skilningurinn. Hvers vegna að rifja þetta upp? Eins og lærðir menn séu ekki búnir að ráða bót á öllu þessu? Ó, nei; það er ekki búið að lagfæra neitt af þeim vömmum, sem framin voru, vegna þess að ráðandi menn hafa ekki kosið að þekkja og virða hið íslenzka, hvorki jurta né kvikfénaðar- líf. Núna nýverið hlustaði ég á málfund, eða eitthvað þess háttar, sem- fram fór í út- varpssal, um „áburð“, „rækt- un“ og „heilsufar“. Byrjað var á því að „spila plötu“, með erindi búandmannsins, umræður fóru svo fram á eft ir, milli „doktors“, „ritstjóra“ og „verkfræðings“. Þarna komu fram ýmis sjónarmið, en ekkert þeirra benti á, af herju ánamaðkur minkar, eða hverfur úr yfirborði moldar, þar sem útlendur á- burður er notaður ár eftir ár einvörðungu. Gamla menn heyrði ég telja hann nytsam- an, einkum í túni. Er hann það kannski ekki? Eg vil nú halla mér aftur að glöpum sauðfjárræktun- arinnar, vegna innflutnings- ins, þegar vitnaðist um pest- irnar borgfirzku og þing- eysku. Var það brýnt íyrir mönnum, að fella allt það vænsta af fé sínu, og koma því í verð, tilgreind voru lömb, veturgömul, geldar kindur, og það vænsta úr ánum. Margir gerðu þetta strax, aðrir fóru í dansinn, með hægð. Svo kom uppeld- isstyrkja-fyrirheitið og hvatn ing um að seta á hvert gimbrarlamb og hleypa til þeirra. En um leið árétting um að setja ekki á nokkra gelda og væna kind. Afleið- ing þessara ráðlegginga og hlýðni við þær, varð sú, að lömb voru sett á undan van- meta ám, en hraustum kind- um fargað, svo pestirnar og annað heilsuleysi gat dafnað Framhald á 8. síðu. Ungur sjómaður bjargaði yfirflotaforingjanum frá drukknun. Flotaforinginn var mjög þakklátur og lét rigna lofi yfir hann. „Á morgun skal ég hrósa yður í návist allar skipshafn- arinnar." „Nei,“ sagði hásetinn, „í öllum bænum gerið það ekki, því þá hálfdrepa þeir mig.“ Kona, búsett í Kína, setti ofan í við þjóninn fyrir að koma með nærföt hennar inn í svefnherbergið, án þess að berja fyrst að dyrum. Það er allt í lagi með mig, frú,“ sagði sá innfæddi. „Allt af þegar ég kem, gægist ég inn um skráargatið. Ef ekkert er á sevði, kem ég inn.“ Prestur, sem var að pré- dika í vitlausraspítala, sagði: „Nú er ein áríðandi spurning, sem við verðum að leggja fyr- ir okkur, og hljóðar á þessa leið: „Hvers vegna erum við allir hérna“ ?“ Rödd úr hópnum segir: „Af því að við erum öll geggjuð.“ „Hver á þá þessi börn, sem eru að hoppa hér um?“ spurði hann. „Auðvitað ég,“ sagði hún. „Það er maðurinn minn, sem er dáinn — en ekki ég.“ Hann: Það er eitthvað í fari ungra stúlkna, sem mér geðj- ast svo vel að. Hún: Ja, hver rækallinn! Hann: Nei, það er ekki það. F jölritunarstúlkan: For- st jórinn reyndi að kyssa mig. Það læt ég ekki bjóða mér. Eigandi fyrirtækisins: En fjandinn hirði það; ég get þó ekki snúizt í öllu einn. „Er ég að deyja, læknir?“ „Góða frú Anna,“ sagði læknirinn. „Það er það síð- asta, sem þú munt gera á æv- inni. Langur: Þú segir, að þú ríf- ist aldrei við konuna þína ? Stubbur: Aldrei. Hún fer sína leið — og ég hennar. Maður, sem var að taka manntal barði að dyrum. — Hurðin var opnuð af kven- manni, sem bauð honum inn; og hann spurði: „Hvað er maðurinn þinn?“ Og hún svaraði: „Eg á eng an mann; hann er dáinn fyrir sextán árum.“ Móðirin sagði við litlu dótt- ur sína: „Sjáðu, kisa er að þvo sér í framan.“ Litla stúlkan: „Hún er að þvo sér um hendurnar, og svo þurrkar hún þær á andlitinu á sér.“

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.