Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 5
MÁKUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 17. júlí 1950. Kattarmal og Msutal. Mér hefur verið gefin lítil, sæt og mjúk kisa. Nú, meðan ég sit hér við ritvélina mína, liggur kisa litla i kjöltu minni, sámanhnipruð eins og grár hnykill, og malar af öllum kröftum. Einhvemveginn finnst mér, að ég sé aldrei al- veg ein, þegar ég hefi þetta litla dýr hjá mér. En það er ótrúlega margt fólk, sem hefur beinlínis ímu- gust á köttum. „Oj, ertu búin að fá þér kött? Oj bara,“ sagði Anna vinkona mín í gær, er hún kom og sá, að fjölgað hafði hjá mér. En ég hafði aldeilis svarið á reiðum höndum: „Oj, þér sjálfri,“ sagði ég. „Veiztu það ekki, að Kínverjar halda því fram af sinni alkunnu speki, að þeir, sem hötuðu ketti, væru þeir, sem verið hefðu rottur í fyrra lífi, — og væru því hálfgerðar rottur andlega eimþá?“ Anna sagði kæruleysislega: „Jæja“, — en rauk síðan beinustu leið að kettlingnum, tók hann upp og fór að strjúka honum í gríð og ergi. Hún ætlaði svei mér að sanna mér það, að hún hvorki væri rotta nú né heldur hefði hún nokkru sinni verið rotta. Og auðvitað lét ég sannfærast á stundinni. Kettir eru annars í rauninni merkisdýr. Á þeim ca. 4000 árum, sem okkur er kunnugt \un, að kettir hafi verið mann- inum til gagns eða gamans hefur ýmislegt borið á daga kisunnar. Gömul sögusögn segir frá þvi, að þegar Örkin hans Nóa hafði verið á floti í flóðinu mikla í nokkrar vikur, hafi rottur og mýs verið teknar að gera sig heldur heimakomnar í Örkinni. En Nói gamli dó ekki ráðalaus. Hann strauk aðeins ljónynjunni um ennið, og samstundis blés hún fram úr sér dýri nokkru, sem bæta átti úr vandræðunum, — kett- inum! Og auðvitað tók kött- urinn þegar til óspilltra mál- anna að útrýma rottuófögn- uðinum f ju’ir Nóa gamla og á- hangendur hans, — og þar með var kisa komin í þjón- ustu mannsins. En hvað sem uppruna katt- afins líður, þá er eitt víst, að hann er merkisdýr, eins og ég gat um áðan. Kisa hefur ver- ið tilbeðin sem heilagt dýr; hún hefur bjargað ótrúlegum verðmætum í heiminum með rottudrápi sínu; hún hefur verið álitinn góður heiman- mimdur kvenna; menn hafa forðazt hana sem ills vita og menn hafa sótzt eftir henni sem góðs vita; og síðast en 5 ekki sízt hefur hún um alda- raðir verið eftirlætisdýr, eins og t. d. litla kisa mín. Múhameðstrúarmenn bera enn í dag mikla virðingu fyrir kettinum. Þeir segja, að svo mkilis hafi spámaðurinn Mú- hammed metið kisu sína, sem Muezza hét, að þegar hún hafi lagzt til svefns á víðri kyrtil- ermi húsbónda síns, þá hafi spámaðurinn heldur skorið ermina af en að trufla svefn- frið kisu sinnar. Og sem dæmi um verðmæti hennar má geta þess, að til skamms tíma var það álitinn prýðilegur kvenkostur í Ab- yssiníu, sem átti von á því að erfa kött. Eins var það líka í Englandi einu sinni, að við því lágu þungar sektir að drepa fullvaxinn rottubana. Sagt er, að kettir hafi fyrst verið teknir í þjónustu mannsins í Egyptalandi. En í rauninni er varla hægt að segja, að kettir hafi nokkum- tíma verið tamdir til fulls. Þeir eru mjög sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, og þeir verða aldrei upp á manninn komnir eins og t. d. tryggir hundar. Þeir fara sínu fram, hvað sem tautar og raular. Þessir eiginleikar kattarins hafa orðið til þess, að sumt fólk hefur haldið því fram, að kettir væru lævísir og falskir. En þetta er algjörlega rangt athugað. Kettir eru einmitt á- kaflega hreinlyndir og ekkert feimnir við að láta það í Ijós, að þeir eru sjálf selskir úr hófi fram. Og hreinskilnisleg sjálfselska á ekkert skylt við fals. Það, að kettir séu heimskir, er einnig mesta vitleysa, eins og ótal margir kattavinir geta borið um. Þeir eru einungis svo sjálfselskir, eins og ég gat um áðan, að þeir láta mann- fólkið ekki skipa sér til neins, nema því aðeins, áð þeir sjálf- ir hafi beinh'nis gott af því. Jæja, þessí kattarolla ixiín er víst orðin nokkuð löng. En kattavinum þykir kannske gaman að lesa um kisu sína, og þeir, sem hata ketti, gætu lært eitthvað af þessu, — þótt ekki væri annað en það, að minnast orðtækis Kín- verja um rotturnar, áður en þeir segja „Ojbara", við kett- inum!!! „StrandpromeEaden“ í Reykjavík. Að ganga fram með sjón- um eftir Skúlagötunni í Reykjavík á fögrum sumar- kvöldum er hreinasta unun. Og þegar ég tala um unun, þá á ég við það, að útsýnið út á sjóinn og til f jallanna er dá- samlega fagurt. En Skúlagatan sjálf er þeim mun Ijótari. Gatan sjálf er holóttur rykframleiðandi og húskumbaldamir, sem við hana standa, eru herfilegir. í gærkvöldi er ég gekk þama um, gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að ef gatan sjálf væri slétt og falleg, með snyrtilegum, lágurn vegg meðfram ströndinni og ein- hverjum gróðri þar undir, — og ef húsin væru fallegri með- fram henni, þá gæti hún orð- ið sambærileg við fegurstu strandgötur erlendis. Sólar- lagið og útsýnið er svo stór- kostlega fallegt, að maður getur orðið þræl-rómantískur bara af þvi að ganga þessa leið. En hversu meiri yrði ekki blessuð rómantíkin, ef nánasta umhverfið væri í sam ræmi við fegurð útsýnisins? Ekki geri ég ráð fyrir, að draumurinn um fagra strand- götu, þar sem Skúlagatan er geti ræzt á næstunni, því að ljótu kumbaldamir eru víst allir mesta þarfaþing, og hol- óttar götur em álitnar sjálf- sagður hlutur hér. — En eng- inn getur bannað manni að dreyma ? Og kannske Fegrun- arfélagið geti einhverntíma líka látið sér detta í hug að dreyma um það sama? (Þ. e. a. s. ef það einhverntíma get- ur komið sér saman um að gera eitthvað annað en að ríf- ast út af því, hvar á að láta þennan mikla vatnsbera, sem ku vera heldur hrikalegur!) Skoðun mín þykir kannske fáránleg, en mér finnst, að svo mörg verkefni séu fyrir Fegr- unarfélagið í okkar víða ó- snyrtilegu gelgjuskeiðs-borg, að það ætti fyrst að hugsa um að þrífa hana og snyrta, áður en það fer að skreyta hana með því að hrúga upp stand- myndum. Slíkt er nokkurn- veginn það sama og ef hús- móðir tæki upp á því að skreyta allt heimili sitt með blómum og kertaljósum, en léti kóngulóarvefi og skota- skúm þrífast óáreitt inni hjá sér. En vér leikmenn höfum ef- laust ekkert vit á fegrun bæja! Peninga-fýla Já, að ganga Skúlagötuna meðfram sjónum gefur tilefni til rómantískra hugleiðinga, — en sú fádæma stybba, sem verksmiðjan Fiskimjöl fram-j leiðir, er meira en nóg til þess að steindrepa alla rómantík eins og skot! Nú er Örfiriseyjarverk- smiðjan tekin til starfa af fullum krafti, en þó það sé langt frá því að vera bæjar- prýði að henni þar sem hún gnæfir, þá skal rétt vera rétt, og það verður að játast, að enn hefur hún ekki hálfkæft bæinn með dómadagsfýlu eins og hin verksmiðjan. Vegna hvers er ekki hægt að skvlda Fiskimjþl h. f. til þess að starfa að framleiðslu sinni án þess að forpesta allt loft höfuðborgarinnar? Lykt- drepandi tæki ku vera í Ör- firiseyjarverksmiðjunni, og þykir mér sem það væri til- vinnandi að láta verksmiðjunæ við Klett einnig hafa slík tæki . Þetta er eflaust peninga- lykt, eins og þeir kal.a það, en Drottinn minn dýri, hvað hún; er óþolandi! ^ Eg sef alltaf fyrir galopn- um glugga, og þegar ég í nótt. hrökk upp með andfælum við það, að ég var að kafna i grút- arstybbu. þá féll mér allur ketill í eld! Þettá er ekki hægt. Maður fær ekki einu sinni svefnfrið fyrir þessum f janda! Lipur brennivÍKsafgreiðsla. Um daginn gekk ég Skúla- götuna sem oftar, um sjö- leytið. Grútarstybban lagði á móti manni, rykskýin þyrl- uðust ,og frá áfengissölunni í Nýborg barst ófélegur og há- vær söngur, — en f jöllin og útsýnið var jafn fagurt til hafsins og endranær. Þegar ég kom að Nýborg* sá ég hverju óhljóðin sættu. Þar fyrir utan sátu ýmsir af hinum víðfrægu rónum. Reykjavíkur og „glingruðu og sungu við stútinn“, ef svo mætti að orði komast, milli þess sem þeir létu fjúka: klámyrði og glósur til vegfar- enda. „Hvað eru þessir kónar að hanga hér á þessum tíma?“ spurði ég förunaut minn. „Eg hélt, að áfengisverzluninni væri lokað klukkan sex? En kannske vilja þessir drjólar helzt halda sig í námunda við brennivínsbirgðir landsins, þó þeir geti ekki fengið neitt af þeim, — rétt eins og ástfang- inn unglingur ráfar í kringum heimili sinnar elskanlegu án þess að hafa nokkurn sjans að hitta hana?“ Förunautur minnn tjáði mér þá, að að vísu væri áfengis- verzluninni lokað klukkan sex, en oft á tíðum opnaði hún aftur klukkan um sjö til þess að gefa þessum aðframkomnu vesalingum — og öðrum brennivínsberserkjum síðasta sjans til þess að byrgja sig upp fyrir nóttina! Það var líka mest gustukin. Hvemig ætli sprúttsölum , Framh. á 8. síðu. Getur lögregluþjónn- inn sagt mér, hvar Ad- elgade er? Já, það er sjötta á hægri hönd. *ata Hvað er ég nú komin langt? Er þetta 5. eða 6. gata? Segið mér, lögreglu- þjónn, er þetta 6. gata á hægri hönd ?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.