Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.07.1950, Blaðsíða 6
—itóánud&gurinn IT.Sfolfli 1950. éi' hefði heyrt um, ætti að hafa dáið og arfleitt hana, ef ekki að stóreignum, þá að minnsta kosti að laglegri pen- ingasummu. Eða einhver hattaverzlun, frægari en Ma- dame Theresu hefði á yfir- náttúrlegarf' hátt heyrt, að henni hefði verið vikið frá starfi og sent henni skeyti samstundis og boðið henni vinnu ' fyrir helmingi meira kaup. En þegar hún kom í íbúðina,-beið hennar ekkert nema nokkrir smáreikningar og lyktin af hádegisvefði, sem entist allt til kvöljgveif§a|jj| én eftir það, þá lyktaði af kvöld- verðinum til næsta morguns, þg þannig gekk það dag eftir dag. Henni datt oft í hug, að Paradís kynni að hafa fullt af smáíbúðarhúsum með engri matarlykt. Tidworth sýndi ánægju sína yfir heimkomu hennar með því að teygja úr sér, mala og reka klærnar djúpt niður í fínustu silkisessuna hennar. „Þetta er allt í .lagi, Tid- worth minn,“ sagði hún, en ef ég ekki fæ atvinnu, þá verður þú að láta þér nægja undan- rennu, og það er jafnvel ó- víst um að þú fáir hana.“ En Tidworth stóð alveg á sama um þessa yfirvofandi ógæfu. Hann gekk til hennar og strauk sér settlega við fót- leggina á henni. 10. KAFLI Þar sem Cara hafði unnið fyr- ir sér alla sína ævi, þá hafði hún ekki hugmynd um, hvern ig hægt væri að vera iðjulaus, svo í lagi væri, allan eftirmið- daginn. — Hún dró nokkra gamla hattkúfa upp úr kom- móðuskúffunni og byrjaði að búa til úr þeim hatta. Hún var sérstaklega lagin í þessu og þetta var vinna, sem hún hafði meira gaman af en öllu öðru. „Ef ég aðeins ætti hundrað pund eða svo, þá gæti ég sett upp mína eigin hattabúð,“ hugsaði hún. „Hamingjan góða, væri það ekki gaman? Að vera minn eigin húsbóndi, og geta teiknað hattamódel fyrir mig sjálfa og gefið býð- arstúlkunum hrútaber, þegar mig lagaði til og þar að auki mundi það vera garnan að ágóðinn rynni í vasa sjálfrar mín, en ekki annarrar konu.“ Bráðlega hitaði hún sér te og fór að taka til í herberg- inu svo að allt liti vel út, þeg- ar Faversham kæmi að sækja hana. ' Það var fremur stórt þak- herbergi og.voru íþvi rnargjr íifkimaj qg skpt, Húp fox; út FRAMHALDSSAGA: Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG og keypti nokkur blóm, þótt það væri mesta eyðsla, þar sem hún var nú atvinnulaus. En Cpru hafði aldrei tekizt að líta á blóm sem eyðslusemi. Henni þótti þau allt eins nauð- gynleg og maturinn, sem hún borðaði og ioftið, sem hún anglaði' að sér. Það var ekki aðeins af því, að henni þótti herbergið þá vistlegra. Það minnti hana á ilmandi garða þegar maður leit á þau sól- gýllt. BÍómin minntu á sveit- ina, og þegar maður var lok- aður iniii í smá þakherbergi, var þetta bráðnauðsynlegt. Hún fór í fallegasta síðdeg- iskjólinn sinn. Faversham hafði sagt, að þau færu út og fengju sér kvöldverð. Um það leyti sem hún var að búast við honum og hún var að skoðá sig í speglinum alltaf öðru hverju. Það var undarlegt, hve klukkan gekk hægt; en þegar maður var með ein- hverjum, sem maður elskaði, þá skeiðuðu mínúturnar á- fram eins og veðhlaupahest- ur. En þegar maður var einn og var að bíðá, þá — Hún heyrði fjörlegt fóta- tak í stiganum að lokum, og svo seinu göngu húsmóður sinnar, frú Watkins, þá stóð hún á öndinni og var veik af spenningi. Það var einhver undarlegur verkur í hjarta- grófinni.. Þegar frú Watkins barði að dyrum ag sagði: „Það vill maður finna yður, ungfrú, og ég vona að hann rati upp til yðar næsta sinn. Þessir stigar gera mig 10 árum yngri, í hvert sinn, ,sem ég geng þá. Cöru varð illt við. Hamingjan .góða, cg vildi óska, að frú Watkir.s talaði ekki svona. Hvað hlýtur hann að hugsa?“ Hún gekk hratt yfir her- bergið og opnaði hurðina. Hann var svo sfþr ogþreiður, að liánrt virtís# fylíá dyrnar algjörlega. „Halló, Faversham, komið þér inn“, sagði hún og reyndi að gera röddina eðlilega. Hann kom inn- og stóð á miðju herbergisgólfinu og leit í kringum sig og sagði: „Svo að þér búið þá héma?“ Hún kinkaði kolli og von- aði að hann myndi hæla her- berginu fyrir... skreytingunaj eða segja að núnnskta kosti, að skreytingin væri mjög fall- leg. Hann gerði það ekki og hún fann af eðlishvöt sinni, að honum fannst fátt um. En þegar maður er ástfanginn, þá skynjar maður þetta ó- sjálfrátt. Honum fannst lítið til herbergisins kona, og henni sámaði. Hún vissi, að þetta var mjög fallegt. Auð- vitað var það hlægilegt að bera herbergið saman við hin fallegu herbergi hans, sem voru svo stór og fagurlega búin. En hún hafðj sjálf hjaíp- arlaust og búið allt út ein sín liðs, og var hálf-heimskulega stolt af því. En hún fyrirgaf honum brátt, þegar hann breiddi úrt fg)ðminn á móti hénni og sagði: „Elskan, þú lítur dásam- lega út. En hve það er gaman að sjá þig aftur!“ Hann. kyssti haná, hún var sæl — ósköp sæl, svo sæl, að hun hugsaði um ekkert ann- an en hann. Henni fanns hún vera full af hlátri, og bjóst við að hann þá og þegar bryt- ist út eins og-smáfreknm’nar á nefi hennar. Og hún sagði að lokum: „Eg ætla að kynna þig hon- um Tidworth, herra lávarð- ur“. Faversham hló líka. „Svo þetta er 'hinn frægi Tid\worth.“ En Tidworth leit ekki við honum. Þar eð Faversham hélt, að það væri búizt því af sér, þá rétti hann fram hönd- ina og klóraði honum bak við eyrað. Tidworth þoldi þetta litla stund. Svo skyrpti hann af óþolinmæði og beit í hönd- ina á Faversham. Faversham kippti að sér höndinni og bölvaði. Cara hrópaði upp yfir sig : „Ó, verslings höndin yðár. Mér þykir þetta svo Ieitf. Öþekktahörmurinn þinn Tid- worth!“ og gaf honum utan undir, og hann hljóp út um gluggann. Hún var fokvond. Hún 'hélt, að hann mundi haga sér almennilega þetta kvöld en það leit út fyrir, að hann færi að eins og flest dýr og börn, höguðu sér þá verst er ætlazt var til að þau höguðu sér sem bezt. . „Kettir,“ sagði hann, „eru mestu svikakindur.“ : . ,,Látíð yður ekki détta i hug,. að hann hafi meint þetta,“ sagði Cara. Eg held, að hann sé svona leikfullur.“ Faversham leit á djúp tannaförin á fingri sér. H,Hann virðist hafa nokkuð skrítnar hugmyndir um léika“ sagði hann, gremjulega. Cara hefði getað grátið. Tidwoi-th hafði eyðilagt allt fyrir henni. Ekki svo að skilja að þetta gæti haft nokkrar lang\7arandi afleiðingar. En um eitt augnablik virtist hún hafa oltið út úr róman- tíska heiminum, sem þau Fat7- ersham virtust komin í. Loks hætti hann að strjúka fingurinn og sagði við hana hóti riddaralegar: „Og hvað hafið þér nú ver- ið að gera í dag?“ ,,Þetta“ hugsaði hún, er að fara úr öskunni í eldinn. Hún hefði viljað tala um eitthvað skemmtilegra, áður en hún segði honum leiðindafréttina um sjálfa sig. En svona varð það að vera. „Eg er búin að missa at- vinnuna." Hann leit hvasst á hana. „Er það satt?“ sagði hann. „Er þao ekki nokkuð alvar- legt?“ „Svona eins alvarlegt og það getur verið,“ sagði hún. „Um nokkurn undanfarandi tíma hef ég unnið fyrir 35 shillinga á viku og eytt 37y2 sagði hún og hló mæðulega. „Eg býst við, að 35 shilling- ar mundu ekki gera betur en næg ja mér fyrir skylrtuhnöpp um. Hvað ætlið þér að gera ?“ spurði hann. „Ætlið þér get- ið fundið yður atvinnu“. Hún hristi höfuðið og sett- ist á dívaninn. „Það held ég varla,“ sagði hún , frú Theresea mundi tæp- lega gefa mér góð meðmæli eftir að ég hafði lesið yfir henni í dag.“ „Hvað sögðuð þér við hana?“ ' Hann settist varlega á dí- vaninn, rétt eins og hann væri óvanur því að sitja á dívan, semí jafnframt var notaður sem rúm. „Eg sagði frú Thereseu á- lit mitt á hennig Letty Havi- lant“ sagði hún. Svo bætti hún við eins og til skýringar: „Eg kenni Letty um það. að égvar rekin:“ Faversham blöskraði. „Þér meinið þó ekki, að Letty hafi lagzt svo lágt að beita þessu bragði?“ Cara hugsaði með sjálfri sér, að ekkert væri svo tíkar- lega auðvirðilegt, að Letty gæti ekki lagt sig niður við að beita því. En hún sagði að- eins: „Madame Theresea ját- aði það. Letty er einhver bezti viðskiptavinur hennar. Og ég býst ekki við, að hún hafi ekki jjótzt hafa efni á að missa hana.“ , Faversh^m fór hendinni um hár ait»'' Honum blöskraði ekki aðeins, að Cara skyldi missa atvihnuna. Eftir rifrilá- ið gerði ég mér enga tillivoú- ir um drengskap hennar, en það vakti honum mestu tor- tryggni við allt kvenfólk, og hann varð hissa, er hann hug- leiddi, að svona kona hefði nokkurn tíma getað hrifið hann. „Mér finnst rétt að segja yður, að nú er lokið öllum — öllum kunningsskap inilli mína og Letty. Öllu lauk að fullu milli okkar í gærkveldi. En auðvitað hafið þér séð að böndin okkar á milli voru að slitna.“ Cöru létti við þetta. En það réð ekki gátuna um, hvernig hún ætti að fá sér aðra at- vinnu. Hvað mynduð þér helzt vilja gera?“ spurði hann blíð- lega. Hún spennti greipar um hné sér og sagði með ákafa í rödd inni: „Hvað ég vildi gera?“ „Mér þætti bezt ef ég gæti sett upp hattabúð sjálf: Mér þætti gaman að hafa stúlkur í vinnu hjá mér, svo að ég gæti teiknað modelin mín sjálf“ og ákafinn óx í rödd- inni. — „Mér gæti farnast vel, það minn ég á mér. Og svo kann ég allt viðvíkjandi hattaverzlun, frá upphafi til enda, og mundi farnast vel, það finn ég á mér.“ „Hvers vegna setið þér ekki sjálf upp hattaverzlun?" sagði hann. Hún brosti dauflega. Hvers vegna heimta ég ekki tunglið og ber það á brjóstinu eins og nælu ? Hvers vegna ek ég ekki í gylltum f jóreikis- vagni með fjórum hestum fyrir.?“ „En“ sagði hann og broti lítið. eitt, ,,er það ekki fram- kvæmanlegra að -komu-7mpp lítilli hattabúð, sem þú ættir sjálf heldur en heimta tungl- ið til þess að skreyta sig með“ ? „Hvorttveggja er jafn ó- framkvæmanlegt, ef .maður hefur. enga peninga“, sagði hú».i-v .•• ■,• ■■..

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.