Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 1
29. tölublað. 1950. Mánudagur 24. júlí 03 VERÐUR ISLAND BLOÐVOLLUR NYRRAR STYRJALDAR Bandarískur hernaðarsérfræðingur telur fsland og Alaska líklegustu innrásarlöndin í styrjold milli r Bandaríkjamanna og Rússa Um eitt hundrað rússnesk skip á sveimi fyrir norðan fiskimið Islands Utanríkisráðuneytið gefur enga skýrslu um hlutskipti Islands ef til stríðs kemur 1 heiminum er nú fátt meira rætt en hin mikla styrj- aldarhætta, sem ógnar þjóðunum. Hvert sem litið er, sjá- um við merki þess að stórveldin eru að búa sig undir að gera upp sakirnar sín á milli. Smáþjóðimar eins og Island verða ekki nema peð á hinu mikla skákborði, og fyrir stórþjóðunum vakir ekki annað en heildin vinni, þó það kunni að kosta tortímingu einhverrar smáþjóðar. Tuttugasta júní þ. á. birtist í bandaríska blaðinu „Look“ grein eftir George Fielding Eliot, einn af fræg- ustu heraaðarsérfræðingum Bandaríkjanna, sem nefnist „Hvað tilbúnir erum við, ef Kússar skyldu ráðast á okkur?“ Greinin f jallar síðan um möguleikana til varnar bæði í heimalandinu og á hinum ýmsu stöðum, þar sem Banda- xjíkjaher hefur fótfestu. Þá eru og gerðir möguleikar fyrir því, að Rússar nái fótfestu á ýmsum herstöðvum Bandaríkjanna. Fyrst er rætt um varúðarráðstafanir inn- an Bandaríkjanna, en síðar er vikið að veigamestu stöð- unum utan Bandaríkjanna. Dæmi, sem nefnd eru, eru ísland og Alaska. Við skulum taka dæmið eins og hernaðarsérfræðing- urinn sér það, og fer hér á eftir nákvæm þýðing á þeim hluta greinarinnar, sem sérstaklega fjallar um ísland: Möguleikar óvinanna: (Rússanna). Hertaka ís- lands með landher og sjóher og þar af leiðir loft- árásir á norðausturhluta Bandarík janna. Gagnráðstafanir Bandaríkjanna: 1) Floti af flugvélaskipum tilbúinn í Norður-Atlantshafi til þess að útiloka flugherferðaundirbúning á Islandi. 2) Sjó- og Iandher til þess að taka eyjuna aftur. (Sýnilega gert ráð fyrir, að Bandaríkin hafi eyjuna nú. Ritstj.). 3) Flugflota aðstoð til að ná eyjunni frá Ný- fundnalandi, Labrador og Grænlandi. 4) Skipulagning íslenzkra borgara í varnarher. Ekkert hefur verið gert í þessu vegna stjóramála- viðhorfsins á Ishmdi. Þetta er áætlun eins mesta hernaðarsérfræðings Bandaríkjanna, og hún hlýtur að túlka að mestu skoðanir aimarra sérfræðinga þar í landi, þó að greinin sé á engan hátt opinbert bandariskt stjóraarplagg. Við þessari grein frá bandarísku sjónarmiði er raunverulega ekkert að segja. Átök heimsveldanna eru nú orðin svo umsvifamikil, að all- ar þjóðir hljóta beint eða óbeint að verða þátttakendur í deilum þeirra. Island, vegna hnattstöðu sinnar, hlýtur að vera fengur fyrir bæði Bússa og Bandaríkjamenn, ef til styrjaldar kemur. Sá, sem ræður yfir Islandi, ræður yfir Atlantshafinu, sagði einhver herforingi í síðustu styrjöld og líkindi benda til þess, að það sé rétt. En íslenzka þjóðin hlýtur að verða að fara að svara þeirri spurningu, hver verði afstaða okkar í þessum málum. Er verad Bandaríkjanna svo fullkomin, að ekki komi til átaka á Islandi, eða er Vestur-Evrópubandalagið svo sterkt, að ekki þurfi að gera hernaðarráðstafanir hér á landi, fyrr en styrjöld milli stórveldanna hefur formlega brotizt út. 1 einræðislöndum er það staðreynd, að ekki þarf sam- þykki fulltrúaþings til þess að segja þjóð stríð á hendur, og hemaðarundirbúningur getur farið fram og fer fram í þeim löndum án þess að þjóðirnar viti það í heild og því síður aðrar þjóðir, þegar einræðislöndin eru lokuð útlend- ingum eins og Rússland er. í»að er einnig staðreynd, að í lýðræðislöndum þarf samþykki fuUtrúaþings þjóðar til þess að heyja styrjöld og tryggja vopnaframleiðslu. Þefcta er ein helzta ástæðan fyrir því, að lýðræðisríki, sem þurfa allt í einu að far að kalla menn til vopna, fara ávalt liall- oka í byrjun slikra styrjalda. Augljósasta dæmið er síðasta stríð, sem sýndi, að Hitler var það tilfölulega auðvelt að leggja undir sig Evrópu að Rússlandi, einræðisríki, og Spáni, samherja sínum, undanteknum. Þó höfðu öli þessi ríki og svo Norðurlöndin liermenn og herskyldu. Ef álit George Fielding Eliots er rétt, verður ekki við öðru að búast en einmitt Island verði einn af blóðvöllunum í næstu styrjöld. Þjóðiraar óttast nú styrjöld um allan heim. Framliald á 8. síðu. Fjárhagur Bandaríkjanna í hinu ágæta bandaríska blaði „US News and World Report" birtist nýlega mjög eftirtektarverð grein um f jár- hagsútlitið árið 1950. Vörurn- ar koma úr bandarískum. verksmiðjum, og meira er framleitt, keypt og selt í land inu en nokkru sinni áður. Hin aukna eftirspurn eftir vörum hefur haft í för með sér nokkra verðhækkun, en ekki nærri allar vörur hafa stigið í verði. Yfirleitt má segja, að vörumar hafi hækk- að um 2% frá síðasta ári, en þær eru þó 1% ódýrari en 1948, en þá var hækkunin mest á vörum eftir styrjöld- ina. Mestu verðhækkanir eru á stáli, sem er um 40 dollarar tonnið og einnig á gúmmí, sem á fáum mánuðum hefur hækkað um 60%, og ull, sem er dýrari en nokkru sinni fyrr í sögunni. Timbur fer einnig mjög hækkandi í verði. Viku- blaðið leggur áherzlu á, að þetta þýði ekki verðbólgu. Hin miklu kaup ríkisst jórnarinnar á ýmsum framleiðsluvörum og hinar gífurlegu byggingar- áætlanir, eru meðal orsakanna og. raunverulega þýðir þetta að verðið fellur. Skákmót Með næstu ferð Gullfoss koma hingað um 20 skákmenn frá Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku. Eru það þátttakendur í Skákmóti Norðurlanda sem hefst hér í Reykjavík 28. júlí og stendur til 10. ágúst. Þetta er í fyrsta skipti sem Skákmót Norður- landa er haldið hér. Skákmót þetta mun verða mjög spenn- andi því þárna keppa margir sterkustu skákmenn á Norð- urlöndum. Núverand? T'r'~ð- urlandameistari er Baldur Möller.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.