Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 6
~ MÁNUÐAGSBLAÐIÐ ÍL' •first ehuniM ■ :xsxx ssom. m- tívít.-«u «w-rr ~ Mánudagur" 24. * juli “1950. Hann kinkaði kolli. „Ég skil.“ Hann sagði ekki neitt I í nokkrar mínútur. Hann [ starði út um lága kvistglugg- ann, yfir húsþökin, sem virt- ust silfurlit í daufri birtu tulgsins, sem var að koma upp. „Vildirðu að ég léti þig fá peningana?“, spurði hann. Hún roðnaði lítið eitt og hún tók aðeins fastara um knén. Hann hafði sagt. „Vild- irðu að ég léti þig fá pening- >ana?“. Og vegna þess að hún elskaði hann eða hélt að hún gerði það, þá varð hún allt í einu óttaslegin. Œíélt hann....? Hún varð að komast að því, en það var mjög erfitt. „Ég vil ékki að þú gefir mér peningana", sagði hún hljóðlega, „en ef þú lánaðir mér, þá myndir þú ætlast til alls...., alls í staðin fyrir þá?“ Hún var dálítið hás, þegar hún tók sér málhvíld. Favers- ham svaraði ekki samstundis. Hann stóð upp af legubekkn- um og stakk hendinni, í buxnavasann, og gékk nokkr- um sinnum 'um gólf í litla herberginu. Ekki nema þú þú vildir það Cara,“ sagði hann rólega að lokum „Ég er ekki ódrengur en — “ hann brosti afsakandi „Ég er einnig karlmaður og þú veizt að ég er óskaplega hrifinn af þér. Ég er jafnvel viss um að ég elska þig“. Svar hennar var lítið bros, en hún fann kuldahroll fara uin sig. I þögninni sem varð, kom hann til-hennar og sett- íst hjá henni og hvíslaði: ,,Ég er viss um það. Ég elska þig Cara“. Hann' tók hlýlega um hendur henni, sem (vo,ru krosslagðar um hné hennar og hélt um þær: „Þýkir þér þetta óbæri- legt?“, hvíslaði hann. Hún hrissti höfuðið hægt. Lampaljósið sló daufri birtu á höíuð hennar, og fagra and- litið hennar var hvítt eins og fílabein. „Nei mér þykir þetta ekki óþægilegt“, sagði hún. Það er afar fallega gert af þér að spyrja að því, Faversham“, Það var önnur þögn. Hann ræskti sig tvisvar, áður en hann hélt áfrarn. Éins og þú veist, Cara, þá gefur amma mín mér mjög ríflega vasapenigá og þegar gaml-a konan deyr, þá....“ liann hikaði „verð ég betur síæður en nokkurn tíma' fyrr. Ef þér þætti vænt um mig þá mundi ég sjá um, að þig skorti aldrei neitt. Ég myndi láta þig fá peninga til þess að koma þér upp búð, ég myndi hjálna bér að ná í fallega íbúð. Mig langar voðalega mikið til þess“. Það varð af+ur þögn.JCuld- inn í hiarta Oör-u jókst. og hún fann. grátinn. vakna . og FRAMHALDSSAGA: Ríkur maður - iátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG L tárin — tárin, sem hún mátti með engu móti láta sjá. Raunverulega var hér ekkert til þess að gráta af. Aðeins fagur draum.ur, sem allt í einu varð fremur lítils- verður. Aðeins óljós þrá eftij fagra herklædda riddaran- um, sem skyndilega varð mannlegur. Ef til vill var það kjánalegt að trúa að riddarar í skínandi herklæð- um væru enn til. Eða ef til vill ’hafa þeir aldrei verið nema í rómantískum draumum ungra stúlkna. Faverham hafði sagt“. Ég elska þig Cara “, en hann hafði ekki sagt „Ég vil giftast þér Cara“. Einu sinni hafði hún haldið, að þessar tvær setn- ingar þýddu það sama, en hún hafði lifað of . lengi í heimi hagsýnna. manna og kvenna til þess að vita að þær voru það ekki. Faversham hafði gefið í skin — mjög varfærnislega gefið í skin— möguleika ann- ars sambands milli þeirra. Hún brosti dauft og hugsaði. Ef ég væri ung stúlka eins og henni er lýst í dapurri gamaldags ákáldsögu. mundi ég standa á fætur, opna dyrn- ar og segja. Hvernig dirfist bú að móðga óspjallaða mey? Þá mundi faðir minn láta húðstrýkja þig fyrir þetta“. En það eitt að hugsa sér að láta svona á þessum dögum rog þessarri öld var hlægilegt. Auk þess fannst henni hún vera ástfangin af Faversham. venjulega undir stúlkunni komið að sjá um að þeir kæmust ekki undan því. Ef hún færi kænlega að, án þess að hún virtist búa yfir nokkru, þá mætti það takast. En, hugsaði Cara sorgbitin, var það ekki leiðinlegt að verða að láta það takast? Það virtist eyðileggja alltsam an. Henni fannst hún verða allt í einu máttlaus eins og hún hefði fengið skyndilega högg í kviðinn. En hún álasaði ekki Faversham. Hún vissi, að karlmenn eltu venjulega þa.ð, sem þeir gátu fengið og marg- ir þeirra gerðu grín að gift- ingu. En frá sjónarmiði stúlku og þá sérstaklega stúlku, sem hafði líkar hug- myndir og Cara, var ekkert annað hægt. Hún vissi að hún gæti aldrei orðið hamingju- söm í öðru sambandi við karl- menn. Það var ekki í eðli henn ar. Hún hafði séð aðrar stúlk- stúlkur, sem hún hafði ur Hún leit á ástandið hill- ingalausf. Það var ekkert kjarkdéysi til í Cöru og hún neyddi sig til að líta á það hreinlega og án hugaræsings. Faversham ekkaði hana en vildi ekki giftast henni. Auð- vitað var ekki hægt að skella allri skuldinni á hann. Hann var mjög ríkur, hafði góð sambönd, og hafði góða stöðu og sambönd í þjóðfélaginu. Hún var aðeins lítils háttar afgreiðslustúlka í hattabúð og í augnablikinu var hún ekki einu sinni það. Það var nógu unaðslegt og róman- tískt að hugsa sér, að menn eins og Faversham langaði til að giftast sér, en í níu til- fellum af hverjum tíu vildu þeir það ekki. Það er að segja þeir- giftust þeim ekki,. ef þeir gátu komizt hjá þyí. Og. Cara vissi að það var unnið með, reyma það og venjulega endaði það með ó- sköpum og stundum með al- varlegum afleiðingum. Það var til dæmis hún litla Millie Richards, sem skrúfaði frá gasinu hjá sér eitt kvöld, þegar hún komst að því að elskhugi hennar ætlaði að gift ast ríkri æðri stéttar stúlku. 1 byrjun var rórnans Millie og Len Hartkeys ekkert annað en hlátur og ást. Hún hafði 1 sagt Cöru, að sér þætti gaman að gera eitthvað í mót almenn um siðum. Það var svo tak- markalaust garnan. En 18 mánuðum seinna hafði ves- lingsstúlkan skrúfað frá gas- inu. „Veslingsstúlkan var ást- fangin af honum“ sagði systir hennar við Cöru rétt eftir að rannsókninni var lokið. Ef til vill, hugsaði Cara, að hægt væri að þola samband eins' og það sem Faversham hafði ymprað á, að stúlkan yar ekki ástfanginn af manninum. En væri maður ástfanginn, hvern ig færi þá, þegar hann ein-- hvern daginn kynntist einn- hverra stúlku úr sömu stétt og hann er ogákvæði að gift- ast henni ? Það yrði líkast því og að búa á barmi eldgjár, ekk ert öryggi, og ástin helvíti fyrir kvenmann, ef h.enni er ekki. samfara öryggistilfinn- ing,>hugsaði hún., . : J Faversham hreyfði sig örlít ið, meðan hann beið eftir svari. Þögnin hafði varað nokkra stund og þögn Cöru var honum óþægileg. Var það ómennisháttur áf honum að stinga upp á þessu? En var það samt sem áður ekki sams- konar boð og flestir menn í hans stöðu myndu hafa boðið stúlku í sömu stöðu og Cara var? Og flestar stúlkur í stöðu Cöru hefðu gripið tæki- færið — að minnsta kosti reyndi hann að telja sér trú um það. Hann tók ívið fastara um hönd hennar og sagði: „Haltu ekki að ég sé að neyða þig til þess að ákveða þetta, elskan. Mig langar ekki til þess að þú gerir nokkuð annað en þig langar til, en . . “ Hún brosti lítið eitt og sagði: • „Það er alltaf þetta „en“, er það ekki Faversham? Líf- ið væri fullkomið ef ekki væru þessi „en“;“ Hann hnyklaði aðeins svárt ar brýrnar svo að þær náðu saman og um leið sleppti hann hönd Cöru. „Hvað þýðir þetta, Cara?“ .Litla brosið kom aftur yfir andlit hennar. „Eg veit ekki hvað það þýð- ir“ sagði hún „en ég vildi held ur að. þú gæfir mér ekki pen- ingana. Eg hef getað komizt ágætlega af á eigin spýtur, ég býst við að þrátt fyrir Madame Thereseu, þá geti ég haldið því áfram. „Þá viltu ekki ást mína?“ Rödd hans varð allt í einu hás. I sama bili komu tárin fram í augunum á henni, en hún kreisfi aftur augun svo þau rynnu ekki niður. Vilja ekki ást hans, það sem var eini hlut urinn í heiminum, sem hún vildi. En hún vildi hana ekki á þennan hátt. „Eg skil“ sagði hann. Hann þína“ sagði hún lágt. „Ek skil“ sagði hann. Hann stóð upp af legubekknum og gekk yfir að eldstæðinu. Hann kveikti sér í sigarettu en hend ur hans voru óstyrkar. Hon- um skildist ekki fyrr en nú, hvershu mjög hann hafði treyst á jákvætt svar. Hann vissi að hann var yfir sig hrif- inn af Cöru og jafnvel elsk- aði hana, en gat hann með nokkru móti gifzt henni ? Á þessu augnabliki sá hann ekki, hvemig hann gæti það. Hann varð að taka tillit til ömmu sinnar. Hann hélt, að hún myndi verða mjög á móti slíkri giftingu. Myndi Cara, auk þess, án nokkurrar þekk- ingar á samkvæmislíf inu, vera heppileg kona fyrir hann? Hann reyndi að hugsa skýrt en í augnablikinu voru tilfinningar hans í allt of miklu uppnámi. Slagæðarnar slógu ört og hjartað barðist títt. Hann langaði að þrífa Cöru í fang sér eins og hann hafði gért áður, kyssa mjúku varirnar hennar og þrýsta henni að sér. Hann þráði hana en meir en hann hafði þráð nokkuð á æfinni. En að giftast henni . . . . ? Gifting, fannst honum eitthvað, sem menn færu í, í miklu alvarlegra og rórra skapi. Hún hafði boðið Hanum vináttu sína en í þessu augnabliki vildi hann ekki vin- áttu hennar. Það var svo ö"m- urlega ófullnægjandi. Ef til vill gæti hann seinna orðið vinur hennar, en einmitt á þessu augnabliki gat hann vart horft á hana án þess að snerta hana og fara höndum um hana. Það var bezt fyrir hann að fara. Ef hann yrði kyrr lengur gat svo farið, að hann yrði óstöðugur á svell- inu. Hún var of æsandi, og yfirnáttúrlega heillandi fyrir hann. „Eg verð að fara, Cara“ sagði' hann rámri röddu. „Eg hefi annað stefnumót. Meira - að segja hefur maðurinn nú beðið . eftir mér um það bil hálfa klukkustund. Hann fálmaði eftir hatti sínum og hélt til dyranna. Cara horfði á hann. Henni leið næstum illa líkamlega ög hjarta hennar var kalt af ör- væntingu. Hún vissi vel, hvers vegna hann var að. fara og þar sem hún elskaði hann svo mikið, þá var það sárt. Ilana langaði að hlaupa á fætur og kasta sér í faðm hans og hrópa. „Ekki fara, elsku Fav- ersham. Farðu ekki. Eg sam- þykki allt, sem þú vilt, allt, bara ef þú ferð ekki frá mér núna.“ ’ En orðin komust ekki upp. Hún gat ekki hréyft sig. Hún bara sat þarna og andaði og stóru augun hennar horfðu á eftir honum. Við dyrnár sneri hann sér við og sagði kulda- lega: „Við sjáumst afur Cara, mjög bráðlega. Eg annað- hvort kem eða sendi þér skila- boð. Við gerum eitthvað, ann- aðhvort snæðum við saman hádegisverð eða kvöldverð.. . Hún svaraði eins og . í leiðslu: .„Það verður.gaman ’ Fav.ei’sham'-. • - • , ji

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.