Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 24. júií 1950. mrr *"i^f f: ■w' MÁNUDAG&BLAÐIÐ Flugfreyja 1950 Framh. af 2. síðu. unum um leið og þau urðu kunn. Ungfrú Margrét er 22. ára að aldri og hefur starfað hjá Loftleiðum h.f. s.l. tvö ár í innan- og utaniandsflugi. Ensk blöð geta þess sérstak- lega hve vel hún tali ensku auk þess, sem hún talar Norðurlandamálin og dálítið í þýzku. Eins og þið sjáið á mynd- unum á þessarri síðu er ung- frú Margrét lagleg stúlka, með brún augu og dökkjarpt hár glaðlegt og aðlaðandi bros. Auk starfs hennar sem hún hefur mikinn áhuga á þykir henni gaman að hljóm- list, skíðaferðum og einstaka sinnum — að dansa. I starfi sínu hefur hún ferð- azt víða um heim m. a. til ítalíu, Bandaríkjanna, Puerto Rico, auk höfuðborga Norðurlandanna. Nú hefur hún um nokkurt skeið flogið í skymaster flugvélum Loft- leiða milli Reykjavíkur og London. Við, sem heima sitjum ósk- um ungfrú Margréti til ham- ingju með þessa vegsemd, sem henni hefur hlotnazt og erum henni þakklát fyrir þá viðurkenningu, sem hún hef- ur veitt Fróni. Blaðið óskar henni og Loftleiðum til ham- ingju og hins bezta í fram- tíðinni. Ur ýmsum áttum Það, sem er eins altækt eins og dauðinn, hlýtur að vera blessun. —OO— Sérhver stór stofnun er sem stækkaður skuggi af ein- um manni. —OO— För í sandi tímans gera menn ekki með því að setjast. —00— Af praktískum ástæðum nú á tímum verða allir öðru hverju að segja ósatt. —00— Það óþægilega við allar kon ur er það, að þær hafa venju- lega rétt fyrir sér. —00— Hvað sem þú gerir, þá get- ur þú reitt þig á, að einhver vissi alltaf, að þú mundir gjöra það. —OO— Enginn sá, sem reykir mikið, fremur sjálfmorð. —00— Það er innræti allra manna að hata þann, sem við höfum gert rangt til. —00— • Maður getur gert hvað sem er með byssusting, riema sitja á honum til lengdar. —00— Versta bylta, sem maður getur fengið, er sú, þegar honum verður . fótaskortur f um sjálfs sín látalæti. Úr druslum er búinn til pappír. Or pappír eru gerðir peningar. Or peningum eru gerðir bankar. Bánkarnir veita lán. Lánin skapa fátækt. Or fátæktinni verða druslur. —OO— Það eru til vel orðaðar heimskulegar hugmyndir, al- veg eins og til eru vel klæddir heimskingjar. J<; kjóllinn er fallegur Og ódýr, — úr svona Hvað kostar hann? Viljið þér bíða, meðan góðu efni. ég athuga það. 63* i C«Q er O* r cíq IfTj Had • Lesendum blaða hér á landi er nú þegar kunnugt, að hér er aðeins eitt blað, sem fjallar jafnt um þjóðmál sem önnur mál og heldur lilutleysi sínu. ÖII þau mál, sem skipta liag- almennings, eru rædd í Mánudagsblaðinu, og okkur er jafnan Ijúft að birta allar hliðar þeirra mála, sem mest eru rædd. Fastir dálkar í blaðinu hafa náð miklum vinsældum. Dálkar Jóns Reykvík- ings, sem birtir eru í nær hverju blaði, Kvennadálkur Clíós og greinaflokkur eftir Ajax um ýmis málefni hafa vakið umræður ineðal lesenda. Fyrir þá lesendur, sem ekki fylgjast með stjórnmálum eða öðrum þjóðmai- um að staðaldri, er líka nóg efni. Nægir þar aö Denaa a KViKmynaasagnryn,. spennandi sögur, fréttir og upplýsingar á sérstökum sviðum, og nú í liaust neri- ast á ný leikarafréttir, sem áttu miklum vinsældum að fagna meðal yngri lesenua Mánudagsblaðið getur því sannarlega kallazt BLAÐ FYRIR ALLA. Nokkur eintök eru enn til af síðasta árgangi Mánudagsblaðsins, og verða þau send ykkur, ef þið óskið þess. Árgangurinn kostar 48 ltrónur. Ef þið viljiö verða áskrifendur blaðsins, þá gerið eitt af tvennu: Hringið í síma 3975 dg gefið upp nafn og heimilisfang eða fyllið út eftirfarandi áskriftar- lista. i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.