Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 1
<s_. ' 1» Blaéfyi S. árgaogur. Mánudagtir 31. júlí 1950 30. tölublað. 'r ] rr, r) FJARHAGSRAÐ I UPPLAUSN Búizf vlðf að það verði lagt niður fið og þegar Það íréttist íyrir nokkru, að þeim Vilhjálmi Þór og Birni Ölafssyni hefði verið falið að gera uppkast að nýju fyrirkomulagi á meðferð þeirra mála, sem hevra undir Fjárhagsráð. Ekki er vitað um niðurstöður þessara tví- menninga og raunar ekki vitað, hvort þær fréttir, sem nú berast um yfirvofandi niðurfellingu Fjár- hagsráðs, standa í nokkru sambandi við bollalegg- ingar þeirra félaga, en þó má vel vera, að svo sé. Þrju aðalatriði Það eina, sem vitað er með vissu er, að fram- undan er mikil stefnubreyting í viðskiptamálunum. Fjárhagsráð á að leggja niður, en hvað við tekur, er ekki fyllilega Ijóst, þegar þetta er ritað. Helzt er þó fyrirhugað, að 1) Frílisti verði gefinn út fyrir ýmsum nauð- synjum, svo sem útgerðarvörum, kolum og salti og olíu, auk margs annars, sem er svipaðs eðlis og verið hefur undanfarið meginþáttur alls innflutn- ings til landsins. 2) Það gjaldeyriseftirlit, sem þarf, eftir að búið er að gefa út frílistann, verði framkvæmt af bönk-1 unum. 3) Eítirlit með fjárfestingu verði lagt niður að mestu eða öllu leyti, með því að allar fjárfestingar, sem máli skipta., séu hvort eð er óframkvæmanlegar vegna fjárskorts og vöruskorts. Þrevttur maður Magnús Jónsson.gu ðfræðipiófessor og formað- ur Fjárhagsráðs, hefur verið í fríi undanfarið og hefur dr. Oddur Guðjónsson gegnt störfum hans. Mun M. J. láta sig heldur litlu skipta afdrif Fjár- hagsráðs, enda er hann innvið beinið fríhyggju- maður í atvinnu- og fjármálum, þó það ætti fyrir honum að liggja að vera settur í fylkingarbrjóst á hættulegum slóðum, eins og Uiía forðum, skv. Garnla testamentinu. Hefur þótt bera á því undanfarið, að próíessor- inn væri venju fiemur þreytulegur, og er hann vafalaust vel að fríinu kominn. „í lotnum herðum liggur það, sem liðið er," sagði Sigurður Grímsson. FramlagiS vegna grei&Iu- bandalagsins Það hlýtur að styðja mjög að því að gera niður- fellingu Fjárhagsráðs mögulega og sjálfsagða, að Island hefur nú gerzt aðili að hinu svonefnda greiðslubandalagi Evrópu og fengið í því skyni 60 milljónir króna iil að rétta við greiðsluhallann á Verzlun íslands við önnur Evrópulönd. Er raunar trúlegt, að það íramlag hafi verið því skilyrði bund- ið, að við breyttum til skynsamlegii háita í við- skiptamálum okkar, m. a. með niðurlagmngu Fjár hagsráðs og úígáfu frílista. Ohreina tanið Menn munu bíða þess með óþreyju, hvað ger- ist í þe.ssum málum nú á næstunni. Áímenningi er farin að leiðast þessi silkihúfu-spilling í nefndum og ráðum, þar sem hver húfan keppir við aðra, og almenningur fagnar því, ef svo gæfulega tekst til að ráðamenn okkar fækka húfunum og henda þeim í óhreina tauið. Úrslit í annarri umferð. Skákmóts Norðurlanda urðu þessi: Baldur Möller vann Palie Nielsen (D), O. Kinn- mark (S) vann Jul. Nielsen (D), E. Gilfer vann B. Sund- berg (S), A. Vestöl (N) vann Guðjón M. Signrðsson. Bið- skák varð hjá Storm Herseth (N) og Guðm. Ágústssyni. 1 meistaraflokki vann Lár- us Johnsen Sturlu Pétursson. Jafntefli gerðu Áki Péturs- son og Viggo Rasmussen (D) og Bjarni Magnússon og Leht- inen (F), en biðskák varð milli Jóhanns Snorrasonar og Niehlén (S) cg Friðriks Öl- afssonar og Jóns Þorsteins- sonar. FerSamaður skriíar wm: Hátel Blönduós — Norðiirleiðir hi. — liprir bií í þessu blaði hefur oft ver- ið drepið á það, hversu mjög hinum ýmsu hótelum úti um land er ábótavant, bæði hvað húsnæði og framreiðslu snert ir. Hefur þar verið t. d. sér- staklega bent á Laugarvatn, sem þrátt fyrir mikla mögu- leika er ákaflega ófullkomjð og óforsvaranlega dýrt ferða- fólki. Á hitt hefur verið minna minnzt og það er hótel, þar sem skilyrði eins og á Lauga- vatni eru ekki fyrir hendi, en framkoma hótelstjórnarinnar og einstakra starfsmanna er svo lipur og prýðileg, að ferða maðurinn verður þess ekki var, þótt eitthvað kunni að skorta á íburð. Eitt af þeim hótelum, þar sem ferðamanninum er á- nægja að gista, er hótel Blönduós. Blönduós er ekki ákjósanlegasta plássið fyrir fyrir þann að vera, sem fædd- ur er og uppalinn í höfuðborg- inni. Staðurinn er lítill og fátt til dægrastyttingar. En á hót- elinu er gestkvæmt, og þar er jafnan ys og þys ferðamanna aag og nótt. Þar nema áætl- unarbifreiðar staðar, jaf nt sem einkabifreiðar, og allir vilja fljóta afgreiðslu, enda flestir tímasnauðir í sumar- friinu. Þetta hefur hótel- stjóminni skilizt, og sjaldan hef ég séð starísfólk jafn al- úðlegt og boðið og búið að sinna kröfum gestanna sem þar. Hvort sem menn ber þar að á nótt eða degi, er allt sem í valdi forráðamanna er, gert til þess að láta gestum líða vel. Lipurð stúlknanna, sem ganga um beina er einstæð, og hótelstjórinn og aðstoðarmað ur hans leggja sig í líma við að sinna hinum fráleitustu kröfum vegfarandans. Jafnt innlendir sem erlend- ir menn kunna að meta það, sem vel er gert, og þó skilyrð- in séu ekki hin ók jósanlegustu þá hverfa þau í skuggann, þegar háttprýði cg lipurð eru annarsvegar. ★ Sumum leiðist að í'erðast í áætlunarbifreioum, og ber til þess margar ástæður. Menn tala um þröng sæti, sleifar- lag í áætlunum og almenna vanlíðan á ferðaiögum. Ekki er því þó að heilsa hjá Norð- urleiðir h.f. Þeir, sem kost hafa átt á því, að ferðast með bifreiðum þeirra milli landshluta, hafa gert. orð á því, hversu bifreið- ar þeirra eru breinar og rúm- góðar og bifreiðarstjórar liprir. Hafa ferðamenn jafnan tekið þessar bifreiðar fram- yfir aðrar. í langferðum vill það oft verða svo, að bifreið- arstjórinn verður einskonar centrum í ferðinni. Farþegar eru hver af sínu landshorninu, þekkjast ekki og eru ófram- færnir. Þeir leita til bifreiðar- stjórans með vandræði sín, og hjá bonum má jafnan fá upp- lýsingar um merka staði á leiðinni. Lipurð bifreiðastjóra er því mikill ávinningur fyrir þau félög, sem halda uppi ferð um um landið. Þegar keyrt er á og af skemmtunum til sveita, reynir mest á þolin- mæði og lipurð bifreiðastjór- ans, Hóparnir, sem sækja um, far frá skemmtistaðnum, eru mjög misjafnir, eins og vera ber. Það fellur i hlut bifreið- arstjórans að veita öllum ein- hverja úrlausn, og það hlýtur að reyna á taugarnar, þegar um óteljandi kröfur er að. ræða. Drukknir menn eru mis- jafnir, sumir vilja aðeins fá sér blund í sætinu á heimleið- inni, en aðrir virðast fyrst „komast i stuð“, þegar í bíl- inn er komið. Hef ja sumir upp scng, sem er sök sér, en aðrir bjuja að flækjast um bifreið- ina og veltast milli sæta. Þá kemur til kasta bifreiðarst jór ans um að lempa mennina og sjá svo um, að aðrir farþegar verði ekki fyrir óþarfa leið- ■ indum vegna hins drukkna. Þetta getur oft haft illindi í för með sér, ef um geðstirðan bifreiðarstjóra er að ræða, eu laginn og skilningsríkur bif- reiðarstjóri getur á undra- verðasta hátt afstýrt öllu sliku. Framhald á K síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.