Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 3
r.cij j r.'irf "i-xs ibt.'ííf.'M Máriudagnr 31. júlí * 1950 11 MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvíkings Halfi djöfullinn Þegar horft er á, hvernig landið iiggur nú í stjórn- málum Evrópu, beinist at- hyglin fljótlega að jafnað- armannaflokkunum í ýms- um löndum. Þeir Ieika sums staðar hlutverk hins „halta djöfuls“, sem alls staðar er þversum, alls staðar til tafar og truflun- ar og spillir góðum friði, þegar færi gefst. Þetta kann mörgum að þykja harður dónmr, en ef vel er athugað sést, að hann er sannur. Lítum fyrst til ensku jafnaðarmannanna. Þeir hafa nýlega gefið út eins konar stefnuskrá, sem mið- stjórn flokksins er talin fyrir, en í jæssu plaggi _ kemur fram sú furðulega staðhæfing, að fullkomin samvinna geti ekki átt sér stað milli Englands annars vegar og annarra ríkja Ev- rópu liins vegar, þar. eð þau ríki búi ekki við jafn- aðarmafnnastjórn og hafi ekki „sliown either the will or the ability to plan their own economies“, eins og það er orðað í plagginu. Þegar skjal þetta kom út urðu allir, sem því kynnt- ust, gem þrumii lostnir, og átti það ekki sízt við um Engl. sjálfa. Meira að segja jafnaðarmennirnir, sem útbjuggu plaggið, vissu ekki sitt rjúkandi ráð, þegar þeir sáu, livaða á- lirif skjalið hafði. Um alla Evrópu var skammsýni og liroki ensku jafnaðarmann- anna fordæmt. Attlee for- sætisráðherra sá, að hér voru góð ráð dýr og fiýtti sér að gefa þá yfirlýsingu í þinginu, að mijstjórnar- skjalið sýndi alls ekki rétti lega, hver væri síefna ríkis- stjórnarinnar. Skuldinni var skellt á Mr. Dalton, en hann varð einu sinni að víkja úr ráðherrastóli fyrir ósæmilega framkomu. En pílatusarþvottur Attlees megnar ekki að afmá smáa enska jafnaðarmanna- flokksins. Flokkurinn hef- ur líka sýnt, að honum er engin alvara um að taka höndum samau við önnur ríki til vamar og sóknar á örlagatímum. Ensku jafn- aðarmennimir hafa bmgð- ið fæti fyrir hugsjón Schu- mans um sameiningu þungaiðnaðarins og á fleiri sviðum þvselzt fyrir að sið liins „lialta djöfuls“. Hroki ensku jafnaðar- mannanna er því blöskrun- arlegri sem eklii eitt ein- asta af samveldislöndum Breta býr við jafnaðar- mannastjóm. Þessi lönd hafa þurrkað út hjá sér seinustu leifamar af ójafn- aðarmennskimni, en heima, á Englandi hahgir liún á f jórum atkvæðum. Uítum svo til Frakk- lands. Þar eru jafnaðar- menn allmargmennir í þinginu, en lifa þó fremur á gamalli lýðskramsfrægð en grænum lárviði. Síðan 1945 liafa þrettán sinnum orðið stjórnarskipti í land- inu. Stjórnmálaóreiðan franska stafar fyrst og fremst frá jafnaðarmönn- um. Þeir finna, að þeir era miniikandi flokkur og miða alla framkomu sína við at- kvæði og aftur atkvæði. Franski jafnaðarmanna- flokkurinn er eindregnasti lientistefnuf lokkur, sem nú kemur við stjórnmál Ev- rópu og nokkuð kveður að. Þeir keppa í blindni við Gaullista til hægri og kommúnista til vinstri, og afleiðingin er þreftán stjórnarskipti. Frakkland er lamað af ringulreiðinni og getur þess vegna ekki skipað þann sess meðal Ev- rópuríkjanna, sem því ann- ars ber vegna stærðar og legu. Stjómmálaleg niður- læging Frakklands er næst um því jafnalvarleg hindr- tm gegn því, að Evrópa komist á réttan kjöl og rústir Þýzkalands. Hinn nýi forsætisráð- herra, Pleven, hefur strengt .jiess heit í stefnu- skrárræðu að sam- eina borgaraleg öfl Fraklt- lands og lyfta landinu til nýs gengis. Orð Plevens eru að vísu fögur, en þó sem liljómandi málmur og hveUandi bjalla, því það er algerlega vonlaust að lækna stjórnmálaspillingu Frakka, meðan jafnaðar- menn liafa þá aðstöðu í þinginu, sem þeir njóta þar nú. Utum til Þýzkalands. Þar eru jafnaðarmenn annar stærsti flokkurinn. Fyrst eftir að Bonnstjórnin sett- ist að völdum, reyndu þeir að gera henni eins erfitt fyrir og unnt var. Jafnað- armennimir voru á góðum vegi að gera hið nýja þýzka þing að svipuðu skrípa- og ærslaþingi eins og gerist í — Frakklandi og ftaliu. For- sprakki jafnaðarmanna, Scliumacher, sem er hálf- SeggJaður volæðingur, stofnaði til upphlaupa og beinna óeirða, svo ekki var annað sjáanlegt um tíma en þýzka lýðveldið mundi tortímast þegar í fæðing- mmi. En hemámsyfirvöld Bandaríkjanna sáu, hvað verða vildi og hlynntu að Bonnstjórninni með því að veita henni ýmsar íilhliðr- anir og réttarbætur Þjóð- verjum til lianda og dró það mestan máttimi úr á- hlaupum jafnaðarmanna. Lítum til Belgíu. Þar eru kosningar nýafstaðnar, og samkvæmt úrslitum þeirra sneri Leopold konungur lieim. En jafnaðarmenn hafa reynt að safna and- stæðingum konungs utan um sig og styrkja með því flokk sinn, og nú vilja þeir ekki ima úrslitum löglegra kosninga og stofna til verk- falla og upplausnar í land- inu. Slík framkoma er því ábyrgðarlausari sem Belgía er eitt verðmætasta fram- leiðslusvæði Evrópu og jæssir óeirðardagar og vik- ur jafnframt örlagatími í heirnsstjórnmálunum. Lítum til ftalíu. Þar mun aði litlu, að kommúnistar brytust til valda með að- stoð jafnaðarmannaflokks Nennis. Þar í landi hefur miðflokkur Gasperis háð harða baráttu til hægri og vinstri. Jafnaðarmenn skár ust þar úr leik undir for- ystu Nennis, og ekkert ann- að en efnahagsaðstoð Bandaríkjanna forðaði landinu frá borgarastyrj- öld. Þeir, sem eru fróðir í djöflatrú, greina á milli margs konar djöfla í lijá- trú almennings. Þjóðver jar eiga sér það, sem þeir kalla: „der faule Teufel“; Englendingar „the sorrj’ devil“, Danir „Haltefand- en“ o. s. frv. Það er hið sama uppi á teningnum í hinum ýmsu löndum, hvað stjómmálunum viðvíbur. Þar hefur hver sinn djöful að draga I líki jafnaðar- mannaflokks, sem ýmist er hrokafullur, skammsýnn eða glæpsamlega sérgóður. Og eitt er víst: Ef Evrópa á að bjargast, verður að kveða þessa djöfla niður, alla sem einn. Þá fyrst er hægt að snúa sér gegn bræðram þeirra, komrnún- istunum, en fyrr ekki. Lík í lestinni. Það er heldur ekki úr vegi að minnast á jafnað- Framhald á 8. síðu. Mánudagsblaðið fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson ísafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Emreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Baga Brynjólfssonar Verzl. Helgafell, Bergstaðastr. Bækur og ritföng ' • ■ -V ’v&íL.-'Tf Greiðasölustöðum: » Fjólu Florida West End Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa Óðinsgötu 5 Vöggnr Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86)' Skeifan ísbúðin, Bankastræti Bjargi Veitingast. Vesturgötu 53. Verzlunum: Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfinnsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12)' Leifangag., Laugaveg 45 Drífandi, Kaplaskjólsv. Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahlíð Fossvogsbúðin Kópavogsbúðin

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.