Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 31.07.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 31. júlí -----•— 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 1 Mánudagsblaðinu frá 10. júlí s.l. ávítar Ajax Guðmund Lárusson fyrir það að hafa veifað boðhlaupskefli til á- horfenda í landskepnninni milli Islendinga og Dana, sem háð var í Reykjavik fyrir nokkru. Þótt Ajax hafi bent á margt með penna sínum og kveðið upp athyglisverða dóma um menn og málefni, þá hefur honum þó í þetta skipti tek- izt hrapalega, er hann kallar G.L. dóna fyrir það eitt að veifa boðhlaupskeflinu til á- horfenda. Eg hef fylgzt með G.L. frá því að hann tók fyrst þátt í íþróttakeppni, og aldrei orðið var við neitt hiá honum sem kalla mætti „frekjuleg dónalæti“. Mér hefur aftur á móti þótt G.L. sérlega prúður í framkomu og snauður af öllu yfirlæti og rembingi, en það er meira en sagt verður um allar okkar skærustu stjórnur á hinum íslenzka íþróttahimni. Það hafa margir álitið, að G. L. hafi veifað boðhlaups- keflinu af ríkri löngun til þess að láta bera á sér eða gera grín að hinum dönsku keppi- nautum sínum. Eg þori að fullyrða, að slíkur hugur hafi ekki verið á bak við verknað G.L., heldur hafi hann veifað til hinna mörgu aðdáenda sinna í þakklætis og kveðju- skyni, sem í þetta sinn, eins og oftar, hvöttu hann óspart til afreks. Eg hygg, að að þessu at- huguðu, muni allir sannsýnir menn mótmæla því, að Guð- mundur Lárusson sé kallaður dóni fyrir áður nefndan verknað. Undanfarið hafa átt ser stað nokkrar hnippingar um hegðun íþróttamanna í í þróttakeppnum. Eg er einn þeirra, sem álít hegðun þeirra í leik mjög ábótavant. Eg vil taka það fram, að skoðun mín bvggist ekki á öfund né ill- girni í garð íþróttamannanna, 'heldur á þeim skilningi, að í- þróttamaður, sem bregður skapi 1 leik við aðra, reynir að hagnast á misrétti, er ófús til sátta, ef misklíð’ á sér stað, lætur í ljós ólundar- merki, ef ósigur bíður hans, sé ekki sannur íþróttamaður. Eg hef orðið var við, að sum- ir hafa reynt £ð afsaka ó- drengskap íþróttamanns í keppni með því, að slíkt væri algengt meðal annarra íþrótta manna, bæði hérlendis og er- lendis. Þetta finnst mér fá- dæma barnaleg og heimsku- leg varnarorð fyrir leikmann, sem staðinn er að ódrengileg- um leik. Nú mega ekki í- þróttamenn halda, að það sé nóg að sýna prúðmennsku, háttvísi og drengskap bara Hegðun íþróttamanna meðan á íþróttamótinu stend- ur, líkt og þegar menn fara í sparifötin við hátíðleg tækifæri. Þessi aðalsmerki hins sanna íþróttamanns verða að sjást alltaf og alls staðar undir hvaða kringum- stæðum sem er. Mér hefur skilizt, að íþrótta iðkanir væru einmitt ákjósan- legt „hjálpartæki“, til þess að rótfesta prúðmennsku, háttvísi og drengskap í sál einstaklingsins. hinum útlenda kunningja. Þá vill svo til, að við mætum hin- um marglofaða og heiðraða íslenzka íþróttamanni, dauða- drukknum í fylgd með betl- andi rónum og óhreinum götu drósum. En auðvitað verður árang urinn að nokkru leyti undir því kominn, hvernig og hver beitir „hjálpartækinu“. Þetta er mörgum íþróttamönnum Ijóst, en þó of mörgum hul- inn sannleikur. Ef hugsjón í þróttahreyfingarinnar framkvæmd af öllum, sem stunda íþróttir, þá yrði það 'hennar stærsti sigur. Þá væri hægt að ganga að því visu, ef maður sæi íþróttamann, að þar færi prúður, háttvís og drenglundaður maður. Við eigum langt í land í þessu efni. Innan íþróttahreyfingarinn ar er mikið um drussamenni, sem skaðlegt er fyrir hreyf- inguna að húsa, hvað þá þeg- ar slíkum mönnum er flíkað sem dýrmætir gimsteinar væru. Mig hefur oft undrað,.hve fylliraftar og ruddar, sem iðka íþróttir og taka þátt í keppnum, hafa setið rólegir og agndofa undir skálaræð um íþróttafrömuða. Nú hljóta þessir náungar að skilja, að þeir eiga ekki einn þúsundasta af því hóli, sem reynt er að klína á þá. En þetta kemur nú kannske upp í vana eins og svo margt ann að. Þó hef ég séð fylliraft glotta undir einni hólræðu, þegar ræðumaður í heitri hrifningu benti á hann og aðra sem gott fordæmi fyrir æskulýðinn, og í grátkenndri ákefð rninntist á heil- heilbrigði, þroska og dreng- skap þeirra. Fyrir ókunnuga lætur þetta vel í eyra, og viðkvæmar sálir geta orðið klökkar yfir hinni miklu gæfu Islands að eiga slík „lifandi tákn“ heilbrigði, þroska og drengskapar. En fyrir kunriuga er þetta sora- leg hræsni. Eitt sinn var ég staddur á íþróttamóti ásamt útlendum kunningja mínum. Einn af keppendunum skaraði sérlega fram úr samkvæmt finnsku stigatöflunni, og hlaut hann fyrir það mikið og verðugt lof viðstaddra. Um kvöldið var ég á gangi niðri í bæ ásamt A þennan smekklega hátt fagnaði hinn íslenzki íþrótta- jöfur sigri sínum!! Eg dauðskammaðist mín fyrir landa minn. En kunn- ingi minn leit á mig með tvi- ræðu brosi og þagði. Mér fannst þögn hans segja margt. Finnst þér lesandi góð- ur, óréttmætt að víta íþrótta- manninn fyrir slíkt blygðun- arleysi? Mér fannst þessi í- þróttamaður svíkja málstað íþróttanna, svivirða þær á yrði ruddalegan og eftirminnilegan hátt. Því miður er þetta ekki eins dæmi. Það er algeng sjón, að sjá marga af okkar íþrótta- mönnum fulla og slangrandi í samkomuhúsum höfuðstaðar- ins og á götum úti sjálfum sér til stórskammar og heiðri í- þróttanna til tjóns. Og auð- vitað standa þeir ekki öðrum fullum mönnum að baki í hátt vísi. Nú skyldi maður halda, að hinar svonefndu „íþrótta- stjörnur“ okkar væru yfir- leitt fyrirmynd, gott fordæmi hinna, sem eru skemmra á veg komnir t. d. samkvæmt finnsku stigatöflunni, en svo er nú ekki, þótt undantekning ar séu á því. Sú skoðun virðist eiga marga fylgjendur, að heilbrigt líferni, bindindi á vín og tóbak sé ekkert aðal- atriði, til þess að verða góður íþróttamaður. Það sé að vísu ágætt, að menn neiti sér um tóbak og vín og annan munað, ef þeir eiga gott með það. Ef maður dregur í efa gildi þessarar skoðunar, þá er dembt yfir mann f jölda dæma um það, að menn hafi náð á- gætum árangri í ýmsum í- þróttagreinúm, jafnvel þótt þeir hafi drukkið vín og neytt tóbaks eftir lyst sinni. Nú get ég ekki fallizt á það, að það sé góður íþróttamaður, sem oft sést fullur, neytir tóbaks o. s. frv., jafnvel þótt hann fái þúsund stig eða meira fyr- ir íþróttaafrek sitt sam- kvæmt finnsku stigatöflunni. Slikur maður stundar ekki i- þróttir fyrir heilbrigðissakir, heldur oftast af fordild. Iþr,- iðkanir slíks manns hafa ekki siðferóilegt takmark. Hann ætti því frekar að kallast for- dildarsnápur, en íþróttamað- ur. Mig hefur oft undrð, hve forystumenn íþróttafélag- anna hafa verið linir í því að víkja þeim íþróttamönnum úr félögunum, í lengri eða skemmri tíma, sem hafa sí og æ gert sig seka um drykkju- læti og ruddaskap á almenn- um vettvangi. Það ætti öllum að vera ljóst, að þótt þessir menn standi sig oft vel í í- þróttakeppnum, þá eru þeir síður en svo góðir félagsmenn. Sérstaklega eru þeir hættu- íffpw ■; Ilér sést Tryggve I-ie og nokkrir starfsmenn SI» fyrir utan Chaillot-köIIina í París. legir fyrir hina ungu félags- menn, sem oft líta á þá aðdá- unaraugum fyrir íþróttaafrek þeirra og halda sig á réttri leið til afreka og gæfu, ef þeir feta í fótspor þeirra innan leik vallar sem utan. Þá eiga for- ystumenn íþróttanna ekkí litla sök á því, að samkomur iþróttamanna eru oft svall- kennd skröll, þar sem margir vínsósa íþróttamenn eigra um eins og vankaðir sauðir. Slík- ar skemmtanir geta varla ver- ið í anda íþróttahreyfingar- innar. Eg geri ráð fyrir, að mönn- um sé í fersku minni skilnað- argildin fyrir útlendu íþrótta mennina, er heimsótt hafa Is- land á undanförnum sumrum. Þau hafa verið sama marki brennd og flestar samkomur islenzlrra íþróttamanna, að minnsta kosti hér í Reykjavík. Enda hafa þessi skilnaðar- gildi verið til mikillar hneisu, bæði fyrir hina útlendu og' innlendu íþróttamenn og frömuði þeirra. Eg skal nefna. eitt dæmi af mörgum. Útlendur knattspyrnuflokk ur kom til Islands og reyndi sig við landann. Hinir útlendu knattspyrnumenn stóðu sig vel og fengu mikið lof og tugi hrósyrða frá einstaklingum. og blöðum. En eftirleikur hinna út- lendu manna var ekki eins veJ. leikinn og fyrri leikir þeirra, enda fór „leikurinn“ ekki fram á íþróttavelli, heldur í einu af samkomuhúsum Reykjavíkur. Innihald þess- arar samkomu var auðvitað hólræður, fyllirí og svall. Og þegar veslings útlendu knatt- spyrnumennirnir, að lokmi gildi, komu á gistihúsið, þar sem þeir héldu til, var ekki meira um svefnfrið fyrir aðra gesti gistihússins þá nóttina. Knattspyrnumennirnir voru yfirleitt allir fullir og við- höfðu hin ótrúlegustu skríls- læti alla nóttina. Einn af gest- um gistihússins fór fram á það, að þessum fylliröftum yrði vísað á brott með lög- regluvaldi. Eigi var það gert, því að það varð að samkomu- lagi að hverfa frá slíku, þar sem þeir áttu að fara um morguninn heim til sín. Þann- ig eyddu hinir útlendu knatt- spyrnumenn síðustu stundun- um, sem þeir dvöldu á Sögu- eyjunni. Góð iandkynning það!! Eg hygg, að fáir álíti slíka menn, sanna íþrótta- menn. Þar sem íslenzkir íþrótta- menn fara oft utan, þá ættu forystumenn iþróttamála hér á landi, að leggja ríka áherzlu á það, ,að iþróttamennirnir verði þjóð sinni til sóma, bæði innan lcikvallar og utan, en Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.