Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 3
, h .■ ■l í Jsl il ■:íí. ! rr sM' Mánudagur 14; ágúat 1950. • .’-íc C"C ■ c: ■. c C : c c MÁNUD-AGSBLAÐIÐ ESrsjK-iar-jPiísi ; II 3 Jóns Reykvíkings BOOMEKANG Þegar á að heita friður meðal vorra borgaralegu flokka, lenda blöðin í vand- ræðum. Þau vantar nöldr- ið sitt. Á slíkum friðartíma er svo fáa hægtaðskamma. Blöðin verða eins og óðir slagsmálahundar, sem líta í kringum sig eftir ein- hverjum til að berja og er alveg sama, hver það er, sem þeir koma höggi á. Þó eru blöðin ekki með öllu án tækifæris til að svala sér. Kommúnistar eru þó ófrið- helgir. Það er óhætt og meira að segja sjálfsagt að miða stórskotunum á þá. En þá verður blöðunum á það, sem er svo algengt í mannlegum viðskiptum. Þau gæta ekki hófs. Síf elld ur áróður með gífuryrðum og „rosalegum“ lýsingum missir marks. Menn fá ó- lyst á þessari fæðu. Og svo langt getur gengið, að sá, sem ráðizt er á, fái mikla samúð þeirra lesenda, sem áróðurinn var ætlaður til viðvörunar. Þannig fá á- róðursmennirnir sinn elginn áróðiir' áftur framari í sig, ef svo mætti segja. Stór- skotin verða „boomerang' sem kastast hart til baka. FYItlR HVERJU GENGUR MYLLAN? „Vísir“ skrifar um það í einni af kommúnistaáróð- ursgreinum sínum á föstu- daginn var, að fylgi komm- únista sé „ískyggilega mik- ið“. Þetta er rétt. En hafa blöð eins og Vísir gert sér grein fyrir því, af hverju þetta mikla fylgistafar? Þar kemur auðvitað margt til greina, en þó fer ckki hjá því, að klaufalegur áróður borgaraflokkanna er einn þátturinn. Mikilvægast af öllu í þessu sambandi er þó, hve illa borgaralegu flokk- unum hefur tekizt stjóm innánlandsnráianna. Öng- þveitið í þjóðarbúskap okk- ar myndar mesta vatns- magnið, sem rennur í myllu kommúnistanna. Ekkort styður þá meira en sundur- lyndi og úrræðaleysi and- stæðinganna. Eitt vel hugs- að og vel frarnkvæmt átak til lagfæringar á einhverju af þeim meinum, sem nú þjaka okkar búskap, er verðmætara en 100 blaða- greinar um landráð komm- únista og þeirra skepnu- skap. Ef blöðin gerðu sér þetta ljóst, fara öðruvísi. mundi margt I Þulirnir í morgunútvarpinu—SjálfstæSishúsið hagsráð og bílar — Kvenhylli leihara Fjár- BEZTA ÞJÓÐVÖRNIN Það er ekki svo að skilja, að borgaraflokkamir séu einir um að relta heimsku- legan áróður. Kommúnistar hafa fyrir löngu gert sig hlægilega fyrir allar þær „hysterísku“ upphrópanir, sem þeir láta dynja á Bandarikjamönnum. Áróð- ur þeirra gegn Marshall-á ætluninci er t. d. ákaflega vamdræðalegur, að ekki sé talað um, hvemig þeim ferst að verja ofbeldi Rássa og heimsveldisbrölt þeirra. Allt íerst kommún- istum þetta svo klaufalega, að það er fullvíst, að þann dag, sem kommúnistar hætta að geta notað sér fálm, úrræðaleysi og beina spilMngu borgaraflokkanna í innanlandsmálunum, þá hættir hið rauða fylgi að verða „ískyggilega mikið“. Það er bezta þjóðvörnin, ef borgaraflokkarnir nú bæta ráð sitt, — miklu betra en maxgar sveitir heimavam- arliðs óg iögrssghb^.. CLIO Framhald af 5. síðu. þunn sneið skoiiin ofan af þeim, stilkmegin. Tekið innan úr þeim með skeið og innmat- urinn s^xaður vel. Tómum tómötunum hvolft á fat, svo að sigi úr þeim. Smjörið brætt í litlum skaft potti, og laukurinn látinn krauma í því i þrjár mínútur. Þá er þotturinn tekinn af eld- inum, og raspið, saltið ,pipar- inn, osturinn og það sem tekið var innán úr tómötunum látið saman við. Svolitlu salti stráð innan í tóma tómatana, en þeir síðan fylltir með þessari blöndu. Síðan eru þeir settir í grunnt eldfast mót og bak- aðir í ofni við góðan hita 20—25 mínútur. Lystugur og góður sumar- Þulirnir í morgunútvarpinu hafa nú tekið upp þá sjálf- sögðu aðferð að kynna ekki lögin, sem útvarpið rausnast við að spila fyrir. útvarpsnot- | endur milli 8,30 og 9 á morgn- ana. Frumkvæðið að þessu er sagður hafa Högni Torfason, fréttamaður útvarpsins, og á hann miklar þakkir skilið fyr- ir það. Þá má og bæta því rið, að bæði Högni og Stefán Jónsson þulir hafa nú tekið til greina almenna gagnrýni á röddum sínum og bætir þar úr til stórra muna. Högni er nú orðinn skýr í málrómi, og það þarf leikinn mann til þess að fylgjast með Stefáni þeg- ar hann þeytir úr sér veður- fregnum á eftir músikkinni . . ★ Þá er Sigurður Egilsson orðinn framkvæmdastjóri Landssambands íslenzkra út- /egsmanna og hefur nú stjórnað LÍÚ í rúma viku. Til mála kom, að Jóhann Þ. Jós- efsson tæki við stöðunni, en einhverra hluta vegna var frá því horfið. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Jakob Hafstein hefur að sögn nú setzt í helg- an stein til bráðabirgða og er norður í landi ásamt Stefáni Wathne að veiða lax en for- lögin hafa svo ráðið, að þeir hafa bara eina stöng. hin sjálfsagða ráðstöfun húss ins til þess að sjá hvort kvöld- gestir þar séu of drukknir, er þeir leita þangað til ölgleði, snda eru þegar sögur á lofti um að gestir hafi komið fljúg- andi niður stigann beint í fang dömunnar, sem gætir fatageymslunnar. Ekki verður að sökum að spyrja, þegar vetrar að og menn koma í „húsið“ í klök ugum skóm .... Hinir vistlegu salir Sjálf- stæðishússins eru nú opnir enn á ný. Benda líkur til að húsið allt hafi verið hreinsað, enda er forstjóri þess alkunn- ur sæmdarmaður í gistihús- málum og vinnur stöðugt að endurbættri aðbúð gesta. Endurbótin á gangi og for- stofu liússins þykir þó nokk- uð vafasöm því gólfið er nú svo sleipt, að vart er fært þar öðrum en íþróttamönnum eða öðrum álíka fótliprum. Gár- réttur. CLIO. : ungarnir segja að þetta se Svo sem kunnugt er, var Grindavík valin til kvik- myndaupptöku á Sölku Völku Kiljans, vegna þess að þorpið þótti svo mjög í sam ræmi við lýsingar skáldsins. Þetta hefði verið hin bezta ráðstöfun, ef henni hefði verið haldið leyndri, því að þá hefði þorpið sýnt sig í sinni réttu mynd. En samkvæmt fréttum þaðan, er nú því ekki lengur að heilsa. Engu er lík- * ara en að Fegrunarfelagið hafið komið þar og veitt þorpsbúum harðar átölur fyr- ir umgengnina, því að nú hafa margir þorpsbúar þotið upp til handa og fóta og látið mála hús sín, en aðrir lagf; garða sína, svo að þorpið er allt hið þokkalegasta um- horfs. Það skyldi þó aldrei fara svo, að þorpið yrði of fínt fyrir Sölku Völku? ■¥■ Það er svo sagt, að þegar menn deyja úr einhverju fári, þá geri þeir í andarslitrunum allskonar óráðshluti, sem öðrum eru óskiljanlegir. Fjár- hagsráð, sem allir vita, að verið hefur fársjúkt allt frá byrjun, og er nú öllum til á- nægju í andarslitrunum, hef- ur nú enn einu sinni fengið ó- ráðskast. I vikunni sem leið, þá birtist sú einstæða tilkynn- ing í blöðum og útvarpi, að bannaður skyldi allur flutn- ingur bifreiða með íslenzkum skipum til landsins.. Hvað vakir fýrir þessum fáfájúku mönnum ráðsins, er almenn- ingi ráðgáta. Skipun þessi kemur á engan hátt í veg fyr- ir það, að nýjar bifreiðar geti flutzt til landsins, heldur að- eins meinar þeim, sem bif- reiðar eiga, að taka þær með sér í ferðalög til útlanda með íslenzkum skipum. Þó það sé ekki veigamikið atriði, hvort bílaeigendur geti tekið bíla sína með sér til útlanda, þá er öllum spurn, hvaða bæt- andi áhrif þessi mikla tilskip- un geti haft fyrir almenning. Sannleikurinn er sá, að þetta hefur þær einar afleiðingar, að þeir, sem á annað borð hafa efni á að ferðast með bíla út, verða nú í stað bif- reiðanna að borga ferðakostn- aðinn í útlöndum með miklu meiri gjaldeyri en ef þeir hefðu haft sín eigin farar- tæki til afnota og þar af leið- andi bara benzínútgjöld. En það má vera, að með- limir ráðsins haldi, að allir þeir, sem ferðast utan, hafi fen^|5 eins mörg leyfi og bifreiðakóngurinn samstarfs- maður þeirra og ætli með alla bílatrossuna með sér. Einar Pálsson og Ævar Kvar- an, leikarar, hafa nú náð þeirri kvenhylli, sem aðeins heimsfrægir menn á þeirra sviði hafa náð. Kunnugir for- telja oss, að þegar til þeirra sést á götum bæjarins, bregði yngismeyjar upp sínu bezta brosi og jafnvel forhertar piparkerlingar fá einhvern löngu gleymdan seiðing og hitna allar, þegar þær sjá þessa vasklegu sæmdarmenn á gangi. :re—««s$a Lítið þér í kíkirinn og sjáið yfir borgina, það er svo skemmtilegt. Já, það var skemmtilegt. verulega Því lá henni svona á? Útsala!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.