Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 14.08.1950, Blaðsíða 6
mcu- jmo/xcjisJ yt MÁNUDAGSíBLAÐIÐ Mánudagur 14. ágúst 1950. FRAMHALDSSAGA: ,, Rikur maður - fátæk stulka Eftir MAYSEE GREIG að en tekið eftir því, að það var hönd dugnaðar konu. Faversham fór auðmjúk- lega. Hann sagði: ,,Já, amma. Eg verð niðri í setustofunni, sendu eftir mér, þegar þú þarfnast mín.“ Plún kinkaði kolli. — Cöru fannst hún meðhöndla hann eins og lítinn strákpatta. — Lady Faversham andaði létt- ar, þegar hann var farinn út úr herberginu. „Nú getum við talað saman skynsamlega," sagði hún. „Menn gera alltaf svo kjánalegar athugasemdir. Segðu mér frá sjálfri þér, al- veg frá byrjun.“ Plún barði staf sínum í gólf- ið, eins og hún væri hljóm- sveitarstjóri, og tími væri til fyrir hljómsveitarmennina að byrja. Cara byrjaði, hikandi á fyrstu. Það er aldrei létt að tala um sjálfan sig. Það er enn erfiðara þegar maður veit að mikið getur verið undir talinu komið. „Svona, svona,“ sagði Lady Faversham, „láttu eklci eins og feimin skólastelpa. Eg ætla ekki að átelja það, sem J>ú segir. Það er mér fjarri, að dæma líf nokkurs manns. Eg bið þess arna aðeins vegna þess, að ef ég á að hjálpa þér, þá vil ég fá fullkomna mynd af þér. Eg kann ekki við hálf- kák í nokkrum hlut.“ Hún talaði fremur hvasst, en hún brosti. Cara brosti ó- sjálfrátt til hennar. Og eftir að hún hafði byrjað, þá fann íiún, að það var ekki erfitt. Lady Faversham var skiln- ingsgóður hlustandi, og litlu, björtu augun hennar, þau voru ekki ólík fuglsaugum, j^lömpuðu af áhuga. Cara sagði henni frá flökkuj lífi því, sem hún hafði lifað í, æsku, þegar hún og móðir' liennar 'höfðu ferðast með óperufélögunum, sem faðir hennar söng hjá. Svo, þegar faðir hennar var dáinn, hafði móðir hennar aftur tekið við hjúkrunarstörfum, til þess að vinna fyrir sér og barninu. — Cara hafði búið hjá frænku sinni í Mið-Englandi. Hún hafði aðeins sjaldan séð móð- xir sína, þegar frídagar voru eða þegar hún fékk nýja sjúk linga. Cara hafði aðstoðað móður sína. Það var sorglegt atvik í lífi Cöru, þegar hún var fimmtán ára, og móðir hennar hafði hmitazt af ein- um sjúklingnum óg dáið. ; Cara róðnáði lítilsháttar. iHenni leið óþægilega. Það var auðvitað ómögulegt að segja Lady Faversham sannleik- ann. „Einni af beztu viðskipta- konum hennar mislíkaði við mig:“ Hún bætti við í flýti: „Ekki spyrja mig frekar um það, Lady Faversham. Eg get ekki gefið frekari skýringu. Það var beiðni bæði í svörtu augunum 'hennar og röddinni. Lady Faversham, sem aldrei bjóst við hinu ómögulega, spurði ekki frekar út í það. „Jæja, eftir því, sem þú hefur sagt mér frá þér, þá held ég að þú hafir kjark“ sagði gamla konan. „Og ég get fyrirgefið öllum allt, ef þeir bara hafa kjark“. Hún barði stafnum í gólfið eins og til áherzlu. „Eg ætla að hjálpa þér,“ bætti hún við snúðugt augnabliki síðar. „Eg ætla að styrkja þig til þess að setja á stofn hattaverzlun". Hún hló og bætti við. „Eg hef átt við flesta hluti um mínad daga, en aldrei við hattabúð. Það er fremur kyn- legt, að ég skuli byrja á þessu, þegar ég er næstum áttræð og áhuginn á tízkuhöttum er horfinn. Eða réttar sagt,“ hún hló aftur, „hann ætti að vera horfinn. Eg á að vera vaxin upp úr slíkum hégóma. Ekk“ leiðrétti hún, „að ég hafi enn komizt á það stig að setja upp gamalmenna höfuð- fat.“ „Og því skylduð þér gera það,“ sagði Cara fljótt. „Eg skal búa yður til hatt, Lady Faversham, sem er smekk- legur, klæðir yður vel og er yndislegur. Við köllum hann Favershamgerðina. Þér verð- ið hrífandi með hann. Alhr verða hrifnir af yður.“ „Ef þú getur það“ sagði Lady Faversham brosandi. „Þá skal ég ekki einungds kaupa þér búðina heldur alla blokkina.“ Þær hlógu báðar. Sameigin- legur skilningur hafði myr.d- ást milli þeirra, þó það virti^t fjarstæða í fljótu bragði, þá voru þær mjög líkar. Ævin- týraþráin hafði aldrei dáið hjá gömlu konunni og hún var bráðhrifin af Cöru. Báðar voru þær heiðarlegar gagn- vart sjálfum sér. Þær höfðu báðar neytt sig til að horfast 'í augu við staðreyndírnar. Cara var rómantískari en hún var líka 22 ára en Lady Fav- ersham nær áttræðu. Og hvar ætlarðu þér að setja upp hattabúðina“ spurði gamla konan. Cara dró djúpt að sér and- ann. Þetta var dagur krafta- verkanna, dagurinn sem allt hið ómögulega gæti skeð. Slík ir dagar eru til. Dagar, sem maður þarf ekki annað en að biðja um hlutina og þá fær maður þá. Þessi dagiu' fannst henni einn þeirra. „Eg vil hafa hana í Bond Street“ sagði hún. „Eg hef þegar séð húsplássið.“ Lady Faversham horfði fast á 'hana og það var glampi í gráu augunum hennar. „Þú ert ekki hrædd við að stefna hátt, eða hvað?“ sagði hún. Cara sneri sér að henni næstum æst og sagði: Því skyldi maður ekki stefna hátt? Ef maður gerir það ekki, þá kemst maður aldrei neitt. Dagar hæversk- unnar eru taldir. Hafi hún þá nokkurn tíma komizt áfram. Ef maður trúir að manni sé allt mögulegt, þá er manni ef til vill allt mögulegt.“ Hún þagnaði allt í einu og hló hálf skömmustulega. „Þér haldið víst að ég sé að segja tóma vitleysu, Lady Faversham?“ „Það er vitleysa, en af þeirri tegundinni, sem mér þykir gaman að hlusta á,“ sagði hún. „Þekkirðu Brown- ing? Það er hending í einu af Ijóðum hans, sem alltaf hefur verið ein af mínum uppáhalds Ijóðlínum: „Ah, but a man’s reach should exceed grasp, Or, what’s a heaven for?“ Þú gætir gert þetta að eink- unnarorðum þínum, barn“. Cara kinkaði kolli. „Eg kannast við þessa ljóölínu. Hún er í „Andrea Del Sarto“ er það ekki? Móðir mín hélt mikið upp á Browning. Hún var vön að lesa fyrir mér úr ljóðum hans þegar ég var ung. Eg man eftir þessari línu. Eg hef oft hugsað um hana síðan.“ Þær brostu aftur hvor framan í aðra. Skilningurinn milli þeirra hafði aukizt. Þær vorutraustir vinir nú, gamli, áttræði harðstjórinn, sem var ríkari en nokkur gömul kona hafði nokkum rétt til að vera og granna dökkhærða stúlkan tuttugu og tveggja ára, sem hafði unnið í hattabúð og hafði aldrei haft meira en 35 shillinga í lífinu. Það var skrýtið, hvernig orð sagt af hendingu eða ljóðlína, koma því fram, sem náin umgengni fær aldrei orkað. Lady Fav- ersham hafði aldrei verið inni leg við Angelu dóttur sína. Henni fannst hún eiga ótrú-. lega miklu meira sameigin- legt með þessari stúlku. „Þú gettur komið og heim- sótt mig klukkan þrjú á morgun“ sagði hún. „Við skul um þá ræða um verzlunarmál- in. Eg hef aldrei trúað á það að ræða um verzlun eftir kl. sex. Auk þess er ég þreytt. Hringdu bjöllunni. Eg skal senda eftir Faversham og hann fylgir þér heim“. Lady Faversham“. Rödd Cöru var óviss og hún roðn- aði en stóru brúnu augun hennar voru hlýleg og skín- andi. „Eg get ekki þakkað yður nógu vel. Þér getið ekki ímyndað yður, hvað þetta þýðir fyrir mig. Tækifæri til þess að láta mesta áhugamál lífs míns rætast.“ „Uss, uss“, sagði Lady Faversham þurrlega. „Auð- vitað ertu þakklát. Eg vona aðeins, að þú haldir áfram að vera það, þó ég efist um það. Mér hefur alltaf reynzt þakk- læti afar hverful tilfinning. Að minnsta kosti hjá flestu fólki. Það er aðeins þakklátt meðan það þarfnast manns. Raunverulega er þeim alveg sama um mann og maður gæti búið á öðrum hnetti hvað það snertir. Auk þess, ertu viss um það, að opna þessa búð sé þitt mesta áhugamál? Hvað er að segja um giftingu? Það er svo sem allt í lagi fyrir ykkur nútímastúlkurnar að tala um lífstíðaratvinnu, eins og það væri eini hluturinn, sem einhvers virði væri. En það er nú sannast sagt tómt bull.“ Hún bar síðustu orðin fram á ögrandi hátt. Hún var ó- venjulega montin af þeim fáu orðum, sem hún kunni í ame- rísku slang .og hún hafði ný- lega tekið til að brúka. Hún ímyndaöi sér, aö þau gerðu það aö verkum að hún fylgd- ist með tímanum. „Ef til vill hafið þér á réttu að standa," sagði hún. Lady Faversham hallaöi sér áfram. Hendur hennar héldu fast um húninn á eboni- stafnum hennar. Rannsak- andi augu hennar horfðu beint á Cöru. „Ætlarðu að reyna að gift- ast Faversham ?“ spurði hún skydilega. Cara : roðnaði. enn meirá. Henni varð allri heitt. Jafn- vel eyrnasneplamir voru brennheitir. Spurningin kom svo óvart, að í fátinu hrökk sannleikurinn út úr henni. „Auðvitað ætla ég að gift- ast Faversham, ef ég get það,“ sagði hún. „Eg elska hann.“ „Uss,“ sagði Lady Favers- ham. „Á þínum aldrei veit maður ekkert um ást. En svo |við sleppum ástinni, þá býst ég við, að þú vitir að auk þess að vera sæmilega háttsettur í þjóðfélaginu, þá býst Favers- ham við að erfa mikið af pen- ingum?“ Hún lagði undir flatt og horfði spyrjandi á Cöru. Það var eitthvað við hana, sem minnti á vitra gamla fuglinn. Cara stamaði. „Eg veit ura það alt saman en ástin. . . .“ . .„er þáð eina, sem gildir“ bætti Lady Faversham við fyrir hana. Hún kinkaði kolli og hló. „Eg hef heyrt það áður. Maður getur ekki orð- ið áttræður án þess að heyra þetta svo oft, að maður verð- ur veikur af að hlusta á það. Vertu heiðarleg, barn. Hefur ekki veraldlega hliðin á mál- inu einhver áhrif?“ „Ef til vill, Lady Favers- ham,“ sagði Cara hægt. „Að minnsta kosti“, sagði gamla konan „hefur það gert hann glæsilegri en flesta aðra unga menn, sem þú þekkir, er það ekki?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Cara og málrómurinn varð dálítið hás. Var það? hugsaði hún. Og, þegar öllu var á botninn hvolft, hvað var glæsimennska og hvað var ást? Var nokkurntíma hægt að aðskilja þetta tvennt. Fav- ersham hafði komið inn í búð- ina einn morgun eins og fal- legur hálfguð úr öðrum heimi — heimi ríkulegra Mayfair- íbúa, gljáandi hvítra bifreiða, þar sem borðað var á Ritz og Berkeley og þar sem allt var gert, sem hana hafði dreymt um en aldrei gert. Hafði hún nokkurntíma séð hann nema í þessu ljósi ?“ Hafði hana nokkurntíma langað til þess? £ a n p i 8 lánilagsislaðið e s i 8 lárrödagsMiS

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.