Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 1
3. árgangur. BlaSfyrir alla Mánudagur 28. ágást 1950. 33. tölublað. (slendingar Evrópumelsfarar í tveímur greiBym I Toríi Bryngeirsson, sigrarí langstökki Breti vinnur 200 metra hlaopið Rúmlega sjötíu þúsund áhorfendur á Heysel leikvanginum í Brussel horfðu á Toría Bryngeirs- son sigra í langstökki á Evrópumeistaramótinu þar, sem lauk á sunnudag. Toríi stökk 7,32 metra og er það jafníramt íslandsmet. Næstur Torfa var Hoí-' lendingurinn Vessel, sem stökk 7,22 m., en sá þriðji var tékkneskur, og stökk 7,20 m. Eins og þegar er kunnugt af dagblöðum, þá sigraði hinn ágæti íþróttamaður Gunnar Huseby í kúluvarpi, er hann kastaði 16,74 metra, en það er rúmlega hálfum öðrum metra lengra en næsti mað ur kastaði og jafnframt íslenzkt met. Á Evrópumeistaramótinu s.l. laugardag fóru leikar þannig í hinum ýmsu grein- um: 5000 metra hlaup: 1. Zatopek, Tékkóslóvakía 14 mín., 3 sek, sem er bezti tími á Evrópumeistaram. 2. Minoun, Frakkl. 14 mín., 26 sek. 3. Reiff, Belgía 14 mín., 26,2 sek. Næstir hönum urðu Finn- arnir Makela og Posti. 800 m hlaup: Parlett, Engl. 1 m,n. 50,5 sek. Hansenne, Frakkl. 1 mín., 50,7 sek. Næstir honum urðu Eng- lendingurinn Bannister og Bengtson, Svíþjóð og Boysen, Noregi. Kringlukast: 1. Consolini, Italíu, kastaði 53,75 metra. 2. Tosi, Italíu, 52,31 m. 3. Partansen, Finnl. 48.69 m. 80 m. grindahlaup kvenna: Blankers-Koen, Holl. 11,1 sek. Hástökk kvenna: Alexander, Bretland, stökk 1,63 m. Stangarstökk: 1. Ragnar Lundberg, Sviþjóð, stökk 4,30 m. 2. Oleníus, Finnl. stökk 4,25 SUNNUDAGUR: Hástökk: 1. Patterson Bretl. 1.96 m. Örn Clausen, seni varð antiar í tugþraut á Evrópumeistara- mótinu. Hann fékk 7297 stig, en sigur- vegarinn, Frakki, 7364. 2. Ahman, Svíþjóð, 1,93 m. 3. Benard, Frakkland, 1,93 m. Sleggjukast: 1. Sverre Strandli, Noregur,. 55,71 metrar. 2. Patti, Italía, 54,73 m. 3. Dadak Rússl. 53.64 m. Islendingarnir á þessu móti hafa staðið sig með slíkum á- gætum, að undrum sætir.Þessi f ámenna þ jóð hef ur á undan- f örnum árum vakið mikla at- hygli og aðdáun erlendra þjóða fyrir afreksmenn okk- ar á sviði frjálsíþróttanna. Nöfnin Qausen, Bryngeirs- son, Huseby, Lárusson og enn fleiri eru nú rædd jöfnum höndum og nöfn af reksmanna st)óí(þjóðanna \ iþróltum. I hvert sinn, sem einhver í- þrótttaunnandi erlendis get- ur þessara nafna þá er þess jafnan getið, að hann sé frá Islandi, litlu sögueyjnni nyrzt í Atlantshafi. Fyrir íslenzku þjóðina er þessi landkynning ómetanleg verðmæti. Áhorf endur, hvar sem er í heimin um og þó meira erlendis en á Islandi hrífast af afrekum í þróttamannanna, og þeirra er jafnan getið !sem vöskustu riddara og herkonunga áður fyrr. 1 kring um nöfn þeirra ljómar drenglyndi, dugnaður og kjarkur eða það, sem kall að er „sportmanship". Það er ekki f yrr en á seinni árum, að íslendingar hafa byrjað að hlúa að íþrótta- mönnum sínum, sem skyldi. Þ jóðinni í heild var seint 1 jóst, hversu góðs hún nýtur, ef hún elur upp góða íþrótta- menn á öllum sviðum. Áhugi þjóðarinnar er nú að vakna, enda sýndu sigurópin á í- þróttavellinum s.l. laugardag, þegar sigur Torf a var tilkynnt ur, að almenningur varð mjög hrifinn af afreki hans. En íþróttamennirnir bera líka skyldur og ábyrgð. Æska Islands lítur á þá sem sínar hetjur,'og unglingum er títt að segja sig í flokk með ein- hverjum þeirra fremur öðrum eins og menn segja sig í flokk knattspyrnuflokka. Þetta ger ir íþróttamanninn ábyrgan fyrir hegðun sína ,svo að hún Torfi BrjTBgeirsson Evróptmieist&ri í langstökki. Stökk 7,32 m. sé æskunni til fyrirmyndar og prýði. Enginn efast um, að íslenzkum íþróttamönnum verður lítið fyrir að bera slíka ábyrgð, enda hefur hegðun þeirra ekki gefið tilefni til annars. Islenzku keppendurmr frá mótinu í Brussel eru nú á leið heim. Hinum keppendunum verður fagnað að verðleikum hverjum í sínu landi. Hér hef- ur aldrei verið mikið um glæsilegar móttökur, en nú gef a af rek þeirra fulla ástæðu til þess, að þeim sé gerður verulegur dagamunur. Það er sjálfsögð skylda borgarstjór- ans í Rej'kjavík og bæjar- stjórnar í heild að sýna í verki, að hún kann að meta íþróttaafrek þau, sem hinir frábæru íslenzku íþróttamenn okkar hafa innt af hendi. Bæj aryfírvöldunum ber fyrst og fremst skylda til að hafa for- göngu um móttöku keppend- anna og sýna, að þeim ekki síður en öðrum skiljast hin miklu afrek og ágæta land kynning, sem felst í sigrum þeirra. Við hyggjum, að við tölum fyrir munn allra sannra Is- lendinga, þegar við segjum: Við þökkum ykkur af rekin og óskum ykkur alls hins bezta. Urslit í 4x100 metraboð- hlaupi urðu þessi: ( 1. Rússland 41,5 sek. j 2. Frakkland 41,8 sek. (•] 3. Svíþjóð 41,9. i Síðustu 1 200 m. hlaupi urðu þessir fyrstir: 1. Bryan Shenton Bretl. 21,5. 2. Lamnes 21.6. Framh. á 4. slðu. Gunnar Huseby, Ev- rópumeistari í kúhr- varpi. Kastaði 16,71 metra. (Ljósm. Ól. K. Magn- ússon).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.