Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 2
MANUDAGSBLAÐIÐ • Mánudag-ui 28. ágúst 1950. - -- If.r-- .. . - — —-— ^______ ■---- i*> Þýzka úrvalsliðið vann Fram 6:3 Reykvíkingar sáu síðastlið- ið mánudagskvöld einhvem fjörugasta og skemmtil. leik og jafnframt beztu knatt- spyrau, sem sézt hefur hér i f jölmörg ár. Þrátt fyrir mikla yfirburði Þjóðverjanna, börð- ust Frammarar, eins og þeirra er vandi, vasklega fram á síð- ustu stundu og létu engan bil- bug á sér finna. En sjaldan hefi ég séð Frammarana eins útkeyrða og þreytta eins og í lok leiksins og þó eru þeir frægir fyrir gott úthald. Strax og leikurinn hófst kom í Ijós að hér voru engir smákarlar á ferðinni. Þarna sáum við loksins nútíma knatt spyrau eins og hún er bezt leikin í Evrópu. Er óhætt að fuilyrða, að þetta er langsterk asta lið sem sést hefur á vell- inum í síðustu 10—15 ár. Leik ur þeirra einkennist af stutt- um og mjög hröðum samleik. Þeir gera lítið að þvi að sk jóta á mark en leika saman bók- staflega að markalínu. Þeir leika ekki eins mikið á útherj- ana eins og okkar menn. Sókn araðferð þeii’ra fer meira fram á miðju vallarins og eru það báðir innherjarnir og mið- framh. ásamt framvörðunum, sem eru miðpunkturinn í sókninni. Þeir sóttu hart f ram með stuttum og hröðum sam- leik og tættu bókstaflega sundur hina traustu vörn Frammara. Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Fram. Strax á fyrstu minútunum skoruðu þeir mark. Þjóðverjarnir vöruou sig ekki á „leynivopni“ Fram- ara, Ríkharði. í þessari fyrstu sóknarlotu Framara sendi Hermann langan bolta til Ríkharðs sem hafði fundið op í vöra Þjóðverja, tók hann mjög vel á móti boltanum og skaut samstundis óverjandi skoti á markið. Lárus átti siim þátt í að opna vörnina með því að draga miðframv. Þjóðverja Unkelbach út á hægra kant. Þjóðverjarnir stóðu sem þrumulostnir eftir þetta mark. Þeir hófu st^rgx sókn á eftir, sem endaði með þvi að Karl bjargaði á mark- Hnunni marki Framara. Litlu seinna áttu Þjóðverjarnir tvö föst skot í stöngina á mark Framara. Þegar um 15 mín. voru liðnar af leiknum skorar Ríkharður annað mark. Hljóp Ríkharður einn upp með knött inn, lék á tvo Þjóðverja og lék sig frían. Helmut Jahn markmaður hljóp á móti hon- un, cn var of seinn, knöttur- inn hafnaði í netinu (2:0). Þetta hleypti kjarki í Fram- ara og höfðu þeir nokkur tök á leiknum um tíma. Upphlaup Þjóðverja urðu hættulegri þegar fór að líða á hálf- leikinn en vörn Framara varð ist af fádæma dugnaði og bjargaði oft á elleftu stundu. Undir lok hálfleiksins skoruðu Þjóðverjarair sitt fyrsta mark. Var það Gauchel v. inn- herji þeirra þar að verki. Var það mjög laust skot sem Hall- dór hefði átt að verja. (2:1). Seinni hálfleikur I byrjun seinni hálfleiks skiptust á sóknarlotur beggja liðanna, til að byrja með, en Þjóðver jarnir náðu fljótt yfir- höndinni. 1 einu upphlaupi þeirra skorar Ahlbach mið- framh. með skalla eftir mjög gott skot frá Warth v. úth. Litlu seinna skorar Ahlbach aftur, eftir að Þjóðverjarnir höfðu spilað vörn Framara ávalt sundur. (3:2). Fjórða markið verður að skrifast á reikning Halldórs mark- manns, sem sparkaði mjög klaufalega út og var of seinn í markið aftur. Skoraði Warth það mark af löngu færi og hafnaði knötturinn í mark- inu (4:2). Fimmta markið skoraði Ahlbach einnig og var það hnitmiðað skot i bláhornið (5:2). Rétt eftir þetta mark varð Lárus að yfirgefa völl- inn eftir mjög slæman árekst- ur AÚð Jahn markmann. Síðla í leiknum var dæmd víta- spyrna á markmann Þjóð- verja fyrir það að grípa um fætur Magnúsar. Ríkharð skcraði auðveldlega úr víta- spýrnunni (5:3). Þegar 5 mín. voru eftir af leik skoraði svo Gauchel óverjandi úr nokkurri þvögu (6:3). Bezti maður Þjóðverjanna var óefað v. innherji þeira, Gauchel, sem leikið hefur í landsliði Þjóðverja í fjölda- mörg ár. Hann var aðal drif- fjöðurin í sókninni. Landsliðs markmaðurinn Helmut Jahn var mjög öruggur í markinu sn frekar litið reyndi á hann. Ahlbach sem setti flest mörk- ,in yar mjög snöggur og skot- harður. Annars voru Þjóðverj arnir allir mjög jafngóðir og engar eyður í liði þeirra. Beztu menn Framara voru Ríkharður, Sæmundur og Her mann. Varnarleikmenn voru einnig mjög duglegir. Halldór markmaður virtist nokkuð taugaóstyrkur enda var þetta fyrsti stóri leikur hans. Guðjón Einarsson dæmdi leikinn og dæmdi prýðilega eins og hans er vandi, enda var þetta mj'ög prúðmannleg- ur leikur af beggja hálfu, að hans sögn. m . -.“4 Dr. Erbach' sem komið hef- Ur hingað í þrjú skiþti með þýzkum knattsýrhuliðum, sagði eftir leik þennan, að hann hefði aldrei séð eins eins sterkt (íslenzkt) lið eins og Fram-liðið, hvorki hér né í Þýzkalandi 1935 og’39. Þann sagði jafnframt að þetta þýzka lið sem nú væri hér væri sterkara en þau sem hefðu komið hér áður. Þýzka úrvalsliðið vann Víking 5:4 Allflestir, sem fóru á völl- inn síðastliðið þriðjudags- kvöld bjuggust við miklum ó- sigri Víkinga, en það kom annað upp úr kafinu. Víking- ar sýndu eitt bezta spil sem þeir hafa nokkru sinni sýnt og sjaldan hefur íslenzkt lið sýnt eins gott samspil og Víking- arnir þetta kvöld. Lánsmenn- irnir féllu mjög vel inn í liðið og áttu sinn þátt í þessum góða árangri. Sérstaklega voru það Noregsfararnir Gunnlaugur, Ellert, Sæmund- ur og Sveinn, sem voru mjög samstilltir og voru driffjöð- urin í sókninni. Að visu var þýzka liðið nokkuð veikara en kvöldið áður, að sögn þeirra sjálfra. Þeirra bezti maður Gauchel lék ekki í fyrri hálf- leik en kom inná í seinni hálf- leik. Hilgert framh. var held- ur ekki með. Auk þess voru nokkrar stöðuskiptingar sem virtust veikja liðið. Þjóðverj- arnir náðu aldrei eins miklum yfirtökum á leiknum eins og á móti Fram enda var hrað- inri í leik þeirra ekki eins mikill og kvöldið áður. Fyrri hálfleikur Leikurinn byrjaði með upp- lilaupum beggja liðanna og nokkru þófi. Víkingar skor- uðu fyrsta markið, var það Hörður sem skaut óverjandi eftir að Ellert hafði bókstaf- lega lagt boltan fyrir fætur hans (1:0). Nokkru áður hafði Hörður átt fast skot í stöng. Warth v. útherji kvittaði nokkru seinna úr þvögu (1:1). Víkingar fengu kláufamark á sig litlu seinna. Hafði Warth skotið en Sveiribjörn breytti óvart stefnu boltans svo að hann hafnaði í netinu (2:1). Síðla i þessum hálfleik var dæmd vítaspyrna á Þjóðverja. Annar bakvörður þeirra hafði breytt stefnu boltans með hendinni. Gunnlaugur tók vítaspyrnuna, Jahn varði skotið, en Gunnlaugur náði boltanum aftur og skoraði (2:2). 1 lok hálfleiksins pot- aði Sveinn boltanum í blá- hornið i mark Þjóðverja eftir nokkra þvælu fyrir framan markið (2:3). Seinni hálfleikur 1 byrjun seinni hálfíeiks sóttu þjóðverjarnir fast að marki Víkings enda var G&Æ- hel kominn í sókniria. En vom in tók vasklega á móti þeim. Sérstaklega varði Gunnar markmaður glæsilega hvað eftir annað. Þó tókst h. út- herja Gutendorf að skora með mjög glæsilegu skoti, þegar nokkuð var liðið af leik. (3:3). Litlu seinna bætti Ahlbach fjórða markinu við (4:3). Á vörn Víkings nokkra sök á þessu marki. Gauchel brenndi’ af í dauðafæri þegar 15 mín. voru af leik. Litlu seinna varði Gunnar mjög gíæsilega með því að kasta sér fyrir fætur eins Þjóðverjans sem var einn í mjög góðu færi. Fimmta mark Þjóðverja skoraði Oden h. innh. (5:3). I lok leiksins skoraði Ellert með því að lifta knettinum yfir Jahn markm. (5:4). Talsverð harka kom í Þjóðverjana seinast í leiknum og á dómarinn óefað sinn þátt í því. Á tímabili voru fjórir Þjóðverjanna draghaltir. Beztu menn Þjóðverja voru Gauchel (meðan hans naut við), Warth, Ahlbech og Voightmann. Jahn var einnig mjög traustur í markinu. Gunnar markmaður var bezti íslendingurinn á vellin- um þetta kvöld. Helgi var traustasti maður í vörninni eins og endranær. Noregsfar- arnir, Gunnlaugur, Ellert, Sæmundur og Sveinn voru kjarninn í sóknarliðinu. Dómari var Hrólfur Bene- diktsson og var ekki mjög góður. Þjóðverjarnir sögðu eftir Ieik þennan, að þeir hefðu aldrei búizt við svona fallegu samspili af íslenzku liði eins og vikingar sýndu þetta kvöld. Vaiur og K.R. nm Þjóðverja 3:2 Þetta var í senn lélegasti og leiðinlegasti leikurinn af þess- um þrem leikjum sem leiknir hafa verið við Þjóðverjana. Falleg knattspjTna eða sam- spil sást varla hjá þessu sam- blandi Vals og KR og þó að lið þetta hafi unnið er alls ekki hægt að segja að það gefi rétta mynd af leiknum. Þjóð- verjarnir áttu óneitanlega miklu meira í leiknum þó að þeir næðu aldrei virkilega góðu spili. Þegar líða tók á leikinn varð hann mjög „brút- all“ og einna líkastur ,Rugby‘ fótbolta. Var þetta frekar leið inlegt sérstaklega þegar tekið er tillit til hinna prúðmann- legu leikja sem Framarar og Víkingar sýndu. Fyrri hálfleikur. Fyrri hálfleikur hófst með tölhverðu 'þófi' og riáðí hvori-< ugt liðið nokkrum tökum á leiknum. Þeg^r nokkuð var liðið áf leik skoruðu Þjóðverj- arair fyrsta mark sitt, var það hálfgert klaufamark. Öin hljóp út úr markinu á óheppi- legum tíma (1:0). Sigurður Bergsson * úthverji kvittaði litiu seinna eftir mjög skemmtilegt upphlaup seni Ellert og Halldór áttu mestan þátt í. Síðar í hálfleiknum skoraði Ahlbach fallegt mark með föstu skoti frá vítateig. Fyrri 'hálfleik lauk því með 2:1 fyrir Þjóðverja. Þeir náðu aldrei eins góðum samleik eins og á Fram-leiknum. Seinni hálfleikur, Þjóðverjamir sóttu fast að marki Vals og KR. 1 byrjun seinni hálfleiks, en flest upp- hlaup þeirra strönduðu á hinni traustu vörn Islending- anna og varði Örn snilldar- lega nokkur skot. Upphlaup Vals KR voru fálmkennd og tilviljunarkennd, og þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir Sveins að koma á stuttu samspili hjá framlínunni, mistókst það al- gjörlega. Hann virtist aldrei finna sína menn í sókninni. Um miðjan hálfleikinn skcr- aði Ellert glæsilegt mark með föstu jarðarskoti, sem fór undir Jahn markmann (2:2). Hafði Ellert hlaupið einn upp með. knöttinn. Á. töluverðri hörku fór nú að bera í Ieikn um og varð dómarinn að dæma fríspark eftir fríspark á bæði liðin og gerði þetta leikinn mjög leiðinlegan. Eft- ir eitt upphlaup Þjóðverja lá fyrirliði Þjóðverja Gauchel í valnum og varð að bera hann útaf. Hann kom þó inná rétt í lok leiksins. Litlu seinna var v. útherji Þjóðverja einnig borinn útaf eftir harðan á- rekstur við Ellert. Undir lok. hálfleiks skoraði Hörður mjög fallegt mark eftir að hafa leikið sig frían. Þegar fáar mínútur voru eftir var dæmt fríspark á Þjóðvcrja rétt við vítateig. Sveinn skaut en Jahn markmaður varði snilldar- lega. Beztu menn í liði Þjóðverja voru eins og fyrri daginn Gauchel, Ahlbach og Oden. Sá .sem mest kom á óvart í íslenzka liðinu var Öm. Hann sýndi mjög góðan leik og varði oft snilldarlega. Er hann að verða einn af okkar beztu markmönnum. Varnarleik- menn: Einar, Guðbrandur og Guðbjörn voru allir mjög traustir. Þó að góðir einstakl- ingar væru i framlínunni vantaði allt samspil hjá þeim. Dómari var Þráinn Sigurðs- son. Mói.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.