Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 3
\ VJZHO\:i<Sl-: Máaudagur -2&;--águsJt:'SL950;' tt'-DíA : MANUDAGSBLAÐIÐ V-i fj Jóns Reykvíkings Ameríkanar þekkja sína Það hljóp aldeilis á snær- ið hjá Halldóri Kiljan á dögunum. Eftir því, sem Þjóðviljinn segir, lét banda rískur „forleggjari" ein- hverja 3000 „bókmenntar f ræðinga" utvelja höfunda til að birta eftir þá úrvals kafla í safnbók. Ameríkan- ar gera mikið af því að gefa út slík safnrit. Þáu heita alltaf „The World's Best" af þessu og þessu og fást í öllum bókabúðum vestra fyrir lítinn pen- ing. Venjulega eru slíkar bækur lítið airaað en „húm- búkk", eins og gefur að skilja, þó í einstökum til- fellum slæðist eitthvað með, sem unnt er að telja í flokki hins bezta. Þjóð- vil jinn verður nú allt í einu ákaflega hrifinn af Ame- ríkönum fyrir að haf a gef ið Kiljan út í svona safnriti, og það má Þjóðviljinn líka með réttu vera, því það sést á þeim lista, sem blað- ið flytur um þá, er hrepptu hnossið með Kiljani, að hann er einasti kommúnist- inn, sém fengið hefur þá miklu æru að komast þetta heimilisrit. Hinir eru f lestallir svartir af tur haldsmenn í litteratur, en sumir eru flóttamenn frá kommúnistum, eins og Gide, Silone og Wright. Það fyrirbrigði, að Kiljan skuli vera einasti fulltrúi Káðstjórnarríkjanna þessu bandaríska heimilis- riti, gæti bent til, að hann hefði lent þar af slysni, en svo mun þó ekki vera, því Ameríkanar finna vel SlNA lykt af Kiljani, eða réttara sagt þessa Ham- sun—Hemingway lykt, sem aldrei skilur við Kilj- an og er jaf nba^darísk eins og lykt af kæstum hákarli er íslenzk. Sóíéfið og aiómsprengjan ;i Það virðist svo sem Kil jan haf i stigið það meira en lítið til höfuðs að hafa komizt í þetta bókmennta- lega heimilisrit. Daginn eftir, að hin mikla fregn barst um heiður Kiljans, birtir hann í Þjóðviljanum hið velþekkta sendibréf til erldbiskupsins af Kantara \ borg, þar sem biskupinn er talinn sérlegur ambassa- '• dor þess gamla. Ekki hafði \- eirkibiskupinn þó aanað til saka unnið, en að telja, að fleira væri hættulegt en at- ómsprengjan ein, enda mátti lesa á milli línanna h já biskupnum vel meintar áminningar til Bússa út af andlegum og líkamlegum pyntingum þeirra á millj- ónum manna í eða utan við fangabúðir þeirra og þræla hald. Þetta stóðst Kiljan auðvitað ekki og notaði óð ara stór orð og talaði eins og sá sem fengið hefur pláss í bandarísku heimil isriti. Allt er þetta í meira lagi broslegt, og má segja, að kommúnistar hafi sjaldan gert sig jafn hlægilega og í áróðri sínumog ávörpum út af atóminu. Hver er sem sé ástæðan fyrir því, að full- trúar Sófétisins um víða veröld óskapast sérstak- lega út af atómsprengj- unni? Ástæðan er einfald- lega sú, að Sóf étið er kom- ið nokkru skemmra á leið með tilbúning slíkrar sprengju en Bandaríkja- menn, og ÞESS VEGNA er sjálfsagt að hamast á móti henni. Hins vegar «ru Bússar orðnir sérlega vel að sér í því að búa til fangabúðir, smíða pyntingartæki, skipu leggja þrælahald og yfir- leitt tortíma mönnum og jafnvel heilum þjóðstofn um (sbr. Eystrasaltsþjóð ' irnar) með öllum ráðum nema þá atóminu. ÞESS VEGNA dettur þeim ekki í hug að berjast sérstak- Iega á móti SLÍKUM pyntingum og eyðilegging araðferðum og þeim, sem Bússar kunna svo vel, en einbeita sér gegn sprengju Ameríkumanna. Fischer biskupsveigðiað'þessu, og það þoldi Kiljan auðivtað ekki. Þegar Kiljan iýsfi sjálfum sér Það kemur stundum fyr ir, að menn með góða skynsemi láta í Ijós hálf gerða eftirsjá þess, að Kiljan skuli vera kommún- isti. Eg hef aldrei séð á- stæðu til þessa, fyrir mitt leyti. Hvar getur maður eins og Kiljan átt heima annars staðar en hjá kommúnistum? Eg sé ekki hann er. 1 einni af bókum sínum lýsir Kiljan manni einum þannig, að ekki er s jáanlegt annað en að mað ur þessi muni mót allri venju, verða eins og hver annar sómasamlegur mað- ur og án allra sérstakra ó- þrifa, bæði til líkama og sálar. En í endanum á lýs-j ingunni þarf Kiljan auðvit- að að set ja, að tennurnar í manninum voru „eins og hann hefði aldrei étið ann- að en skít." Það er alveg eins með Kiljan og þessa persónu. Þó hann líti bæri- lega út við fyrstu sýn, er innrætið þaniiig, að það er eins og hann hafi aldrei nærzt á öðru en andlegum „skít", svo notað sé kilj- anskt orðfæri. Og hvar á slíkur ritsóði að eiga heima annarsstaðar en hjá kommúnistum. ¦ • \r ~;' í Kvöldskéli K.F.U.M. Þessi ágæti og einkar vin- sæli skóli byrjar 2. okt. n. k." og starfar vetrarlangt. Skól- inn er einkum ætlaður fólki, sem vill stunda gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni. Einsk- is inntökuprófs er krafizt, en væntanlegir nemendur verða að sjálfsögðu að hafa notið lögboðinnar barnafr. Skól- inn starf ar eins og áður bæði í byrjendadeildum og fram- haldsdeild, síðdegis og að kvöldlagi, og ganga eldri nemendur hans fyrir um skólavist í framhaldsdeild inni, ef þeir sækja nógu tím- anlega um hana. Þessar námsgreinar eru kenndar: Islenzka, danska, enska, kristin f ræði reikning- ur, bókfærsla og handavinna (námsmeyjum) í byrjunar- deildum, en í framhaldsdeild- inni er auk þess kenndur upp lestur (framsagnarlist) og íslenzk bókmenntasaga. Skólinn hefur ágætum kennurum á að skipa og notar mjög hagkvæmar kennslu- bækur, sem mjög mikið má læra af á ótrúlega skömmum tíma. Skólann hafa undanfar in 30 ár sótt nemendur, jafnt konur sem karlar, frá ferm- ingaraldri og fram til þrítugs Hefur það færzt mjög í vöxt í seinni tíð, að ungt fólk víðs^ vegar af landinu sæki þangað til náms, oft samhliða starfi eða námi í sérskólum. Umsóknum um skólavist verður eins og áður veitt mót taka í nýlenduvöruvezluninni Vísi á Laugavegi 1 frá 1. sept. og þar til skólinn er fullskip- aður að því marki, sem hið takmarkaða húsrúm hans set- ur honum. Er fólki eindregið annað en allir aðrir megi' ráðlagt að innrita sig sem vera því fegnir, aðhann er allra fyrst, því að ólíklegt er, einmitt þö,r í ffokki semj Framh. á 1 síðu MánudagsblaSii fæst á eftirtöldum stöðum ' Bokaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson Isafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Emreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Baga Brynjólfssonar Verzl. Helgafell, Bergstaðastr. Bækur og ritf öng Greiðasölustöðum: Fjólu Florida West End Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa óðinsgötu 5 Vöggnr Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86)' Skeifan ísbúðin, Bankastræti Bjargi Veitingast. Vesturgötu 53. Verzlunum: Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfiiinsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12) Leifángag., Laugayeg 45 Drífandi, Kaplaskjólsv. ----- Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Arna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahííð Fossvogsbúðin Kópavogsbúðin

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.