Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 4
* ______:__________i___________----------------;-----------------------_ MÁNUDAGSBLAÐBE) Mánudagúr 28. ágúst 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAD FYRIK ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. Simi ritstjóra: 3973. Prentsa Sja Þjóðviljans bJE. I Á að eyðileggja Tjörnina? Dr. Sigurður Þórarinsson hefur nú í ár ritað nokkrar athyglisverðar greinar um náttúruspjöll, sem framin hafa verið hér á landi, bæði í nágrenni Reykjavíkur og annars staðar á landinu. Bend ir hann alveg réttilega á þann skrílshátt, sem vaðið hefur uppi á þessirsviði, án þess að hið opinbera hafi látið sig það neinu skipta. Gróðabralls- mönnum hefur haldizt uppi -að gereyðileggja f agra og sér- Jkennilega staði, ef þeir hafa getað grætt nokkur hundruð eða þúsundir króna á því. Á |)enna hátt er búið að eyði- leggja Rauðhóla, örfirisey og Rauðhól við Hafnarfjörð. Seyðis'hólar í Grímsnesi eru að fara sömu leiðina, nú þeg- ar er búið að skemma þá. Kaupsýslumönnum í Reykja- tík, sem hafa í hyggju að rífa þá til grunna í sambandi við einhver f járaflaplön. Það eru þó ekki gróðabralls menn einir, sem hér eru sekir, !Nú kvað Reykvíkingafélagið iætla að fara'að feta í fótspor |jeirra og-eyðileggja Tjörnina. Ætlar það að koma upp gos- ferunn(!) í Tjarnarhólmanum, ¦óg mun véra að því komið, að hafizt verði handa um þessa eyðileggingu hólmans, sem •verið hef ur höfuðprýði Tjarn- arinnar. Það leiðir af sjálfu sér, að með þessu móti verða ílæmdir úr hólmanum þegar í stað allir þeir fuglar, sem þar hafa átt griðland fram til þessa. Enn meir himinhróp- andi er þó það sttiekkleysi, eem þessi hugmynd ber vott ium. Það er eins og maður sé Jtominn aftur i hugarheim vesölustu smáborgara og pip- arkerlinga á fyrri hluta Vikt- oríutímabilsins. Líklega eru ennþá til þeir smekkleysingj- ar í Reykjavík, að þeim finn- is't svona pírumpár „fallegt". En þetta mundi verða okkur til áthlægis og vanza í augum allra mannaðra manna, sem hafa eitthvert lágmark af fegurðarsmekk til að bera. I guðanna bænum farið nú ekki að eyðileggja Tjörnina líka fyrir okkur Reykvíkingum. Lofið henni að vera í f riði fyr- ir gosbrunnum og öðrum álíka smekklegum viðbótum við hahdaverk skaparans. Ef þið viljið eitthváð fyrir Tjörnina gera, væri nær að sjá um, að ruslið væri hreinsað úr henni. Það virðist þó sannarlega vera nærtækara hlutverk en gosbrunnssmíðin. Á hverju 'sumri þegar hitar ganga, er ekki nálægt Tjörninni kom- andi f yrir f ýlunni ,sem leggur af þessu rusli. En þetta virð ast f orustumenn Reykvíkinga f élagsins láta sér í léttu rúmi íiggja. Ef þessi vandalismi um gos- brunn í Tjarnarhólmanum verður f ramkvæmdur, má bú- as't við, að haldið verði áfram á sömu braut. Næsta fegurð- arstarfsemi yrði líkl. sú að byggja stóra turna með gyllt- um vindhönum efst á Heklu, Herðubreið og Snæfelli til að skreyta þessi fjöli dálítið. Mennirnir eru þess ekki um- komnir að bæta upp á eðli- lega fegurð íslenzks landslags og allra sízt menn á borð við þá, sem klakið hafa út gos- brunnshugmyndinni. Ajax. Framh. af 1. síðu Er þetta skv. Reutersfrétt kl. 18,15. Engin skýring var gefin á stöðu Islands í þess- um hlaupum, en geta má þess, að þessar tölur þurfa ekki að vera endanlegar þar eð Reut- er sendir öðru hverju leið- réttingar á fyrri fréttum. 4x400 m. boðhlaup: Engl. 3. mín 10, 2 sek. Spjótkast: Hyytianen, Finnl. 71,2 m. Berglund, Svíþjóð, 70,06 m. Ericson, Svíþjóð, 69.82 m. 200 m. * **hlaup kveana: Blankers-Koen, Hol. 24 sek. Gott ráð. Móðir segir við nýgif tá dótt ur sína: Það gengur með marininn líkt og eggio, éf þú heldur manni þínum ekki nema litla stund í suðunni þá yerðiír hárití mátulegur, en ef þ"ú heldur hönúm "of lerigi, þá yerður htann harðspðintu .; Bækur gegn gun fslendingasá.gnaútgáfan hefur úndanfama mánuðí selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. H. E. skrifar um útgáfuna: ... .* og voru bækúrnar allar prýðilegar að frágangi. Svo framarlega sém alþjóð kann að meta bækur og vill eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá éru þeir greiðsluakilmálar, sem Islendingasagnaútgáfan býður, þeir haganlegustu, sem þjóðin á völ á nú, og er það vel. Ég álít, að Islendingasögurnar ættu að vera til á hverju heimili." Nó þegar getið þér fengið alíar bækur útgáfunnar með afborgunarkjöram. Klippið út pöntunarseðil þennan, og sendið útgáfnnni. Ég undirrit......óska að mér verði sendar Islendinga eögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snom:-Edda og Eddulyklar (4bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 i skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í pöstkröf u, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Eg er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt tll að fáskiþt bðkunnm, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröf a þar um innari eins mánaðar frá móttöku verksins. iitnr á bandl óskast Svartur Brúnn Bauður StrUdð yflr þáB sem ekkl á vi3. Nafn .. Staða .. Heimili íftfyHið þetta áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bókum, en Iangi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum — þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldiei hafa íslenzkum bókannnendnm venð boðih slík kostakjör sem þessi. íslendingasögornar irin á Lvert íslenzkt heimili. Islendingasagnaútgáfan h. f. Símar 7508 og 81244 — Túngötu 7. A. — ¦ ,'..«i..«^'-, •«., -.- i iiií-I í

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.