Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Síða 5

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Síða 5
Mánudagttr 28. ágúst 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ og skrípaleikir Jæja ,þá er nú búið að velja „Fegurstu stúlkuna í Reykjavík 1950“, og eins og kunnugt er varð frú Kolbrún Jónsdóttir fyrir valinu. Eins og sakir stóðu álít ég að hún hafi verið vel að sigrinum komin, því að enginn getur neitað því að frú Kolbrún er mjög lagleg. Óska ég henni því hér með til hamingju. Því miður gat ég ekki ver- ið viðstödd í Tívolí þetta kvöld, þótt víst sé um það, að mér hefði þótt mjög gaman að sjá þessa fegurðarkandi- data spóka sig á sviðinu. En mér heyrist á fólki, að það sé heldur óánægt með keppni þessa, og hefur hún jafnvel verið nefnd s k r í p a 1 e i k- u r. Mun ástæðan til þess vera sú, að fólki finnst þátt- tííka verulegþ Tallegra stúlkna ekki hafa verið nóg, en aftur á móti hafi sumar af keppendunum varla getað talizt snoppufríðar, — að ekki sé nú minnzt á vaxtar- lagið, sem var víst talsvert ábótavant hjá þeim mörg- um. Þykir það að vonum fjári hart í bæ, sem frægur er fyrir fallegt kvenfólk. Mörgum fannst það órétt- mætt, að stúlkunum var leyft að vera í öllum fötun- um í stað baðfata, og halda því fram að hefðu þær haft vit á að klæða af sér galla með lífstykkjum, mjaðma- púðum, fölskum brjóstum og velsniðnum, smekklegum föt- um, þá hefðu þær getað það. Og auðvitað er það alveg satt. En víst er um það, að svona fegurðarsamkeppni gat aldrei farið svo, að öllum líkaði — og er það ekki sízt vegna þess, að Reykvíkingar eru því miður þannig gerðir, að þeir eru alltaf illkvittnir gagnvart sigurvegurum 1 slík um keppnum. Þó finnst manni, að Fegrunarfélagið hefði átt að hafa vit á að hleypa ekki öðrum til keppni en þeim, sem velvaxnar voru og laglegar, en á því kvað hafa orðið einhver misbrest- ur. Annað mál er það, að að mínum dómi á yfirleitt a 11 s é k k i að halda fegurðarsam- keppnir hér í Reykjavík, — og þá auðvitað allra sízt svona hálfgildingskeppni eins og þessa. Erlendis er það talið sjálfsagt að halda feg- úrðarsamkeppnir og er þá sigurvegaranum sómi sýnd ur. Hér... gegnif öðru máli Bærinn er svo lítill að allir þekkja alla, molbúaháttur inn virðist á hærra stigi en annars staðar, og fegurðar- samkeppni hér er því aðeins höfð a'ð sþe og spotti. Hún gefur kjaftvíðu - og ill- kvittnu fólki þyr undir báða vængi 'og nóg umtalsefni, — • en gera-þax með sigurvegar- anum lífið leitt með ókurteis- að banna berjatínslu í lönd- en daginn eftir. Hestar hafa legu glápi og athugasemdum óuppalins skríls. Segja má, að keppni þessi hafi verið illa undirbúin, og að betur kunni að takast næst, er Fegrunarfélagið efn- ir til annarrar. En ég held, að Fegrunarfélagið ætti ekki að stofna aftur til svona keppni, því að ekki er víst, að allar stúlkur séu svo harð- gerðar að geta þolað hróp, hlátra og hæðnisblístur áhorf enda eins vel og sumir kepp- endur þann 18. núna þurftu að þola í Tívolí. Fari aftur á móti svo, að ísland einhverntímá sendi fulltrúa til fegurðarsam- keppni Evrópu, mundi málið horfa öðru vísi við. Þá mundu candidatarnir þurfa að vera svo fullkomnar, að þær treystu sér til að spankúlera fyrir framan alla í sundbol, og þá þyrftu þær auðvitað yfirleitt að uppfylla þau skil- yrði, sem viðurkennt er, að keppendur í fegurðarsam- keppni þurfi að uppfylla. — Mundu því aðeins allra-feg urstu stúlkur landsins koma þar til greina, og þátttaka eflaust verða betri, því að þá yrði til mikils að vinna. Auk þess mundi slík keppni fara fram fyrir luktum dyr- um, en ekki framan í „mis- litu fé“ eins og í Tívolí um daginn, og |færustu menn landsins fengnir til að dæma. Þangað til þetta getur orð- ið, finnst mér, að fallegu stúlkurnar í Reykjavík og annars staðar á landinu ættu að fá að vera í friði með fríð leik sinn. um sínum, sem ekki er nema i komizt í jslægjurnar fyrir eðlilegt, því að margt fólk mér, að ég ekki tali um bréfa gengur svo illa um, veður ruslið og flöskurnar, sem það yfir slægjur, skilur eftir op- skilur eftir úti um allt. Tínum ber... Svo virðist sem það ætli að verða mikið um ber í ár Þegar er orðið krökt af stór- um og vel þroskuðum kræki- berjum í nágrenni Reykja- víkur, en ribsber og bláber eiga enn nokkuð í land. Það er ekki nema eðlilegt, að fólk flykkist út úr bænum til þess að tína ber upp um móa og hlíðar, því að bæði er, að berin eru vítamínrík og góð fæða, og eins hefur það löngum verið ein mesta skemmtun allra íslenzkra barna — og margra fullorð- inna líka — að fara til berja á haustin. Þetta eru nú líka einu ávextirnir, sem hér vaxa villtir, — óg hvaða á- bætir er betri en bláber með rjóma eða bðrjaskyr með rjóma? En einn er ljóðurinn á berjátínslúnni. Nú hafa marg •ir bæftdur tekið upp á því in hlið á peningagirðingiun og jafnvel brýtur niður girð- ingar. Flestfr bændur eru þó svo liðlegir, að þeir leyfa fólki berjatínslu í löndum sínum, ef það kemur heim á ibæinn, biður kurteislega um leyfi eða borgar lítillega þóknun fyrir. En sú al- menna kurteisi virðist flestu berjatínslufólki vera um megn. Þegar ég var lítil, fórum við krakkarnir stundum í leik, sem við nefndum „Pilla, pilla akur, kóngsins akur!“. Nú hafa krakkarnir breytt þéssum leik nokkuð og syngja í staðinn: „Tínum ber, tín- um ber, skessan er ekki heima!“ Mér var nú að detta í hug, hvort þessi breyting sé tilkomin af því, að nú séu þau orðin svo vön því að stel ast í ber á forboðnum svæð- um? Allir, sem ribsberjarunna eiga í görðum sínum og hugs- að hafa sér gptt til glóðarinn ar að sulta bérin, þegar þau eru orðin mátulega þroslcuð, vita, hve ergilegt það er, þeg- ar krakkaskríllinn ryðst inn í garðana kvöld eftir kvöld og hámar í sig allt, sem á runnunum er. Foreldrar hafa verið hvattir til þess að banna börnum sínum slíka rányrkju, og er það ágsstt og rétt út af fyrir sig. En svo um næstu helgi laumast svo sömu foreldrar með sömu börn til berja- tínslu á landi einhvers bónd- ans í nágrenninu og fremja þar allskonar spellvirki! Er nokkurt samræmi í þessu? Myndarbóndi nokkur, sem býr ekki all langt frá Reykja vík og á mikið iberjaland, átti tal við mig fyrir skömmu og þá sagði hann: „Um hverja helgi koma stórhópar af fólki úr Reykja- vík til þess að tína ber landi mínu. Ég er ekki svo smásmugulegur, að ég hafi hingaðtil getað fengið mig til þess að banna því að tína berin, enda hef ég svo fátt fólk á búi mínu að það kemst ekki yfir að tína helminginn af berjunum hvað þá heldur meira, og er þá ekki of gott að einhverjir aðrir njóti góðs af þeim. En nú er fólk þetta búið að brjóta niður fyrir mér ellefu girðingarstólpa! Þfisvar hafa beljurhar þvi komizt ut úr girðingu sinni Ef nú þetta fólk vill vera svo kurteist, að koma heim og spyrja um leyfi til berja- tínslu, þá mun ég ekki aðeins leyfa því það, heldur mundi ég einnig geta leiðbeint því. hvernig það á að komast tii berjanna án þess að vinna mér tjón. Að öðrum kosti neyðist ég til að banna því hér eftir að tína ber í land- inu“. Og finnst ykkur þessi sjálf- sagða kurteisi frágangssök, kæra berjatínslufólk? Ef ekki er hægt að finna nóg ber í andi, sem er opinber eign og pkki afgirt, þá vil ég fyrir lönd bónda þessa og annarra jarðeigenda, skora á ykkur að biðja um leyfi til berja- tínslunnar á viðkomandi bæj um og fá þar leiðbeining- ar um það, hvernig bezt sé að komast til þeirra. Það fyrirkomulag ætti að geta orðið öllum að skapi. _* _ Fegrum bæinn okkar sjálf Einhvern tíma stakk ég upp á því hér, að gamlir og nýir nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík tækju að sér að fegra Menntaskólalóðina í sjálfboðavinnu, þar eð hún væri hvort sem er öllum til skammar eins og hún er. - Stuttu seinna birti ég bréf frá „Borgara", sem var mér alveg sammála, en vildi ganga lengra, þar eð hann stakk .upp á því að bæjar- búar i hinum ýmsu hverf- um bæjarins tækju sig sam- an um að fegra svæði þau í sjálfboðavinnu, sem þeir sí- fellt hafa fyrir augunum. Nú hafa mér borizt fjölda- mörg bréf um þéssa hug- mynd „Borgara“. Öll eru þau á einn veg, og virðist svo sem ótrúlega margir bæjar- búar séu reiðubúnir til þess að leggja hart að sér til þess að fegra íbúðarhverfi sín. — „Múrari“ vill vinna að því að koma upp gosbrunni með fallegum grasvelli í kring á Miklatorgi, — „það er svo veðrasamt þar, að trén koma aldrei til með að þrifast“, segir hann. Margir segjast vilja gefa trjáplöntur á ýmsa staði, sem fegrunar þurfa með, og segjast viljá setja það niður sjálfir. Enn fleiri til- kynna bara, að þeir séu til 1 að vinna í Sjálfboðavinnu við hvað, sem er, og segjast' aðeins mundu hafa gaman af að dunda við það á kvöldin með nágrönnum sínum. Hugmynd þessi var prýði- leg hjá „Borgara“ og eftir undirtektunum að dæma aetti það að vera tilvalið verk- efni fyrir Fegrunarfélagið að hafa forgöngu um þessi mál og bjóða mönnum út tii sjálf- boðavinnu í hinum ýmsu hverfum. Úr því að þeir efna til fegurðarsamkeppni kvenna og samkeppni um fegursta garðinn, því geta þeir þá ekki alveg eins efnt til samkeppni næsta sum- ar um það, hvaða hverfi hafi fegrað mest og smekklegast í sjálfboðavinnu? Úr því að fólkið vill sýna þann þegnskap að gera þetta sjálft, og spara þannig okk- ar blanka bæjarfélagi mikið fé, — því þá ekki að leyfa því það? En einhver þarf að hafa forgönguna, og til þess er Fegrunarfélagið bezt fall- ið. Gg ef dæma má eftir öll- um þeim bréfum, sem mér haf borizt um þessi efni og orðum ótal margra, sem ég hefi talað við, þá munu bæj arbúar ekki liggja á liði sínu þegar þar að kemur! bg ékki fundúft allar fyrr|, Ég undirrit.........óska eftir að gerast áskrifaudi aS Mánudagsblaðinu. Nafn Helmili Staður Utanáskrift: Máaudagsblaðlð '5' Kearkjavik

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.