Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Blaðsíða 6
 rr^» as. :"^ ri:.^iuaai **r= t3&3&£3 v.i^:i; fil! MÁNUDAGSÐLAÐIÐ ÆS.E iági :'i i gB&irasíá, Mótíadagur -28. ágóst? 1950.> „Segið ekki þetta* Favers-; ham. Þér eruð ekki .... Og' ef þér skiljið." Hann hélt,í hönd hennar og kyssti hana blíðlega á lófann. „Já, vissulega skil ég hetta, Cara. Eg heföi ekki átt að biðja yður þessa .. Éirihvern tíma getur verið, að ég biðji yður einhvers annars. Einhvers, sem kem- ur yður ekki til að gráta -svona hræðilega, elskan." Hann tók yfrum öxl henni og hé}t henni að sér áftur, eh þetta sinn blíð- léga. < „Ó, Faversham." . •- „Þér eruð þreytt," sagði hann. „Eg ætla að fara með yður heim. Kannski að við bcrðum saman miðdegis- mat á morgun, svo getið þér sagt mér allt um ráða- gerðir yðar um hattabúð- ina." Aftur hjúfraði hún sig upp að honum. Nú vaknaði aftur allt traustið, sem hún hafði haft á honum. „Það verður gaman Fav- ersham". „Blessi yður," sagði hann lágt. Hann kyssti á tárvotu kinnina hennar. . Hann brosti framan í hana, þegar hann hjálpaði henni út úr vagninum, og tók þétt í báðar hendur hennar, sem voru kaldar. , „Eg ætla ekki að biðja leyfis að koma upp meö yð- xir," sagði hann. „Eg vil, að þér sofið lengi og vel." Þau kysstust og hún hélt í hann um stund og reyndi með föstu handtaki að láta í ljós nokkuð af hlýju -þeirri og þakklæti, sem hún bar til hans fyrir það, að hann hafði skiliö hana, og fyrir það, að hann hafði sagt, að einhvern tíma .... Þetta vakti hjá henni fagr^ ar sýnir. Draumar, sem hún hafði varla þorað að trúa, gætu nú vissulega rætzt. Hringekjan fór aftur af ,stað. Hún sat á hinu furðu- lega rauða svíni, og hún vissi að hún geistist áfram harðara og harðara, að allt hið dásamlega og ótrúlega Tar nú rétt hinum megin •við hornið. Eftir fáar mín. stóð hún í; háifdimmum ganginum <$g véífaði stöðugt til hvíta X.imousinebílsins, þangað tll hann hvarf niður götuna. Vagri, samboðinn þjóðhöfð- ingja. Og Faversham var prinsinn, þótt hann hefði einhverja mannlega bresti, hvað gerði það til? Líklega höfðu allir prinsar breisk- leika — jafnvel þeir sem nefndir .eru í álfasögum. En nm þá lesum við ekki, því að álfasögur eru ekki ætlaðar stúlkum eins og Cöru, sem vinna fyrir sér sjálfar, og -verða að vaxa. ,14. KAFLL j Þegar Cara kom upp á j i* * m***-!***!***'*'*****.***'*"**************^**^^ FRAMHAhDS&AGA : Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GKEIG j aðrá pallskörina, var klukk- ah að slá ellefu. Það var ekki orðið framqrðið, en þó var hún þreytt. Of mikill aésingur þetta kvöld, bjóst hún við. Hána lahgaði að hátta, en ekki að sofna. Hún vildi liggja vakandi, faðma Tidworth að sér, og hugsa um allt hið góða, sem henni hafði viljað til. Lady Faversham ætlaði að géfa henni peninga til að setja upp hattabúðina. Fav- ersham — ja, hann hafði sagt, að einhvern tíma lang- aði hann til að biðja hana einhvers, hvað gat hann átt við með því, annað en að einhvern tíma ætlaði hann að biðja hennar? Hún var hissa, er hún sá ljós loga inni í herbergi sínu. Hún hlaut að hafa gleymt því, þegar hún fór út með Faversham. Dyrnar voru hálfopnar. Hún opnaði þær og rak upp hljóð. Þarna á dívaninum lá Hayden steinsofandi og kötturinn Tidworth hringaður upp í hjá honum. Hvernig dirfðist hann að koma inn í herbergi hennar óboðinn? spurði hún sjálfa sig reiðilega. Hvernig dirfð- ist hann beinlínis að sofna þarna? Og til að kóróna petta allt, þá var Tidworth þarna og malaði ánægður. Tidworth, sem hafði hagað sér svona dónálega rétt áð- ur við Faversham var nú að strjúka Paul Hayden. Það sem Cöru gramdist mest var það, að kötturinn hafði gengið yfir til óvinanna. „Tidworth", hrópaði hún, „hvernig gaztu farið að þessu? Og ég sem alltaf hefi haldið, aö þú værir svo at- hugull köttui'." Nú vaknaði Páll. Hann opnaði augun hægt og brosti til henriar. ,Halló, fallega stúlka", sagði hann, ,.eruð þér loks komin heim?" Cara stóð mjög ákveðin á miðju gólfi, með hönd á síðu og leit reiðilega til hans. „Hvað meinið þér með því að vera hér um þetta lieyti kvolds?" sagði hún. „Eg veit ekki," sagði hann, „um hvert leyti kvölds", , Klukkan er orðin yfir ellefu", sagði hún. „Er það mjög alvarlegt nú á dögum?" hann brosti til hennar, „Eg hélt að nútíma stiílkur væri rétt aðeins byrjaðar að lifa lun kl. 11." „Eg er ekki húiíráa stúlka", sagði hún þurlega. i Hann heilsaði henni með handabandi. „Fyrirgefið þér," sagði hanhi „Svipurinn hlýtur að afneita yður." Þegar hanri sagði þetta stökk hann upp. af dívaninum.' >£., .Svdria!" sagði hann sigri hrósandi. „Eg hef ekki gert neitt ill og því ættuð þér þá að vera gröm?" „Hver hleypti yður inn?" „Hin virðulega húsmóðir yðar hleypti mér inn" sagði hann henni. „Eg sagði, að ég hefði merkilegar fréttir handa yður. Hún sagðist ekki vita hvenær þér kæmuð aftur, en ef ég vildi bíða hálftíma eða svo, þá héldi hún, að allt mundi fara vel. Eg ætlaði aðeins að bíða í hálftíma, en" — hann geispaði og teygði úr sér — það var svo heitt hérna inni, og dívaninn yðar var svo þægilegur að ég sofnaði. Þegar á allt er litið," sagöi hann brosandi, ,„er það eng- in stórglæpur að sofna." Hún brosti líka. „Nú jæja" sagði hún, „ég ætla að fyr- irgefa yður í þetta sinn, en," — hún hikaði — ég held, að það væri bezt fyrir yður að fara nú að fara." „Hvers vegna?" spurði hann. „Hvaða vit væri þá í hinni löngu vöku minni, ef ég færi nú? Eg sagði, aö ég hefði nokkuð merkilegt að segja yður." Hún tók af sér hattinn og kastaði houm á dívaninn og leysti hár sitt. „Hvað er það?" spurði hún. En í stað þess að segja henni það, gekk hann til hennar, setti hendurnar á herðár henni og sneri henni að ljósinu. „Þér hafið verið að gráta, Cara; af hverju?" spurði harin. Af hyerju"? 0g rödd hans, sem áður hafði verið glaðleg, var nú alvarleg. „Hvaða rnanndjöfull," hrópaði hann, „hefur verið að græta.yður?" „Enginn," sagði Cara, „alls enginn",.bætti hún við og stóð á öndinni. „Kannske ég hafi verið að gráta af því að ég var glöð." Hann spurði hljóðlátlega: „Hvað hefur gert yður svo glaða, Cara?" „Það," sagöi Cara, „að ein mjög mikilsverð ósk mín er í þann veginn að rært^st.'Eg ætla ajð setja upp hattabúð. Og —" rödd henn ar titraði, „hún verður í Bond Street!" En gleöi hennar spegl- aðist ekki í andliti hans. Hann sagði stuttaralega: „Hver æltar að láta yður fá peninga til þess að setja upp búð? Faversham?" bætti hann við reiðilega. „Mér datt í hug, að hann mundi stinga upp á ein- hverju af því taginu við yð- ur." Hún varð sótvond og hat- aði hann nú allt í einu, kannski af því að orð hans fóru svo nálægt sannleikan- um. „Faversham mundi aldrei láta sér detta í hug að stinga upp á öðru eins," sagði hún með hita. „Lady Faversham, amma hans, ætl ar að hjálpa mér. Eg heim- sótti hana í kvóld." Hann gekk aftur á bak eitt eða tvö skref og blístr- aði. „Hamingjan góða!" hrópaði hann, „þér* segið ekki satt, að þér hafði svona fljótt komið yður í mjúkinn hjá gömlu konunni?" Hún kinkaði kolli. „Hún hefur vérið agalega góð við mig. Mér geðjast afskaplega vel að henni.'" „Þér hljótið að vera ní- unda furðuverk heimsins," sagði Paul í hálfum hljóð- urn. „Faversham vakti áhuga hennar á mér," sagði hún. „Faversham virðist halda á málum þessum eins og mesti heiðursmaður," sagði hann þurrlega. Af þessu varð Cara aftur fokvond. .Auðvitað gerir hann það, því hann er góður drengur". Hann svaraði ekki, en á svip hans sá hún, að hann var að hlæja að henni. Hún hafði séð rétí, þegar þau hittust í fyrsta sinni. Hann var andstyggiiegasti ungur maður, sem til var. „Þér sögðust hafa kbriiið hér, af því að þér hefðuð eitthvað að segja mér," sagði hún kuldalega og rödd hennar gáf í skyn að því fyrr, sem hann segði henni þetta, því fegnari yrði hún. því að þá gæti hann strax farið. Hann hikaði; hvaða vit varí því fyrir hann að segja henni það héðan af. Hans fórn var svo lítil, borin sam- an við auðæfin, seih Favers- ham hafði látið fallá henni í skaut. Hann hafði ritað föðursýstur sinni um' Cörui og hún hafði skrifað vin- • konu sinni, sem átti hatta- búð í Chelsea. Vinkonan hafði sagt, að hún væri reiðubúin til að reyna Cöru. Harin hafði komið til að segja Köru frá þessu. En nú, þar sem hún ætlaöi sjálf að setja upp búð, þá vildi hann ekki einu sinni riefna þetta. Hann var of' stoltur til þess. „Kannski, að ég hafi ekki haft neitt merkilegt að segja.. Kannski mig hafi einungis langað til að eyða kvöldinu hjá laglegri stúlku," og hann brosti framan í hana...... Þá höfðuð þér engan rétt til að koma hingað upp," sagði hún þurlega. „Því ekki?" spurði hann brosandi. Faversham kemur hingað, eða hvað?" „Það er allt annað," hreytti hún úr sér. „Er það?" Hann varð dá- lítið harður á svipinn. Og nú var ekki lengur neinn hæðnis- glampi í bláu augunum. „Vill Faversham kvongast yður?" spurði hann allt í einu. Hún blóðroðnaði, rétt eins og hann hefði gefið henni ut- anundir. Hún reigði höfuðið ögrandi og rödd hennar egndi hann. „Viljið þár kannski kvong- ast mér?" spurði hún. Hann hló og sagði: „Það held ég nærri því. Eg held, að ég sé blátt. áfram skotinn í yður, Cara. En hlátur hans dó, þegar hann sagði: „Eruð þér skotin í frænda mínum?" Hún sneri sér f rá honum. Hún gekk að arinhillunni. Hún var óstyrk í taugunum. Þótt hún hefði ekki getað sagt," af hverju.það var. „Já," sagði hún, „eg elska hann." ~ Hann sagði ekki neitt. Hann stakk höndunum í vasa sína. „Hvers vegna skylduð þér vera það?" sagði hann hóg- látlega að lokum. „Eg vildi, að þér vilduð seg ja mér það. Það væri svo déskoti gaman." lí a ii p ið Máiiiidagsblaðið L e s i ð Máisiidagslilaðið

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.