Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Side 8

Mánudagsblaðið - 28.08.1950, Side 8
Undarleg framkoma rúss- o neskra skipbrotsmanna Eins og kunnugt cr, strar.d- aði .rússneskt skip hér við land nýlega, og fórst einn af áhöfninni. Það er ekki ný- lunda, að skip strandi við ís- land, en þetta strand og fram koma strandmanna er svo undarleg, að furðu sætir, að utanríkisráðuneytið skuli ekki hafa aðhafst meira en raun er á orðin. Strax og fréttist, að þetta skip væri í nauðum statt, fór sendiráð Rússa 'hér þess á leit, sem eðlilegt var, að því yrði veitt aðstoð. íslendingar brugðust að venju vel við og gerðu sitt bezta til þess að bjarga og hlúa að skipshöfn- inni. En þegar til kom, brást yfirmaður skipsins, að sögn hinn versti við og hótar björg- unarmönnum öllu illu, ef menn hans fengju ekki að vera í friði. Síðan kemur í ljós, að þetta var birgðaskip, en ekki fiskiskip, og annað rússneskt skip kom strandmönnum til hjálpar og skipaði upp vorum úr hinu strandaða skipi. Það þykja nú orðið lítil tíð- indi, þótl útanríkismálaráðu- neytið og þingheimur allur séu borair litlu lofi, þegar við erlenda mexm er að eiga. Hef- ur flestum þótt skipti hins opinbera við erlenda menn lík- ust því sem óæfðir menn væru að verki. En þessi framkoma rúss- neska sendiráðsins og skips- manna cr svo fáheyrð, að næsta ótrúlegt er, að nokkur þjóð hafi svo undarlega búið við aðra þjóð. Rússneska skipið er í ís- lenzkri landhelgi og neitar að gefa íslenzkum yfirvöldum upp farm sinn og erindi. Er það samkvæmt íslenzkum lög- um? Mennimir koma í land, og í stað þess að flytja þá hingað til Reykjavíkur og prófa mál þeirra þar, taka Rússar þáá hindrunarlaust burt og flytja þá um borð í sín skip og allan farminn. Sendiráð Rússlands hér í Reykjavík virðist ekki bera meiri virðingu en svo fyrir ís- lenzkum lögum og rétti, að það gefur ekki einu sinni skýr- ingu. Það er ósköp saklaus leikur hjá utanríkisráðherra að atyrða Rússa og Einar 01- geirsson á málfundum. Menn hafa almennt gaman að því og sögumar um illmennsku kommúnista eru nú orðnar vel kunnar um land allt. En menn ættu að vita, að þó að þ jóðarsómi Islendinga sé lítils virði í augum sumra manna, þá eru ekki allir hér á einu j máli. Það mætti kannske spyrja að því, hvað rússneskt skip, sem ekki eru einu sinni fiski- skip, séu að gera við strendur landsins og í landhelgi? Getur ekki verið, að þessi skip séu hér einmitt í sömu erinda- gjörðum sem þýzku skipin fyrir styrjöldina síðari? Þau voru alls staðar kringum land- ið. Gæti verið, að þetta væru skip mönnuð rússneskmn hermönnum tilbúnum að her- taka land og lýð? Nú á tímum er allt að ótt- ast, þar sem Rússar eiga í hlut. Svo er að minnsta kosti að skilja á sumum blöðunum hér. Þeir munau vafalaust vilja taka ísland, þegar til á- taka kemur, og kannski er þess ekki langt að bíða. Það er skylda utanríkisráðu neytisins að fyrirskipa varð- bátum okkar að vera vel á verði gegn erlendum fiski- skipum liér í landhelgi, og ef þau nást, þá verður hið opin- ber að grennslast eftir því, hvað þau hafa í fórum sínum, ef lögin leyfa slíkt. Fallbyssur og önnur morð- vopn eru ekki notuð til þess að háfa síld eða veiða þorsk. Sjómenn almennt ganga ekki með sverð við hlið og leyst friðbönd.Sverðaleikur er sjálf sagt æfður í rússneska f lotan- um, eins og reyndar víðar, en efa má, að rússneskum fiski- mönnum séu kennd slík störf. vann Norðan rok hafði mjög mik- il áhrif á leikinn á laugardag. Bæði liðin sýndu á köflum mjög skemmtilegt samspil, þó var samspil íslenzka liðs- ins ekki nógu hratt og of þvert og fór oftast útum þúf- ur þegar nær marki dró. Þessi leikur var frekar rólegur, vant aði allan hraða og f jör í leik inn. Fyrri hálfleikur Bezta tækifærið, sem ís- lendingamir fengu, var á fyrstu mínútunum. Komst Sveinn þá innfyrir vörn Þjóð- verja í dauðafæri, en reikn- aði ekki með vindinum og skaut framhjá. Þjóðverjarnir voru mestan hlutann í hálf- leiknum í sókn, en vörn ís- lenzka liðsins stóð sig mjög vel. Fengu Þjóðverjamir bók- staflega engin tækifæri til að skora. Eina markið, sem þeir Utanríkisráðuneytið ætti að skýra þjóðinni frá þessu máli og það sem fyrst. Var það nokkuð, sem rúss- nesku stradmennirnir þurftu að leyna? gerðu var af lön'gu færi, hár bolti, sem Gunnar hefði átt að verja. Islenzka liðið gerði stöku sinnum snögg upphlaup, en komust aldrei nógu nálægt markinu. Seinni hálfleikur ■ Flestir bjuggust við, að okkar menn myndu skjótlega kvitta, en allt kom fyrir ekki. Þeir léku rnjög skemmtilega á miðju valiarins en allt fór í handaskolum upp við mark- ið. Sveinn virtist óvenju illa upplagður og missti knöttinn mjög oft. Þegar Hða tók á hálfleikinn, skoraði Ahlbach annað markið fyrir Þjóð- verja. Var það hár bolti af löngu færi, sem datt aftur fyr- ir Gunnar markmann. Beztu menn Þjóðyerja voru þeir Ahlbach, Oden og Warth. Þeirra bezti maður Gauchel lék ekki með, þar sem hann var slasaður eftir leikinn við Val. Vörnin var sterka hlið ís- lenzka úrválsliðsins, sérstak- lega Gunnar Símonarson, sem varði oft glæsilega. Gunnlaug- Frh. á 7. síðu HVENÆR FER TOGARAFLOTINN UT? Nú heíur tcgaraverkíallið staðið yíir í nær tvo mánuði. Engar líkur benda til þess, að lausn fáist á því. á næstunni, enda hef- ur lítílð verið gert til þess að ná samningum. — Nú eru alvarlegri tímar en nokkru sinni íyrr, og síldin hefur brugoizí næstuin algjörlega. — Skuldir landsins hrugast upp, en innfluíningur þverr meo hverjum deginum á öllum' nauðsynjum, þó að ým- iskonar óþarfi flytjist hingað. — átvinnuleysi eykst og á eftir að aukast enn meir, ef lausn á þessum málmn fæst ekki hiö bráðasta. — Hér skal ekki deilt um það, hverjum aðila kenna má stöðvun floíans, enda kemur það vart málinu lengur við. Aoalatriðið hlýtur að vera, að misklíðin sé jöfnuð miili deiluaðiianna og flotinn komist út. Hvorugur þessara aðila má láta pólítiska flokkadræíti spilla fyrir. Þjóðin í heild hefur ekki efni á að vera leiksoppur stjórnmálamanna þeirr, sem meta meira persónulegan framdrátt en heill og velferð íslenzku þjóðarinnar. — Það er krafa alþjóðar, að deiluaðilar finni sammngsgrund- völl cg komi fiotanum strax úút.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.