Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Page 1

Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Page 1
34. tölublað. 3. árgangur. Rlánudagur 4. september 1950 fjrJ AÐLEGGURISLEND UM HERVERND? L ío vfsf ú Russar repi annas að herfaka landið Siðferðileg skylda okkar al taka Jiátt s lýðræðisbaráttmmi Islenzku ríkisstjórninni hefur eftir áreiðanlegum heimildum borizt orðsending þess efnis, að heppilegt væri fyrir iandið að bjóða heim bandarísku heríiði til til vemdar iandinu, ef til styrjaldar komi milli ein- ræðisríkjanna undir leppstjórn Rússa og hinna vest- rænu lýðræðisríkja. Er þess getið í orðsendingu þess- ari, að þetta séu ekki kröfur Bandaríkjanna, heldur ráðlegging í sambandi við þær hernaðaraðgerðir, sem verða óumflýjanlegar, ef stórveldin eigast við. Það liggur í augum uppi, að ef Rússar ná hér fótfestu, þá gera Bandaríkin tilraun til þess að reka þá héðan burt og verður ekki að sökum spurt að barizt verður yfir landinu og jafnframt á landinu sjálfu. Líklegt er, að Bandaríkin hafi sent þessa orð- sendingu með sendiherra okkar í Washington, enda eðlilegt, svo og það að hann situr nú fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda hér í Reykjavík, þar sem, að sögn, ekki er annað rætt en hagsmunamál viðkom- andi landa. I>að er því beint ekki trúlegt, að sendi- herra okkar í Vesturheimi þurfi nauðsynlega að sitja fund um málefni þau, sem stjórnin segir að rædd hafi verið á fundunum. Þessar ráðleggingar Bandaríkjanna eru mun at- hyglisverðari en þær í fljótu bragði virðast. Ástandið í heiminum er svo alvarlegt, að ekkert er líklegra en að blóðug styrjöld gjósi upp, ef eitthvað óvenjulegt ber á milli stórveldanna. Öll lönd hervæð- ast af kappi og stríð er í huga alls þorra þeirra, sem byggja hin stærri lönd. fsland er aðeins lítið peð og áhrifalaust um gang heimsmálanna og því verður ekki þyrmt, ef til átaka kemur. Landið er legu sinnar vegna nauðsyn- legt báðum aðilum. Við íslendingar höfum löngum og réttilega stært okkur af lýðræðisskipulagi okkar og þjóðinni er kært að minnast Alþingis og sögu þess. Frelsisbaráttan og sjálfstæðishugsun okkar er eins og leiðarljós í gegnum liðnar aldir, sem landið hefur verið byggt. Heimurinn skiptist nú í tvo flokka: þann, sem ann lýðræðinu og liinn, sem fyrirlítiir sjálfstæðið og frelsi einstaklingsins. Seinni flokkurinn, komm- únistar, hafa ekki hikað við að gleypa frjálsar þjóðir á landamærum sínum, drepa forustumenn frelsisins og setja á stofn stjórnir skipaðar þýlyndu landráðaliði. I slíkri baráttu ber Islendingum að skipa sér í fylkingu þeirra, sem berjast fyrir okkar hugsjón- um og nú er svo komið, að ekki má lengur láta dragast að taka slíka ákvörðun. Okkur ber að vona Iiins bezta en búa okkur undir að taka hinu versta, ef þörf krefur. Þó við viljum frið, þá þolum við ekki smánarfrið og undirokun hugsjóna okkar. En hvað verður svo hlutverk okkar, ef til styrj- aldar kemur? Þessa spurningu hlýtur ríkisstjórnin að gera upp við sig án tafar. Það er alveg tilgangs- laust fyrir okkur íslendinga að setja upp mikil- mennskusvip og láta kylfu ráða kasti um framtíðina. Islenzkir sjómenn þóttust ekki of góðir til þess að sigla um höfin í síðustu styrjöld til þess að færa landinu björg, og víst er um það, að almenningur sem stundar landvinnu verður að taka sinn þátt í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði. Aðrar þjóðir eins og t.d. Bretar færðu stórar og hræðilegar fórnir á altari stríðsguðsins og þeim hefur fundizt frelsið þess virði að senda kjarna þjóðar sinnar á erlendan vettvang til þess að berjast fyrir því frelsi, sem þeir mátu svo dýrt. Sama máli gegnir um Frakka og Bandaríkjamenn og allar þjóðirnar í Vestur-Evrópu. Frændur oklear í Noregi, þótt fámennir séu, hafa komið sér upp herliði til þess að verja land sitt gegn ofbeldi kommúnista. Á Islandi kæmi hins vegar ekki til að stofnaður yrði her, heldur I mesta lagi ein- hvers konar heimavarnarlið, sem starfaði líkt og slíkt lið gerir í þeim löndum, sem hafa menn undir vopnum. Hér mætti, ef rétt væri að farið, æfa okkar menn til þess að sinna sumum af þeim störfum, sem erlent verndarlið yrði annars að gera. Með slíku fyrirkomulagi gætum við komizt af með mini- mun erlends setuliðs. Það kostaði ekkert meira fyrir Bandalag Vestur Evrópu að æfa Jón Jónsson á ís- landi í vopnaburði heldur en John Smith frá TJSA eða Jean Dupre frá Frakklandi. En ólíkt yrði það þjóðinni meiri sómi að geta sýnt það á blöðum sög- unnar, að einmitt við, sem liöfum stært okkur af frelsiíiþrá Islendinga, tókum virkan þátt við hlið annarra lýðræðisunnandi ríkja í að verja þann dýr- mæta rétt. Líf íslenzkrar æsku er ekki dýrmætara en líf brezkrar, bandarískrar eða franskrar æsku, þegar um frelsi þjóðarinnar er að tefla. Það er ekki í eðli Islendinga að sóla sig í vernd þeirra þjóða, sem' senda kjarna æsku sinnar til víg- vallanna, án þes að vilja noklíuð til þess vinna að njóta frelsis síns. I síðustu styrjöld var okkur vorkunn, en nú er ekki slíku til að dreifa. Nú verður gengið að okkur og spurt hreint og beint, hvað við viljum gera og það er okkar að liafa hrein svör á reiðurn höndum. Það er skylda okkar að skipa okkur í sveit með þeim, sem öllu vilja fórna í þágu frelsisins og það liggur í augum uppi að betra er að gera það strax en bíða þess að í óefni sé komið. Við höfum það einstæða tækifæri fámennrar þjóðar að geta samið við stórveldi, sem metur og virðir réttindi vor, og með slíku samkomulagi getum við ekki einungis hagnazt heldur dyggilega skipað okkur sess meðal þeirra sem vernda lýðræðið í heiminum gegn ein- ræði og ógnarstjórn. Tjörnin og Reykvíkingar Það sem rætt er og ritað um ,náttúruvernd“ innan bæjar- ins, er flest mjög vanhugsað. Það er mjög erfitt að sam- ræma skipulag borgar við varðveizlu á hinu eldra og vilta náttúrulandslagi, enda er sízt þörf á því hér á landi svo greiðan aðgang sem við eigum að fjölbreyttari nátt- úrufegurð en flestar aðrar þjóðir geta stært sig af. Borgir verður að byggja samkvæmt haganlegum skipu lagsuppdrætti og svo fögrum á borgamælikvarða, sem unnt er. — Þegar verið er að tala um Tjörnina, verða þessi sjónarmið að gilda og ekki önnur. Við höfum ekkert við eina ,náttúrutjörn“ að gera fram yfir þá milljón sem til er í landinu. I miðri borg verður slík tjörn heldur ekki annað en óþrifalegur forar- pollur, sem Reykjavíkurtjörn líka er orðin. — Það sem mest er aðkallandi viðvíkjandi Tjörninni, er að hreinsa hana, minnka hana og prýða bakk- ana. Vegna þess hvað Tjörn- in er stór — miklu stærri en nokkur skipulagshöfundur hefði getað látið sér detta í hug um tjörn í mjóu miðbæj- arsvæði fast við sjó — þá sýnist ekki annað fært gagn- vart norðurstjírnunni en að fylla upp eitthvað af vestur- flóa hennar með því að draga botn leðjuna þangað. Á þess- ari uppfyllingu ætti svo helzt ekki að byggja, heldur nota hana fyrir trjágróðurreit. Einkennilegt er það að Reykvíkingar sýnast aldrei hafa haft það á tilfinningunni að bærinn liggur á strönd, sem annarsstaðar þykir mik- ill fegurðarauki og reynt að gera sem mest úr því. Hé5 Framhald á 8. síðu,

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.