Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. september 1950 MÁNUDAGSBLAÐH) 3 Ber og I íslenzka sumarið er stutt, en vetrarskammdegið langt. Okkur, sem hér búum á þess- um nyrzta hjara veraldar, er því mikil nauðsyn að nota okkur sem bezt þau gæði, sem Sumar/úð hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir mikinn inn- flutning á bifreiðum, eða öllu heldur vegna innflutn- irígs á bifreiðum og mörgu öðru óþarfa rusli, sem selt er með margfaldri álagningu, •— stundum um bakdyr og á svörtum markaði, 'hefur ekki, þrátt fyi’ir margendurtekin blaðaskrif og áskoranir, feng- izt að flytja inn ferska, þurrk- aða eða niðursoðna ávexti. Það er því mjög virðingar- verð viðleitni, sem færzt hef- ur í vöxt á seinni árum, að fólk notfæri sér það, sem ís- lenzk náttúra hefur upp á að bjóða — ,,berin“. Fólki er farið að skiljast, að á bak við berjatínsluna felast meiri heilsusamleg verð mæti en áður var álitið. Ber- in eru efnarík og holl fæða, — sannarlegt sólskin í skugg- um skammdegisins. Auk þess sem berin eru holl og nyt- söm fæða, er bömum og ungl- ingum óblandin ánægja af því að fara til berja. En nú á seinni árum eru að falla á þessa ánægju allmiklir skuggar. Það líður nú ekki svo dagur, að blöð og útvarp flytji ekki auglýsingar, þar sem landeigendur, hver í kapp við annan, banna berjatínslu í landi sínu. Hvers vegna ? — Ég fullyrði, að í löndum þess- arra jarða, þar sem berja- tínsla er bönnuð, fara þúsund ir eða millj. lítra. af berjum undir snjóinn árlega. .Hverj- um kemur það að gagni? Ábúendur jarða eða aðrir umráðamenn lands hafa, eft- ir fregnum að dæma, ekki að- eins tekið gjald af þeim, er berin tína; heldur einnig fyr- ir að aka um vegarspotta, sem þeir kalla einkaveg, án þess að hann beri þess nokkur merki. Þetta bann á einkum við jarðir í nágrenni Reykja- víkur. Nú vil ég leyfa mér að spyrja þessa ágætu bændur, sem vegna góðra markaðsskil- yrða eru hinir efnuðustu á landi hér. Hverjir eru það, sem kaupa búsafurðir ykkar og leggja þar með grundvöll- inn undir ykkar efnalegu af- komu? Eruð þið máske orðnir svo vel stæðir, að þið óskið ekki eftir eða þurfið á að halda neinni samvinnu við þann lýð? Nú er ekki svo, að hér sé verið neinu að ræna. ' ierjalw Ég var með í berjaferð nú fyrir skemmstu, þar sem í landi einnar jarðar tíndu ber um eitt hundrað og tuttugu manns þennan dag. Bóndan- um voru greiddar fimm krón- ur fyrir hvern mann, er þarna tíndi. Ég tel þetta sæmilega vasapeninga á einuni 'degi, tekna á jafn auðveldan hátt. En hvað skeði? Tveim dög- um seinnaj kom í dagblaði æsifregn, (sennilega frá ein- um þeirra, sem banna land sitt), þar sem þetta dæmi er nefnt um átroðning fólks og þess um leið getið, að fæstir hefðu haft leyfi landeiganda til tínslunnar. Þess var einn- ig getið í líku sambandi, að það væri raunverulega sama ■að stelast í berjaland og fara með óleyfi í veiðiá. Nei, mað- ur góður! Nokkrir ríkir „sportidiótar“ hafa keypt veiðiréttinn í ám á ís- landi. Þær hafa ekki verið og verða ekki dægra- stytting eða ánægjuefni barna og unglinga, og ekki verður laxinn hilluskraut í búri,, nema fárra útvalinna hús- mæðra. Fæstir bændur hafa svo mikinn vinnukraft eða tíma frá daglegum störfum, að sumrinu, að þeiri geti varið honum til berjatínslu. Þess vegna, bændur góðir, bannið ekki ber jatínslu í löndum ykk- ar. Það má vera, að þið haf- ið til þess lagalegan rétt, en siðferðilegan ekki. Við liöf- um ekki efni á því að notfæra ekki þau heilsusamlegu verð- mæti, sem „móðir jörð“ rétt- ir okkur upp í hendurnar. Berjafólk! Gangið vel um berjalandið, greiðið landeig- anda sinn skatt, ef þess verð- ur krafizt, en verið óhrædd að knýja á dyr þess, sem land sitt bannar, ég trúi ekki öðru en hann opni, ef hann hugsar málið rétt. Að endingu þetta. Það er bannað með auglýsingum að tína ber með „berjatínu". — Jafnvel Ferðaskrifstofa ríkis- ins auglýsir það sem algjöi’t bann. Ég vil spyrja: Hver hefur sett þau lög ? Ég er ekki lögfróður maður, þess vegna langar mig til að vita þetta. „Berjatína“, sem svo er köll- uð, er lítið áhald, ekki ólíkt gi’eiðu, sem smeygt er gegn- um lingið. Verða þá bei’in eftir á greiðunni. Þetta áhald eykur mikið afköst þess, er tínir, en ég fullyrði eftir eig- in reynslu, að það er með öllu óskaðlegt fyrir berjalandið. Getur nokkurn undrað það, þótt fólk, sem kaupir dýran farkost, auk réttsins til veru ENDANLEGT HRUN KRÓNUNN- AR NU FYRIRSJAANLEGT Það sem nú þykir ugg- vænlegast í fjármálum landsins er þetta, hve hraðfara hinn íslenzki gjaldeyrir tapar gildi sínu og hverSrí vonlaust það 'er orðið fyrir menn að spara afurð ’vinnu sinnar og geyma hana í peningum til síðari tíma. Hvort heldur við leggjum okkar spöruðu aura í banka, lánum þá út, kaupum tryggingu eða geymum seðlana í liandrað- anum, er féð í jafnri hættu — það bráðnar niður og Ieysist upp eins qg snjór á vordegi. Ríkið er nú hætt að á- byrgjast gjaldeyri sinn — það er meira að segja sjálft gengið í hóp ræningjanna, sem sjtuðla að verðfalli krónunnar eða minnkun kaupgildis hennar (sjá Mánudagsblaðið 19. júní, 24. tbl.), ekki þó með geng- isfellinguimi síðustu, eins og svo margir halda, því að Iiún var ekkert annað en óhjákvæmileg afleiðing af því innanlands verðfalli, sem yfir peningana hafði gengið. Skráning krónunn- ar verður eins og annað verðlag að standa í sam- ræmi við kaupmátt hennar heima fyrir — annars er gengið falskt og það sýnir sig í því, að verzlunin með gjaldeyri fer að fara fram- hjá bönkunum á svonefnd- an svartan markað, sem svo jafnvel getur orðið erfitt að uppræta, enda sinnar í ber jalandinu, reyni að afkasta sem mestu? Mér er kunnugt um, að í Noregi er þetta áhald not- að við berjatínslu með góð-‘ um árangri og talið svo sjálf- sagt að nota það, að sá, sem færi þar í berjamó með „tvær hendur tómar“, yrði að al- mennu athlægi. Þetta litla meinlausa áhald hefur verið reynt að gera sem torti’yggilegast hér á landi með allra handa „Gróu- sögum“. Mér þætti ekki ó- sennilegt, að þær væru fædd- ar hjá þeim bændum, sem á- kafastir ei’U í að loka lönd- um sínum fyrir berjafólki. Fréttir berast um það, aðl nú sé berjaái’. Fréttir berast einnig um skort á gjaldeyri. Ég skora á alla, sem eiga þess nokkurn kost, að tíría eins mikið og mögulegt er af ís- lenzkum ávöxtum, hvenær og hvar, sem því verður við kom þótt gengið sé leiðrétt. — Af fölsku gengi stafar einnig „uppbótapólitíkin“, sem verkar eins og drep í atvinnulífiriu óg siðspillir því gersamlega á stuttum tíiría, sem þó getur Iengsl éitthvað fyrir óvænt höpp. Það eru einmitt óvæntu höppin, sem hafa ruglað alla útreikninga síðasta áratuginn og haldið því á floti sem vildi sökkva. Það eru þessi höpp, sem liafa gert stjórnina ruglaða og þjóðina óviðráðanlega. Það eru höppin, sem Iiafa gert varkára hugsandi menn að ómerkingum, er þeir bentu á stjórnleysið og spáðu ó- íarnaði. Það eru óútreikn- i uðu höppin: — stríðsgróð- inn — Hvalf jarðarsíldin — ísfiskssalan til Þýzkalands og nú seinast Marshall- hjálpin, sem Iiafa breytt stórframleiðendum úr skikkanlegum Grímsbylýð í Monte Carlolýð af áfjáð- ustu tegund — gert þá og reyndar þjóðina alla að fjárhættuspilurum, sera spila með síhækkandi inn- lögum og hafa þar með raunverulega dæmt sig úr leik í fjármálaviðskiptum •siðaðra þjóða. Nú hefur þjóðiu biðið eftir stórvinning í síld, sem ekki kemur. En það er sama þótt liún liefði fengið allt það síldarmagn, sem unnt var að draga á Iand og koma í verð, það hefði ekki komið okkur á réttan kjöl og langt frá því. Þ\i að samhliða spilaæðinu Iiefurj einnig gripið um sig annað æði og það er fjárfesting- arkapphlaupið, sem er bein afleiðing af því að menn eru hættir að treysta gjaldeyrinum. Einstakling- ar reyna að Iosa sig við þá peninga, sem þeim áskotn- ast og kaupa bara eitthvað fyrir þá, sem fáanlegt er Þetta hleypir auðvitað upp verði t. d. á húsum, fast- eignum og byggingarviimu, sem svo aftur kemur fram í lækkuðum kaupmætti krónunnar, sívaxandi kaup kröfum og hækka uli vöru- verði. í flokkastríðinu er og slegizt um að ná tökum á ríkistek junum og Marshall- fénu og festa þá peninga í ýmsum fyrirtækjum og stofnmium — síldarverk- smiðjum, stórskólabygg- ingum, stórraf vi rkjumim, togarakaupum, sements- verksmiðju, áhurðarverk- smiðju og mörgu fleiru, sem hvert í sínu lagi getur sýnst mjög framfaravæn- Iegt ,en í lieildinni merkir allt of snögga byltingu í atvinnuvegum þjóðarinnar — yfirkapítalíseringu á búi einstaklinga og þjóðar- lieildarinnar, sem engin leið er að ráða við né með- ul til að reka af skynseaii og á arðbæran hátt. Þegar það kemur nú fril, hvað það eru orðnir fáir einstaklingar, sem þekkja, hugtakið „arðbær rekst- ur“, þá má svo sem nærri geta, hvernig ótíndmn flokkaskjólstæðingum gengur að reka opinber fyrirtæki öðruvísi en þá þau, sem eru einhverjar nægtanámur eða njóta til- búinna fríðinda og forrétt- inda. Að nú t. d. kommún- istar gætu rekið liér nokk- uð án strangasta þræla- halds, sýnist gersamlega útilokað, livað sterka trú sem þeir hefðu og hvað góðan vilja. Þegar þess er svo gætt, að við erum farnir að taka stór erlend lán til f járfest- ingar undir stjórn ein- hverra flokkagæðinga, sem standa undir óábyrgri flokkastjórn, ekki kunna að reka fyrirtæki, og eru uppaldir í þeim hugsunar- liætti að ríkið eigi að bera allt tap og jafna öll met með því að láta bankana gefa út falska og sílækk- andi peninga — þá er það víst, að fjárhagskerfi okk- ar er nú þegar raunveru- Iega lirimið. Þeim sem þetta ritar er kunnugt um að erlendu sendisveitirnar hér vita vel um þetta ástand. Opin- berlega mega þær þó ekk- ert segja út yfir þær skýrslur, sem þær gefa stjómum sínum. Þó að milliþjóða demókratí hafi tekið stórkostlegum fram- förum á þéssari öld, er það ekki lengra komið en svo, að stærri ríkin nota sér erín neyð hinna smærri ráðleysingja, sem hvorki kunna né vUja reka ábyrga f járhagsstjórn. Það er lít- ið um hollar ráðleggingar í milliþjóðaviðskiptum, einnig hér á vesturlöndum, og yfirleitt sú skoðun ríkj- andi, að ráðleysingjar læri ekki á neinu nema að fara á liöfuðið. Fleirflokkaveldi tekur og yfirleitt engum ráðleggingum á meðan snefill er eftir af óeydöu lánstrausti eða öðrum verðmætum, eem hægt er að ræna eða skipta upp með hrossakaupum. Kjör- orð flokkanna er og verður Framh. á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.