Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 6
 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 4. september 1950 „Mér stendur á sama, þótt ég segi yður það“, svaraði Cara með talsverðum remb- ingi. „Það er af því að hann Hún þagnaði allt í einu. Þetta var afar heimskulegt af henni, en þá datt henni ekki í hug nógu góð ástæða fyrir því, að hún elskaði hann. Það, hafði verið rétt komið fraín á varipnar á henpi, að segja: . „Hann er svo agalega sætur“. En vissulega ætti maður ekki að játa, að maður væri ástfanginn bara vegna þessa. Hún hefði getað bætt við: „Og hann hefur hrífandi fagra rödd, en henni fannst líka hún mundi verða hálf- skömmustuleg, ef hún gæti um það. „Hann hefur verið á- kaflega góður mér“, sagði húii stamandi eftir nokkuð langa og hörmulega þögn. — Hann leit á hana aftur; bláu augun hans voru alvarleg og i'annsakandi, er hann horfði í brún augun hennar. „Hefur hann verið ósköp góður við yður, Cara?“ Rödd- in var lág og áköf. „Hefur hann verið það?“ Aftur vissi hún ekki, hverju svara skyldi. Faversham hafði leitað ásta við hana, og hann 'hafði kysst hana, og hann hafði gert hana sæla, en oft höfðu örvæntingaraugnablik vaknað frjá henni. Og hann hafði beðið hana að gera nokk uð fyrir sig, senl enginn ann- ar karlmaður hafði beðið hana að gera — að minnsta kosti enginn karlmaður, sem henni hefði komið til hugar, að hún gæti elskað. En af því að hún elskaði hann, fyrir- gaf hún honum allt. „Og 'hann talaði við hana ömmu sína, urn mig“, sagði hún hálfaumingjalega. „Ég skil“, sagði Paul. En hann hló. Þetta skildi Cara ekki. „ „Af hverju eruð þér að hlæja?“ „Ég er að hlæja, af því að ég veit, að þér eruð í rauninni ekki ástfanginn af honum“, sagði hann svo snögglega, að henni brá. „Jú, það er ég“, svaraði hún fljótlega. „Hvernig dirf- ist þér að segja annað eins og þetta? Það er öll ástæða til þess að ég sé ástfanginn af honum“. „Það er ein meginástæða til þess“,. sagði hann glottandi, „en við höfum jagast út af því áður. Hann er erfingi Fav- ershams milljónanna“. „Þér ásakið mig fyrir að elta au.ðinn?“ sagði hún. Hann hneigði sig hæðnis- lega.. „Já, ef sú húfa hæfir yður, Mngfrú góð“, FRAMHALDSSAGA: Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GKEIG Hún gekk til dyranna og opnaði þær. „Farið þér út undir eins“. Hann stóð á miðju gólfi og hélt áfram að brosa á þenn- an 'hæðnislega hátt. „Ég held, að ég eigi hjá yð- ur koss“, sagði hann. „Ég kom um langan veg í kvöld til að finna yður og þótt þér trúið því ekki, þá var tilgang- urinn svo góður sem verða mátti. Hvað fæ ég fyrir það? Þér skipið mér út og segið mér, að þér elskið annan mann. Vissulega skal ég kyssa yður“. Hún sagði með hita og aug- un tindruðu hættulega: „Þér munduð ekki þora að kyssa mig gegn vilja mínum“. „Ekki það?“ Hann hló létt. „Ekki það? Litla ófétið yðar, að mana mig svona“, „Ég er ekki að mana yður“, sagði hún reiðilega. „Er það ekki?“ sagði hann hlæjandi. „Aðuvitað er það ögrun. Hver kona, sem á skil- ið það nafn, veit í hjarta sínu, að það er svona. Komið þér hingað, Cara“. „Látið þér—ekki eins og flón“, sagði hún og var hin ^eiðasta. „Það eruð þér, sem látið eins og flón“, sagði hann henni, „að vera að berjast gegn mér. Cara, carissima (elskaða) með skrattann í augum yðár, og hár, sem er silkimjúkt og svart eins og nóttin. Elsku Cara mín, vit- anlega ætla ég að kyssa yð ur“. „Það getið þér ómögulega gjört“, sagði 'hún. En svo var að sjá, sem hanri gæti það. Hann tók hana í fang sér og kyssti hana. — Faversham hafði kysst hana, en þessi koss var einhvern veginn öðru vísi. Hún hefði ekki getað sagt, hvers vegna eða hvernig þeir voru öðru vísi en þegar Faversham kyssti hana, þá svaraði hin rómant- íska barnslund hennar. Koss hans gerði haná sæla og á- nægða með lífið. En þegar Paul kyssti hana, eins og hann var að kyssa hana núna, móti viíja hennar, og það jafnvel meðan hún 'hataði hann, þá lifnaði eitthvað með henni, eitthvað svo að hún fekk æðaslög í vangana og blóðið þaut um æðar hennar með ákaflegum hí*áðá. ÍSTú var hún ekki barn lehgur. Nú var 'hún kona — kóna, sem neydd 'var til að horfast í' augu við eitthvað, sem hún vildi ekki horfast í augu við. Einu eða tveim augnablik-. um síðar sleit hún sig af hon- um. Hún sagði veikum og þó hásum rómi: „Farið þér burt, burt. Þér verðið að fara“. Þó vissi hún ekki, því hún ætti að vera svona óstyrk. — Aðrir menn höfðu líka kysst hana. Paul greip fast um úlnlið henni. „Cara, ég ætla ekki að sleppa yður héðan af“, sagði hann hvasst. „Ekkert gæti fengið mig til þess. Þér eruð mín og þér vitið það“. „Þér eruð vitlaus", sagði hún. En röddin brast. Hún skalf eins og hrísla. „Ég hata yður. „Það skiptir engu máli“. Stríðnisbrosið var nú aftur komið á andlit hans. „Hald- ið þér áfram að hata mig. Þér hafið gott af því. Síðar munuð þér elska mig“. „Nei, það skal ég ekki gera“, sagði hún æst. „Held- ur vil ég deyja!“ „Elskan mín“, sagði hann. „Öskapar vitleysu talið þér“. „Farið þér út“. Röddin var óskír. Hún hélt sér í arinhill- una eins og sér til stuðnings. „Ég skal fara“, sagði hann, „en ég kem aftur“. Hann gekk nokkur skref til dyranna. Nú var hann að hlæja að henni blíðlega. „Verið þér nú ekki með þennar. falska sorgarsvip, elskan, af því einu, að ég kyssti yður. Veslings litla Cara“. Hann strauk hár henn- ar blíðlega. „Ég held, að þér séuð þreytt í kvöld“. Hún leit ekki á hann en sagði lágt: „Gerið þér svo vel að fara“. í þögninni sem varð sagði hann: „Lítið þér framan í mig og brosið þér, Cara. Get- um við ekki verið vinir?“ Hún sagði lágt: „Hvernig getum við verið vinir eftir — eftir þessa kossa?“ „Voru þeir svo ólíkir öðr- um kossurn?" spurði hann al- varlega. Og hún svaraði lágt: „Já — já, og þér vitið það. Ég — ég hata yður“. Hann hristi hægt höfuðið. „Þetta er allt rangt hjá yður. Cara, þér ættuð ekki að álasa mér. Þér ættuð að | álasa sjálfri yður, af því að þér lifið ofmikið í drauma- heiminum, of lítið í heimi veruleikans. Kossar mínir, voru kossar, og þeir vöktu eitthvað hjá yður. Munduð þér annars breyta svona? •— Vaknið þér, Cara, vaknið þér til lífsins. Lærið þér að þekkja ástina milli karls og konu, því að hún er sönn. Hún er þess konar, að hún þarf ekki álfaprinsa, eða Rolls-Royces- bíla til styrktar sér. Hafi ég styggt yður í kvöld, þykir mér það leitt, en ég reyndi að koma róti á eitthvað hjá yður, sem mér fannst að vekja ætti. Eitthvað, sem kynni að opna augu yðar og hjálpa yður til að sjá karl- menn og annað skýrt“. „Ég kæri mig ekki um að opna augun — fyrir því“, sagði hún lágt. „Ekki það?“ sagði hann. — Hann kyssti á hönd henni. „Ein hvern tíma getur svo far ið, að þér hugsið á aðra leið. Verið þér sælar, Cara. Ein- hvern tíma kem ég aftur og býð yður heim í grenið mitt til kvöldverðar". Hann brosti og bætti við: „Mig langar til að sýna yður Sweetlieart". Hún leit snögglega upp: „Hver er Sweetheart?“ Hann benti fingri að henni. „Mundi yður ekki langa til að vita það?“ Hann hvarf hlægjandi nið- ur stigann. 15. KAFLI Hattabúðin í Bond Street var komin upp. Það var fal- leg búð, máluð silfurlit að ut- an en þegar maður kom inn í hana, þá steig maður á hin- ar mýkstu perlulitaðu gólfá- breiður í löngu mjóu herbergi með silfurgráum veggjum, silfurgráum borðum, og voru á þeim fáir, mjög fáir úrvals módelhattar. Þegar einhver kom inn og lét í ljós, að hana langaði að skoða aðra hatta, þá komu að 'hattar á dular- fullan hátt fram úr veggj- unum, því að þar voru aðrir hattar faldir. En Cara leyfði kaupendum aldrei að skoða of marga hatta. Hún vissi, að það ruglaði þá. Og hins vegar vissi Cara upp á hár jafn- skjótt sem kaupandi kom inn úr dyrunum, hvaða hatt hann ætti að kaupa, því nær allir keyptu eftir hennar ráðum. Cara hafði sölustúlku auk tveggja annarra stúlkna, sem unnu í kjallaranum og gerðu hattkolla á tréblökk. Þær höfðu blökkirnar milli hnjánna og með liprum, æfð- um höndum löguðu þær raka hattkollana. Mikið af þessu verki vamr Cara sjalf. Og beztu og fegurstu módelin gjörði hún sjálf, vann á nótt- unni. Hún vann og snemma á morgnana. Henni stóð á sama, hve mikið hún vann. —■ Hún var ákveðin um það, að láta fyrirtækið ganga vel. Og það var farið að ganga vel. Kaupendur, sem komu og fóru ánægðir, sendu vinkonur sínar þangað. „Hún er gáfuleg í andliti, litla stúlkan", sögðu þær, er þær sátu að tedrykkju heima hjá sér, „og hún er svo hátt- vís og lipur. Hún lætur manni finnast, að maður sé fallegur með hvaða hatt, sem er. Og ef manni finnst sjálfum að maður sé fallegur, þá skiptir það ekki miklu hvað aðrir hugsa eða hvað?“ Lady Faversham var mjög hrifin af því, hve Cöru gekk vel. Hún var nærri því eins á- nægð með búðina eins og Cara sjálf. Lífið varð nú aft- ur nýtt og töfrandi. Þótt hún hefði getað setið mikilsverða stjórnarfundi á skrifstofu Faverhams skipafélagsins ná- lega hvert síðdegi, þá vildi hún heldur koma í búðina, sitja í litla herberginu að baki, sem var skrifstofa Cöru, og fá sér þar tesopa. Hver við- skiptakona vakti hjá henni mikla, næstum barnslega for- vitni. Meðan Cara var að reyna að selja kaupanda hatt, þá gægðist hún forvitnislega út í dyragættina og horfði á það, sem var að gerast með mestu forvitni og hrifningu. „Þetta gengur ágætlega, barn“, sagði hún oft, og pjakk aði með úbenholtstafnum í gólfið til að leggja áherzlu á orð sín, þegar Cara kom aftur inn í skrifstofuna. „Þessi gamla Gilitrutt sýndist mér ekki líta út eins og hún ætlað.i að kaupa nokkuð, og þó selduð þér henni þrjá hatta á tæpum hálftíma. Mér þótti gaman að horfa á ykk- ur. Það var skemmtilegra en nokkur myndasýning, sem ég hefi séð í mörg ár“. Cara var þá vön að brosa. „Þér eruð mér svo frábæri- lega góð, lady Faversham". „Góð“, hreytti lady Favers- ham út úr sér. „Nei, það er

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.