Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 1
Slaéjjriralla 8. árgangur. jn»* „_ Mámidagur 11. sept. 1950. 35. tölublað. ífl ALMENNINGUR A AÐ VERA Trl ;ri SAMTAKA GEGN DYRTIÐINNI Framsókn prédikar sprsemi!!! Almenningur ræðir nú vart meira um annað en dýrtíðina, og er slíkt að vonum. Frá því, að ríkis- stjórnin lofaði, að hækkanir í sambandi við geng- islækkunina yrðu óverulegar eða engar, heíur vart liðið sá dagur, að ekki hafa komið tilkynning um verðhækkun einhverrar nauðsynjavörunnar. í síðustu viku hækkuðu svo allar mjólkurafurðir svo svívirðilega, að vart munu þekkjast dæmi um jafn óréttláta hækkun og þá, er ríkisstjórnin til- kynnti þá. Stjórnarblöðin, að Vísi undanskildum, samþykktu þessa ráðstbfun með hinni vanalegu afsökunarþulu, sem vænta má úr þeirri átt. Vísir benti hins vegar á, hversu mjög allar verðhækk- anir á framleiðsluvörum landbúnaðarins, væru í miklu ósamræmi við það, sem vera þyrfti í þeim efnum. Það er nú Ijóst, að núverandi ríkisstjórn er af einhverjum ástæðum gjörsamlega ómögulegt að stemma stigu fyrir hinu daghækkandi verð- lagi í landinu: Ráðstafanir hennar hafa til þessa ékki verið annað en fálm eitt - og skattgreiðand- ihn ér píndur éftir sem-áður. Það kunni ekki góðri lukku að stýra, þegar Tramsókn kom inn í stjóinina, erida sýnir það sig gleggst nú, að ekki hefur sveit þessara óhappamanna fríkkað við þá „endurbót". Þjóðin er orðin langþreytt á þessum lygum á lyg- ar ofan, er ríkisstiórnin bei á borð, og íbúar höf- uðstaðarins ættuað taka höndum saman um að neita sér um mjólk og annað nema til barna. I Danmörku og Englandi eru mörg dæmi þess, að neytendur hafi tekið sig saman um að kaupa ekki dýrar vörur, og raunin hefur orðið sú, að vörurnar hafa lækk" að. Reykvíkingar ættu að taka sig saman um að kaupa ekki vórurnar á þessu ránsverði, og víst mun, að eftir viku eða svo lækka þær. : ••* Nú ætlum við að ræða ómerkileg/t málefni. Það eru skrif Halldórs sálmaskálds, frá Kirkjubóli í síðustu viku. Grein Halldórs nefnist: „Hvað líður sparnað- inum?" Halldór ræðir þar um nauðsyn sparnaðar- ins, og er greinin hláleg, þegar menn vita, hver er höfundurinn. Halldór telur samkeppni flugfélag- anna eitt helzta dæmið um eyðslu hins opinbera og leggur svo út af því. Það hæfir bezt aðskotadýrum hér í höfuð- borginni á borð við þetta undur frá Kirkjubóli, að ætla sér að tala um sparnað: Hið opinbera er eyðsluhít, og það vita allir hér. En aðalþáttinn í eyðslunni á Framsókn með bitlingana, skrifstofu- báknin og alls kyns opinbera eyðslu á óllum svið- um. Framsókn hefur potað óhæfum mönnum í allar þær stöður, ssm tök hafa verið á, og þar sem flokks- foringjar Framsóknar eru við völd, hafa þeir bein- línis skapað stöður til þess, að gæðingar þeirra yrðu ekki að hverfa til heimahúsanna eða sveit- anna. Það eru óþarfagemlingar eins og Halldór f rá Kirkjubóli og flokksbræður hans, sem fyrst og fremst bera sökina á eyðslu og óhófi á kostnað ríkissjóðs. VERNDARHÐ FRÁ ATLANTSHAFSÞJÓÐUNUM Þad verður að koma strax! Með inngöngu okkar í Atlantshafsbandálagið var ákveðið, að lanclið yrði liður í varnarkerfi þess^ Af því að við vorum ekki viðbúnir að lofa neinum herstyrk til þess- ara varna, þá var þar með 1 jóst, að hin ríkin urðu að sjá fyrir þeim mannafla, er með þurfti, en við að íeggja til landstöðvarnar. Með þessu höfum við gefið upp hlutleys- isstefnuna í varnarstyjrjöld, sem Atlántshafsríkih heyja. Um það getur ekki lengur prð- ið deilt. Hvort sem fylgjendum hlut- leysisstefnuimar líkar betur eða verr, þá erum við nú samn ingsbundmr samherjar At- lantshafsríkjanna. Og hvað gátum við annað gert? — við, sem liggjum landfræðilega staðbundnir langt inni á náttúrlegu sam- varnarsvæði þessara vina- og frændþjóða okkar, — við, sem nærumst við sömu menn- ingarlindir og þær — við, sem höfum lifað í skjóli þeirra á mestu hættutímum veraldarsögunnar — við, sem höfum átt afkomu okkar og sjálfstæði algerlega undir þeim — já, hvað annað var hugsanlegt að gera? — Þótt við 'hef ðum f yrir harð- snúinn áróður og í von um enn stærri hlunnindi en við höfð- um áður notið, látið leiðast til að óska sambands við and- stæðinga hinna fyrri vina vorra og yiljað veita þeim ii færi á að ná hér hernaðarfót festu — já, segjum, að slík fríðihdi hefðu verið í boði, að okkur hefði þótt borga sig að fórna fyrir þau öllum fyrri samböndum eða þá, að slíkum hótunum hef ði verið beitt, a& afkomendum víkinganna hefði fallizt hugur — hvað hefðum við áunnið með því að skerast úr leik annað en að auglýsa lítilmennsku okk ar og ættlerahátt — og hvað svo uppskorið annað en skömmina ? Nei, vitanlega gátum við sízt af öllu neitað að vera með í Atlantshafsbandalaginu og þiggja vernd þess. Og vantar þó ærið á, að við höfum enn- þá drýgt nokkra dáð í þessu sambandi fram yfir það að láta leiða okkur hálftrega til þess, sem sjálfsagt var. Að athuguðu máli var þó loks skrifað undir samning- inn með samþykkr yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Svo að þessi hlið málsins er þó endanlega útkljáð. Við höfum horfið frá hlut- leysisheimskunni, en þar með þó ekki frá friðarstefnunni, því að allra sízt er oss árás í hug. Enda er Atlantshafsbanda- lagið fyrst og fremst gert til varnar gegn stríði, en ekki til árásar að fyrra bragði. Og þegar við tökum við varnar liðinu, þá hlýtur það að vera með því skilyrði, að ekki verði gerð árás frá Islandi að fyrra HÚSHJÁLP" sfofnuS í Reykjavík Húshjálpin er stofnsett með það fyrir augum að útvega heimilum hagkvæma aðstoð, sem verður þeim jafnframt ódýr heimilis'hjálp. Heimili eiga í mörgum tilfellum að getá f engið næga aðstoð f yrir kr. 100,00 til kr. 300.00 á mán- uði, án þess að þurfa að láta í té fæði eða húsnæði. Margt af því fólki, sem hef- ur ráðizt eða vill ráðast til Húsh jálparinnar eru húsmæð- ur, sem vilja vinna hluta úr deginum, og leggur Húshjálp- in sig framum a'ð ráða til sín gott starfsfólk, og skipu- leggja vinnu þess þannig, að sem hagkvæmast verði fyrir heimilin, og að sem minnstur tími fari í ferðir milli vinnu- staða. Húshjálpin vill vera í stöðugu sambandi við heimil- in til þess að fylg jast með því, hvernig verkin eru unnin, svo að tryggt verði, að gott sam- starf takist. Það hafa komið fyrirspurn- ir um aðstoð við stigaþvotta í 3 og 4 hæða húsum, og ætlar Húshjálpin sérstaklega að at- Framhald á 3. síðu. bragði. Spurningin er því ekki nú lengur um hlutieysi af okkar hálfu, heldur um það, hvenær við teljum þarft að varnarlið- ið komi hingað. —¦ 1 síðasta Md.bl. var talið líklegt, að okkur hef ði verið gef in bend- ing um að óska þess nú sem fyrst. Er þá sjálfsagt, að Við hljótum að gera það tafar- laust, ef okkur er á það bent af samherjunum, sem betur vita en við, hvað öllu líður. Við hljótum að óska þess eins og Bretar, Danir og Norð- menn, að hér sé gert sem óá- rennilegast tii árása. En þess- ar þjóðir búast nú tii varnar af hinu mesta kappi. Við get- um ekki biðið í skelfingu eft- ir, að skriðan er hlaupin af stað eins og veshngs fólkið fyrir austan gerði nýlega Stríðsskriðan er nú hlaupin austur í Asíu, og nú vferður Atlantshafsbandalagið að neyta allra ráða til að bægja hættunni frá vesturhlið höatt- arins. Hefði það ekki verið vitað fyrr, þá er það ljóst nú, cftir hverju þeir bíða, sem nú. mundu vil ja tef ja varnirnar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.