Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 2
;*»m| MÁNUDAGSBLABIÐ Máaudagur 2. október >19S0 Cfi3j P.U.' ' > .iVCft Konungur 1 auglýslngaferðalagi Farouk konungur er JífI Oð< •*i LÉ* Níu smakkarar verja hann eitrunar Farouk Egyptalandskon- ungur hefur nýlega verið í skemmtiferð um Frakkland. Þótt Farouk sé ekki mjög merkilegur maður, þá er rétt að fræða lesendurna um það, hvernig þar er í pottinn búið, þegar sjálfur kóngsi er gerð- ur út af örkinni til þess að aug Iýsa land sitt sem f erðamanna land. Áður en konungur kom til Hótel du Golfe í Deauville, komu þangað tíu hátt settir hirðmenn hans og höfðu með sér tólf auglýsingspjöld, sem á stóð: „Komið til Egypta- Iands". Spjöld þessi hafa síð- an verið hengd í lyftur hótels- ins og ganga. Hinn ágæti forstjóri hótels- ins, Maurice Gource, sem einnig stjórnar egypzku hót- eli, hefur látið setja hand- smíðaða öskubakka á hvert borð í hótelinu. Franska tónskáldið Guy Lassarga, vinur konungsins, flutti frá Egyptalandi tvær „stjörnur", Anne Berryer, töfrandi söngkonu, og hina frægu danskonu Samia Gamel, sem kom til þess að dansa í sérstökum sjónleik, sem sýndur var kóngi til heið- ,urs. Herra Lassarga sagði mér um leið og hann drakk hádegiskoníakið sitt. — ,,Ef þetta verður ekki til þess að auka ferðamannastrauminn til Egyptalands, þá veit ég ekki, hvað gerir það." Parísarbúar — 150 mílur frá Deauville — spyrja: „Hvern f járann er Farouk að gera í Deauville. Borgin er svo lítil og svo langt í burtu." Það er samt sagt, að Deau- ville sé fyrir konunginn ein- mitt staðurinn til þess að sýna heiminum hversu góður og nægjusamur konungur hann sé. Hin 19 ára söngkona Annie Berryer, frá París, hefur ver- ið uppáhalds söngkona í Cairo næturklúbbum síðan 1948. Hún hefur komið sérstaklega ítil Deauville til þess að syngja f yrir konunginn uppáhaldslag hans „Söngur Nílarárinnar". Það er egypzkt lag, sem byrj- ar „1 pálmalundum syngja þúsundir fugla um lífið . ." Tónskáldið Lassarge sagði: „Konungurinn er hrifinn af því, og við viljum, að allur heimurinn sé hrifinn af því, vegna þess að það er egypzkt." Farouk ætlar sér að stunda sjóböð, og hefur ljósmyund- urum verið bannað að vera nálægt, þar sem kóngur er ekki hrif inn af að láta mynda sig í bláum sundbuxum. • Hann ætlar sér að rísa seint úr rekkju. Ekki fyrr en um hádegi og fara seint að sofa. Ef hann langar til þess að leggja inn gott orð fyrir land sitt, þá eru nábúar hans Aga Kahn og Begum ásamt hin- um fræga kvikmyndastjóra Sacha Guitry til taks. Lífvörður Það er ekki líklegt, að nokk ur ókunnur berji að dyrum hjá kóngi. Allan sólarhring- inn eru tveir lögregluþjónar á verði fyrir utan dyrnar á íbúð hans, og tíu lögregluþjón ar eru dreifðir um hótelið auk tólf egypzkra of ursta og hers- höfðingja, sem eru hluti af fylgdarliði hans og búa í 25 herbergja hótelvæng. Ekkert franskt þjónustulið fær að þrífa til í herbergjum konungsins, en þaðan er feg- ursta útsýni yfir höfnina í Le Havre. Konungurinn hefur með sér sitt eigið þjónustulið frá konungshöllinni, en það fær lánað frá hótelinu kústa, þurrkur o. s. frv. Öllu því, sem konungurinn hendir í bréfakörfuna, vérður brennt. Farouk ætti að sofa vel í tvíbreiðu mahogany rúmi, sem í eru tveir sérstak- lega mjúkir koddar, og gamla veggfóðrið á svefnherberginu hlýtur að hafa róandi áhrif á hann. Litlu motturnar fyrir utan hvert hinna konunglegu her- berja hafa verið negldar nið- ur, svo að kpnungurinn i-enni ekki á rassinn. Hungraðir smakkarar Níu Egyptar eru mjög svangir á hverju kvöldi, þótt þeir séu ákaflega velbúnir og fyrirmannlegir. Og þó þeir séu umkringdir allskonar frönskum kræsingum, þá mega þeir aðeins taka eina teskeið af hverjum rétti. Farouk konungur er að "borða. En áður en hann fær sér bita af skelfiski, eða kart- öflum, steiktum í smjöri, verð ur einn af þessum níu smökk- urum hans að smakka á h'verj um rétti — ef eitur kynni að vera í einhverjum þeirra. Leynilögregla konungsins var einatt á vappi í kringum ofna og potta í eldhúsinu. Þeir rannsökuðu jafnvel vaskinn. Smakkararnir höfðu fengið sérstaka skipun frá einum meðlimi fylgdarliðs konungs Thabet Pasha: Ekki smakka matarbita áður en þið gangið til kvöldverðar. Komið að borðinu svangir, svo að bragð skynfæri ykkar séu nákvæm ari. Þvínæst verðið þið að borða eina matskeið af öllu því sem sett er á borð hans hátignar." Kvöldverðurinn stendur yf ir í þrjár klukkustundir, og konungurinn raðar í sig eftir- farandi: Melónu — súpu, sem gerð er úr rjóma og eggjum, — kjötsneiðum, — krabba — steik — tómat og grænmetis mauki — ísrjóma, tveim per- um — og vínberjaklasa. Allir ávextir voru rannsakaðir, áð ur en þeir komu |á borð kon- ungs. Vandræði konungsins Ókyrrð er mikil í Egypta- landi vegna ástabralls kon ungs við hina sextán ára gömlu Narriman Zadek, sem mikið hefur verið ritað um. Eitt kvöldið fengu fylgdar- menn konungsins skeyti frá Cairo, sem skipaði svo fyrir „Mótmælið öllu tali um að kon ungurinn ætli að trúlofast ungfrú Zadek. Það er mjög óheppilegt fyrir Egyptaland" Blaðafulltrúi konungsins gaf út yfirlýsingu „Konung urinn hefur engan hug á að giftast. Ungfrú Zadek kemur ekki hingað." CLIO Framh. af 5. síðu sem hingað kemur að gagn- rýna neitt. Og . . . ." „Æ, góða, vertu ekki svona hátíðleg! Heyrðu, er ég búin að segja þér af havaríinu, sem ég lenti í við Sillu, stelpuskját una, sem svarar í símann hjá Sigmundi? Eg sver það, að ég hótaði honum skilnaði, ef hann segði henni ekki upp á stundinni, — en úr hvorugu hefir nú samt orðið enn. Stelpugjólan er enn á skrif- stofunni, — en það kostaöi minka-cape að hugga MÍG, kelli mín! Og nú skaltu bara heyra ....." CLIO. eiKarajxéttip 1 næstu mynd sjáið þið tvo Chaplina í stað eins. Sonur gamla Chaplins, Sidney mun leika eitt af stærri hlutverk- unum, og er þetta fyrsta stóra hlutverk hans í kvikmyndum. Myndin heitir „Footlights" og f jallar um gamanleikara eða loddara, sem ekki getur leng- ur fengið áhorfendurna til þess að hlæja. Chaplin verður nú aftur í flækingsbúningi þeim, sem gerði hann frægan, og eins og venjulega mun hann skrifa leikritið, fram leiða það, stjórna því, semja hljómlistina, teikna leiktjöld- in, leika aðalhlutverkið og gefa myndina út . . . . Ray Milland, sem vann heiðursverðlaun fyrir kvik- mynd sína, „Lost Weekend" leikur nú í næstu mynd upp- gjafadrykkjumann, sem reyn- ir allt mögulegt til þess áð fá Joan Fontaine til þess að hætta við guðaveigamar. Myndin heitir Mr. & Mrs. Anonymous .... Metro-Goldwym-Mayer fé- lagið í Hollywood hefur nú byggt eina senu á hvolfi til þess að Fred Astaire geti dans ið á loftinu í kvikmyndinni „Koyal Wedding"...... Stjórnendur kvikmyndafé- lagsins Horizon Pictures hafa nú breytt titlinum á næstu tnynd sinni, sem átti að heita „Cost of Living" í Cost of Loving", og hyggja myndina verða betur sótta fyrir það . Mickey Rooney, sem er þrí- giftur, kvartar mjög undan kostnaðinum við allt slíkt brölt og kveðst nú greiða tveim fyrrverandi konum sín- Lim 1700 dollara á mánuði í sárabætur .... Kvenþjóðinni 'hefur lengi verið sagt, að notkun ilm- ra.tna hjálpi þeim til þess að veiða eiginmenn. Nú hefur há- skólaprófessor komið fram með þá kenninu, að fiskar bíti fremur á öngul, ef vellykt- andi beita sé brúkuð. Ralph Bienfang, prófessor við Oklahómaháskóla, hefur nú framleitt slíka beitu, og bragðast hún á níu mismun- andi vegu .... AI Comigera, varalitafram- leiðandi í Hollywood, hef ur nú útnefnt þær leikkonur, sem fallegastar haf a varirnar. Þær aru: Marylyn Maxwell, Eliza- beth Taylor, Marie Wilsin, «g Ava Gardner. „Munnur kon- unnar segir allt" fortelur vin- ur okkar Al Hollywood-döm- unum...... fjárhagslífi". . Dirk Stikker, stjórnmála- ráðunautur efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu og að- al embættismaður stofnunar- nú að bættu og ánægjulegra Greiðslubandalagið Framhald af 1. siSn. innar, sem er einnig utanríkis ráðherra Hollands, lét eftir- farandi álit í ljós í New York: „Hugmyndin um greiðslu- bandalag Evrópu gaf hvað mestar vonir um meiri árang- ur á leið að auknu frelsi Ev- rópu". Stikker hélt áfram og sagði: „Þessi árangur hefur náðst með þolinmæði og þraut seigju og hjálp frá öllum með- limaþjóðum efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu. Enda þótt augu heimsins beinist nú að öðrum vandamálum á stofnun þessa bandalags skil- ið að henni sé nánar gaumur gefinn." „Stofnun greiðslubanda- lagsins hefur verið gerð möguleg fyrir enn frekari og rausnarlegri aðstoð, sem þing og forseti Bandaríkjanna hafa heimilað. Nú þegar grundvöll- urinn hefur verið lagður fyr- ir auknum mörkuðum og meiri framleiðslu, sem nauð- synlegt er vegna þess ástands, sem ríkir í alþjóðamálum, þá er ég sannfærður um að öll meðlimalönd efnahagssam- samvinnustofnunarinnar muni nota greiðslubandalagið til aukningar friði, hagsæld og öryggi í Evrópu." Fallhlífarhermaður tilkynnir stöðu sína eftir lendingu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.