Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 3
m mt i^dod* S rajubtuiitf Mánudagur 2.- október -1950 G5<3 kJS2 ' CPPÍAK MÁNUDAGSBLAÐIÐ jsnr- -v> ; Jóns Reykvíkings Nýjasfa uppátæki Fjárhagsráðs Er um að ræða grímu- klædda ritskoðun? Eins og kunnúgt er, þarf innf lutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir bókum hingað til lands. Er mjög erfitt orðið fyrir einstaklinga að afla sér prentaðs máls er- lendis f rá, með því að leyf i f yrir prentuðu máli — blöð- um og bókum — er treg- lega veitt. Það nýjasta, sem hefur gerzt hjá Fjárhagsráði í þessum efnum, er, að þeim, sem sækja um leyfi fyrir prentuðu máli, er bent á að geta þess í beiðnum, hvað þær bækur eða blöð heita, sem panta á! Fer nú að þrengjast um frelsi, þegar jafnsjálfsagð- ir hlutir og bækur og blöð, er gert að varningi, sem mjög erfitt og næstum ó- mögulegt er að fá, og þeg- ar svo langt er gengið, að krafizt er upplýsinga um, hvaða andleg fæða það er, sem 'menn ætli sér að kaupa. Þess má geta, að sömu erfiðleikar hafa verið á „Glæsigreinar Þ jóövil jans 11 því að fá leyfi hjá Fjár hagsráði, hvort sem um er að ræða algeng rit eða fag bækur. Fyrirtæki og ein staklingar, sem þurf a nauð- synlega á prentuðu máli að halda vegna starfrækslu sinnar, fá unnvörpum ann aðhvort ekkert svar eða neitandi svar F járhagsráðs við beiðnum um bækur. Um tíma var af hálfu Fjárhagsráðs látið í veðri vaka, að menn ættu að leita til bóksalanna, því þeir f engju fyrst og f remst leyfi til innf lutmngs á prentuðu máli. En sú tilvísun reynd- íst algerlega haldlaus, því ekki stoðar hið minnsta að leita til bóksalanna. Væri víst áreiðanlega um mjög skemmtilegt og fróðlegt rannsóknarefni að ræða, ef leyfisveitingr til bóksala annars vegar og bókakaup þeirra hins vegar yrðu at- huguð. En hve lengi ætla menn að sætta sig við þessa með- ferð Fjárhagsráðs? Ef svo verður haldið áfram sem verið hefur, er stef nt að því að loka landinu gagnvart umheiminum á m jög mikils verðum sviðum og hefur slíkt atferli aldrei þekkzt í sögu okkar fyrri. Viðgerðir urum og klukkum rank Michelsen Laugaveg 39 Sími 3462 íslenzka þjóðin hefur að undanförnu verið örlát við skáld sín og listamenn, svo ör- lát, að langt er um efni fram. Sumir þessara manna hafa f engið opinbera styrki að verð leikum, en aðrir miður og margir mjög óverðskuldað. Eg vil taka það f ram í upp hafi þessa greinarkorns, til þess að fyrirbyggja misskiln ing, að ég er ólærður og ó þekktur leikmaður, einn úr hópi þeirra manna, sem sjald an láta hugsanir sínar opin lega í ljós og tel mig þar með í meirihluta aðstöðu. Tilef ni þess, að ég læt þessar hugleiðingar mínar á pappír- inn, eru innrammaðar „glæsi- greinar" frá tveimur skáld- um, er nýlega birtust á síðum „Þjóðviljans". Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes úr Kötlum hafa af sumum verið taldir, a. m. k. annar þeirra, með fremstu skáldum þessarar þjóðar. En þessar greinar þeirra á síðum „Þjóðviljans" slá öll met í því, sem hingað til hefur verið kölluð saurblaðamennska. Halldór Kiljan tekur sér fyrir hendur að ausa auri einn þekktasta kirkjunnar leið- toga, biskupinn í Kantara- borg, fyrir það eitt, að hann hefur varað fólk við að skrifa undir hið lævíslega áróðurs plagg, sem kallað er „Stokk- hólmsávarp". Orðbragð á grein Kiljans er sjaldgæft á prenti og aðeins þeim manni einum sæmandi, enda sérstæður um marga hluti. Hafi andskotinn stjórnað gerðum biskupsins, eins og Kiljan orðar það svo fagur- lega í grein sinni, þá er auð- velt að álykta, að sá hinn sami hafi oft og mörgum sinnum stjórnað penna skáldsins í ó- geðslegu níði þess um land sitt og þjóð. Það er eins og lesa megi milli línanna í grein skáldsins ávítur til „aðstoð- arans" fyrir það að skipta sér af gerðum biskupsins. „Yfir- gef mig ekki, ég einn er þjónn þinn". Um Jóhannes úr Kötlum er hægt að vera fáorður. Þeim, sem ekki þekkja manninn, vil ég ráðleggja að kynnast hon- um á fimmtu síðu „Þjóðvilj- ans" fimmtudaginn 21. sept. 1950. Það, sem virðist skelfa þetta skáld mest, er atom- bomban. Ekki vegna þess að henni verði varpað á milljóna borgir, heldur á „skáldið" Jó- hannes úr Kötlum. Ástæðurnar til þessarar hræðslu „skáldsins" er ekki svo ýkjalangt að leita, ef sú saga er sönn, sem gamansam- ir borgarar skemmta sér við, að „skáldið" elti börnin í ná- grenninu með fulla vatnsfötu á lofti. Það skyldi þó aldrei vera, að þar finnist honum hann sjá þessa „bílandi og fljúgandi bófaklíku", sem 'hann talar um í grein sinni. Það skyldi þó aldrei vera, að manninn hafi gripíð hundaæði, eins og hann sjálfur orðar það. Eg vil eindregið ráðleggja þessum hr jáða og taugaveikl aða vesalingi að skreppa aust- ur fyrir járntjaldið, þar sem hann fengi að lifa í friði undir föðurlegri umsjá, fjarri öllu hundaæði og bófaflokkum, sem erta þreytta sál. Nei, Jó- hannes, það þorir þú ekki, frekar en aðrir sálufélagar þínir, þrátt fyrir það að þeir fengju frían farareyri. Nú vaknar spurning hjá okkur,þessum ómenntuðu al- þýðumönnum: Hvað lengi eig- um við að verðlauna þessa menn? Ber okkur skylda til, sem vinnum okkar verk í kyrr látri þjónustu við'þjóðfélágio, að halda líf i í þessum blekbull- um, sem hingað til hafa að miklu leyti lifað á okkar striti? Eg er þess fullviss, að væri látin fara fram með þjóðinni atkvæðagreiðsla um það, hvort styrkja bæri þessa menn eða ekki, mundi niður- staðan verða neikvæð fyrir þá. Það væri auðvelt að gera skoðanakönnun í ' þessu máli. Það væri í ahda lýðræð- is, en bara ekki þess lýðræðis, sem Kiljan og Jóhannes éru málsvarar fyrir, og þéss' vegna mundu þeir óttast slíka skoðanakönnun engu síður en atomið. Það er mannlegt að láta í Ijós skoðanir sínar, og það er Kiljan og Katla-Jóhannesi leyfilegt, meðan þeir hírast hérna megin járntjaldsins. En hitt er miklu verra fyrir þessa einstaklinga, að meginþorri þjóðai'innar fyrirlítur þann hugsunarhátt og orðaval, sem þeir hafa tileinkað sér. Þessa menn grípur ótti, ótti við það, að ísl. þjóðin er að snúa við þeim bakinu. Fólki er að verða ljóst, að það hefur. verið blekkt. .Kommúnistar eru að verða hræddir við sinn eigin draug. Þeir eru að finna, hve málstaður fimmtu herdéild- anna um heim allan er að fara halloka f yrir heilbrigðri dóm- greind fólksins. Finna, hversu herfilega þeir hafa svikið hið íslenzka í íslenzkri alþýðu. Hræddir og reiðir ata þeir út um síður Þjóðviljans auri svívirðingum menn og mál- efni. Og þegar hinar daglegu blekbullur þrýtur máttinn, er leitað á hærri staði, til „skáld- anna", þaðan sem hinn and- legi fóðurbætir kemur inn- rammaður með eiginhandar yfirskrift höfundar. Islenzka þjóð!, langar þig ekki til að kynnast betur þess um „glæsimennum"? fi2>1 r HÐ SKBTCSStlhKa mÆ Káífí an eða allan daginn Sími 3975 1 ___.-~V*.2*i.'!Uti.^- - .^4 Fjöldafundur í Vesturþýzkalandi. þjóða í baksýn. . Fánar ýmisissa

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.