Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 4
3 MÁNUBAGSBXiADIÐ Mánudagur 2. október 1950 M A N U D A C S B L A l) I Ð BLAB FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Bktðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. Sími ritstjóra: 3496. Prentsc ðja Þjóðviljans h.f. Stjórnmálaflokkarnir og verkalýðshreyfingin Allir hljóta að vera sam- mála um það, hvar í stjórn- málaflokki sem þeir standa, að samtök verkalýðsins hér á landi hafa orðið til að bæta kjör hans stórkostlega. Sá tími er liðinn og kemur von- andi aldrei aftur, er atvinnu- rekendur sömdu við hvern einstakan verkamann um k jör hans, voru algerlega einráðir um kaupið og gátu skammtað verkamönnum skít úr hnefa. Með því að bindast samtökum hefur verkamönnum tekizt að binda endi á slíkt ástand og bæta kjör sín svo, að þau eru nú á engan hátt sambærileg við það, sem var fyrir fáum áratugum. Með þessu er ég ekki að segja, að kaupkröfur verkamanna hafi alltaf verið réttmætar og sanngjarnar, en allir sem líta hlutlaust á mál- ið, hljóta að viðurkenna, að Island væri annað og verra land, ef verkalýðshreyfingar- innar hef ði ekki notið við. Því fer f jarri, að verkalýðs- hreyfingin hafi fengið að starfa í friði að hagsmuna- málum verkamanna. Frá upp- hafi vega hafa annarleg öfl seilzt inn á svið hennar og reynt að nota hana sér til framdráttar án alls tillits til hágsmuna verkalýðsins. Stjórnmálaflokkarnir hafa á allan hátt reynt að nudda sé'r upp við hana, sölsa hana und- ir sig og nota hana í sína þágu, og það • er ekki ofmælt, að þessi viðleitni þeirra hef ur ver •ið verkalýðshreyfingunni til ills eins og verkamönnum til bölvunar. Fyrst var það Al- þýðuflokkurinn, sem notaði samtök verkamanna algerlega í flokks þágu. Kvað svo rammt að þessu, að í tvo ára- tugi voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og hið sama, að heita mátti. Þeir verkamenn í alþýðusamtök- unum, sem ekki voru í Alþýðu flokknum, voru beittir algeru gerræði og fengu jafnvel ekki einföldustu lýðréttindi í sam- tökunum. Þeir voru jafnvel útilokaðir f rá k jörgengi til Al- þýðusambandsþinga. Svo megn var óánægjan orðin meðal verkamanna út af þessu ófremdarástandi, að Al- þýðuflokkurinn sá sér að lok- um ekki annað fært en að slaka til og r júfa tengsl flokks ins við Alþýðusambandið. Var nú látið heita svo, að verka- lýðssamtökin ættu að fá að starfa í friði að hagsmuna- málum verkamanna áh af- skipta stjórnmálaflokkanna, eins og líka virðist sjálfsagð- ur hlutur. Þau geta því aðeins gegnt hlutverki sínu, að þau séu ópólitísk fagsamtök, er beri eingöngu hag verka manna f yrir br jósti án alls til Mts til hagsmuna einstakra stjórnmálaflokka. En þessi hefur ekki orðið raunin á. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki getað séð þessi samtök í friði. Eftir að Alþýðuflokk- urinn missti Alþýðusamband ið úr greipum sér, f óru komm únistar að færa sig upp í skaftið í verkalýðshreyfing unni. Þeir höfðu áður alveg réttilega fordæmt yfirráð Al þýðuflokksins ' í verkalýðs- hreyfingurini, en þegar til kom, léku þeir sjálfir sama leikinn. Þeir reyndu að gera Alþýðusambandið að undir- deild í flokki sínum og þeim tókst það að miklu leyti í í nokkur ár. Var nú ástandið orðið alveg hið sama og í valdatíð Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni. Kommúnistar hugsuðu um það eitt, að nota samtökin flokki sínum til framdráttar, en skeyttu í engu um hag verkamanna. Þeir hafa fram til þessa dags haft að stefnu- máli að koma íslenzku alþýðu- samtökunum á ný inn í al- þjóðasamband kommúnist- iskra verkalýðsfélaga, en höf- uðtilgangur þeirra samtaka er að starfa sem fimmta her deild fyrir Rússa, ef til ófrið ar dregur, auðvelda rússnesk ar innrásir í löndin og hjálpa svo Rússum að undiroka þjóðimar. Hagsmunamál verkalýðsins hafa þessi sam- tök látið sig engu skipta, nema ef þeir haf a getað tengt þau flokkshagsmunum komm únista. Þau hafa stofnað æ ofaní æ til verkfalla, semekki var íminrista von 'til, að gætu borið neinn árangur í þeim tilgangi einum að skapa upp- lausn og glundroða í atvinnu- lífi þjóðanna og búa þannig í haginn fyrir kommúnism- ann. Árið 1948 misstu komm- únistar völdin í Alþýðusam- bandi íslands Núverandi stjórn sambandsins hefur að vísu ekki beitt valdi sínu eins ósvífið í pólitískum tilgangi og kommúnistar gerðu, en ekki hefur linnft afskiptum stjórnmálaflokkanna af sam tökunum og togstreitu þeirra um þau. Á síðustu árum hef ur einnig Sjálfstæðisflokkurinn farið að seilast til áhrifa verkalýðshreyf ingunni, og má segja, að það komi úr hörð- ustu átt, þar sem sá flokkur hefur dregið taum atvinnu rekenda gegn verkamönnum í hverri einustu hagsmuna- deilu, sem samtökin hafa átt í frá upphafi vega.- Þess er skemmst að minn- ast, að rafvirkjameistarar í Reykjavík, sem flestallir eru gallharðir Sjálf stæðismenn, fóru núna um daginn fram á 12—13% kaupiækkun hjá starfsmönnum sínum. Þetta er meira en meðal-ósvífni á sama tíma, sem allar nauð- synjavörur þjóta upp í verði dag frá degi. Það er ekki ann að að sjá en að rafvirkjameist arar i Reykjavík vilji, að verkamenn þeirra búi við hreinustu hungurkjör. Þetta er því ógeðslegra sem meðal hrifamestu manna í hópi raf virkjameistara í Reykjavík eru að minnsta kosti 4—5 milljónarhæringar, sem velta sér í peningum, og sumir þeirra eru f rægir f yrir óhóf og lúxuslifnað. Þá er einnig Framsóknar- flokkurinn farinn að nudda sér utan í verkalýðshreyfing- una, þó að sá flokkur eigi að- eins örf áa f ylgismenn í alþýðu samtökunum eins og von er til. Engir hafa unnið' eins markvíst að því að rýra kjör verkamanna og Framsóknar- menn með því að skrúf a verð á öllum innlendum afurðum upp úr öllu valdi, svo að það á ekki hvað sízt sök á dýrtíð- inni. Þessa dagana fer mikið af rúmi allra dagblaðanna í Reykjavík í kosningabaráttu út af kjöri fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. Þessi kosninga barátta er háð af engu minna offorsi en venjulegar Alþing- is- og bæjarstjórnarkosning- ar. Agentar frá pólitískum flokkum tröllríða verkalýðs- félögin. Þessir snatar, sem gefa dauðann og djöfulinn hagsmuni verkamanna, en hugsa aðeins um hag pólitísku flokkanna eða sinn eiginn hag, sundra verkamönnum, skapa logandi hatur milli félaga og starfsbræðrá, seiri éiga alger- lega sömu hagsmuna að gæta og draga þá í pólitíska dilka. Verkamenn í sama félagi líta hver á annan sem svarna f jandmenn, í stað þess að fé- Iagsandi og samheldni ætti að vera til f yrirmyndar í þessum samtökum: Svo virðist geta farið, að hin pólitíska tog- streita ríði einingu alþýðu- samtakanna að f ullu og kljúfi þau, svo að hér verði innan skamms 3 eða 4 alþýðusam bönd. Allir hljóta að sjá, að svo sundruð verkalýðshreyf ing yrði algerlega máttlaus í hagsmunabaráttunni. ÖU orkan færi í samkeppni og rifrildi innbyrðis. Þá er einnig þess að gæta, að eins og nú er komið, fer fjarri því, að hæfustu menn- 1 irnir í hverju verkalýðsf élagi séu sendir sem fulltrúar á Al- þýðusambandsþing. Þvert á móti eru það oftast auðmjúk- ustu og vesölustu leppar stjórnmálaflokkanna, sem verða f yrir valinu. Flokkarnir treysta ekki þeim mönnum, sem eingöngu láta stjórnast af faglegum sjónarmiðum og áhuga fyrst og f remst um hag verkamanna sjálfra. Þegar á Alþýðusambandsþingið kem- ur, er svo sáralítið rætt um hagsmunamál verkamanna og önnur aðkallandi vandamál verkalýðshreyfingaririnar, heldur fér þar megnið af tím- anumí algerlega óf r jótt póli- tískt rifrildi, skammir og sví- virðingar. Fulltrúarnir á þing inu eru nefnilega ekki full- trúar verkamanna, sem vinna saman í f riði og eindrægni að málum sínum, heldur flestir agentar pólitískra flokka, sem þeir meta margfalt meir en verkalýðssamtökin, sem þeir þykjast vera að þjóna. Nú ríkir slíkt ófremdará- stand í verkalýðshreyfingunni á Islandi, að hér þarf að spyrna fæti við. Þeir verka- menn, sem meta samtök sín meir en hagsmuni pólitískra flokksklíkna, mega ekki leng- ur vera óvirkir, heldur verða þeir að mynda með sér sam- tök og láta til sín taka í verka- lýðshreyfingunni. Alþýðusam tökin verða að starfa á alger- lega faglegum grundvelli og hugsa um það eitt, hvað sé verkamönnum fyrir beztu. Þau mega ekki lengur vera brúkunarjálkur fyrir pólitíska glæframenn, sem í hjarta sínu stendur nákvæmlega á sama um verkalýðinn og hagsmuni hans. Kjörorðið verður að vera: Verkalýðssamtökin fyr- ir verkamenn sjálfa. Burt með pólitísku flugmennina úr sam- tökunum! AJAX. MANUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldu'^i stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Kefla-vík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Selfossi: S. ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Bókaverzlun Lárusar Blöndals, Siglufiriffi. Isafirði. Jónas Tómasson, bóksali. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Auk þess er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- blaðsins 1949, eru vinsamlega beðnir aö hringja í síma 3975. . • . óska eftir að gerast áskrifandi að Mánuðagsblaðinu. Nala......... , Clanáskrift: Mánudagsblaðið Eeykjavík

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.