Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 2. október 1950 MÁNUDAGSBLAÐEÖ toumsprcttitr Maður, líffu þér nær! Hjónatetrin voru að skegg- ræða um heima og geima í mesta bróðerni. Meðal annars um kvöldboðið, sem þau höfðu verið í hjá forstjórahjónun- um fyrir hálfum mánuði síð- an. Þá sagði hann allt í einu: „Jahá, — hún var skolli lag- leg sú ljóshærða." Hann sagði þetta alveg hugsunarlaust, — aðeins vegna þess að hann hafði nú f arið að hugsa um þetta kvöld boð, þar sem hann hafði ein mitt setið beint á móti þeirri ljóshærðu, — og hvað honum hafði litizt f jári vel á hana. En hefði hann haft nokk- urn minnsta grun um það, hvílíku óveðri þessi vanhugs- aða, saklausa setning mundi koma af stað, þá hefði hann sannarlega látið hana ósagða. Því að þetta var mesti frið- semdarmaður. (En honum hafði nú samt haldið áfram að finnast sú Ijóshærða lag- leg, — svona í laumi ....). Kona hans rauk strax upp til handa og f óta: „Ja, Guðmundur!" veinaði hún. „Þér er þó ekki alvara, — þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að ....!" Hún rak upp hvellan uppgerðar- hlátur fig ranghvolfdi augun- um til himins. Alveg dolfall- in: „O, ég tók svosem eftir því, hvernig þú góndir stöð ugt á þessa fröken Jónsen allt kvöldið, en satt að segja, þá hélt ég einna helzt, að það stafaði af því, hve það kitlaði kýmnigáfu þína að sjá, hvað hún var hlægilega hallæris- leg ...." (Margt hafði henni dottið í hug, — en aldrei þetta.) „Mér datt aldrei í hug," hélt hún áfram titrandi röddu, „að þú hefðir í raun og veru svona lélegan smekk. Ja, ég get ekki kallað það annað en lélegan smekk, þeg- ar þú getur fengið þig til að halda því fram, að þessi dræsa sé dásamleg ...." „Ekki voru það nú mín orð, að hún væri beinlínis dásam- leg" sagði hann fremur lúpu- legur. , „O, ég heyrði svosem vel, 'hvað 'þú sagðir, góði," greip kona hans nístandi fram í. „En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem ég tek eftir því, að þú ert alltaf mest gin keyptur fyrir þessum simplu, tuðrulegu kvenpersónum „ „Simplu" og „tuðrulegu" er nú kannske of mikið sagt," sagði hann. „Ó, nei, góði minn, það er einmitt ekki nógu mikið sagt," sagði konan hans napurt. „Hún var blátt áfram tuðru- leg. Eg skil bara ekkert í f or- stjórahjónunum, að þau skuli vera að bjóða svona kvensnipt heim til sín. Þú hlýtur þó að hafa séð, hvað hún var út- mojuð! AUt var óekta við hana, — allt frá hlátrinum til augnaháranna og vissra íik- amshluta. Og svo er hún hor uð og ræksnisleg, eins og reyttur hrafnsungi! Sú er víst frýnileg í sundbol, eða hitt þó heldur. En maður sá svo sem, hvílík beinasleggja hún er þarna um daginn, því að kjóll- inn hennar var nú ekki svo lít- ið þröngur og fleginn ... . En þú hefir auðvitað ekki tekið eftir því heldur, sem allir aðr- ir strax sáu, að hún hefur lát ið „lyfta" á sér andlitinu, — og það oftar en einu sinni, — meðan hún var þarna í útland inu? Það er ekki lengur einn einasti andlitsdráttur í henn ar andliti, sem hún með réttu getur kallað sinn eigin . . „Jæja, en hún var nú samt með fallegt hár," sagði Guð mundur. Konan starði á hinn rólynda, roskna bónda sinn, eins og hann væri allt í einu búinn að missa vitið. „Fallegt hár!" endurtók hún ískyggilega rólega. „Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér það, Guðmundur minn, að þú hafir ekki séð, að það var litað? Fyrir utan það, að helmingurinn af hárinu á höf ð inu á henni var lausir lokkar — falskt hár, góði, — þá var það svo æpandi mikið litað, að ...." „Heldurðu í alvöru, að það hafi verið litað?" spurði Guð- mundur hikandi. „Eg á við .. getur þá hver sem er fengið þennan háralit?" Konan hans brosti háðs- lega. „Það er alveg dásamlegt hvað þú getur verið einfald ur, ástin." „Heyrðu," sagði Guðmund- ur, og var auðséð, að nú haf ði hann fengið snjalla hugmynd. Hann var á svipinn eins og maður, sem er nýbúinn að komast að raun um það, að tveir og tveir séu f jórir. Sigri hrósandi sagði hann: „Heyrðu, elskan, gætir þú þá ekki líka reynt að lita,hárið áþér svona?" Kona hans. þagði. Hún var nú búin að láta lita hárið á sér í síðustu tíu árin, — og sið asta hálfa mánuðinn, (síðan í boðinu góða hjá forstjóra hjónunum,) hafði hár henn ar verið nákvæmlega eins á litinn og hárið á þessari fröken Jónsen, Guðmundur virti konuna sína fyrir sér um stundarkorn Síðan andvarpaði hann og sagði: „Nei, annars. Eftir á að hyggja, þá held ég ekki, að sá litur mundi klæða þig . CLIO. Brrrrrrrrrrrr! „Já, 60000009!" „Púha! Já, það er mikið, að ég næ í þig, Jarþrúður Dóróthea Gíslína Jónsdóttir! Ég veit ekki, hver andsk..... er í símanum hjá mér, en ég er nú bara búin að fá hvorki meira né minna en ÁTTA sinnum vitlaust númer! Eg er búin að tala við Belgjagerðina skrifst. Þjóðviljans, Garna- stöðina og Harðfisksöluna, og auk þess nú síðast f jórum sinnum við sömu freku kerl- inguna, sem hótaði mér að senda á mig lögregluna, ef ég hringdi einu sinni enn." „Góða Stina mín! Þú ert bara svona skjálfhent eða vönkuð, að þú getur ekki pot aðrétt númer!" „Ónei, góða mín, ekki aldeil- is! Síðustu sex skiptin hefir „pían" mín staðið hérna hjá mér og verið vitni að því, að ég tek rétt! Nei, ég varð bara að taka þetta sem persónu- lega móðgun við mig og hann Sigmund af hálfu Landssím ans, — því að fáir þurfa eins mikið á síma að halda og ein- mitt ég. Og nú er ég komin í svo illt skap út af öllu sam- an, að ég er búin að gleyma Öllum kjaftasögunum, sem ég ætlaði að gæða þér á"! „Alles mit der Ruhe, Stína Jmín", eins og Færeyingar segjá. Þakkaðu bara þínum sæla, að þú þurfir ekki að f letta símanúmerinu mínu ;upp í símaskránni í þokkabót Eg segi fyrir mig, að í hvert skipti, sem ég þarf að fletta upp í þeirri miklu bók, kemst ég í vont skap. Ætli ég að fletta upp á Bjarna, Iendi ég vestur í Trékyllisvík, en vilji ég fræðast um númer Jóns eða Sígurðar, léndi ég á Beru- nesi eða Rauðkollsstöðum." „Já, Landssíminn hefir sitt af hverju á samvizkunni. En auðvitað þarf síminn að snobba fyrir sveitamanninum eins og allir aðrir, með því að hafa hann fremstan í bókinni. Það er sem ég segi og alltaf hefi sagt, eina ráðið til þess að láta sér allt ganga í vil, er það, að ganga í Framsókn og fara að hokra ...." „I Framsókn? Nei, má ég þá heldur biðja um það, að vera öftust í símalitteratúrn- um. En segðu mér eitt, Stína, fer hún Dídí, dóttir þín, ekki að koma heim úr sumarfrí- inu? Nú eru skólarnir að byrja, og húií á að fara í þriðja bekk í vetur, er ekki svo?" „Nei, hún verður nú áfram í öðrum bekk, litla skinnið. En hún kemur nú heim í næstu viku frá Svíþjóð og Dan mörku, og þú getur ímyndað þér, að ég hlakka til að sjá, hvað hún er orðin smart. Hún er nú búin að skemmta sér þarna ytra í þrjá mánuði, og ég vona bara, að hún haf i haft vit á að galla sig almennilega upp fyrir veturinn. Krakkarn- ir í skólanum geta þá að minnsta kosti ekki sagt, að | hún Dídí sé ekki vel klædd, hvað sem annars má segja um námið----- Og nú er von á Dodda mínum í næsta mánuði frá París. Hann er nú búinn að vera þar við listnám í heilt ár, blessaður drengurinn .." „Nú, og hvaða listir var hann aðallega að nema þar?" „Hvernig spyrðu, mann- eskja! Bara LIST! Veiztu það ekki, að í París eru allir listamenn, fyrir utan þá, sem vinna við tízkuhúsin? Ó, ég fékk mynd af honum, þessari elsku, um daginn, og hann er bara orðinn eins og frægur listamaður, — grindhoraður og með hárið lafandi ofan á bak___" „Vel á minnzt, Stína. Hef irðu heyrt, að hún MaggE Sigg. er á förum til Ame ríku?" „Já, almáttugur minn! O, hvað ætlar hún svosem fara að gera til Ameríku kerl- ingarhrotan? Ekki skil ég, með hvaða brögðum þessar kerlingar alltaf fá gjaldeyri til þess að skottast um víða veröld og kaupa allt milli að himins og jarðar! Mér finnst1 það blátt áfram glæpur, að> láta þær bruðla svona með> gjaldeyrinn. Eg segi fyrirr mig, að þegar ég skrapp til London og Hafnar í sumar# þá gat ég ekki keypt nema*. allra nauðsynlegustu kjóla ogf kápur og hatta utan á mig. Mundi gaf mér að vísu pels, ent svo þurftum við nú líka að kaupa ýmislegt í húsið og silf- urdót í brúðargjafir og því- umlíkt, — og eitthvað handai krökkunum .... En svonas nokkuð .... ja, svei!" „Æ, góða Stína láttu ekki svona. Þú ert bara öfundsjúk út af því, aá Magga greyið f ær einu sinni að skreppa út fyrir landsteinana. Þú ferð> sjálf á hverju ári, og allir vita„ að enginn eyðir eins miklumi gjaldeyri og þið Sigmundury — bæði i ykkur s jálf og krakK ana ...." „Ja, — uhu, ég skil baras ekkert í þér að segja þetta^ JarþrúðUr Dóróth...." „Hefurðu ekki heyrt það> nýjasta frá Ameríku? Rekt- or Menntaskólans lýsti þvf yfir í blaðaviðtali í Washing- ton, að „Landsmenn í Ame* ríku væru ekki eins amerískiu og hann hefði haldið"! Bless* aður fræðimaðurinn hafðí sem sé gengið í þeirri sælu trú, að í Ameríku sprytti ekki ann- að en filmstjörnur og „gang- sterar". En það er þó alltaf huggun að vita til þess, aðl Magga ræfillinn geti gert síö innkaup án þess að berai skammbyssur í báðum vösum til sjálfsvarnar. En hvernig ætli amerískum hafi iíkað þessi fáránlega yfirlýsing?" „Ja, sá hljóp á sig! Eins og hvert mannsbarn viti ekki, að í Ameríku eru líka til Cow- boyar" og „Bobbysoxar". ." „Könum hefur ef laust f und- izt þetta álíka gáfulegt og okkur finnst það, þegar fá- fróðir útlendingar láta í ljós undrun sína yfir þvi, að hér skuli ekki vera eintómir eski- móar, sem ganga um göturnar með ísbirni í bandi á eftir sér! Eðá hvernig heldurðu, að blaðamönnunum hérna líkaði það, ef einhver útlendingur lýsti því yfir, „að íslendingar væru nú ekki eins íslenzkir og hann hefði haldið?" Þeir mundu ekki einu sinni prenta það, þeir yrðu svo móðgaðir! Hér þarf ekki annað til en að hvaða erlendur lúsablesi sem. er ropi upp úr sér væmnu of- lofi á land og þjóð, þá gína blöðin við og birta dýrðarroll- una um sjálfa sig með feitum fyrirsögnum og myndum af lúsablesanum. Það á að telja okkur trú um, að hér sé allt svo dásamlegt, að það hvarfli aldrei að nokkrum útlendingi^ Framh. á 2. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.