Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Side 6

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Side 6
öc(?r -í^SorÁo 'ixrsi’bBithyZ e 6 ÖIG-.J8SD A OTj VJM MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 2. október 1950 TomáJSiS'iRTJis-.' j FRAMHALDSSAGA: Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG „Nú, ert það þú, ^ vers- ham?,“ sagði hún. „Cara er farin út.“ Hún bætti við nokk- tið illgirnislega: „Hún fór út með Paul frænda þínum .... Eg sé ekki, hvers vegna þú ættir að vera svona órólegur út af því. Ekki ert þú trúlof- áður stúlkunni," bætti hún við þurrlega, „en því .meira flón ertu að vera það ekki. Samþykkja það?“ æpti hún næstum því að honum. „Þú hélzt, að ég mundi ekki sam- þykkja það. Og hvers vegna ætti ég ekki að samþykkja það? Hún er gáfaðasta og skemmtilegasta stúlkan, sem ég hefi kynnzt langa lengi. Sjálfri þykir mér“ — en hún áleit varlegra að segja honum ekki, hvað hún hugsaði um þetta. „Já, í öllum bænum farðu með hana til Angelu núna um helgina," sagði hún ag það rumdi í henni ,um leið og hún bætti við: „Eg get þó ekki ímyndað mér, að hún hafi mikinn tíma. Heimili Angelu . ... “ Aftur lauk hún ekki við setninguna. „Og ég skyldi ekki,“. bætti hún við rétt áður en hún lagði síma- tólið frá sér „draga þetta á langinn, ef ég væri í þínum sporum, Faversham. Það er nú þegar orðið svo langt, að mér er nær að halda að þú þurfir að flýta þér. ■ Hún hélt áfram að skríkja lengi á eftir að hún sleppti símanum. Hún hafði haft gaman að segja Faversham, að Cara væri farin út með frænda hans. Þótt þessi ungi maður hafi aldrei gert neitt annað um dágana, þá hefir hann þó komið mér til að hlæja að Faversham,“ tautaði hún. Þegar þær ætluðu að fara að loka búðinni og Lady Fav- erham var í þ. veginn að aka burtu í bílnum sínum, þá var hringt ytri bjöllunni, og við- skiptavinur kom inn. „Eg þarf að finna ungfrú Cöru Reni,“ var sagt með kvenmannsrödd. „Því miður er hún ekki við“, sagði Eva. „Get ég nokkuð gert fyrir yður?“ „Nei,“ sagði konan, „ég þarf að finna haná eihslegá; Eg kem aftur í fyrramálið. Þér gætuð sagt henrii, að úng- frú Hávilant hafi komið að finna hana,“ sagði Letty. Hún var í þann veginn að fara, þegar Lady Faversham snaraðist út úr skrifstofunni inn í aðalbúðina. „Augnablik, ungfrú Havi- lant,“ sagði hún. „Það er svolítið, sem mig langar til að tala um við yð- ur.“ Letty sneri sér við og leit á gömlu konuna nokkuð hissa. Þær voru furðulega ólíkar. Lettý _smá vexti og f jörleg, með mjög ljóst hár, sem hafði þó ekki alltaf verið ljóst, ótrú- lega fótnett og með afar fall- lega skó. Hún var í fallegum grænum kjól með ógnarstór- an hvítan ref um herðar. Og gamla konan með silfurhær- urnar, sem áttu svo vel við gráu klæðin hennar, fíngert andlit, og litlu tindrandi aug- un og grannvaxinn leikam- inn laut lítið eitt yfir stafinn. En þó var hún mikilúðleg á svipinn. Jafnvel Letty fann til þess. „Hver eruð þér?“ spurði Letty hissa. „Eg er Lady Faversham,“ sagði gamla konan. „Viljið þér nú gera svo vel og koma inn hingað í skrifstofuna og lofa mér að tala við yður nokur augnablik?“ r* 17. KAFLI Cöru fannst hún vera eins og skólatelpa á laugardags- ferðalagi, þegar hún ók með Paul í bílsÍH'jóðnum hans.- Hún var létt í lund og kát, þótt hún segði við sjálfa sig, að þetta væri hlægilegt. Það var ekki eins og henni geðjað- ist að þessum unga manni — ekki mjög, að minnsta kosti. Og því var hún þá að fara út með honum, akandi með ofsa hraða í hinni miklu umferð- arþvögu í Lundúnum? Sweetheart sat á milli þeirra og hallaði stórum, ljótum hausnum að öxlinni á Paul. Alltaf öðru hverju teygði hún út úr sér stóra rauða tung- una og sleikti eyrnasnepilinn á honum. „Gerðu þetta ekki, Sweet- heart,“ sagði Paul. „Það kitlar mig.“ Cara hló. „Þetta er ómögu- legur hundur, lítur ekki mann- lega út. Er eins og — eins og dýr f bendingaleik." Hann virtist reiðast þessu. „Og kötturinn yðar,“ svar- aði hann af miklum móði, er eins og maour sjái kvikindi drukkinn um kvöld.“ Hún hló aftur. Henni fannst sem ekkert gæti ýft skap hennar þetta kvöld. „Föðurástin hjá yður virð- ist verá eins sterk eins og móðurástin hjá mér,“ svaraði hún. Hann leit til hennar og brosti.- > „Eg ætla að fara með yður út í sveit, út í ferskt sveita- loftið,“ sagði hann. Svo ætla ég að koma með yður heim í grenið mitt til kvöldverðar," Hún var í þann veginn að mótmæla þessu, en hann varð fyrri að bragði. Það verður ósköp snoturt og siðsamlegt," sagði hann og glotti. „Ef nokkur kona er virðulegri á öllum brezku eyj- unum heldur en húsmóðir mín, þá skal ég verða undr- andi. Eg sagði henni, að hafa til kvöldverð handa okkur og vera alltaf á höttunum, ef þér kynnuð að kalla á hana.“ „Því ætti ég að kalla á hana?“ spurði hún. Bláu augun hans tindruðu. „Það veit maður aldrei. Eg gæti reynt að kyssa yður aft- ur!“ „Ó!“ sagði hún og eldroðn- aði. Hún leit undan og var býsna keik og reigði aftur höfuðið ögrandi. „Þér eruð fokvond út í mig fyrir að minnast á kossinn um kvöldið, eða hvað?“ „Mér finnst það óþarft,“ svaraði hún kuldalega. „Alls ekki,“ svaraði hann. „Mig langar til að eyða allri gremju úr- huga yðar, sem þér kunnið að búa yfir gagn- vart mér, svo að við getum notið þessa kvölds saman sem bezt má verða. Eg hefði ekki átt að kyssa yður það kvöld, en mig langaði svoddan ósköp til þess. Eg veit, að það er eng- in afsökun.“ Nú varð þögn. Hún var hóti mýkri á svipinn.Það var senni- lega bezta afsökunin, sem hann gat komið með. „Erum við nú vinir?" spurði hann. ,J4, ég býst við, að við.sé- um það,“ sagði hún, en rödd hennar varð dálítið óstyrk. „Segið þér þetta með meiri sannfæringarkrafti, skipaði hann henni hvast. Hún skellihló. Kann var ó- mögulegur ungur maður, en einhvernveginn var það svo, að hún gat ekki haldið áfram að vera reið við hann. „Nú jæja, við erum þá-vin- ir.“ „Þetta er betra.“ Þar sem hún hallaðist aftur í framsætinuhjá honum, fann hún til óúmræðilegs léttis. Hún þurfti ekki' lengur að hafa ýmugust á honum eða þykjast hafa ýmugust á hon- um. Þau voru vinir — vinir. Hún var á þessu augnabliki að velta því fyrir sér, hvort vin- átta væri ekki betri en ástin. Þegar hún var með Favers- ham, þá bar það við, að ’hún fann að hún var með látalæti. Kannski ástin heimtaði alltaf látalæti, hugsaði hún. Annars gæti glansinn horfið af henni. En þar sem vinátta var, fannst henni, að slaka mætti á. Þá gat máður verið eins og maður átti að sér, hlegið og verið eðlilegur. Hún hafði aldrei hlegið mikið, þeg- ar hún var með Faversham. En nú hló hún aftur og aftur. „Að hverju eruð þér að hlæja?“ spurði Paul. „Ekki svo að skilja, að ég sé á móti því að þér hlæið, en mér þætti gaman að vita, hvað það er, svo að ég gæti tekið þátt í honum með yður.“ Þau voru komin út á ’hina miklu Vesturbraut og þeystu áfram á fljúgandi ferð. Um- ferðarljósin voru til nokkurs trafala, en þó ekki eins mikils og þau hefðu átt að vera. Aðr- ir bílstjórar gláptu hissa á bil Pauls, er hann geystist framhjá þeim eins og mjó- hundur í hundaveðhlaupi. Reyndar fannst Clöru samlík- ingin ekki góð. Þetta líktist meira því, að flóðhestur væri á hlaupum. „Eg er að hlæja,“ sagði hún, „af því að ég er glöð og ánægð. Vitið þér það,“ hélt hún áfram, „að þegar ég er sérstaklega æst eða ánægð, þá ímynda ég mér, að ég sé í hringekju. Líklega eru það minningar frá bernskuárum mínum. Þegar ég var lítil, bjó óg hjá móðursystur minni í Mið-Englandi. Markaðshópur kom þangað stundum og heim sótti okkar hérað á hverju ári. Það var hringekja og eitt af dýrunum var stórt rautt svín. Eg reið alltaf rauða svín- inu. Eg grét af illsku, ef nokk- ur krakki varð þar á undan mér. Mér leið aldrei eins vel eins og þegar ég var á baki rauðá svínsins. Eg hlakkaði til þess á hverju ári, og æ síðan hefir þessi hugsun verið mér ímynd lífsánægjunnar." Hún þagnaði og hló svo hálf- vitað kjánalegt. Þér haldið vafalaust, að ég sé gengin af göflunum. Eg hef aldrei fyrr sagt þetta neinum. Og ég veit ekki, því ég sagði yður það?“ „Eg er feginn, að þér sögð- uð mér það,“ sagði hann al- varlega. Það er hið sannasta sem þér hafið nokkurn tíma sagt mér um sjálfa yður. Eg hugsa oft, að fánalegu atvik- in um okkur séu þau sönnustu. Hvað varð svo af rauða svín- inu?“ „Það varð æ hrörlegra og hrörlegra," sagði hún honum, „og svo var það eitt ár, að ég sá, að það var horfið og kom- inn stór stríðshestur í staðinn. Eg hljóp í burtu af markað- inum, kastaði mér niður rúmið mitt og grét og grét. Þegar ég sagði frænku frá þessu, hélt hún, að ég væri orðin vitlaus." „Veslings barn,“ sagði hann hljóðlátlega. „Eg veit hvernig yður hefur verið innan brjósts.“ Og einhvernveginn fannst henni, að af öllum mönnum væri hann sá eini, sem með nokkru móti gat vitað það. Þau þögðu um stund og svo spurði hann hana um hatta- búðina. „Eg er feginn, að yður geng ur vel, þér eruð svo dugleg.“ Lofið, sem hann bar á hana svona ótilkvaddur, gladdi hana og hún ljómaði í framan og brúnu augun tindruðu. Hún varð öll hlý af gleði og á- nægju. Það var orðið mjög rokkið, þegar þau loksins komu að húsi einu úr tígulsteinum í einni útborginni, þar sem Paul bjó. Cara rak upp undrunar- óp, „Hamingjan góða,“ hrópaði hún. Yður er þó ekki alvara um að þér búið hér.“ „Og því ekki það?“ sagði hann. Og kenndi reiði í rómn- um. „Hér er allt svo siðsam- legt,“ sagði 'hún. Hanri brosti. „Og þér hald- ið, að ég sé ekki siðsamur,” SKRÍTLUR ’• Frúin: Maðurinn minn var alls ekki ánægður með matinn í dag, María. María: Á ég að tala við hann, eða ætlar frúin að gera það? Lögregluþjónninn: Af hverju byrjið þér alltaf að gráta, þegar þér sjáið mig, frú Jensen? Frú Jensen: Ó, hvert sinn er ég sé yður, minnir það mig svo mikið á, hvð þér drösluð- uð oft manninum mínum sál- ýaridfæðalega. Þetta er ajið'* ^ga'heinií

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.