Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 2. október 1950 MÁNUDAGSBLAÖIB 3 m r:)"' ; :;'¦¦: bvakM 0\: i _: .JH? Við erum fóðráðir eins og skepnur Við látum énn telja okkur trú um að við séum sjálfstætt fólk. En hver einstakur ræð- ur ekki einu sinni hvað hann étur. Það eru alltaf eihhverj- ir aðrir sem ráða því. Þetta er auðvitað afleiðing af því, að hér vaða nú uppi á öllum sviðum kröfuflokkar og stéttasamtök. Nú orðið virðist svo sem þjóðin sé að- eins til vegna stéttasamtaka og starfsflokka, en störfin ekki vegna þjóðarinnar. Það er langt frá því að sjálfstæð þjóð byggi lengur þetta land. Þetta kemur alltaf ljósara og skýrara fram í kröfupóli- tíkinni. Tillitið til almennings er ekki að verða öllu meira en fyrir „austan tjald". Kaupmenn útvega og selja helzt ekki annað en það sem þeim hentar eða þeir græða mest á. Matarframleiðendur og matarf ramreiðendur sömu leiðis. Þeir telja sig eiga að ráða því hvað við hinir étum, því að við séum nú kindurn- ar þeirra, atvinnulega skoð- að. Jáá — þetta er hinni al gildu kröf xipólitík f ullkomlega samkvæmt, og við henni á enginn að geta sagt neitt. Ameríkulæknar, sem hér voru í stríðinu ,furðuðu sig á því, hvað margt af fullorðna fólkinu sýndist vera vanalið, þótt börnin sýndust reyndar miklu skárri. Þeir sáu strax að því var ekki um að kenna að hér væri neitt hungur, heldur þjáðist fólkið af skorti á því sem þeir nefndu „protective food", én það myndum við nefna kjarnfæðæu. Líklegt þótti að hér væri einkum á ferðinni skortur á góðum kornvörum og grænmeti. Nú flyzt hingað inn svo mikið af kornvörum sem þjóðin getur torgað, en kaup mennirnir ráða gæðunum, en ekki neytendurnir. Þeir telja sig græða mest á því að kaupa og selja gamla vöru, sem verður afgangs og sem auð- vitað fer á þá staði þar sem ekki er spurt eða litið eftir gæðunum. — Við fáum gam- alt korn, gamaít mjöl, gaml- ar baunir, sem soðna og melt- ast illa. Og helzt þurfa það að vera hálfbaunir, sem eru algerlega dautt efni. Svo eru sumar korntegundir, sem kaupmenn og kaupfélög eru að reyna að venja þjóðina af, vegna þess að þeir vilja helzt flytja inn sem fæstar og stærstar vörutegundir og að allir éti það sama. Þannig er alveg búið að útrýma heil- byggi, og nú sýnist verið að vinna að því að útrýma rís- grjónum. Eitthvað af byggi 'haf ði ný- lega verið flutt inri handa hænsnum. En bygghungrað fólk hafði rifið það út sam- stundis handa sér sjálfu til matar. En flestir urðu að grípa í tómt. Alkunnugt er hvað kaupmönnum er illa við að fólk éti kandís og púður sykur. Og ekki má venja það á að drekka annað en þriðja flokks negrakaffi. „Ópóleruð" rísgrjón fengust einnig af misgáningi fyrir nokkru, en síðan ekki. Þegar kaupmenn og kaup- félög vilja ekki flytja ein hverja vöru inn, rægja þeir hana, og segja t. d. um bygg að það sé bara hænsnamatur, rísgrjón séu óholl (stærstu þjóðir heimsins lifa þó á þeim nær eingöngu) og um nærf öt með ermum og skálm- um segja þeir, að þau séu al- gerlega úrelt. Þau sjáist alls ekki í Hollywood, og menn séu alveg hættir að spyrja um þau. Ef einhverjum dytti nú í hug að vilja skjóta þessu máli til læknanna, þá verða menn að gá að því, að nú er komin önnur öld en var á meðan Gvöndarnir lifðu. Þeir voru eins og hann Jónas alltaf með þetta heilsuverndarstagl, sem nú á að vera orðið algerlega úrelt með buxnaskálmunum. — Við verðum að muna eftir því, að samkvæmt kröfupóli- tíkinni eru læknar ekki leng- til okkar vegna, heldur véffingastarfið ér orðið. TPil- litið til gestanna var^.horfið. Mikið er nú um það rætt nianhá á meðal, að þau völd, sem veita atvinnuleyfi í ýms- um greinum, verði að fara að minna leyfishafa og leyfis- beiðendur alvarlega á, að þeir njóti því aðeins réttinda að þeir fullnægi ákveðnum skyldum. J. H. ur aðeins sín vegna. Og við bregðumst hinni nýju borg- araskyldu, ef við erum ekki nógu lasnir eða a. m. k. mátu- lega hýsterískir. Uppivaðsla veitingamanna Uppivaðsla veitingamanna er orðin alkunn. Þeim finnst þeir eiga alvég þessar skepn- ur sem sækja á stallinn hjá þeim. Þeim finnst það vera móðgun, ef beðið er um ein- hverja öðruvísi framreiðslu en þeir hafa sjálfir ákveðið. — Þessi siður, að skammta mönnum á diskana og öllum jafnan skammt, er afar hvim- leiður. Menn hljóta að gera ráð f yrir því að f á leyfar ann- arra. Það þýðir ekkert að ætla að segja mönnum, að menn sem líta á viðskipta- menn sína eins og skepnur, fleygi leyfum. — Það er líka einkennandi fyrir núverandi éjstand, að það virðist svo sem þjónustufólkinu sé bann- að að tala við gestina og sér- staklega að hlusta á umkvart- anir. Það er líka sérstök náð ef gestir fá að borga þegar þeim hentar. — Allir muna þegar veitingamenn kærðu einn starfsbróður sinn fyrir það að hann fóðraði gesti sína of vel. Þá fundu menn betur en nokkru sinni, hvers eðlis Smávegls um Bernard Shaw George Bernard Shaw var einu sinni að hrósa sér á eft- irfarandi hátt: Eg hef alltaf varast að tala vel um Banda- ríkin. Eg hef hæðzt að Banda- ríkjamönnum og kallað þjóð- ina smáborgara. Eg hef sagt, að af 100% Ameríkönum séu 90% hálfvitar. Og þeir bara tilbiðja mig fyrir það. • Þegar leikkonan Cornelia Otis Skinner lék aðalhlutverk- ið í Candida eftir Shaw, sendi hann svohljóðandi skeyti: „Fyrirtak, stórkostlegt"! Skinner varð yfir sig hrifin og símaði aftur til hans: „Eg á ekki skilið svona hrós". Shaw svaraði: „Eg meinti leikritið". Ungfrú Skinner varð fokvond og svaraði um hæl: „Það gerði ég líka." * „Þegar ég dey", segir Shaw „vil ég vera gjörsamlega upp- slitinn. Því meir sem ég vinn því meir lifi ég. Lífið er mér ekki sem lítið kertaljós, það er eins og brennandi blys, sem ég hef náð í um augnablik. Eg vil láta það loga eins glatt og ég get, unz ég fæ það í hendur næstu kynslóð". ' • Shaw kom á frumsýningu kvikmyndarinnar Pygmalion, er gerð var eftir samnefndu leikriti, og skrifaði nafn sitt fyrir hvern sem hafa vildi. Hann gekkst jafnvel inn á að koma upp á sviðið eftir að sýningu var lokið. Einn á- horfendanna á svölunum hrópaði hann niður hárri röddu. Shaw veifaði glaðlega til hans hendinni og sagði: „Vinur minn, ég er alveg á sama máli og þú, en hvað getum við tveir að gert á móti þessum fjölda." •k Fyndin ensk kona, Lady Churchill, bauð Bernhard Sliaw einu sinni til morgun- verðar, en hann fór aldrei út til morgunverðar og svar- aði símleiðis, og sagði ákveð- ið nei. „Hvers á ég að gjalda að þér gerið tilraun að rugla mínum alkunnu venjum?" Hann fékk um hæl þetta svar: „Eg þekki ekki yðar venjur. En vona að tiktúrurnar, sem sagðar eru um yður séu ýkt- ar." Mánudagsblaðið fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlunum: ífe Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson Isafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Eimreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Braga Brynjólfssonar Bækur og ritföng Greiðasölustöðum: Fjólu Florida West End Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa óðinsgötu 5 Vöggnr Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86) Skeifan Isbúðin, Bankastræti Bjargi Veitingast. Vesturgötu 53. Verzlunum: Verzl. Helgafell, Bergstaðastr. Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfinnsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12) Leikfangag., Laugaveg 45 Drífandi, Kaplaskjólsv. Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahlíð Fossvogsbúðin Kópavo^sbúðin Langholt h.f.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.